Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986
15
Á persónuleg ábata-
von að ráða námsvali?
Á undanfömum vikum hefur eitt
helsta hitamálið í þjóðfélaginu
verið námslán. Það er raunar ekki
nýtt að svo sé. Allan tímann sem
ég stundaði nám í Háskóla íslands
voru þau eilíft til umræðu. Árið
1982 tókst loks víðtæk samstaða
um kerfi sem tryggði námsmönnum
viðunandi framfærslu á námstíma
og Lánasjóði ísl. námsmanna því
sem næst fulla endurgreiðslu.
Nú hafa peningaöfl þjóðfélagsins
hafið óhróðursherferð undir vernd-
arvæng - eða forystu menntamála-
ráðherra - gegn námslánum. Alið
er á öllum hugsanlegum fordómum
gagnvart námsfólki og menntun.
Margir hafa stungið niður penna
um þessi mál, bæði þátttakendur í
óhróðursherferðinni en einnig til
vamar sem betur fer.
Menningarleg nauðsyn
Það er hættulegt viðhorf að há-
skólamenntun eða önnur menntun
og þeir sem hana stunda séu
sníkjudýr á þjóðfélaginu.
Það er stórhættulegt að láta
persónulega ábatavon ráða náms-
vali. Með því móti fáum við ein-
göngu eigingjama menntamenn.
En með því að hætta að tengja
endurgreiðslur námslána við tekj-
ur að námi loknu og leggja háa
vexti á námslán er stór hætta á
slíku. Hjá frjálshyggjuliðinu, sem
sækir að jafnrétti til náms, er það
nefnilega trúaratriði að nám skuli
vera arðbært einstaklingnum sem
það stundar - í peningum.
Við þurfum fólk sem vill þroska
sig í erfiðu námi ef við eigum að
byggja hér upp menningarþjóð-
félag. Ef enginn þorir í langt og
kannski dýrt nám sem ekki er fyrir-
sjáanlegur persónulegur gróði af
staðnar samfélagið. Og af því að
menntamálaráðherra gumar svo af
áhuga sínum á íslenskri tungu, t.d.
með „kabarettinum“ 1. desember
sl. - heldur hann þá við þurfum
ekki að háskólamennta fólk í bók-
menntum og málvísindum? Mega
námslánakjör fæla snjallt fólk frá
því að leggja stund á íslenska
tungu? Eða verður úthlutað pólit-
ískum námsstyrkjum til þeirra?
Fullyrt er um svindl gagnvart
Lánasjóðnum. Ef þeir sem fullyrða
um það vita af því ættu þeir að
tilkynna það réttum aðilum.
Ef einhver fær námslán sem á
ekki rétt á því skv. reglum sjóðsins
hefur hann líka svikið undan skatti
því að námsmenn verða að skila
uppl. um skattskyldar tekjur sínar.
Ekki skal hér neitað tilvist
svindls eða skattsvika - en bent
skal þó á að margir námsmenn eru
ekki sælir yfir þeim aðferðum sem
Lánasjóðurinn beitir til að koma í
veg fyrir að fólk sem ekki á rétt á
láni úr honum fái lán. Fyrir kemur
að fólk er skikkað til að endur-
greiða lán.
En auk þess eru það aldrei rök
gegn nauðsynlegri félagslegri að-
stoð að þeir sem hennar njóta séu
misþurfandi fyrir hana. Enginn
talar um að leggja ellilífeyri niður
þótt til séu svo ríkir ellilífeyris-
þegar að þeir hafi ekkert með hann
að gera.
Vinna með námi
Rætt er um að námslánakerfið sé
vinnuletjandi og að námsmenn
hætti bráðlega að skilja gildi vinn-
unnar.
Við framhaldsskólakennarar
höldum að það færist í vöxt að
nemendur okkar vinni með náminu
á veturna. í skólanum, þar sem ég
kenni, vinnur um helmingur nem-
enda með náminu í vetur.
Námsmenn, sem njóta aðstoðar
Lánasjóðsins, fá ekki námslán á
sumrin, auðvitað ekki eða hvað?
Og vinna því á sumrin nema þeir
eigi ríka foreldra til að framfæra
sig.
Því er jafnvel haldið fram að það
komi efnaminnstu námsmönnun-
um verst að draga vinnutekjur frá
námsláni. Þvílíktrugl! Einmittþeir
þurfa námslán sem tryggja að þeir
geti stundað nám sitt af „alúð og
árvekni“. Þeir munu hrökklast frá
námi ef námslán verða skert veru-
lega.
Mín reynsla kennir mér að
námslánakerfið sé námshvetj-
andi, þ.e. það hvetur til þess að
fólk flýti sér í námi. Við sem verð-
um vöi' við vinnu nemenda okkar
með námi sjáum ókosti þess.
Námslánakerfi, sem getur útrýmt
því að nemendur vinni með námi,
er gott kerfi. Námið verður mark-
vissara og sennilega er það ódýrt
fyrir þjóðfélagið að fækka þannig
námsárum hvers námsmanns með
því að gera honum kleift að stunda
námið. Og í því námi, sem ég þekki
best, er engin smuga til að vinna
með náminu ef viðunandi árangur
á að nást.
