Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 6
6
DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986
Viðskipti Vióskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti
Fólk fjölmennti í bankana 3.febrúar til þess að borga jólakortaúttektina. Kannski það hafi fengið sér víxil áður
til að eiga fyrir skuldinni.
Kreditkortin:
Innheimta jólaúttekta
gengur framar vonum
Peningamarkaðurinn
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta-losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er f'yrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 33,5% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36‘X,
nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri
. innátæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuói á 39% pafnvöxtum og
42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5%
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%,
4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, eftir 6 mánuði
37% og eftir 12 mánuði 37%. Ársávöxtun á
óhreyfðu innleggi er 37%, eða eins og á 3ja
og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reyn-
ist hún betri. Vextir færast einu sinni á ári.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburður er gerður
mánaðarlega en vextir færðir f árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, þann mánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvurt 34,8% eða eins og á verötryggðum
6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknastalmennirspari-
sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með
34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem
eru 50 þúsund að nafnverði.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini erú til fimm ára.
Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%.
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfín eru ýmist verðtryggð éða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afföllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna
fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl-
skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa,
annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund.
Lánstími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóðurákveðursjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextimir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextír eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0,125%.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í febrúar 1986 er 1396
stig en var 1364 stig í janúar. Miðað er við
grunninn lOOíjúní 1979.
Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986
er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699
stig á grunni 100 frá 1975.
„Það hafa ótrúlega margir borgað
jólaúttektina á gjalddaga, örugglega
yfir 70% af korthöfum, a.m.k. hér í
Landsbankanum, sem er meira en við
óttum von á miðað við þá umræðu
sem hefur verið í gangi í fjölmiðlum
og annars staðar um að innheimtan
yrði léleg. Ég andaði léttar. Þetta er
í raun svipað hlutfall og mánuðinn
á undan þannig að jólamánuðurinn
sker.sig ekkert úr og virðist ekki
taka meira í þetta árið þótt veltan
Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni
DV á Akureyri:
Það er að komast í tísku hjá bis-
nessmönnum á Akureyri að taka til
í geymslunum sínum og tína til
gömul og notuð húsgögn sem lent
hafa þar inni þegar ný voru keypt.
Síðan er opnuð tímabundin hús-
gagnaverslun.
„Ég hef gaman af þessu. Það hafa
margir hringt í mig undanfarið og
spurt hvort ég vilji ekki selja hús-
gögn fyrir þó líka,“ sagði Pétur
Björgvin Þorsteinsson hlæjandi þar
sem hann var að setja upp auglýs-
ingaspjald í göngugötunni á Akur-
eyri nýlega.
sé svo margfalt hærri en hún var á
svipuðum tíma í fyrra. Ætli það séu
ekki um 60 þúsund kreditkort í gangi
núna. En vanskil eru auðvitað of
mikil og hafa aukist samfara fjölgun
kortanna. Þáð er eðlilegt," sagði
Jóhann Ágústsson, stjórnarformað-
ur Visa og framkvæmdastjóri af-
greiðslusviðs Landsbankans.
Jólavíxilinn nú tekinn eftir jólin
„Innheimtan virðist hafa gengið
Pétur er í þriðja bekk Menntaskól-
ans ó Akureyri. Hann selur hús-
gögnin fyrir bisnessmennina í fram-
hjáhlaupi með skólanum. Þessa
dagana er hann að selja fyrir kjama-
karla með Gísla Jónsson ferðakóng
í fararbroddi.
Upplagt var að hringja í Pétur. Það
var hann sem seldi öll notuðu hús-
gögnin fyrir Kennedy-bræðurna í
haust, en þeir tóku fyrstir upp á
þessu. Pétri var einfáldlega kippt út
af bílaleigunni þegar húsgögnin voru
komin út úr geymslunum.
