Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 27
DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986 '455* 27 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Met hjá Bubka, Budd og Puica —á frjálsíþróttamótum innanhúss á föstudag og laugardag Jack Charlton. J. Charlton stjóri íra Jack Charlton var á föstudags- kvöldið ráðinn framkvæmdastjóri írska landsliðsins. Hann tekur því við stöðu Eoin Hand sem sagði af sér i nóvember eftir að honum hafði mis- tekist að koma írum í heimsmeist- arakeppnina í Mexikó. Charlton hefur áður verið fram- kvæmdastjóri hjá Middlesbrough, Sheffield Wednesday og Newcastle. Hann hætti hjá Newcastle í ágúst eftir að stuðningsmenn liðsins höfðu lýst vantrausti á hann. Charlton er fyrsti maðurinn utan írlands er tekur við stjórn Ira. Hann lék lengi með enska landsliðinu og var í sigurliði þeirra á HM 1966. - fros Þrjú heimsmet voru sett á innan- hússmótum á föstudag og laugardag. Sergei Bubka, Maricia Puica og Zola Budd voru öll í sviðsljósinu með met og árangur þeirra lofar svo sannar- lega góðu þar sem keppnistímabil frjálsíþróttafólks er rétt að heíjast. MetDiaifauk Sergei Bubka, fremsti stangar- stökkvari heims gerði sér lítið fyrir og bætti sjö daga gamalt met Banda- ríkjamannsins Joel Dial í stangar- stökki innanhúss á frjálsíþróttamóti í Sovétríkjunum á laugardaginn. Bubka stökk 5,92 metra og bætti met Dial um einn sentímetra. Met hans stóð þó ekki lengi, því nokkrum tímum síðar stökk Bandaríkjamað- urinn Billy Olson 5,93 metra á móti í Bandaríkjunum eins og sagt er frá annars staðar í blaðinu. Bubka, sem hefur verið kjörinn íþróttamaður Sovétríkjanna tvö síð- ustu ár, á metið í stangarstökki utanhúss sem er sex metrar. Evrópumetið í langstökki innan- húss var tvívegis bætt á sama móti. Robert Emmyan stökk 8,29 metra og bætti þar með met Búlgaríumannsins Hristo Markov. Emmyan var síðan aftur á ferðinni er hann stökk 8,34 metra, sem er ellefu sentímetrum lengra en heimsmet Markov var. Met Budd Það voru fleiri en Sergei Bubka sem settu heimsmet á laugardaginn. Zola Budd kom til Englands frá hei- malandi sínu, Suður-Afríku, til að keppa í landskeppni Englendinga við Ungverja. Budd setti met sitt í þrjú þúsund metra hlaupi er hún hljóp á Mateja Svet, sautján ára stúlka frá Júgóslavíu, kom mjög á óvart með því að sigra í stórsvigi er fram fór í Tékkóslóvakíu á laugardaginn. Svet 8:39,79 sekúndum og bætti þar með met Olgu Bondarenko, Sovétríkjun- um, um tvær og hálfa sekúndu, en það var sett í síðasta mánuði. Englendingurinn Sebastian Coe náði einnig mjög góðum árangri í sömu keppni er hann hljóp 1500 metra á 3:45,6 og kom fimmtán metr- um á undan landa sínum, Mark Kirk, í markið. Eitt met í Ottawa Rúmenska stúlkan Maricia Puica setti heimsmet á alþjóðlegu frjáls- íþróttamóti innanhúss sem fram fór í Ottawa í Kanada á föstudagskvöld- ið. Puica vann sigur í 1500 metra hlaupi á besta tímanum sem náðst hefur innanúss, 4 mín. 14,17. Helstu keppinautar hennar í hlaupinu voru samlöndur hennar, Doina Melinte og Margareta Keszeg. Kanadamaðurinn Ben Johnson, er sigraði í 100 metra hlaupinu í síðustu heimsmeistarakeppni er fram fór í Ástralíu, vann fimmtíu jarda hlaupið á 5,31 sekúndu. - fros náði bestum tíma í báðum umferðun- um og kom í markið á 1:48,71. Blanc- ha Fernandez-Ochoa frá Spáni lenti i öðru sæti. - fros Óvæntur sigurhjá Svet I TOYOTA TERCEL 4WD fer ótroðnar slóðir. Hann er stórskemmtilegur bœjarbíll með mikið flutningsrými auk óvenjulegrar fjölhœfni, enda með drifi ó öllum hjólum. ^ Þegar fœrð og veður gera akstur erfiðan, ekur þú leiðar þinnar þœgilega og óhyggjulaust. Tœkni TOYOTAvið smíði bílvéla sérTERCEL 4WD fyrir nœgu afli en lógmarks eldsneytiseyðslu. j^ / TERCEL4WD SPECIAL SERIES JfcL er sérbúinn bíll, þar sem saman fara 1 aukin þœgindi og útlit sem vekur athygli. Renndu við í reynsluakstur og þú sannfœrist um að'TERCEL 4WD SPECIAL SERIES er hverrar krónu virði \ J bbI \ JLJm w

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.