Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 42
42 DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Tilvalin tækifærísgjöf fyrii sve&purrkomar Hondaverksmiöjurnar í Japan láta ekki deigan síga við að aðstoða menn við að komast með hinum ýmsu farartækjum milli staða, hvort sem menn vilja aka á eigin bíl eða þeysast um á vélhjóli. Þeir sem eiga eitt slíkt apparat þurfa ekki að kvíða því að komast ekki nægilega tímanlega í vinnuna. Nema svefnpurrkurnar - þessir sem sofa sætt hvernig sem vekjaraklukkan þenur sig og breiða sængina betur yfir höfuðið þegar nærstaddir reyna að aðstoða klukkugreyið. Þetta vanda- mál er hægt að leysa með ýmsum ráðum, og á meðfylgjandi myndum sést tilvalin tækifærisgjöf handa svefnliðinu - vekjara- klukka samtengd rúmi sem sturtar þeim svefndrukknu í einum grænum fram á gólf. Rúmið er frá Honda í Japan og því ætti að vera hægt að mæta á réttum stað og stundu ef sofið er í Hondarúmi og geyst af stað í Hondabifreið að auki.Tekið skal fram að það er bannað að storka örlögunum með því að leggj- ast til svefns á kvöldin fyrir framan rúmið, til hliðar eða undir því. Fram úr rúminu skaltu hundskast því það er ekki lengur til legunnar boðið. í upphafi er þetta eins og hvert annaö rúm - þú leggst niður eins og engili og setur til morguns. En fari purrkan ekki strax é fætur er engin miskunn hjá Magnúsi. Hattarnir þóttu merkilegasta fyrirbrigðið í hönnun hins unga Christians Lacroix, en kannski ekki ætlaðir til heimabrúks. Höfuðfötin voru af stærri gerðinni en vöktu samt sem áður mikla hrifningu viöstaddra. Heimsfrægð á eiirni nóttu Christian Lacroix hjá Jan Patou vinnur gullnu fingurbjörgina Tískuhús Jan Patou í París er gamalgróið og nýtur mikillar virðingar en þar hefur ekki tekist að finna hönnuð sem endurvak- ið gæti gamla dýrðardaga, þrátt fyrir mikla leit. Núverandi stjarna þeirra, Christian Lacroix, stóð því brauðfótum innan fyrir- tækisins eftir að mistekist hafði hjá honum að sleppa í gegnum nálarauga pressunnar á síðustu sýningartímabilum. Mál manna var að nú gæfist honum síðasta tækifærið til að sýna getuna, eftir þessa sýningu væri hann atvinnulaus tískuteiknari með fremur lítil meðmæli fyrri vinnu- veitenda. Hann svaraði með sókn, sýn- ingin var haldin á Hótel Inter- besta hönnuðinn hverju sinni. Það var að þeirra áliti Christian Lacroix fyrir Jan Patou sem hnossið hreppti, hvorki meira né minna en gullfingurbjörgin var honum afhent í ráðhúsi Parísarborgar, madame Chirac þeirra Frakka sá um þá hlið málanna með sóma. Lacroix er fyrsti óþekkti tískuhönnuðurinn sem slíkan heiður hlýtur, skaut þar gömlum kóngum eins og Pierre Cardin og Yves Saint Laurent langt aftur fyrir sig, en þeir hafa nokkrir skipt verðlaun- unum með sér gegnum árin. Hann varð frægur á einni nóttu og líklega verða skjót umskipti I atvinnumálunum, hver kemur til með að reka hvern? Hin sex mánaða Donna er ekkert lamb að leika sér við þótt hún fari vel í vasa. Þar sem Sviðsljósið hefur lagt sig í framkróka við fræðslu almenningsá lifnað- arháttum þeirra frægu og ríku er ekki úr vegi að geta varnarháttanna sérstaklega. Fyrir utan að forðast of nána umgengni við þá snauðu er einnig mikilvægt að gæta þess að fjármunir færist ekki úr vasa auðvaldsins í hendur öreiganna. Varðhundar eru nauðsyn í dæminu og hér er einn sérhannaður Yorks- hire terrier sem bítur hressi- lega í of langa fingur. Stétt vasaþjófa er því í stórhættu á heimavelli hvutta - Dudley í Englandi - og stefnir hratt í umræður um friðun síðasta eintaksins. continental þar sem Yves Saint Laurent er vanur að sýna, sýn- ingarstúlkurnar, sem verið hafa aðalmerki YSL síðustu árin, fengnar á staðinn og fatalínan með nýju og byltingarkenndu sniði. Hattar, sem enginn getur borið hjálparlaust, víðir kjólar og alls kyns sérstæðir skartgripir vöktu strax mikla athygli, en enginn bjóst þó við niðurstöð- um dómnefndarinnar sem velur Myndvor Myndir og texti: Borghildur Anna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.