Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 14
14 DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986 Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóriog útgáfustjórí: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR HF. -Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Marcos þrjózkast við Þótt Corazon Aquino hafi unnið forsetakosningarnar á Filippseyjum, er fremur ólíklegt, að hún komist til valda. í morgun virtust mestar líkur á, að Ferdinand Marcos mundi halda dauðahaldi í völdin og láta þægt þingið lýsa sig sigurvegara. Óháðir áhorfendur eru sammála um, að menn Marc- osar hafi stundað stórfellt kosningasvindl. Ofríki þeirra var slíkt, að starfsfólk við talningu átti fótum fjör að launa. Þessar kosningar eru einn svartasti bletturinn á ljótri glæpasögu Marcosar Filippseyjaforseta. Óháð eftirlitsstofnun og erkibiskupinn í Manilla hafa lýst Corazon sigurvegara kosninganna og telja hana hafa unnið með miklum yfirburðum. Jafnvel kosninga- stofnun ríkisins varð um tíma að viðurkenna, að hún stæði framar í talningunni. Frank Murkowski, öldungadeildarþingmaður repú- blikana í Alaska, kom í nótt frá Filippseyjum heim til Anchorage. Hann var í eftirlitsnefnd Reagans Banda- ríkjaforseta. Við komuna sagði hann, að menn Marcosar væru önnum kafnir við að falsa kosningaúrslitin. Þegar nóg hefur verið falsað, er ætlunin, að þjóð- þingið á Filippseyjum, sem að mestu er skipað mönnum Marcosar, komi saman til að lýsa hann sigurvegara. Fyrstu fréttir bentu ekki til, að Marcos mundi koma heiðarlega fram í þessu máli frekar en öðrum. Ferdinand og Imelda Marcos eru sennilega mesta þjófahyski, sem nú er uppi í heiminum. Þau hafa merg- sogið Filippseyjar og komið milljörðum fyrir í Banda- ríkjunum og víðar um heim. Talið er, að Suharto í Indónesíu komist ekki í hálfkvisti við þau í þjófnaði. Þar á ofan er líklegt, að Marcos eða frúin hafi látið myrða einn helzta stjórnarandstæðinginn, eiginmann Aquino, á flugvellinum í Manila. Yfirmaður hersins var að vísu sýknaður í því máli, en á afar vafasömum for- sendum. Hann er hægri hönd Marcosar. Kominn er tími til að létta oki Marcosar af Filippsey- ingum. Kosningarnar gáfu vonir um, að bættir tímar væru í aðsigi. Ef til vill sér Marcos að sér og viðurkenn- ir ósigur sinn. En í morgun voru því miður engin teikn á lofti um, að hann mundi virða leikreglur. Bezt væri, að Ferdinand og Imelda færu til útlanda og byrjuðu að eyða illa fengnum auði sínum. Lítill vafi er á, að þau fengju hæli í Bandaríkjunum sem gamlir skjólstæðingar Bandaríkjastjórnar. Raunar kæmi vel á vondan, að þau settust að þar. Filippseyjar ættu að geta verið ríkt land, en þjóðinni hefur verið haldið í sárustu fátækt. Hún hefur menntun og dugnað til að komast áfram eins og Suður-Kóreu- menn, Taiwanir og Singapúrar hafa gert. En persónuleg græðgi Marcosar hefur gert hana fátæka. Þessi heimshluti skiptir Vesturlönd miklu máli. Þar hefur verið tilhneiging til lýðræðis, sumpart fyrir áhrif frá Japan og Vesturlöndum. Slíkrar tilhneigingar verð- ur ekki víða annars staðar vart í þriðja heiminum, þar sem einræði harðstjóra er hin almenna regla. Um leið hafa flest ríkjanna í þessum heimshluta sótt fram í átt frá þriðja heiminum til vestrænnar iðnbylting- ar og bætts efnahags. Filippseyjar