Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 26
26 DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986 i íþróttir Í íþróttir Í þróttir i íþróttir • Lárus Loftsson, þjálfari drengjalandsliðsins, hefur í mörgu að snúast með lið sitt. Lárus Reykjavíkursvæðinu og úr nágrannabyggðum á æfingu hjá Lárusi. Síðan er hugmyndin að reynir nýja efnilega pilta á hverjum laugardegi og reiknað er með að hann verði búinn að fara norður og austur um landið í leit að meiri efniviði. Tvö verkefni bíða liðsins nú en það horfa á allt upp undir 100 knattspyrnumenn áður en endanlegur sextán manna hópur verður erNorðurlandamótiðsemframferívorogEvrópukeppninseinnipartsumars. valinn. Þessi mynd var tekin á gervigrasinu á laugardaginn. Þá voru 32 knattpyrnumenn af DV-mynd Bjarnleifur I I Heimsmet Oschkenat — Í50metra grind Austur-þýska stúlkan Cornelia Oschkenat setti heimsmet í 50 metra grindahlaupi á frjáls- íþróttamóti í Berlín á Iaugardag- inn. Oschkenat hljóp á 6,71 sekúndu og bætti heimsmetið, sem hún setti sjálf fyrir hálfum mánuði, um 0,02 sekúndur. - fros B-lið Dana tapaði íírak Danska landsliðið í knatt- spyrnu er nú á keppnisferðalagi og um síðustu helgi lék liðið tvo leiki. Liðið vann öruggan sigur á Bahrain er liðin áttust við í Ba- hrain. Leiknum lyktaði með sigri Dana, 5-1, eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi, 1-1. Danir máttu siðan þola tap fyrir írak á heimavelli íraks, 2-0. Danska lið- ið var skipað leikmönnum sem ekki hafa náð að vinna sér sæti í landsliðinu en eru inni i mynd Sepp Piontek sem líklegir Mexí- kófarar. Einn leikmanna danska liðsins hefur trúlega vakið meiriathygli hjá Sepp Piontek landsliðsþjálf- ara en allir aðrir. Það var hinn 24 ára leikmaður Lyngby, Flemming Christiansen, sem skoraði þrennu á aðeins tólf mínútum í seinni hálfleiknum í leiknum við Bahrain eftir að hann hafði komið inn á sem i varamaður. Litli maðurinn með I stóra nafnið, Allan Simonsen, I átti einnig góðan leik fyrir Dani. ■ Hann skoraði tvö fyrstu mörk I liðs síns, jöfnunarmark Dana í ; fyrri hálfleik og síðan kom hann | liðinu í forystu með marki úr . vítaspymu. -fros | Ibsigraði j Daninn Ib Fredericsen vann ■ sigur á hollenska meistaramót- | inu í badminton sem fram fór um ■ helgina. Ib vann sigur á Steve I Baddeley frá Englandi i úrslitum, I 18-5,8-15 og 15-2. -fros 1 I I Billy Olson bætti met Bubka í stangarstökki —á stórmóti í frjálsum íþróttum innanhúss. Ashf ord keppti ef tir eins og hálfs árs f jarveru og sigraði „Þetta var án efa mitt allra versta stökk í ár. Þetta var hræðilegt stökk svo ég veit að ég get stokkið sjö til tólf sentímetrum hærra á þessu ári. Ég veit að Bubka getur það líka,“ sagði Texasbúinn Billy Olson, eftir að hann hafði gert sér lítið fyrir og bætti nokkurra tíma gamalt met Sovétmannsins Sergei Bubka í stang- arstökki á mjög sterku frjálsíþrótta- móti innanhúss sem fram fór í New Jersey í Bandaríkjunum á laugar- dagskvöldið. Það var ekki fyrr en einni stundu eftir stökk Olsons að það uppgötvað- ist að hinn 27 