Hann seldi allt heila klabbið ó
mettíma. Ekki henda, heldur selja
ódýrt, það er málið ó Akureyri.
vel. Að minnsta kosti komu hingað
mun færri í vandræðum að biðja um
greiðslufrest en við áttum von á. Ég
held að myndin hafi breyst. Jólavíx-
illinn svokallaði, sem var tekinn
fyrir jólin hér áður fyrr, er nú tekinn
eftir áramót til þess að borga kredit-
kortin. Það kemur betur fyrir bank-
ana, nýtt ár og þeir með meira svigr-
úm til að lána,“ sagði Grétar Har-
aldsson hjá Eurocard.
-KB
Kaupþing hf.:
Ráðgjöf við
rekstrar-
breytingar
Nú hyggst Kaupþing h/f auka
við þjónustu sína og leiðbeina
fyrirtækjum í einka- og opin-
berum rekstri við breytingar sem
taldar eru til hagsbóta fyrir þau.
Hingað til hefur róðgjafaþjón-
ustan aðallega verið fólgin í að
gera úttekt á rekstri fyrirtækj-
anna sem síðan hefur oft á tíðum
lent ofan í skúffu hjá viðkomandi
fyrirtæki og það haldið áfram á
sömu brautum og áður,“ sagði
Birgir Sigurðsson viðskiptafræð-
ingur sem nýlega hóf störf hjá
Kaupþingi sem rekstrarráðgjafi
m.a. í tilefni þessara breytinga.
Birgir sagði að nú yrði rekstr-
arráðgjöfin sérstök deild. Nýja
þjónustan verður fólgin í því að
rekstrarráðgjafinn mun hjálpa
til við að koma þeim breytingum
í gegn sem mönnum finnast nauð-
synlegar og að séu til hagræðing-
ar fyrir fyrirtækið. „Slíkar breyt-
ingar eru oft mjög erfiðar, t.d.
með tilliti til mannlegrar fyrir-
stöðu. Þá er átt við að ef t.d. færa
þarf menn til í störfum, er það
oft túlkað sem gagnrýni á fyrri
störf sem skapað getur sárindi og
erfiðleika. Þá þarf að skýra vand-
lega fyrir viðkomandi að slíkar
breytingar séu af hinu góða,
þannig að allir séu sáttir," sagði
Birgir.
-KB
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÖÐA (%) 01 -10.02. 1986
INNIÁN með sérkjörum sjAsérusta illl Hiiiiii iiii iiii
innlAn úverðtryggð SPARISJÓÐSBÆKUR Óbundin innstœða 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 25,0 26.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23,0 25.0 25.0
6 mán. uppsögn 31.0 33.4 30,0 28.0 26.5 30,0 29.0 31.0 28.0
12 mán.uppsögn 32.0 34.6 32.0 31,0 33.3
SPARNAÐUR- LANSRÉTTURSpar»ð3-5mán. 25.0 23.0 23,0 23.0 23.0 25.0 25.0
INNLÁNSSKlRTEINI Sp. 6mán. ogm. 29,0 26.0 23.0 29.0 28.0
Til 6 mánaða 28.0 30.0 28,0 28.0
TÉKKARFIKNINGAR Avisannreikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
Hlaupareikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0
6 mán. uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0
INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0
Sterlingspund 11.5 11.5 11.H 11.0 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5
Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5
Danskar krónur 10,0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0
ÚTLÁN ÓVERÐTRYGGÐ ALMENNIR VlXLAR (forvextir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30,0
VHJSKIPTAVÍXLAR (forvextir) 34.02) kge 34.0 kge 32,5 kge kge kge 34,0
ALMENN SKULDABREF 32.03) 32,0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32,0
VIÐSKIPTASKULDABRÉF 35.02) kB* 35.0 kge 33.5 kge kge kge 35,0
HLAUPAREIKNINGAR VFIRDBATTUR 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31,5 31.5 31,5
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4,0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengri en 2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSUi SJÁNEÐANMÁLS1)
l)Lán til innanlands&amleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 10%,
í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%.
2) Við kaup á viðekiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í
Hafharfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj.
3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og
óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verelunarbankanum.
Notuð húsgögn til sölu, það nýjasta hjá bisnessmönnunum á Akureyri.
DV-mynd JGH
Akureyri:
Bisnessmenn taka
til í geymslunum