Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 8
8 DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986 Útlönd ÚUönd Útlönd ÚUönd ÚUönd SÝNING- UMÁ EVÍTU LOKIÐ Eftir átta óra sigurgöngu er sýn- ingum á söngleiknum Evítu nú lokið í London. Höfundarnir, Tim Rice og Andrew Lloyd Webber, hafa ekki þurft að kvarta yfir aðsókn. Söguþráðurinn byggir sem kunnugt er á litríkum æviferli ekkju Juan Peron, fyrrum forseta Argentínu. Alls skilaði söngleikurinn inn yfir 32 milljónum dollara í aðgangseyri. Það var fullt út úr dyrum í Prince Edward leikhúsinu í London á laug- ardagskvöld er söngleikurinn var sýndur þar í 2913. sinn og jafnframt það síðasta í London í bili. Gestir létu sig ekki muna um að borga yfir 6000 krónur fyrir að- göngumiðann enda mikið um stór- menni á síðustu sýningunni. Versta lestar- slys i Kanada Að mmnsta kosti 40 manns létust og yfir 80 slösuðust í miklu lestar- slysi við borgina Hinton í Alberta- fylki í Kanada á laugardagsmorgun. Slysið varð með þeim hætti að farþegalest ók á flutningalest er skipt hafði verið á ranga brautar- teina. Við áreksturinn gaus upp mikið eldhaf og torveldaði það allt björg- unarstarf. Yfir hundrað björgunarmenn unnu að björgun fólks úr brakinu í á annan sólarhring. Ekki er enn vitað ná- kvæmlega hve margir létust vegna þess að farþegalisti var aldrei gerður. Búist er við að taka muni nokkra daga að staðfesta endanlega hve margir létust. Enn hefur engin ástæða verið gefin fyrir slysinu en sterklega er talið að hér hafi mannleg mistök átt sér stað. Yfirvöld í Albertafylki telja þetta eitt versta lestarslys í sögu Kanada. Orðrómur um frelsi Mandela Þeim orðrómi vex nú stöðugt fiskur um hrygg að blökkumannaleiðtog- anum Nelson Mandela verði sleppt úrfangelsi. Haft er eftir eiginkonu hans, Winnie, í Jóhannesarborg í gær að nú sé einungis tímaspursmál fyrir stjómvöld í Pretóríu hvenar honum verði sleppt úr haldi. Winnie Mandela heimsótti eigin- mann sinn í Pollsmoor öryggisfang- elsið í Höfðaborg um helgina. „þeir verða að leysa hann úr haldi, spum- ingin er aðeins hvenær,“ sagði Winnie Mandela eftir heimsóknina. Svipaður orðrómur kom einnig upp 8kömmu fyrir síðustu jól en dó aftur skömmu eftir áramót. Talið er að sex manns hafi látið lífið i óeirðum í Suður-Afríku um helgina, þar á meðal hvítm- lögreglu- maður er varð fyrir árás blökku- manna við Höfðaborg. Hundruð erlendra ferðamanna á Haiti óttast nú auknar ofbeldisaðgerðir eftir flótta Duvalier. Enn hafa fæstir ferðamannanna komist i burtu vegna þess að flugvellir og hafnirerulokuð. Hundruð ferðamanna innlyksa á Haiti Hundruð erlendra ferðamanna eru nú innlyksa á Haiti vegna þess að samgöngur hafa legið niðri fró því ný ríkisstjóm tók við völdum eftir Duvalier. Flugvélum í millilandaflugi hefur verið bannað að nota eina alþjóða- flugvöll landsins í höfuðborginni Port Au Prince og samgöngur á sjó hafa engar verið. Ró virðist komin á í landinu eftir nokkurra daga óeirðir og takmarka- laus fagnaðarlæti yfir flótta Duvali- er. f kjölfar flóttans hafa ofsóknir gegn fyrrum embættismönnum for- setans og mönnum í illræmdum ör- yggissveitum hans vaxið til muna. Ottast menn nú mjög að til frekari ofbeldisverka kunni að koma eftir að fagnaðarlátum yfir flótta forset- ans linnir. Er sérstaklega búist við að reiði manna muni bitna á þeim er þóttu handgengir Duvalier. Bandarískir ferðamenn á Haiti hafa kvartað yfir því við sendiráð sitt í höfuðborginni að bandarísk stjómvöld hafi ekkert gert til að koma þegnum sínum úr landi vegna hins hættulega ástands er þeir telja ríkja í landinu. Forráðamenn Club Mediterranean hótelsins, vel þekkts lúxushótels, er þéttsetið var af ferðamönnum er Duvalier flúði land, hafa farið þess á leit við hin nýju stjómvöld að þau leyfi sérstakri Boeing 747 þotu að lenda til þess að taka yfir 200 gesti hótelsins er enn hafa ekki komist í burtu. „Bandaríkjamenn sendu sérstaka flugvél til að nó í Duvalier og koma honum í burt. Af hverju senda þeir ekki eftir okkur líka, við virðumst alveg hafa gleymst,“ sagði vonsvik- inn bandarískur ferðamaður í Port Au Prince er beið þess að komast úr landi. Ferdaskrif- stofan Tjæreborg til sölu Haukur Lárus Hauksson, fréttarit- ari DV í Kaupmannahöfn: Ein stærsta ferðaskrifstofa Norð- ur-Evrópu, Tjæreborg, ásamt flug félaginu Sterling Airways, hefur verið til sölu síðustu vikumar. Á blaðamannafundi fyrir helgi skýrði eigandi ferðaskrifstofunnar, presturinn Eilif Kroager, svo frá að tilboð þau er hann hefði fengið til þessa hefðu ekki verið nægilega góð og því ekki grundvöllur fyrir frekari samningaviðræðum. Hann sagðist meta fastar eignir fyrirtækisins á um 800 milljónir danskra króna en í heild taldi hann eignimar mun meira virði. Auk þess sagðist hann vilja halda Tjæreborg í danskri eign og enn- fremur að hann væri opinn fyrir þeirri hugmynd að starfsfólkinu gæfist kostur á að kaupa að minnsta kosti helming hlutabréfanna. Hefur starfsfólk fagnað því að til- boðum hefur fram að þessu verið hafnað. Vitað er að norski fjármálamaður- inn Helge Naarstadt, sem um tíma var framkvæmdastjóri Tjæreborg og er nú framkvæmdastjóri skipafélags- ins Norske Cruise, hefur boðið milli sjö og átta hundruð milljónir dan- skra króna í fyrirtækið. Hefur sá uppi áætlanir um að verða ferðaskrifstofiikóngur Skandinavíu með aðstoð bandarískrar hótelkeðju og ógna þar með veldi SAS flugfé- lagsins. Þrátt fyrir að slitnað hafi upp úr viðræðum hans við Tjæreborg prest- inn hefur hann ekki í hyggju að gefast upp og samkvæmt nýjustu fréttum hefur norski ABC bankinn boðist til að fjármagna kaupin. Líkur eru taldar á að Helge Naar- stadt hækki tilboð sitt í vikunni. Þótt ástæðan fyrir sölunni ó Tjære- borg sé að sögn fjárhagserfiðleikar er gert róð fyrir 50 milljón danskra króna hagnaði á núverandi reikn- ingsári er lýkur í mars. En prestur telur hundrað milljón króna árshagnað eðlilegan. Séra Eilif Krogager hefur nú í hyggju að selja ferðaskrifstofu sina, Tjæreborg, en á erfitt með að finna kaupendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.