Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 16
16
DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986
Spurningin
Hefur þú hlustað á
Svæðisútvarp Reykja-
víkur?
Þorsteinn Broddason, á hlaupum í
banka: Svæðisútvarp Reykjavíkur?
Ég hef ekkert haft veður af þvi fyrr
en núna, þegar þú ert að spyrja mig.
Guðjón Gústafsson bankastarfsmað-
ur: Nei, ég hef að vísu heyrt á það
minnst en ég hlusta nú fremur lítið
á útvarp.
Óskar Kjartansson næturvörður:
Nei, ekkert, það er alveg hreint og
klárt. Ég hef ekki hugmynd um á
hvaða tíma eða bylgjulengd það er.
En það er aldrei að vita nema maður
fái áhuga á að hlusta á það.
D. Laufey sölumaður: Nei, því miður,
ég hef ekki gert það. Reyndar hef ég
aldrei heyrt á hana minnst.
Sigfús O. Arnarson, starfsmaður
TBR: Nei, aldrei. Ég hef kannski
verið svolítið forvitinn en alltaf
gleymt hvar hana er að finna og
hvenær. Ég man ekki eftir að hafa
heyrt nei'nn taja um að hann hlusti
á þetta svæðisútvarp.
Þórunn Harðardóttir nemi: Nei, ég
hef aldrei hlustað á það. Ég vissi að
það væri til en hef aldrei munað eftir
því að stilla á það. Það er nú ekki
beint mikill áhugi hjá mér.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Afnemum vísitölur
Lánskjaravísitöluþræll skrifar:
Hvenær gera stjómendur þessa
lands sér grein fyrir því að mesti
verðbólguhvatinn í dag er alltof háir
vextir og vitlaus vísitaia, reiknuð á
þrjá eða fjóra vegu sem enginn botnar
i?
Einu sinni var launavísitala aðal-
vandinn en nú er vandinn annar.
Laun hafa rýmað um mörg prósent
en verðbólgan heldur álram. Það dró
úr hraða hennar um tíma en nú er
hún aftur komin á fyrri hraða. Þess
vegna veltir maður þvi fyrir sér hvort
ekki hafi verið gert annað en lækka
iaun og afriema vísitölutryggingu
þeirra. Þær mörgu vísitölur, sem nú
em við lýði, setja alla að minnsta
kosti á hliðina eins og góður maður
sagði í sjónvarpinu á dögunum. Á það
við fleiri en húsbyggjendur, t.d. alla
framleiðslu í landinu. Þessi svokallaða
lánskjaravísitala er ekki í neinu sam-
ræmi við veruleikann. Hún er bara
einhver tilbúin stærð sem enginn skil-
ur, ekki einu sinni þeir sem búa hana
til. En allir ættu að vita það að hún
æsir upp verðbólgu.
Raunvextir gætu verið 1 til 2% sem
þýðir svona 38% vexti. En þá sæju
menn að það gengi ekki til lengdar,
það gæti enginn borgað svo háa vexti
af stórum lánum til langs tíma. En
það er það sem fólk er að gera í dag.
Það er bara notuð önnur aðferð, þ.e.
lánskjaravísitala og uppsalhaður
verðbótaþáttur sem verður öllum of-
viða til langs tíma.
Ef vísitalan væri afhumin myndi
verðbólgan snarlækka en annars
græða þeir sem lána og reikna með
„Þá fengjum við raunvirði fyrir fisk-
innokkar.“
verðbólgunni. Það em núna 5% vextir
á lánum með lánskjaravísitölu og
fóm þeir reyndar í 8% á tímabili enda
rauk verðbólgan þá upp.
Menn byija alltaf á öfugum enda
þegar á að gera eitthvað í þessu landi.
Þegar allt var verðtryggt fór verð-
bólgan upp úr öllu valdi. Mér sýnist
eina úrræðið vera að taka allar visi-
tölur úr sambandi. Þá gæti verðbólgan
lækkað eins og fyrir tveim árum. Víst
myndi einhver tapa á því en það væri
ekki í líkingu við það sem launafólk
hefur oiðið að þola. Það skuldaði
nokkrar krónur fyrir fimm árum en
er nú að verða eignalaust út af sömu
skuldum. Annaðhvort er að verð-
tryggja allt og búa við mörg hundmð
prósent verðbólgu eða hafa enga veið-
tryggingu og sama og enga veiðbólgu.
Þá fengjum við raunvirði fyrir fiskinn
okkar og alla framleiðslu.
„Engum dettur í hug að segja kennara atvinnulausa yfir sumartímann."
