Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Berir að kosningasvikum — en Markos lætur sig ekki Þingið á Filippseyjum byrjar í dag opinbera talningu atkvæða úr for- setakosningunum á föstudag til þess að skera úr um hver sé sigurvegari. Þriggja daga hægagangur og óopin- ber talning hefur ekki náð að gera upp á milli Ferdinands Markosar forseta og Corazon Aquino. Kosningasvik altöluð Þingið, sem að miklum meirihluta er hliðhollt Markosi, er kallað saman á sama tíma og ríkisstjórn Markosar liggur undir stöðugum ásökunum útlendra eftirlitsmanna, stjómar- andstæðinga og jafnvel talninga- fólks um víðtæk kosningasvik. Hinn 68 ára gamli Markos hélt því fram í viðtali, sem sjónvarpað var í Bandaríkjunum í gær, að hann væri að vinna í kosningunum. Sakaði hann stjómarandstöðuna um kosn- ingasvik og sagðist hafa sannanir fyrir því. Corazon Aquino hefur þegar lýst yfir sigri sínum og hefur skorað á Bandaríkjastjóm að beita áhrifum sínum við Markos til þess að hann viðurkenni ósigur sinn. Aquino seg- ist vilja byrja strax í dag undirbún- ing valdaskiptanna. Hlupu hneyksluð frá talningunni Samkvæmt stjórnarskrá Filipps- eyja hefur þingið endanlegt úrskurð- arvald í kosningunum. Eftir að þing- fundur er hafinn tekur fyrir aðra talningu. - Talning stjómskipaðrar kjörnefndar stöðvaðist raunar í gær þegar 30 stúlkur flúðu úr talninga- stöðinni með tárin í augunum og sögðust hafa sönnur íyrir tilraun opinberra aðila til þess að falsa úr- slitin. Þetta talningafólk sagði að ekki bæri saman opinberum yfirlýsingum kjömefndar um hvemig atkvæði hefðu fallið og hins vegar þeirra tölum. Kjömefnd sagði Markos hafa 148 þúsund atkvæða forystu, eftir að Aquino hafði haft minnst 100 þúsund atkvæða forskot. - Fyrr hafði blaða- mannafundur endað í háalofti hjá kjörnefndinni þegar einn nefndar- manna tilkynnti grafalvarlegur að Markos væri kominn með 451 þús- und atkvæði fleiri en Aquino. Útlendu eftirlitsmennirnir segja trá kosningasvikum Rúmlega fjömtíu manna eftirlits- nefnd frá nítján löndum hefur fylgst með framkvæmd kosninganna og talningunni eftir föngum og var það flestra þeirra álit að ýmsir tilburðir hefðu verið uppi til þess að falsa kosningarnar. Þeir höfðu orðið varir ■við að atkvæði voru keypt, kjörköss- um stolið og tölur falsaðar. Sömu sögu sögðu fulltrúar í 20 manna bandarískri eftirlitsnefnd sem sögð- ust þó viljandi fara varlega í yfirlýs- ingarnar svo að Markos fengi ekki tylliástæðu til þess að ógilda kosn- ingarnar. Aquino ásamt meðframbjóðandanum Salvador Laurel í höfuðstöðvum kosn- ingabaráttu sinnar í Manila. „Við krefjumst réttra úrslita,“ segir Aquino og hótar öllu illu ef kosninga- svindl Markosar haldi áfram. Markos og varaforsetaefnið Tolentíno á meðal stuðningsmanna í Manila. „Ég hef sigrað," segir Markos og lætur alla gagnrýni um kosniiiasvik sem vind um eyru þjóta. Nú ráðast úrslit kosninganna í þjóðþinginu. 4ATHYGLISVERÐAR MYNDIR væntanlegar á myndbandaleigur í dag og næstu daga Biood & Diamonds 3 æsispennandi Blind Alley Okkar á milli Hrafn Gunnlaugsson KarS Oskan-son Jon akí n* Gunnat Sniari Hclgason »>**»&**. Ecill OSatssor. i»*at«»»Jéhanr.Hei&Mn Magnús Eiriksson Frsbbblamif Benedikt Arnason Andrta Oddsiernsdóttir JúlíusHiórlcifoon Margrét Gunnbugsdöítlr Sigriður GciivfcUir Porvakiur S. lH»cvaSdsscn Mana F.lllngscn VaiganMir Giiðiónsson Hörkuspennandi glæpamynd sem segir á blóðidrif- inn hátt frá baráttu um auö og völd innan mafíunn- ar. hrollvekjur í svipuðum stíl og þættirnir Óvænt endalok, sem ekki eru ætlaðar börnum eða öðru viðkvæmu fólki. Segir frá hinum tveggja ára Matthew sem sér útsendara mafiunnar fremja morð. A þeim bæ eru vitnin ekki látin lifa til að segja frá og er þvi Matt- hew nú efstur á lista yfir þá sem þarf að fjarlægja fyrir fullt og allt. En svo bregöast krosstré sem önnur... Blind Alley, mynd sem engan svlkur. 2frábærar myndir væntanlegar næsta föstudag \ xfí er ólik fyrri myndum Hrafns. Hún er djörf tilraun til að brjóta upp hina heföbundnu frásagnaraðferð kvikmyndarinnar, full af ógleymanlegum senum þar sem myndmálinu er beitt til hins ýtrasta. Myndin var útnefnd sem framlag Islands til óskars- verðlaunakeppninnar 1983 og hefur verið sýnd víða um heim, Mynd sem allt of fáir sáu i bió. Látið nú ekki happ úr hendi sleppa. Einkaréttur & dreifing TEFLIhf., Siðumúla 23, sími686250. TEFLI VIDEO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.