Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 31
DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986
31
keppnin milli þeirra mjög jöfn og svo
tvísýn að úrslitin réðust ekki fyrr en
í síðustu lyftunni. f hnébeygjunni
stóð Torfi sig betur og lyfti 330 kg
en Hjalti lyfti 315 kg. Dæmið snerist
hins vegar við í bekkpressunni. Þar
hafði Hjalti betur og lyfti 200 kg en
Torfi „aðeins“ 175 kg. Úrslitin réðust
svo í réttstöðulyftunni. Þar halaði
Torfi upp 340 kg en Hjalti varð að
láta sér nægja 325 kg og annað sætið.
Torfi lyfti samanlagt 845 kg en Hjalti
840 kg.
Árangur Hjalta í mótinu var hlut-
fallslega bestur, miðað við líkams-
þyngd, og hreppti hann verðlaun
fyrir það í öllum greinum.
82,5 kg flokkur kvenna
Einungis ein stúlka tók þátt í þessu
móti og var það Marta Unnarsdóttir.
Marta stóð sig mjög vel í keppninni
og setti ný íslandsmet i öllum grein-
um og reyndar fleiri en eitt í sumum.
Lyfti hún meiri þyngd en vitað er til
að íslensk stúlka hafi lyft áður. í
hnébeygunni lyfti Marta 125 kg. í
bekkpressunni lyfti hún 77,5 kg og í
réttstöðulyftunni hvorki meira né
minna en 155 kg. Samanlagt lyfti
Marta 357,5 kg en allt eru þetta ný
íslandsmet.
Jóhann A. Kristjánsson.
Margir keppendanna náðu mjög
góðum árangri í þessu móti og mörg
íslandsmet voru sett. Matthíasi Egg-
ertssyni tókst í þessari keppni að
brjóta 300 kg múrinn í réttstöðulyft-
unni.
Heimsmeistari unglinga í réttstöðu-
lyftu, Torfi Ólafsson, halar hér upp
340 kg. Torfi hefur reyndar lyft meiri
þyngd en þetta en fór ekki hærra að
þessu sinni þar sem hann er að jafna
sig eftir meiðsli sem hann hlaut í
keppninni um titilinn „sterkasti
maður Íslands“.
STERKASTA KONA ÍSLANDS
Meðal keppenda á íslandsmeistara-
móti unglinga í kraftlyftingum, sem
haldið var laugardaginn fyrir rúmri
viku, var ein stúlka, Marta Unnars-
dóttir, en það vakti mikla athygli
hversu vel henni gekk í keppninni.
Marta setti íslandsmet í öllum
keppnisgreinunum og lyfti meiri
þyngd en vitað er til að íslenskar
konur hafi lyft. Virtist sem Marta
hefði lítið fyrir að lyfta því sem hún
tók á og stíll hennar var mjög góður.
f hnébeygjunni lyfti hún 125 kg, í
bekkpressunni 77,5 kg og í réttstöðu-
lyftunni lyfti hún um tvöfaldri lík-
amsþyngd sinni eða 155 kg. Saman-
lagt lyfti Marta því 357,5 kg en allt
eru þetta ný f slandsmet.
í hléi milli lyfta var Marta tekin
tali og hún innt eftir því hversu lengi
hún hefði æft kraftlyftingar. Sagðist
hún aldrei hafa æft kraftlyftingar
sem slíkar en hefði hins vegar stun-
dað líkamsrækt í fjögur ár og hin tvö
síðustu af töluverðu kappi. Marta
sagði að það hefði ekki þótt kvenlegt
hér áður fyrr að konur væri sterkar
en viðhorfin gagnvart konum sem
lyfta lóðum hefðu breyst mikið hin
síðari ár. Enda væri það staðreynd,
sem fleiri og fleiri gerðu sér grein
fyrir, að góð líkamsþjálfun væri eins
nauðsynleg og svefn og holl fæða.
Sagði Marta að allar konur ættu að
stunda einhverja líkamsrækt og
nefndi lyftingar þar sem góðan val-
kost. Sagði hún að það væri regin-
firra, sem margir héldu fram, að
konur yrðu karlmannlegar og fengju
óeðlilega stóra vöðva á því að lyfta
lóðum. Marta á og rekur líkams-
ræktarstöð, Heilsustúdíóið World
Class í Skeifunni, og eyðir þar af
leiðandi miklu af tíma sínum við alls
konar æfingar. Það má því segja að
orð hennar sannist á henni sjálfri en
það verður engan veginn sagt um
hana að hún sé karlmannleg. Ekki
varð samtal tíðindamanns DV og
Mörtu lengra að þessu sinni því hún
þurfti að fara fram á sviðið og rífa
upp svo sem hálft annað hundrað
kílóa aflóðum.
- Jóhann A. Kristjánsson.
Margir halda að kraftlyftingamenn
og konur fái óeðlilega stóra vöðva og
verði luraleg. Marta hefur svo sann-
arlega afsannað þær fullyrðingar,
enda er hún hin spengilegasta, eins
og sjá má.
Marta Unnarsdóttir setti íslandsmet í öllum greinum á íslandsmeistaramóti
unglinga. Hér lyftir hún 142,5 kg í réttstöðulyftunni en skömmu síðar bætti
hún það met og lyfti 155 kg.
DV-myndir Jóhann A. Kristjánsson.
Styrkið og fegríð iíkamann
DÖMUROG HERRAR!
SVSý 5 vikna námskeið hefjast 12. febrúar
HINIR VINSÆLU HERRATÍMAR í HÁDEGINU
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértimar fyrir
konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértimar fyrir eldri dömur og þær sem
eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabóigum. Vigtun — mæling — sturtur — gufu-
böð — kaffi — og hinir vinsælu sólarium-lampar.
Leikfimi fyrir konur á öllum aldri.
JúdódeUd Ármanns
Á " B 99 Innritun og upplýsingai' alla virka daga
Mrmuia óz. k( 13 22 \ Síma 83295.
NÝTT HEIMILISFANG:
NÝTT SÍMANÚMER:
Höfum flutt starfsemi okkar að
Hjarðarhaga 45
Við höfum fengið nýtt símanúmer
16350-16351
Bitstál sf.
Hjarðarhaga 45. Sími 16350 -16351.
Andnews hitablásarar
fyrirgaseðaolíu
eru fáaniegir í fjölmörgum
stærðum og gerðum
Algengustu gerðireru nú fyrirliggjandi
Skeljungsbúðin
Síðumúla33
Símar681722 og 38125.
VARIST HÆTTUNA
LYFJASKÁPAR, SJÚKRASKÁPAR
(LÆSTIR)
á mjög hagstæðu verði.
Fást í flestum apótekum.
Heildsala — smásala.
H.G. Guðjónsson,
Stigahiíð 45-47,
símar 82088 og 37637.