Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR10. FEBRUAR1986 5 Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Próf kjör st jórnmálaf lokkanna á Akureyri: Líklega mörg ný and- lit á f ramboðslistum Fundaö i bæjarstjórn Akureyrar. Sigtríöur Þorsteinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Helgi Bergs bæjarstjóri. Framsókn á Akureyri ætlar að „sjá listann sinn þróast". Þetta gerir prófkjör framsóknarmanna hvað nýstárlegast þeirra prófkjara sem framundan eru á Akureyri í þessum mánuði. Prófkjörin snúast ekki hvað síst um hlut kvenna á listunum. Kvennaframboðið „hót- ar“ nefnilega að fara fram fái konur ekki góða útkomu í prófkjörunum. Prófkjör Framsóknarflokksins verður annaðhvort 8. eða 15. mars. Sjálfstæðismenn verða með sitt prófkjör eftir hálfan mánuð, 22. og 23. febrúar. Alþýðubandalagið er með forval og á því að vera lokið fyrir 1. mars. Álþýðuflokkurinn tekur ákvörðun á fimmtudaginn um sitt prófkjör. Konur styðja konur Byrjum á konum. Þær komu vel út í síðustu bæjartjórnarkosning- um á Akureyri. Framboð þeirra fékk tvo fulitrúa af ellefu í bæjar- stjórn og yfir 1200 atkvæði. Um þessi atkvæði verður barist. Spurn- ingin er hvaða flokkur dregur þau til sín. Ljóst er að áhugi er hjá fjölmörg- um konum á þverpólitísku fram- boði, aftur kvennaframboð. En ákvörðun hefur ekki verið tekin; það á að bíða átekta. Á meðan ætla konur að styðja konur, hvar í flokki sem þær eru. Framarar „sjá listann þróast" Víkjum þá aftur að hinu nýstár- lega prófkjöri framsóknarmanna. Þeir ætla að sjá listann sinn þróast. Kosið verður sérstaklega um öll 8 efstu sætin. Fyrst verður kosið um fyrsta sætið. Þegar þau úrslit liggja fýrir verður kosið um annað sætið og svo framvegis. í herbúðum fi-amsóknarmanna er það viðurkennt að þetta sé gert til að tryggja vænan hlut kvenna í efstu sætunum. Konurnar ætla sér tvö af fjórum efstu sætunum. Framsókn hefur núna þrjá bæjar- fulltrúa, Sigurð Jóhannesson, Úlf- hildi Rögnvaldsdóttur og Jón Sig- urðarson. Tvö fyrstnefndu ætla fram. Óvíst mun enn hvað Jón Sigurðarson gerir. Hann er önnum kafinn maður, er forstjóri verk- smiðja Sambandsins á Akureyri. Laus sæti hjá sjálfstæðismönnum Víkjum að öðrum flokkum. Sennilega verður mesti prófkjörs- slagurinn í Sjálfstæðisflokknum. Hugur er í mörgum þar á bæ. Það liggur fyrir eftir klukkan fimm í dag hverjir gefa kost á sér. Frestur til að skrá sig í prófkjörið rennur þá út. Sjálfstæðiskonur voru mjög treg- ar til að hafa prófkjör, beinlínis á móti því. Þær segja ekki góða reynslu af þeim. Ein skýringin er líka sú að konur eru sagðar ragari en karlar að fara í harðan kosn- ingaslag við samstarfsmenn sína. Sjálfstæðismenn eiga fjóra bæj- arfulltrúa, Jón G. Sólnes, Sigurð J. Sigurðsson, Gunnar Ragnars og .Margréti Kristinsdóttur. Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinn- ar, er sagður langsterkasti maður- inn í komandi prófkjöri. „Nei, ég ætla ekki að bjóða mig fram, það er fyrst og fremst af persónulegum ástæðum," sagði Margrét Kristinsdóttir við DV. Rætt er um að Jón G. Sólnes fari ekki heldur fram. „Það kemur i ljós efrir klukkan fimm á mánudaginn,“ sagði hann hins vegar við DV. -Fréttaljós- JÓNG. HAUKSSON Næsta vika verður vika kosn- ingaslags hjá sjálfstæðismönnum; auglýsingar og menn kynna sig. Það er stutt í prófkjörið. Margir nýir menn ætla sér hlut á listanum. „Frjálshyggjuöflin“ Sagt er að engin maskína sé i gangi hjá ungum sjálfstæðismönn- um. Úr búðum sjálfstæðismanna heyrist samt að ungu mennirnir Jón Kr. Sólnes, Bárður Halldórs- son og fleiri ætii í slaginn. Þeir eru af sumum kallaðir „frjálshyggju- öflin" í flokknum. En hvað gera konurnar í Sjálf- stæðisflokknum? „Það er hugur í okkur," sagði Margrét Yngvadótt- ir, formaður kvenfélags Sjálfstæð- isflokksins. „Við vildum ekki próf- kjör en það er öruggt að við styðj- um þær konur sem verða í prófkjör- inu.“ Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið hefur í ára- raðir haft konu i efsta sæti listans. Núverandi bæjarfulltrúi er Sigríð- ur Stefánsdóttir. Staða hennar mun mjög sterk innan flokksins og þykir hún hafa staðið sig mjög vel. Prófkjörið hjá Alþýðubandalag- inu nefnist forval. Kjörgögn eru send út til félaga. Þeir skila inn nöfnum skriflega til uppstillingai-- nefndar fyrir 1. mars. Úppstilling- arnefnd raðar síðan á listann, ekki bundin af forvalinu en hefur það til hliðsjónar. Alþýðubandalagið hefur oftast haft tvo bæjarfulltrúa, missti einn með tilkomu Kvennaframboðsins. Hagur þess ætti því að vænkast aftur fari Kvennaframboðið ekki fram. Aiþýðuflokkurinn Alþýðuflokkurinn hefur einn bæjarfulltrúa, Frey Ófeigsson. Sterkur orðrómur er um að hann ætli ekki að bjóða sig fram. „Eg er ekki búinn að ákveða mig, sagði Freyr við DV. Hann hefur setið.í bæjarstjórn í 12 ár og sagðist vel tilbúinn til þess að fara að draga sig i hlé. Varabæjarfulltrúi Alþýðuflokksins er Jórunn Sæmundsdóttir. „Nei, ég býð mig ekki fram, hef ekki tíma,“ sagði hún við DV. Konurnar eru samt sterkar hjá Alþýðuflokknum. 1 þriggja manna stjórn fulltrúaráðs alþýðuflokks- manna á Akureyri sitja eingöngu konur. Og i skoðanakönnun. sem Alþýðuflokkúrinn hefur gert innan flokksins, lentu konur í öðru og íjórða sæti listans. Ekki er búið að taka um það ákvörðun hvort Alþýðuflokkurinn verður með opið prófkjör, öllum opið, eða lokað. Hinir flokkarnir verða allir með lokað, einungis fyrir flokksmenn og þá sem ganga í flokkinn fram að kjördegi. Svo er bara að sjá hvað konurnar á Akureyri gera. Sérframboð? Kannski. Þær eru sterkar - stóðu vel saman á kvennafrídaginn, sprengdu af sér Alþýðuhúsið og Sjallann. Meira að segja lyftan í Alþýðuhúsinu varð að láta undan. Sauðárkrókur: FLOKKARNIR BÚASTTIL BARÁTTU Frá Gunnari Guðjónssyni, frétta- ritara DV á Sauðárkróki: Stjómmálaflokkamir á Sauðár- króki em nú sem óðast að búa sig undir bæjarstjórnarkosningamar í vor. Hjá Alþýðubandalaginu vinnur nú uppstillingarnefnd undir forystu Braga Skúlasonar húsasmíðameist- ara að gerð framboðslista. Verður hann fljótlega lagður fyrir fund í Alþýðubandalaginu. Hefur heyrst að Stefán Guðmundsson, forstjóri út- sölu ÁTVR á Sa uðárkróki, sem skip- aði efsta sætið á listanum í síðustu kosningum, muni ekki gefa kost á sér aftur. Framsóknarflokkurinn stefnir að skoðanakönnun eða prófkjöri sem allra fyrst. Óháðir buðu fram lista í síðustu kosningum og fengu þeir einn mann kjörinn. Em allar líkur á að þeir bjóði fram aftur í vor og mun undir- búningur vera í fullum gangi. Loks vinnur sjö manna uppstill- ingamefnd Sjálfstæðisflokksins að framboði. Nefndin mun leggja fram tillögur um lista á fundi innan skamms. LAUNÞEGAR! Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur skattframtala 1986 er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.