ára gamli Bandaríkja- maður hafði sett heimsmet. Þá var ráin mæld og reyndist hún vera 5,94 metra frá jörðu, ekki 5,93, eins og allir töldu. Olson átti síðan tvær til- raunir við sex metrana en var nokk- uð langt frá því að fara yfir. Met Olsons var það fjórða sem hann setur á þessu keppnistímabili en alls hefur metið í stangarstökki verið bætt sjö sinnum. „Ég var góður hlaupari áður en ég varð ólétt en ég reikna með að verða jafnvel ennþá betri hlaupari nú,“ sagði Evelyn Ashford sem vann mjög athyglisverðan sigur í 55 metra hlaupi. Ashford, sem eignaðist dóttur fyrir átta mánuðum, var á hlaupa- brautinni eftir átján mánaða hlé, náði mjög góðu starti í hlaupinu og náði að komast á undan Merleney Otte-Pace frá Jamaica í markið. Tími Ashford var 6,68 sekúndur en tími Pace var 6,70 sekúndur. Eftir hlaupið hljóp Ashford heiðurshring fyrir hina tæplega þrettán þúsund áhorf- endur, er fylgdust með hlaupinu, með dóttir sína í fanginu. Viðureignar Ben Johnson frá Kanada og Carl Lewis í 55 metra hlaupi var beðið með mikilli eftir- væntingu. Af fundi þeirra tveggja varð þó aldrei þar sem Lewis ákvað að sleppa því að keppa í hlaupinu svo að hann gæti einbeitt sér betur að langstökkinu. Johnson, sem sigr- aði í hlaupinu á mjög góðum tíma, 6,05 sekúndum, sagði eftir hlaupið að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með fjarveru Lewis. „Mig langar aðeins að sýna fram á það að ég sé besti spretthlaupari heimsins en eina ráðið til þess er að sigra Lewis,“ sagði Johnson sem keppti kvöldið áður á frjálsíþróttamótinu í Ottawa í 50 metra hlaupi. Sigraði þar líka og hljóp á 5,31 sekúndu. Carl Lewis vann sigur í langstökkinu. Hann stökk 8,37 metra, sjö sentímetrum lengra en landi hans, Larry Myricks. Áhorfendur létu í ljós óánægju með það að Lewis skyldi ekki keppa í hlaupinu en hann sagðist ekki hafa treyst sér til að hlaupa tvisvar, i undanúrslitum og úrslitum. Við- brögð áhorfenda urðu til þess að hann keppti í 55 metra sýningar- hlaupi og varð þriðji á eftir samlönd- um sínum, Lee McRae og Emmit King. Lynn Williams náði góðum címa í míluhlaupi kvenna, hljóp á 4:30,78. Rúmenska stúlkan Mariciana Puica varð í öðru sæti á tímanum 4:33,70. Irinn Marcus O’ Sullivan sigraði í míluhlaupi karla á 3:57,33, Sómalíu- búinn Abdi Bile varð annar á 3:58,23. -fros Paris SG nú með átta stiga forskot — i frönsku deildinni eftir sigur á Le Havre Paris Saint-Germain jók forystu sína í frönsku 1. deildinni í knatt- spyrnunni um helgina. Liðið vann I þá Le Havre á heimavelli sínum, 1-0, á meðan leik aðalandstæðing- anna, Nantes og Bordeaux, var frestað vegna slæms veður. þessi um helgina: Leikur Paris SG og Le Havre var ákaflega slakur. Það var framherj- í, sem Lens-Nancy . 1-0 iðsins Rennes-Marseille 1-2 voru úrslit Staða efstu liða er nú þessi: Paris SG ..29 19 8 2 56-23 46 Nantes ..28 15 8 5 39-21 38 ....1-0 Bordeaux ..28 14 9 5 39-32 37 ....3-2 Monaco ..29 9 14 6 43-32 32 0-2 Lens ..29 12 8 9 42-36 32 ....2-3 -fros

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.