Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 22
22 DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986 íþróttir j íþróttir j íþróttir j íþróttir • Frá leik KR óg Þróttar á laugardaginn sem lyktaði með öruggum sigri KR-inga, 33-21. Ólafur skoraði tíu mörk gegn Þrótti — íleik Ifðanna um fyrstu deildar sætin íhandboltanum. KR vann tólf marka sigur, 33:21 KR vann öruggan sigur á Þrótti er liðin mættust í úrslitakeppninni um fyrstu deildar sætin á iaugardaginn í LaugardalshöIIinni. KR hafði ótvíræða yfirburði og sigraði 33-21 eftir að staðan hafði verið 19-12 fyrir vesturbæjarliðið í er greinilega mikill styrkur fyrir liðið. Konráð Jónsson átti skásta leikinn í liði Þróttar auk markvarðarins, Guðmundar Jónssonar, sem verður ekki sakaður um mörkin. Mörk KR: Ólafur 10, Jóhannes 7, Konráð Ólafsson og Stefán Amars- son 5, Bjami Ólafsson 4, Páll Bjöms- son og Haukur Geirmundsson 1. Mörk Þróttar: Konráð 7, Nikulás Jónsson, Sigurjón Gylfason og Sveinn Tómasson 3, Haukur Haf- steinsson og Benedikt Ingvason 2 og HelgiHelgasonl. -fros Fram vann toppslaginn — í 1. deild kvenna um helgina og KR vann sinn fyrstasigurídeildinni Fram vann toppslaginn í 1. deild kvenna um helgina. Liðið lagði þá FH að velli í Iþróttahúsinu i Hafnar- firði, 18-14, og fátt virðist geta stöðv- að sigurgöngu liðsins nú. Fullt hús eftir sjö leiki og liðið virðist nú vera öruggt með meistaratign. Frammarar náðu fljótlega undir- tökunum í leiknum og voru yfirleitt með 3-4 marka forystu. FH-ingar tóku þær Guðríði Guðjónsdóttur og Ingunni Bernódusdóttur úr umferð en það var ekki nóg. í seinni hálfleik dofnaði mikið yfir leiknum og mikið var um mistök á báða bóga. Sigrún Blomsterberg og Hanna Dóra voru bestar í Framliðinu en hjá FH bar mest á Maríu. Mörk Fram: Sigrún og Hanna Dóra 5, Ingunn 3/1, Guðríður og Guðrún 2, Arna 1. Mörk FH: María 5, Rut 3/2, Hildur og Arndís 2, Katrín Eva 1. ÓvæntursigurKR KR-stúlkurnar komu mjög á óvart með því að vinna stóran sigur á ákaflega slöku Víkingsliði, 21-14, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 9-8 KR í hag. Sigur KR var sá fyrsti hjá liðinu í vetur. Karólína var best í KR-liðinu en Eiríka skást hjá Víkingi. Mörk KR: Karólína 9, Hjördís 4, Elsa 3, Jóhanna 2, Sigurbjörg, Valgerður og Snjólaugl. Mörk Víkings: Eiríka 7, Jóna, Inga Lára og Svava 2, V aldís 1. Öruggt hjá Stjörnunni „Þetta var mjög lélegur leikur og mikið um mistök hjá báðum liðum. Haukastúlkurnar máttu hreinlega ekki vera að því að leika handknatt- leik heldur rifust við okkur og sín á milli,“ sagði Margrét Theodórsdótt- ir, þjálfari og leikmaður Stjörnunn- ar, eftir að liðið hafði unnið botnlið Hauka 24-16. Staðan í leikhléi var 12-7 fyrir Stjömuna. Haukastúlkurnar reyndu að taka þær Margréti og Erlu úr umferð en það hafði lítil áhrif. Þær skoruðu ellefu af mörkum Stjörnunnar. Margrét var markahæst í liði Stjörnunnar með sex mörk en Erla skoraði fimm. Björk var atkvæða- mest í liði Hauka með fjögur mörk. -IMJ • Sigrún Blomsterberg. hálfleik. KR hefur nú fullt hús eftir tvær fyrstu viðureignir sínar í keppninni, gegn HK og Þrótti, og er því líklegt til að halda sæti sínu í fyrstu deild- inni. Þróttur er meira spurningar- merki. Liðið barðist vel gegn Hauk- um og sigraði í þeim leik en leikur þeirra á laugardaginn var bitlaus. Ólafur Lárusson og Jóhannes Stef- únsson áttu mjög góðan leik fyrir KR í leiknum og endurkoma Ólafs Anderlecht óstöðvandi Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara DV í Belgíu: Anderlecht er nú nær óstöðvandi í fyrstu deildinni hér í Belgíu. Á laug- ardaginn vann liðið öruggan sigur á Antwerpen, 4-1, á heimavelli sínum. Bruggeliðið mátti sætta sig við jafntefli á heimavelli gegn Mechelen, 2-2, eftir að gestirnir höfðu skorað jöfnunarmark sitt á síðustu mínútu leiksins. Waterschei hlaut háðulega útreið gegn Standard Liege á heimavelli sínum, 0-4. Ragnar lék ekki með liði sínu vegna meiðsla og ólíklegt er að hann geti leikið um næstu helgi. Bólgur í hásin hindra það að hann geti beitt sér. Club