Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986 11 5. Margeir Pétursson- Maxim Dlugy 6. CurtHansen- 0-1 Nick de Firmian jafnt 7. Jóhann Hjartarson- Lev Alburt 8. JónL. Ámason- 0-1 Walter Browne 9. Karsten Rasmussen- jafnt Robert Byme 10. Friðrik Ólafsson- Jafnt Ron Henley 11. Harry Schússler- jafnt John Fedorowicz 12. JounyYrjölá- 1-0 William Lombardy 1-0 Skák Jón L. Ámason Nú höfðu Norðurlandabúar hvítt á oddatöluborðum en hvíti liturinn varð ekki sérlega notadrjúgur. Schussler einum tókst að sigra eftir miklar flækjur í Benóní-vöm Bandaríkjamannsins, sem fórnaði hverjum manninum á fætur öðrum landskeppni iírvalslida: Forseti íslands, menntamálaráð- herra og borgarstjórinn í Reykja- vík voru meðal gesta við upphaf Visa-landskeppninnar milli úrvals- liða Norðurlanda og Bandaríkj- anna sem háð var í Menntaskólan- um við Hamrahlíð um helgina. Eftir að kór skólans hafði sungið nokkur lög setti Einar S. Einarsson keppnina og Þröstur Ámason, nýbakaður Skákmeistari Reykja- víkur, lék íyrsta leikinn fyrir Bandaríkjamanninn Seirawan gegn Ulf Andersson frá Svíþjóð. Teflt var á 12 borðum, tvöföld umferð og flestar skákanna vom þrungnar baráttu. Eftir fyrri keppnisdaginn hafði sveit Norður- landa einum vinningi betur en Bandaríkjamönnum tókst að minnka muninn seinni daginn og liðin skildu að lokum hnífjöfn, 12-12. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í Hamrahlíðarskóla til þess að fylgjast með meisturunum að tafli og var mál manna að keppnin hefði verið hin skemmtilegasta. Lítum nánar á úrslit á einstökum borðum og gang skákanna. Fyrri umferð: Bandarikin - Norðurlönd 5,5-6,5 1. Yasser Seirawan- Ulf Andersson jafnt 2. Lubomir Kavalek- Bent Larsen jafnt 3. Larry Christiansen- Helgi Ólafsson 0-1 4. Joel Benjamin- Simen Agdestein 0-1 5. Maxim Dlugy- Margeir Pétursson jafnt 6. Lev Alburt- Curt Hansen jafnt 7. Walter Browne- Jóhann Hjartarson 1-0 8. RobertByme- Jón L. Árnason jafnt 9. RonHenley- Karsten Rasmussen jafht 10. John Ferorowicz- Guðm. Sigurjónsson 1-0 11. BorisKogan- Harry Schussler 0-1 12. William Lombardy- Jouni Yrjölá jafnt Spennandi umferð og mikil barátta í skákunum nema e.t.v. þeirri sem fyrst var lokið, milli Byrne og Jóns L. Árnasonar. Byme, margreyndur í Sikileyjarvörninni, jafnaði taflið næsta auðveldlega og var hér um bil kominn með frumkvæðið. Á 1. borði þjarmaði Ulf Andersson, aðstoðarmaður og þjálfari Seiraw- ans, að lærlingnum og hafði greini- lega unun af því að reyna að kreista fram vinning úr fremur líf- vana stöðu. Sat við borðið sem fastast en varð þó á endanum að sættast á jafntefli. Þá var Bent Larsen hætt kominn gegn Kavalek í „vitlausri skák“, að því er Larsen sagði sjálfur. Helgi, Agdestein hinn norski og Svíinn Schússler lögðu gmnninn að sigri norðanmanna en tveir ís- lendinganna máttu sætta sig við tap. Guðmundur hafði prýðilega stöðu gegn Fedorowicz en braust fram á röngu augnabliki á kóngs- vængnum í stað þess að beina spjótum sínum að hinum helmingi skákborðsins, að því er gáfumenn töldu. Jóhann lenti hins vegar í ógöngum gegn Browne en í tíma- hrakinu hefði allt getað gerst - þeir höfðu hvor aðeins um 5 mínút- ur á síðustu 20 leikina. Browne engdist sundur og saman eins og hans er vani og vakti kátínu þeirra sem til sáu. Jóhann hafði hugann kannski fullmikið við andstæðing- inn, sem oft hefur orðið honum til Eima við skákborðið. Svo fór að hann lék sig beint í mát. Mannsfóm Helga. Schússler og Kogan urðu síðastir Hnífjafnt eftir spennandikeppni til að ljúka sinni skák. Schússler tefldi vandað og vel og krækti sér í peð og síðan annað. Þá hefði Kogan getað gefíst upp en hann þráaðist við og hætti ekki fyrr en Schússler hafði króað drottningu hans inni í horninu. Norðurlandameistarinn Simen Agdestein og Joel Benjamin, fyrr- verandi undrabarn, tefldu þrótt- mikla og fjöruga skák. Agdestein stýrði beint í flækjur með því að fóma manni fyrir frelsingja tvo samstæða. Annars vakti skákin enga sérstaka athygli áhorfenda fyrr en í lokin er Norðmaðurinn reytti fjaðrirnar af mótherjanum. En sú skák, sem mest var fylgst með í Hamrahlíðarskóla á laugar- dag, var milli Helga og Christian- 15. -Rb4! 