hafa setið eftir, ein- mitt fyrir tilstilli Marcosar-hjónanna, sem hafa ein- göngu hugsað um að skara eld að eigin köku. Vonandi tekst glæpalýð Marcosar ekki að hindra valdatöku hins rétt kjöma forseta, Corazon Aquino. En útlitið var því miður svart í morgun. Jónas Kristjánsson Kjallarinn eru meira að segja til langskóla- gengnir „menntamenn" sem halda að það sé verðmætasköpun að leggja háa álagningu á innfluttar vörur. Og það er alkunna að fólk, sem hefur „ekkert lært“, þ.e. fólk sem hefur „aðeins“ skyldunámið að baki (9-10 vetur), reynir ekki einu sinni að gera skattskýrsluna sína sjálft, þótt það hafi ekkert fram að telja nema launin sín og ef til vill eina fasteign, hvað þá að það leggi í að starfa við einföldustu skrif- stofustörf. Svartagallsraus? Enginn má skilja orð mín sem svartagallsraus undir kjörorðun- um að það sem var nógu gott um síðustu aldamót sé nógu gott nú. Þvert á móti vil ég um fram allt að menn hugsi í nútímanum. Verk- menntun skal vera eftir nútíma- þörfum fyrir allar stéttir, líka þær sem vinna að sjávarútvegi, en hætt kennslu í úreltum vinnubrögðum og lagt niður fræðistagl um hluti sem enga hagnýta þýðingu hafa, en menn geta fundið í uppsláttar- ritum ef þeir þurfa á því að halda. Núverandi menntakerfi er orðið svo úr sér gengið að engin leið er til að lappa uppá það, því á að henda og byggja nýtt frá grunni. „Kjaftaskurinn" Núverandi menntamálaráðherra er ekki líklegur til stórræða. Áður en hann komst í ráðherrastól vann hann sér það helst til frægðar í mennta- og menningarmálum að berjast heila nótt á Alþingi íyrir tilveru setunnar og hljóta „kjaft- askinn" að launum, enda vel að honum kominn. Síðan féll hann á réttritunarprófi unglinga. Sem menntamálaráðherra er hann al- ræmdur fyrir afglöp og lögbrot, að mati lagaprófessors, í afskiptum sinum af Lánasjóði námsmanna. í umræðunni, sem á eftir fylgdi, viðraði hann helst þá hæfileika sem gerðu hann verðan „kjaftasksins", en bar sig aumlega undan gagn- rýni, sem hann telur fram setta til að níða hann að ósekju. Af honum er lítils að vænta. „Hvaða nauðsyn ber til þess að fólk þurfi allt að 15 vetra undir- búningsnám áður en það fer að læra til þeirra starfa sem það ætlar að stunda?“ „Þú endar í fiski ef þú lærir ekkert" er stóra trompið sem is- lenskir foreldrar slá út þegar öll önnur rök þrýtur við lötu börnin sem nenna ekki i langskólanám. Sorgleg örlög þjóðar sem byggir afkomu sína á fiski. Ég fer ekkert dult með þá skoðun mína að sökina á að svona er ástatt í menntamálum okkar er að finna hjá „menningar- frömuðum" þjóðarinnar. Með slag- orðum og sýndarmennsku hefur þeim tekist að halda þjóðinni í þeirri ævagömlu trú að hin eina sanna leið til hagsældar þjóðarinn- ar og hamingju manna liggi í gegn- um langskólanám í ótrúlegustu atvinnugreinum, allt frá bama- pössun til skurðlækninga, frá inn- heimtustörfum (afsakið, þarna átti að standa lögfræði) til skolplagna. Nema fiskveiðar og vinnsla, til þess þarf ekkert að kunna. Enga fræðslu SIGURJÓN VALDIMARSSON FORMAÐUR LANDSNEFNOAR BANDALAGS JAFNAÐARMANNA Sýndarmennska menntakerfisins „Sýndarmennska okkar íslendinga í w uppbyggingu menntakerfisins er með ólíkindum. Við höfum apað eftir tilraun- um annarra þjóða, einkum Svía, en sitjum uppi með menntakerfi sem er okkur alltof dýrt og skilar okkur alltof litlu.