Fréttir í fjölmiðlum
Sigurður Tómas Garðarsson skrifan
Vegur og virðing starfa í sjávarútvegi
fer þverrandi. Hvort sem það er atvinnu-
rekendum eða verkalýðsrekendum, al-
þingismönnum eða embættismönnum
að kenna, þá líður það fólk, scm við
greinina starfar, fyrir. Uppákomur eins
og blaðamenn Tímans og DV, Karl
Steinar, og nú síðast Víkurfréttir í
Keflavík, reyna að koma á með því að
tína út orð í blaðagrein og raða síðan
saman og krydda að eigin geðþótta
verður ekki til að laga ástandið. Ég vil,
eins og Karl Steinar, að sem flestir lesi
umræddan greinarstúf minn og dragi
sínar ályktanir sjálfir. I ljósi þess bað
ég ritstjóra Tímans og DV að birta
greinina í blöðum sínum þar eð frétta-
flutningur þeirra hallaði mjög réttu
máli Ekki varð mér kápan úr því klæð-
inu
Upphaf þess að ég skrifa hinn um-
deilda greinarstúf var frétt í Morgun-
blaðinu þar sem haft er eftir formanni
VSFK að aldrei hafi verið jafnmargir
atvinnulausir frá því hann byijaði að
sinna verkalýðsmálum. I lok fréttarinn-
ar er gefið í skyn að ástandið muni
ekkert lagast þó vertíð byiji. Flest það
fólk, er starfar við sjávarútvegsstörf og
skráð var atvinnulaust um jól og ára-
mót, gengur í sín fyrri störf nú á vertíð.
Það hefur tekjutryggingu frá atviiinu-
leysistryggingasjóði er vinna þess hggur
niðri. Ef ekki fækkar á atvinnuleysis-
skrá í byijun vertíðar eru einhveijir
aðrir á skrá en vinnufust fiskverkunar-
fólk. Einhliða umræða um viðvarandi
atvinnuleysi og tenging þess við sjávar-
útvegsstörf, eins og fréttin gerir, er óvið-
unandi. Ég nefhi sumarvinnukonur á
Keflavíkurflugvelh til sögunnar. Marga
fleiri mætti tína til sem koma frá öðrum
atvinnugreinum en sjávarútvegi. Þeir
vilja einnig ganga til sinna fyrri starfa
er þau bjóðast. Ef atvinnuleysistrygg-
ingasjóði er ætlað að tryggja fólki lág-
markstekjur á slíkum tímabilum þá er
rangt að kalla sjóðinn atvinnuleysis-
tryggingasjóð. Engum dettur í hug að
segja kennara atvinnulausa yfir sum-
artímann. Ef hins vegar er ætlast til að
fólk, sem skráir sig atvinnulaust, taki
þau störf er bjóðast á atvinnuleysistíma
sínum og það kemur sér hjá þeim störf-
um þá er allt annað uppi á teningnum
Aldrei
friður fyrir
peninga-
plokki
Móðir úr Garðabæ skrifar.
Nú eru börn í 6. bekk í Garðaskóla
rukkuð af kennara um krónur 800
sem svokallað efnisgjald. Öllu má nú
nafn gefa! Þau fá nú reyndar að
borga þessa upphæð í tvennu lagi en
það er sama upphæð engu að síður.
Ég er alveg rasandi yfir þessu og
veit áð svo er um fleiri. Foreldrar
bárna eru foxillir yfir þessu. Öllu á
maður von á - það er aldrei friður
fyrir peningaplokki. Ég dauðsé eftir
að hafa látið undan mínu barni að
borga þetta því ég veit núna að
margir foreldrar neita að borga. Ég
vona að fleiri foreldrar taki í sama
streng og ég. Svo væri gaman að vita
hvort aðrir 6. bekkingar í öðrum
skólum landsins þurfi að borga þetta.
Varla er Garðaskóli með einhverjar
sérþarfir. 800 krónur á barn og 26
börn í bekk: Það gerir 20.800 krónur.
í hvað skyldu þessir peningar svo
sem fara? Það væri gaman ef einhver
gæti komið með svar við því, t.d.
menntamálaráðherra.
HRINOIÐ
ÍSÍIVLA
27022
MILLIKL. 13 OG15
EÐA SKRXFIÐ
79680 króna launa-
mismunur á dag
Verkamaður í Dagsbrún skrifar:
Halló, ágætu landsmenn! Ég er gamall verkamaður og fyrir nokkru þurfti
ég að fara til læknis út af því að mig vantaði vottorð. Eins og allir vita er
tímakaup verkamanna 90 krónur og fyrir átta tíma vinnudag gerir það 720
krónur. En eftir að hafa borgað vottorðið mitt fór ég að reikna út hvað
læknirinn hefði í kaup ef hann væri að allan daginn og útkoman varð 80.400
krónur. Þessi ósköp geta ekki gengið lengur!
Nú er hörð barátta fram undan og það er eins gott að einhveijú verði
breytt. Þetta er viðbjóður í einu orði sagt. Svo eru stjómmálamennirnir
sífellt að rífast um einhver dægurmál en hreyfa ekki við því sem mest þörf
erá.
„Eins og alhr vita er timakaup verkamanna 90 krónur og fyrir átta tíma
vinnudag gerir það 720 krónur.“