Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 45
DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986
45
Sviðsljós
Sviðsljós
Sviðsljós
Sviðsljós
Hér á eftir fara símaviðtöl þar
sem blaðamaður hnýsist í það
sem fjórir þjóðkunnir listamenn
hafa á prjónunum. Meiningin er
að þetta verði fastur liður á hverj-
um mánudegi hér eftir. Við vonum
að lesendur kunni vel að meta
þessa nýbreytni og eins að þeir
sem staðnir eru að verki taki það
ekki illa upp.
Gunnar Þórðarson er að fara að útsetja fyrir Eurovision.
Gunnar Þórðarson
-JSÞ
hlj ómlistarmaður
Vinn best
undir pressu
Kristjana Samper
myndlistarmaður
Með margt í takinu
hverju sinni
Við erum tíu manna hópur að
stofna nýtt gallerí þar sem Langbrók
var til húsa,. að Torfunni. Það er
verið að berja þetta saman þessa
dagana og við opnum svo með sam-
sýningu 1. mars. Ég er að vinna
skúlptúra sem ég verð með á þessari
sýningu, ég er langt komin en á samt
talsvert eftir enn. Við hjónin höfum
nefnilega verið að byggja vinnustofu
og ég hef verið upptekin í því frá því
í ágúst og þar til núna um jólin. Það
hefur tekið megnið af tíma mínum
að sjá um framkvæmd þessa verks
en ég hef verið að koma mér aftur i
gang síðan í janúar.
Það er ekki rúm fyrir mjög stóra
sýningu þarna á Torfunni svo það
verður ekki mikiðfrá hverjum aðila.
Síðan er bara beint framhald en ég
hef ekki enn fengið staðfestingu á
neinu verkefni, ekkert verið pantað
að sinni, þannig að ég vinn frjálst á
næstunni. Ég stefni að annarri sjálf-
stæðri sýningu en það er langur tími
eftir og mikil vinna. Eg er ekki með
tímasetningu á því hvenær sú sýning
getur orðið. Ég var að vinna verk á
hana fram að ágúst í fyrra en hef
alveg tekið fri frá því þangað til nú
í janúar.
Ég er yfirleitt með mörg verk í
takinu hverju sinni og á þess vegna
margt óklárað. Mér finnst skemmti-
legra að vinna svona samhliða held-
ur en að binda mig við aðeins eitt í
einu.
Kristjana á heimili sínu í Kópavogi, aftur tekin til við myndlistina eftir stutt hlé vegna byggingar vinnustofu. -JSÞ
Ég er að spila í Broadway og verð
þar líklega fram á sumar, það er
allavega uppselt út mars. Ég er með
30 til 40 lög, bæði gömul og ný. Mér
finnst gaman að geta spilað gömlu
lögin aftur með þeim sem ég spilaði
þau með í upphafi. Það er eiginlega
kraftaverk að tekist hafi að ná öllum
saman aftur.
Ég er að gera músík við mynd um
Reykjavík eftir Hrafh Gunnlaugs-
son. Það er instrumental að mestu.
Mér finnst mjög gaman að fást við
þetta verkefni og vona að það gangi.
Svo er ég að útsetja lög fyrir dansi-
ballið mikla sem haldið verður 18.
ágúst í sumar. Það eru um það bil
25 lög, öll íslensk, gömul og ný. Þetta
eru svona ljúfir Reykjavíkurtónar.
Síðast en ekki síst er ég að fara að
útsetja helminginn af þeim 10 lögum
sem voru valin fyrir Éurovision. Ég
hef ekki heyrt neitt þeirra ennþá en
býst við að það séu góð lög, menn
eru svo góðir að semja lög á íslandi.
Með góðu lagi og réttum undirbún-
ingi ættum við að geta unnið keppn-
ina. Nei, ég nota ekki annan mæli-
kvarða þegar ég útset þessi lög, reyni
bara að láta þau koma vel út.
Ég er eiginlega ekkert að semja
þessa dagana, það kemur þegar ég
þarf að gera eitthvað. Ég nefnilega
vinn best undir pressu. Eg á aldrei
lög á lager eins og sumir. Það má
kannski búast við plötu í haust þar
sem ég verð með eigin lög og sé um
upptökustjórn og fleira.
Avocado-
áburður fyriv
sprungnar
hendur
Góð reynsla
,,Ég vil endilega koma á framfæri
reynslu minni af EVORA-handá-
burðinum.
Dóttir mín, 16 ára gömul, hefur
verið með exem frá barnæsku og
hefur það versnað með árunum.
Avocadoáburðinn fór hún að
nota fyrir mánuði og exemið er
næstum horfið.
EVORA-handáburðurinn er bú-
inn til úr avocadoávöxtum og er
alveg laus við að vera feitur og
eða smitandi og lyktin er góð.“
Sigrún Runólfsdóttir.
Útsölustaðir:
Árbæjarapótek.
Kaupfélagið á Sauðárkróki.
Kjalfell, Gnoðarvogi 78.
Heilsumarkaðurinn,
Hafnarstræti 11.
INGRID, Hafnarstræti 9.
Póstsendum, simi 62-15-30.
Heildsölubirgðir:
Hallgrimur Jónsson,
pósthólf 1621,121 Reykjavik.
Simi24311.
SMRKOMATIC
Vorum að fá mikið úrval a.
vönduðum bíltækjum með 2 og
3 bylgjum, FM stereo og kass-
0++11
ettu
Verð frá aðeins
kr. 4.995,-
Einnig mikið úrval af kraft-
mögnurum og hátölurum í bíla.
Isetningástaðnum
D i. . i
f\dulO
Armúla 38 og Garðatorgi 1.
Símar 31133 - 83177 - 651811.