“ er heldur að fá um hvernig á að flytja út vöru og afla henni mark- aða hjá öðrum þjóðum. Alltof dýrt og skilar alltof litlu Sýndarmennska okkar Islend- inga í uppbyggingu menntakerfis- ins er með ólíkinduin. Við höfum apað eftir tilraunum annarra þjóða, einkum Svía, en sitjum uppi með menntakerfi sem er okkur alltof dýrt og skilar okkur alltof litlu. Á liðnum öldum og eitthvað fram á þessa voru það forréttindi að fá að læra og ungir menn lögðu mikið í sölumar til að verða þeirrar náðar aðnjótandi. Þá skorti þjóðina þekkingu á flestum sviðum og þá varð til setningin: mennt er máttur. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og við höfum komið okkur upp menntakerfi sem er vaxið okkur langt yfir höfuð. Nema í undirstöðu alls kerfisins, fiskveið- um, fiskvinnslu og markaðsöflun, þar þarf ekkert að kunna. í fæstu sniðnar að þörfum þjóðarinnar Ekki veit ég hvort menntafröm- uðimir gera sér grein fyrir hvílíkan skrípaleik þeir hafa sett á svið, þegar þeir sporðrenna hugmyndum sem starfsbræður þeirra meðal milljónaþjóða setja fram en eiga lítið erindi hingað þar sem skilyrð- in eru öll önnur. I samræmi við slíkar kenningar eða hugmyndir eru menntunarkröfur til starfsrétt- inda á flestum sviðum í fæstu sniðnar eftir þörfum og fjárhags- legri getu þjóðarinnar. Hafa tapað eðlilegri og heilbrigðri hugsun Hvaða nauðsyn ber til þess að fólk þurfi allt að 15 vetra undir- búningsnám áður en það fer að læra til þeirra starfa sem það ætlar að stunda? Menn ættu að gera sér grein fyrir að skyldunám nútímans innifelur tvöfalda, þrefalda eða jafnvel margfalda skólagöngu á við þá sem hámenntamenn fyrri tíma áttu að baki þegar þeir luku námi. Og hverju skilar allt þetta nám okkur? Því miður verður það að segjast að það skilar aðeins að litl- um hluta hámenntamönnum, sem standa undir því nafni, en að mikl- um hluta langskólagengnum mönnum sem hafa tapað eðlilegri og heilbrigðri hugsun í kennisetn- ingastagli „spekúlanta“ milljóna- þjóðanna. Illaávegistattfólk Margir þeirra eru svo illa á vegi staddir að þeir geta ekki einu sinni þýtt kennisetningamar á íslenskt mál, heldur verður úr óskiljanlegt rugl, þegar þeir reyna það, eins og þjóðinni er löngu kunnugt um. Það í rökréttu samhengi við spillt stjórnkerfi Hugsandi Islendingar hafa flestir gert sér ljóst að skólakerfið er miklu frekar sniðið að þörfum kennaranna heldur en nemend- anna. Það er í rökréttu samhengi við spillt stjómkerfi okkar, þar sem hagsmunir „fyrirmanna“ sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum heild- arinnar. En það er samt heildin sem verður að borga gífurlegar fjár- hæðir sem sóað er í ranga mennta- stefhu. Gömlu flokkamir fjórir em ekki líklegir til að gera neinar breytingar að gagni í svo stóru máli, enda er „kjaftask“þeginn dæmigerður fulltrúi þeirra með alla sína sýndarmennsku. Eina vonin til að ná árangri er að þjóðin snúi baki við þeim stöðnuðu vörð- um eiginhagsmuna og fylki sér um það stjómmálaafl sem hlaut að rísa upp sem eðlilegt var við úrkynjun gömlu flokkanna, Bandalag jafn- aðarmanna. Geri þjóðin það má vænta þess að í framtíðinni segi foreldrar við lötu börnin sín: „Þú kemst ekki í fisk, nema þú lærir“. Sigurjón Valdimarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.