Eru námslán of há?
Launastefna ríkisstjórnarinnar
gagnvart opinberum starfsmönn-
um hefur skapað þær kyndugu
aðstæður að fjölskyldufólk lækkar
hugsanlega í ráðstöfunartekjum
þegar námi lýkur og vinna hefst.
Fyrir fjórum árum var það ekki
3vo, þ.e. þegar lögin um námslán
voru sett, enda ekki eðlilegt.
Sé aftur á móti litið til einstakl-
ings í námi þá fær hann til fram-
færslu krónur 20900 á mánuði.
Litið er á hjón sem tvo einstaklinga
og lánað er sérstaklega til fram-
færslu barna.
Eflaust kæmi til greina að fella
niður lán vegna barna og auka í
staðinn bamabætur til allra sem
lágar tekjur hafa. Fyrst og fremst
þyrfti þó að hækka laun ríkisstarfs-
manna og verkafólks.
Ekki má gleyma því að mann-
eskja i námi, sem á útivinnandi
maka, fær sjaldnast hátt námslán
þar sem umframtekjur makans
dragast frá láninu. Einkum stuðlar
þetta að því að gera konur háðar
eiginmönnum sínum. Og skerðing
námslána til framfærslu barna
kæmi óneitanlega verst niður á
einstæðum mæðrum.
Fullyrt er að námsmenn fái marg-
ar milljónir að láni. Einstaklingur
tekur sjaldnast hærra lán en eina
milljón króna til náms hér á landi
- og er þá í námi í fimm ár. Og
greiðir allt til baka ef hann lifir.
Dæmi lagt fyrir menntamálaráð-
INGÓLFUR Á.
JÓHANNESSON
SAGNFRÆÐINGUR
OG KENNARI
herra í DV 29. janúar sl. um 5-6
milljónir í lán er því allsendis
óraunhæft - og ætti ráðherra að
sjá sóma sinn í að leiðrétta mis-
skilninginn um margra milljóna
lán.
Auðvitað er sumt nám dýrt.
Dýrast er nám líklega í Bandarikj-
unum. Þjóðin má held ég síst af
öllu við því að missa þá fræða- og
vísindastrauma sem þaðan berast,
m.a. með fólki úr framhaldsnámi.
Nýverið mátti t.d. lesa í blöðum
um að læknar hefðu áhyggjur af
því að lokað yrði á framhaldsnám
íslenskra lækna þar og með því
valdið miklum skaða á menntun
íslenskra lækna. Þetta gildir líka
um t.d. skólamál.
Hér skal látið staðar numið að
sinni - og Alþingi hvatt til þess að
fara varlega í breytingar á lögum
um Lánasjóðinn. Þær eru einfald-
lega óþarfar.
Ingólfur Á. Jóhannesson.
a ,,En auk þess eru það aldrei rök gegn
^ nauðsynlegri félagslegri aðstoð að
þeir sem hennar njóta séu misþurfandi
fyrir hana.“
Hvers vegna lands-
samtök um jafnrétti?
„Landssamtök um jafnrétti milli
landshluta" voru formlega stoínuð
á Akureyri 13. febr. 1983 undir
þessu nafni. Stofnendur voru
áhugamenn aðallega úr Vestur—
Húnavatnssýslu og af Akureyri.
Áður höfðu V-Húnvetningar
stofnað félagsskap sem aðallega
vann í kjördæmamálinu og nefnd-
ist „Jafnrétti milli landshluta".
Það félag gekk til liðs með Akur-
eyringum í samtök til að sameina
öll þau áhugafélög og einstaklinga
sem vilja vinna að áframhaldi
byggðar um landið allt og jafnrétti
þegna þjóðfélagsins hvar sem þeir
búa á landinu. Kveikjan að félags-
deild Akureyringa mun hafa verið
sú að nokkrum fulltrúum á lands-
fundi eins stjómmálaflokks 1982
ofbauð ofríki hins svokallaða
Reykjavíkurvalds. Síðar, þegar
menn komu saman til funda, kom
í ljós að fólk úr öllum stjómmála-
flokkunum hafði sömu sögu að
segja. Alls staðar sýndu fulltrúar
Reykjavíkursvæðisins yfirgang.
Sameinast afl áhugafólks
Á Austfjörðum var einnig stofnað
félag, „Ný vemd“, undir forystu
Jónasar Péturssonar, fyrrv. alþm.
Það félag hafði svipuð eða sömu
markmið. Þessi tvö félög vom
sameinuð á fundi í Skjólbrekku í
Mývatnssveit 8.-9. júní 1985 þar
sem margt áhugafólk var saman
komið úr flestum landshlutum. Þar
vom samdar ályktanir, sem síðan
er unnið eftir. Hafa landssamtökin
skrifstofu á Akureyri (Aðalstræti
16, sími 96-23858) og eru nú að
hefja útgáfu tímarits. Einnig mun
standa til að gefa út lítið blað með
fréttum af félagsstarfinu.
