Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 48
68*78*58 Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifmg: Sími 22022 Hafir þú ábendingu eða vitn- eskju um frétt - hzingdu þá í síxna 687858. Fyrix hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MÁNUDAGUR 10. FEBRUAR 1986 Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi: GUÐJÓN EFSTUR Fimm karlar röðuðust í efstu sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akranesi vegna bæjarstjórnarkosn- inganna í vor. í fyrsta sæti varð Guðjón Guðmundsson skrifstofu- stjóri sem var í öðru sæti á lista síðast. Það er eina sætið sem er bindandi eftir prófkjörið. Þetta var opið prófkjör og 2% greiddu atkvæði. í öðru sæti varð Benedikt Jón- mundsson útibússtjóri, þriðja Rúnar Pétursson iðnrekandi, fjórða Þórður Björgvinsson vélvirki, fimmti Viktor A. Guðlaugsson skólastjóri og sjötti Guðrún Víkingsdóttir hjúkrunar- , fræðingur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fjóra bæjarfulltrúa. Guðjón var sá eini þeirra sem bauð sig fram i próf- kjörinu nú. Benedikt, Guðrún og Þórður eru varabæjarfulltrúar. Þau sem hætta í bæjarstjórn í vor af lista sjálfstæðismanna eru Valdimar Indriðason alþingismaður, Hörður Pálsson bakarameistari og Ragn- heiður Ólafsdóttir. Sem skýringu á lítilli þátttöku sagði Guðjón Guðmundsson að eng- inn slagur hefði staðið milli fram- bjóðenda. Þátttakan nú væti 56 atkvæðum meiri en fyrir fjórum árum. HERB Norðurland eystra ogVesturland: FRÍ í SKÓLUM Böm og unglingar á Norðurlandi eystra og Vesturlandi þurfa ekki að fara í skóla í dag. Kennararnir eru í verkfalli. Ragnhildur Skjaldardóttir, for- maður Bandalags kennara á Norður- landi eystra, sagði kennara leggja niður vinnu í einn dag til að þrýsta á fjármálaráðherra að standa við gefin loforð. „Fyrrverandi fjármálaráðherra lýsti því yfir á sínum tíma að kennar- ar ættu að hafa sömu laun hvort sem þeir væru í Kennarasambandi ís- lands eða Hinu íslenska kennarafé- lagi. Raunin er sú að félagar í HÍK em með 5 prósent hærri laun en kennarar í KÍ,“ sagði Ragnhildur. T -EIR RAUSTIR MENN 25050 SfTlDIBíLJISTÖÐin LOKI Ég ætla aö vera einn í Loka-prófkjörlnu og telja sjálfur! Piltarnir sem lentu í hrakningum í Barðastrandarsýslu: Féngum alrangar upp- lýsingar um leiðina „Við hefðum aldrei lagt af stað ef við hefðum fengið réttar upplýs- ingar um vegalengdir og færð,“ sagði Viðar Helgason, sem ásamt félaga sínum, Friðriki Ottóssyni, lenti í hrakningum á Klettshálsi í Austur-Barðastrandarsýsl u. „Við komum á bíl úr Reykjavík og þegar við komum að bænum Kletti komumst við ekki lengra. Fengum við þá þær upplýsingar að það væri aðeins hálftíma gangur yfir heiðina þangað til við kæmum að bílfærum vegi aftur. Hringdum við á undan okkur til Patreksfjarð- ar og báðum kunningja okkar að koma á móti okkur. Lögðum við af stað í þeirri trú að þetta væri aðeins hálftíma gangur og þá gæti bíll komið á móti okkur. En þetta reyndust vera rangar upplýsingar því þetta voru 30 km sem við þurft- um að ganga,“ sagði Viðar. Gengu þeir yfir Klettsháls og komust í sumarbústað í Vattarfirði, nánar tiltekið á Vattamesi. Dvöld- ust þeir þar aðfaranótt laugardags- ins. Á laugardaginn ætlaði Viðar að reyna að komast áfram og í síma en Friðrik hafði snúið sig á ökkla og dvaldist áfram í bústaðnum. Gekk hann út með Vattarfirði og villtist. Á meðan höfðu kunningjar pilt- anna farið að undrast um þá og lagt af stað frá Patreksfirði á jeppa en áður höfðu þeir þurft að snúa við á fólksbíl. Þegar þeir komu í bústaðinn fundu þeir Friðrik. Héldu þeir þá aftur til Patreks- garðar og tilkynntu lögreglunni að annar piltanna