Briigge hefur forystu í deild- inni með 39 stig en Anderlecht fylgir fast á eftir. Staða Waterschei er mjög slæm, liðið er í næstneðsta sæti með sextán stig. - fros Vígamóður Valsmanna stóð ekki lengi Byrjunin lofaði góðu hjá Vals- mönnum í leik þeirra við Njarðvík- inga á föstudagskvöldið þar syðra. Eftir nokkrar mínútur var staðan 2-12 og Valsmenn sýndu svo sannar- lega á sér klærnar með viðeigandi hvatningarköllum og heimamenn voru eins og ósjálfbjarga ungar í klóm gestanna. ÚMFN gerði hvert axarskaftið á fætur öðru á meðan Valsmönnum lánaðist allt. En þessi vígamóður Vals stóð ekki lengi. Njarðvíkingarnir sýndu eðli sitt þegar líða tók á fyrri hálfleik, brúuðu bilið, og eftir það gekk allt upp hjá þeim, en Valsmenn voru heillum horfnir, svona álíka og UMFN í byrjun. Enginn vafi lék á því hver úrslitin yrðu, enda sigruðu Njarðvík- ingar með miklum mun, 95-73, en staðan í hléi var 42-38. Njarðvíkingar halda því enn forustunni í úrvals- deildinni með tveimur stigum um- fram Hauka og menn eru famir að ÞJÁLFARIÓSKAST Knattspyrnudeild lK óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 2. flokk karla nú þegar. Upplýsingar gefa Magnús í síma 43313 og Guðmundur í síma 42051 eftir kl. 18. Knattspyrnudeild ÍK. gera því skóna að það verði Njarðvík og IBK sem fái að kljást í fyrstu umferð fjögurra liða úrslitanna og þá sitja örugglega fáir körfuknatt- leiksunnendur á Suðurnesjum heima - hvort heldur leikið er í Njarðvík eða Keílavík. Einkennandi fyrir þennan leik var að stórstirni liðanna létu minna að sér kveða en oft áður, eins og þeir Valur Ingimundarson og Jóhannes Kristbjörnsson, sem áttu þó allsæmi- legan leik - en hins vegar blómstraði Kristinn Einarsson, sérstaklega í s.h. Átti hann stærstan þátt í því að UMFN náði þá 24 stiga forskoti, 69-45, enda réðu Valsmenn ekkert við piltinn sem sneri oft laglega á þá og skoraði fallegar körfur. Vals- menn voru á þessum tíma gersamlega búnir að tapa áttum. Skoruðu ekki í tæpar sex mínútur að Jóhannes Magnússon læddi knettinum í UMFN-körfuna, en hann var hittn- astur Valsmanna, oftast úr nokkuð óvæntum færum og þeirra besti maður að þessu sinni. Tómas Holton, Torfi Magnússon og Sturla Örlygs- son byrjuðu allir vel en koðnuðu niður þegar á leið. Sá síðastnefndi fór reyndar út af með 5 villur um miðjans.h. Að undanskildum fyrstu mín. ork- aði UMFN-liðið mjög sterkt sem heild. Skiptingar veiktu það ekki og Teitur Örlygsson og Ellert Magnús- son sem og Ingimar Jónsson léku Valsmenn grátt þá stuttu stund sem þeir voru í slagnum, Helgi Rafnsson var brimbrjóturinn í vöminni og var engu líkara en hann væri með rafseg- ul í krumlunum til að hremma knött- inn. Eftir leik Valsmanna má ætla að þeir hafi ekki nægilegt þrek - eða eru þeir kannski að spara púðrið fyrir úrslitakeppnina? En hvort held- ur er þá verða þeir að sýna betri leik en þeir gerðu að þessu sinni ætli þeir sér meistaratitilinn. Dómarar voru þeir Jóhann Dagur Bjömsson og Ómar Scheving og stóðu sig mjög vel í nokkuð erfiðum leik. Stig UMFN: Kristinn Einarsson 24, Valur Ingimundarson 20, Helgi Rafnsson 14, Jóhannes Kristbjörns- Kristinn Einarsson son 14, Ingimar Jónsson 10, Ámi Lámsson 6, Ellert Magnússon 4, Isak Tómasson 3. Stig Vals: Jóhannes Magnússon 15, Tómas Holton 11, Leifur Gústafsson 9, Sturla Örlygsson 8, Kristján Ágústsson 8, Einar Ólafsson 7, Björn Zoega 6, Torfi Magnússon 4, Jón Steingrímsson 5. Áhorfendur 190. -emm. Engmn dómarí íDigranesi — leikur HK og Hauka verðurleikinn íkvöld Það varð ekkert af leik HK og Hauka í úrslitakeppninni um fyrstu deildar sætin sem fram átti að fara í íþróttahúsi Digranesskólans á laug- ardaginn. Enginn dómari mætti til leiks en leikurinn hefur verið settur á í kvöld klukkan 20. Það voru upphaflega þeir Gunn- laugur Hjálmarsson og Óli Ólsen sem áttu að dæma leikinn en þeir boðuðu forföll. Þeir Guðmundur Kolbeins- son og Þorgeir Pálsson áttu þá að sjá um dómgæsluna en svo virðist com wsf hafiekki látiðþávita. -fros

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.