Æskufólk einnig
komið af stað
Enn eitt félag með svipaðan til-
gang var í fyrravetur stofnað í
Menntaskólanum á Akureyri og
nefhist Stólpi. Það gaf út myndar-
legt rit undir nafninu Stöpull og
segir þar að markmið félagsins sé
að sameina krafta landsbyggðar-
innar í baráttu fyrir eðlilegum og
sjálfsögðum réttindum og brúa þá
gjá vanþekkingar og tortryggni
sem myndast hefur milli þéttbýlis
og dreifbýlis. Þetta félag hefur ekki
sameinast hinum en samband er
millum þeirra.
Þessar miklu félagastofnanir
áhugafólks sýna vel að eitthvað er
að í okkar þjóðfélagi. Fólki svíður
undan yfirgangi Reykjavikur-
valdsins og ofbýður ýmiss konar
mismunun þegna þjóðfélagsins eft-
ir búsetu og sívaxandi straumur
fólks til suðvesturhornsins.
Þróttmikil og
markviss starfsemi
Starfsemi landssamtakanna hef-
ur verið mikil. Áhugafólk hefur
ferðast um og haldið fundi til að
kynna tilgang og markmið og
undirbúa stofnun deilda. Fjölmarg-
ar deildir hafa verið stofnaðar í
hinum ýmsu héruðum og lands-
hlutum. Félagatalan er komin yfir
10 þúsund og stefnt er mun hærra.
Deildir eru orðnar milli 40 og 50.
Nú er verið að halda fundi með
alþingismönnum, einn í hverju
kjördæmi. Var sá fyrsti á
Hvammstanga, mjög vel lukkaður,
og næsti er ákveðinn á Akureyri
um þessar mundir.
Mikil vinna hefur verið lögð f
undirbúning tillagna um breytingu
á stjórnarskrá lýðveldisins og er
grunntónninn í þeim tillögum að
valdamenn þjóðfélagsins beri
ábyrgð. En eins og nú er málum
háttað virðist enginn bera ábyrgð
á neinu og skýtur það skökku við
venjur með öðrum þjóðum.
Fetað í fótspor
frændþjóða
Tillögumar miða að þvi að tekið
verði upp fylkjaskipulag með líku
sniði og löngu er komið hjá ná-
grannaþjóðum. Norðmenn t.d.
komu á sinni fylkjaskiptingu 1961
en gerðu á henni breytingu árið
1975 og tóku þá upp sérstaka kosn-
ingu fulltrúa á fylkisþing. Fylkja-
skipulag með ýmsum nöfnum er
einnig í Danmörku, Svíþjóð, Sviss,
Ítalíu, Frakklandi og víðar.
Fulltrúar landssamtakanna
munu á þessu ári ferðast um lönd
og kynna sér fylkjauppbyggingu
nánar og síðan þarf að kanna þetta
með tilliti til sérstöðu íslands. Ekki
er óeðlilegt að fólk væri dálítið
hikandi við að ganga samtökum á
hönd sem hafa áform um svo mikla
breytingu á þjóðfélagsuppbygging-
unni, en raunin hefur þó orðið sú
að almenningur á landsbyggðinni
er landssamtökunum mjög hlynnt-
ur að sögn forystumanna og hafa
þeir víðast fengið góða fundarsókn
og ágætar undirtektir.
Ótti í borg Davíös
Hins vegar hafa samtökin fengið
litla umfjöllun í fjölmiðlum syðra
og t.d. sjónvarpið virðist gjörsam-
lega lokað fyrir þeim. Tilraunir til
að fá umfjöllun þar höfðu fyrir
skömmu engan árangur borið.
Dagur á Akureyri er eina dag-
blaðið sem styður samtökin. Fer
varla milli mála að ýmsir aðilar á
suðvesturhorninu eru þegar orðnir
hræddir við þessi landssamtök,
RÓSMUNDUR G.
INGVARSSON
BÓNDI, HÓU,
TUNGUSVEIT,
SKAGAFJARDARSÝSLU.
þykir þau ógna veldi sínu og reyna
að þegja þau í hel.
Makmið landssamtakanna um
jafnrétti milli landshluta er ekki
að vinna gegn hagsmunum al-
mennings í Reykjavík. Markmiðið
er að skapa betra þjóðfélag, tryggja
áframhald byggðarinnar út um
landið, í sveitum og við sjó, og að
fólkið, sem þar býr, hafi ekki lakari
skilyrði eða verri lífskjör en aðrir
þegnar þjóðfélagsins. Gert er ráð
fyrir að deild verði stofnuð í
Reykjavík. Unnið er að öflugri
fjöldahreyfingu sem geti stöðvað
ógnvekjandi og vaxandi fólksflótta
úr dreifbýlinu til suðvesturhorns-
ins og jafnvel til útlanda, dregið
úr miðstýringu og stuðlað að því
að héruðin eða væntanleg fylki fái
í auknum mæli að njóta þeirra
tekna sem þar er aflað.
Rósmundur G. Ingvarsson.
„Fólki svíður undan yfirgangi
™ Reykjavíkurvaldsins og ofbýður
ýmiss konar mismunun þegna þjóðfélags-
eftir búsetu og sívaxandi straumur
íns
fólks til suðvesturhornsins.“