16. axb4 axb417. Re4 Eftir 17. Rbl c3 18. Hd4 getur svartur unnið manninn aftur með 18. -b3 19. Dxb3 c2 en sterkara er 18. -Bxb5! Því að hvíti riddarinn gerir ekki mikinn usla á heima- reitnum. 17. -b318. Rxf6 + Bxffi 19. Dbl c3 Nú á hvítur ekki annars úrkosti en að gefa skiptamun til baka og þá heldur svartur vinningsfærum án þess að vera í mikilli hættu sjálfrir. Annar freistandi möguleiki var 19. -Bxb5!? sem virðist einnig gefa svörtum yfirhöndina. T.d. 20. Rd6 c3 21. Dxb3 Ba4! 22. Db4 (22. Dxb7 cxd2 23. Bxf8 Dxfö og ekki gengur 23. Rxd2? vegna 23. -Hc2; eða 22. Da3 cxd2 23. Bxfö Hc3! 24. Db4 Hb3) cxd2 23. Bxfö Bc3! 24. 31. -cl=D!32. Rel Jafngildir uppgjöf en 32. Hxcl Hxcl + 33. Bfl Ddl! var vonlaust. 32. -Dcd2 33. Bd3 g6 34. h4 Dd5 35. Dg4 Dxe5 36. Rf3 Def4 Heppilegt! 37. Dxf4 Dxf4 38. Bfl Hcl 39. g3 Hxfl + ! - Og Christiansen gafst upp. Seinni umferð Norðurlönd-Bandaríkin 5,5-6,5 1. Ulf Andersson- Yasser Seirawan jafnt 2. BentLarsen- Lubomir Kavalek 0-1 3. Helgi Ólafsson- Larry Christiansen jafnt 4. Simen Agdestein- Joel Benjamin jafnt þar til hann gafst upp. Skák Mar- geirs varð snemma jafnteflisleg eftir mikil uppskipti en Margeir tefldi kæruleysislega og heims- meistari unglinga náði af honum peðum og knúði fram sigur. Og Jóhann tapaði aftur, nú fyrir ■Alburt. Skák þeirra var ein sú skemmtilegasta í seinni umferð- inni. Alburt fórnaði liði og náði hættulegum frelsingjum sem Jó- hann gætti sín ekki á sem skyldi. Eftir rúma 50 leiki lýsti Jóhann sig sigraðan. Friðrikslapp fyrir horn Bent Larsen fékk snemma erfiða stöðu gegn Kavalek og sat uppi með fjölmarga peðaveikleika í endatafli. Kavalek tefldi óaðfinn- anlega og knúði Danann bjartsýna til uppgjafar. Þeir voru einir eftir uppi á sviði er Larsen lék af sér í hinsta sinn. Þar með höfðu Banda- ríkjamenn snúið við blaðinu og náð aðjafna metin í keppninni. Á síðasta borði fór Yijölá hinn finnski létt með Lombardy en öðr- um skákum lauk með jafntefli. Mesta spennan var í skák Friðriks og Henleys. Friðrik lagði of mikið á stöðuna í vinningstilraun og Henley náði yfirhöndinni auk þess sem Friðrik var orðinn krappur á tíma. Á síðustu sekúndunum náði Friðrik að þráskáka og bjarga sér fyrir horn. Þóttust áhorfendur þar greina „gömlu Friðriks-taktana“ Hann er greinilega enn fimur í fingrunum þrátt fyrir æfingaleysi. Keppninni var slitið í gærkvöldi með boði menntamálaráðherra, Sverris Hermannssonar. Fram- kvæmd keppninnar var öll til fyrir- myndar undir öruggri stjóm Einars S. Einarssonar. Auk hans unnu Högni Torfason, Ólafur Ásgríms- son, Þorsteinn Þorsteinsson og Þráinn Guðmundsson að undir- búningi hennar. JLÁ Bent Larsen og Lubomir Kavalek eigast viö á Visa-skákmótinu. sen. Helgi hleypti taflinu upp með mannsfórn í 15. leik og fékk í stað- inn dágóð færi. Bandaríkjamaður- inn gaf skiptamun til baka en Helgi hélt eftir sterkum frelsingja og eftir ónákvæmni mótherjans gerði hann laglega út um taflið. Hvítt: Larry Christiansen Svart: Helgi Ólafsson Drottningarbragð. 1. d4 Rffi 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 9-0 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. a3Rc69.b4!? Ný tilraun í þessari þekktu stöðu. 9. -Be7 10. Dc2 Bd7 11. Be2 Hc8 12. 0-6 dxc4 13. Hadl De8 14. Hd2 a5 15. b5 Da3 dl = D 25. Bxdl Bxdl 26. Bxg7 Bxf3 27. Bxc3 Bxg2! og svartur verður peði yfir. 20. Hxd7 Dxd7 21. Dxb3 c2 22. e4 Hc3 23. Da4 Hfc8 24. Bcl h6 25. e5 Be7 26. Dg4 Kh8 27. Dh5? Ba3! 28. Dg4 Hvítur kastar dýrmætum tíma á glæ en nú fyrst gerði hann sér ljóst að eftir 28. Bxh6 gxh6 29. Dxh6 + Kg8 30. Rg5 cl = D 31. Dh7+ Kfö 32. Dh8+ Ke7 33. Dffi+ Ke8 34. Dh8+ Bfö vinnur svartur. 28. -Bxcl 29. Hxcl Hb3 30. De4 abcdefgh 30. -Hbl! 31. Hxbl Ef 31. De3 þá 31. -Hc3! 32. Df4 Ddl+ og vinnur vegna mátsins í borðinu. 8 7 6 5 4 3 2 1 abcdefgh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.