væri týndur. Hófst leit um miðnætti á laugar- dagskvöldið sem lauk um kl. 4 um nóttina en þá fannst Viðar í sumar- bústaðnum en þangað hafði hann snúið aftur þegar hann áttaði sig á því að hann var villtur. Að sögn Jóhanns Briem hjá Slysavamafélagi Islands var þetta ekki umfangsmikil leit en þó var verið að gera ráðstafannir til að setja stórleit í gang þegar pilturinn fannst. „Við vorum aldrei í neinni hættu því veðrið var gott og það var stjömubjart,'1 sagði Viðar. -SMJ Lögreglumaður með „sprengjuna" í hendinni: leirbúnt með þráð- um upp úr, vafið meö skærlitu limbandi. DV-mynd S. Geðdeildin lokuð af: „SPRENGJAN” LEIR 0G VÍR Lögreglan lokaði af geðdeild Landspítalans eftir að tilkynnt var um torkennilegan hlut sem líktist sprengju þar í anddyrinu. I ljós kom að „sprengjan" var leirbúnt sem vírar stóðu upp úr. Það var um klukkan sjö á laugar- dagskvöldið að lögreglunni var tilkynnt um hlut sem líktist sprengju í öskubakka í anddyri geðdeildarinnar. Fóm sjö lögreglu- þjónar á staðinn í tveim bílum og lokuðu svæðinu. Að sögn Bjarka Elíassonar yfirlögregluþjóns var hluturinn fluttur út fyrir húsið og sást strax að þetta var gabb. „Það sást til 14-15 ára unglings hlaupa í burtu og gæti það hafa verið sökudólgurinn. Rannsóknar- lögreglan er með málið í rannsókn og vonumst við til að geta upplýst málið sem fyrst,“ sagði Bjarki. Það var Róbert Gunnarsson, vakt- maður á geðdeildinni, sem til- kynnti „sprengjufundinn" til lög- reglunnar: „Það var klukkan rúm- lega sjö á laugardagskvöldið sem nokkrir strékar, sem voru í fótbolta fyrir utan geðdeildina, komu til mín og sögðu mér að þeir hefðu séð hlut niðri í anddyri sem líktist sprengju. Eftir að hafa litið á hlut- inn, sem var í stórum öskubakka í anddyrinu, gat ég ekki fundið út hvað þetta væri. Ég hringdi því strax í lögregluna og bað um ein- hvern til að athuga hvað þetta væri. Eftir að menn frá lögreglunni höfðu skoðað hlutinn töldu þeir að þetta væri gabb. Þetta allt tók ekki nema hálftíma og þurfti ekki að rýma geðdeildina," sagði Róbert. -SMJ. Sjálfstæðisflokkurinn á ísafirði: Skattstjórinn efstur Skattstjórinn á Vestfjörðum, Olaf- ur Helgi Kjartansson, sigraði í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins á ísafirði, vegna bæjarstjómarkosninganna í vor. Hann er nýr í bæjarmálastarfi flokksins. í öðm sæti varð Ámi Sigurðsson prentari, sem er nú þriðji bæjarfull- trúi flokksins. Sigrún Halldórsdótt- ir náði þriðja sæti en var ekki í fram- boði síðast. Geirþrúður Charlesdótt- ir varð í fjórða sæti. Hún er núna þriðji bæjarfulltrúi sjálfstæðis- mánna. Þá varð Hans Georg Bæringsson í fimmta sæti og færist þar með upp um eitt frá síðustu kosningum. Og í sjötta sæti varð svo Einar Georgsson, sem kemur nýr inn. Atkvæði greiddu 427 af 554 flokksbundnum sjálfstæð- ismönnum. Sjálfstæðisflokkurinn á ísafirði heftir nú fjóra bæjarfulltrúa. Þeir sem skipuðu tvö fyrri sætin í síðustu kosningum, Guðmundur H. Ingólfs- son og Ingimar Halldórsson, voru ekki í framboði í prófkjörinu. HERB Skoðanakönnun Alþýðuflokksins á Sauðárkróki: Björnkosinn ífyrsta sæti Frá Gunnari Guðjónssyni, fréttarit- Sigurbjömsson skólastjóri, 2. sæti: ara DV á Sauðárkróki: Alþýðuflokkurinn á Sauðárkróki efndi til skoðanakönnunar meðal félagsmanna og stuðningsmanna á laugardaginn. Náði könnunin til þriggja efstu sætanna á lista til komandi bæjarstjórnarkosninga Úrslitin urðu bessi: 1. sæti: Bjöm Jón Karlsson, formaður verka- mannafélagsins Fram, og 3. sæti: Pétur Valdimarsson kaupmaður. Úrslit skoðanakönnunarinnar eru ekki bindandi. — sjá einnig bls. 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.