Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986 Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Fjölmennur fundur á Hótel Vík: Kvennalistinn ætlar í framboð — en Kvennaf ramboð vill fara aðrar leiðir Samtök um kvennalista héldu íjöimennan fund á Hótel Vík á laugardaginn. Þar voru saman komnar konur. víða af landinu. Rætt var um framboðsmál en Kvennalistinn hefur sem kunnugt er ákveðið að bjóða fram til borgar- stjórnarkosninga í vor. Þá er og mikill hugur í konum á lands- byggðinni að bjóða fram en ekki mun neitt vera ákveðið enn í þeim efnum. óvíst er hvernig Kvennalistinn ætlar að haga niðurröðun í sæti en þó er nokkuð vist að ekki verður um prófkjör að ræða. Nefnd var sett á laggirnar til að ræða þau mál og búast má við niðurstöðum þar að lútandi mjög fljótlega. Fulltrúar Kvennaframboðsins voru á fundinum og ræddu fram- boðsmál með tilliti til þátttöku þeirra í siðustu kosningum og á Alþingi. Ágreiningur er meðal þeirra um hvort rétt sé að vera með i kosningum eða ekki og er nú ákveðið að Kvennaframboðið verði ekki með í vor. Margar álíta að sérframboð sé ekki vænlegasta leiðin í kvennabaráttunni en aðrar eru fylgjandi framboði Kvennalist- ans. -JSÞ Prófkjör sjálfstæðismanna í Mosf ellssveit: Magnús og Helga í tveim efstu sætum Prófkjör sjálfstæðismanna í Mos- fellssveit fór fram á laugardag. Úrslit urðu þau að í fyrsta sæti fékk flest atkvæði Magnús Sigsteinsson odd- viti, 175, en samtals hlaut hann 306 atkvæði. Númer tvö í fyrsta sæti varð Óskar Kristjánsson gullsmiður með 77 atkvæði og 274 samtals, þriðji Jón Baldvinsson framkvæmdastjóri með 72 atkvæði, 202 samtals. Flest atkvæði í annað sæti fékk Helga Richter, 165, en allt í allt fékk hún 343 atkvæði sem er meira en nokkur annar frambjóðandi listans. Næst á eftir Helgu í annað sæti kom Þórdís Sigurðardóttir umboðsmaður með 78 atkvæði. í þriðja sæti var kosinn Óskar Kjartansson, í fjórða sæti Þórdís Sigurðardóttir og baráttusætið, eða það fimmta, kom í hlut Þengils Oddssonar héraðslæknis. Þess má geta að Bernharð Linn, sem áður skipaði þriðja sæti flokks- ins, gaf ekki kost á sér og Hilmar Oddsson féll úr fjórða sæti niður í það sjötta. Sjálfstæðisflokkurinn á 4 fulltrúa af 7 í hreppsnefndinni í MosfelJssveit. -JSÞ Kosið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellssveit á laugardaginn. DV-mynd KAE, r Helga Richter: Urslitin komu mér ekki á óvart „Ég er mjög ánægð með úrslitin enda stefndi ég ákveðið á annað sætið,“ sagði Helga Richter, sem hlaut annað sætið í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Mosfellssveit. „Ég get ekki sagt að úrslit próf- kjörsins hafi komið mér á óvart. Það var þá helst að Hilmar skyldi faila niður í sjötta sæti, en hann var í því fjórða. Það komu tvö ný inn í efstu sætin og bæði mjög sterk, það er að segja þau Þórdís og Oskar. Þetta prófkjör fór vel fram í alla staði, það voru engin leiðindi eins og heyrst hefur að verið hafi sums staðar annars staðar. Flokksbundnir sjálfstæðismenn og stuðningsmenn flokksins, þeir sem undirrituðu stefnuskrána fyrir sveitarstjórnar- kosningar, máttu kjósa. Það kusu 473 og við erum hæstánægð með þá kjörsókn." -JSÞ í dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari Eins og menn muna fóru fram mikilvægar prófkosningar i Al- þýðuflokknum á dögunum. Þegar úrslit lágu fyrir upplýsti oddviti reykvískra krata, Sigurður E. Guðmundsson borgarfulltrúi, að brögð hefðu verið í tafli. Lýsti hann sök á hendur tveim fótboltafélög- um í bænum og kærði kosninguna. Það sem var auðvitað alvarlegast í augum Sigurðar var sú niðurstaða kosninganna að hann sjálfur náði ekki kjöri. Er vel hægt að fallast á það með Sigurði að þegar jafnvænn maður og Sigurður sjálfur nær ekki kjöri þá hlýtur einhver maðkur að vera í mysunni. Og Sigurður ætti manna best að vita um kosninga- svik í Alþýðuflokknum eftir að hafa verið í þeim flokki frá fæðingu. Alvarlegast er eflaust í hans augum ef og þegar í ljós kemur að fjöldinn allur af fólki tekur þátt í kosning- um hjá krötum sem borgarfulltrú- inn veit engin deili á og er þar að auki bendlaður við fótbolta. Enginn heiðarlegur krati lætur ljúga að sér þeirri fjarstæðu að kjósendur flokksins spili fótbolta og þess vegna er grunur Sigurðar um kosn- ingasvikin rökstuddur og rétt- mætur. En það er víðar svindlað heldur en í Alþýðuflokknum. KOSNINGASVIK Nú hafa þeir verið að kjósa á Filippseyjum og þegar þetta er skrifað liggja endanlegar kosn- ingatölur ekki fyrir. En báðir frambjóðendumir hafa áskilið sér rétt til að kæra kosninguna vegna meintra svika og falsaðra talna. Raunar lýstu bæði Marcos forseti og andstæðingur hans yfir sigri áður en byijað var að telja og hlýtur það fyrirkomulag að vera hand- hægt þegar frambjóðendur telja hvor í sínu lagi og þá bara sin eigin atkvæði. Þegar opinber talning hófst seig strax á ógæfuhliðina hjá Marcosi. Hann varð þvi fyrri til og mun ákveðnari í fullyrðingum sinum um kosningasvikin. Það er nefnilega likt með Marcosi og Sigurði E. að báðum líkar illa að kjósendur skuli kjósa aðra heldur en þá sjálfa. Þessi afstaða er vel skiljanleg. Bandaríska eftirlitsnefndin hefur tekið undir þær sögusagnir að svik séu í tafli. Hins vegar beindust ásakanir Bandaríkjamannanna aðallega að forsetanum sjálfum en greinilegt er að Marcos hefur ekki gengið nógu kröftuglega fram i að lauma hagstæðum atkvæðaseðlum i kjörkassana. Hann getur nagað sig i handarbökin fyrir þau mistök. En hitt skiptir þó meim að Marcos getur fært fram pottþétt gögn fyrir kosningasvikunum sem hann sjálf- ur hefur staðið fyrir. Hann getur sýnt fram á, og sjálfsagt upplýst nokkuð nákvæmlega, hvað hann og stuðningsmenn hans svindluðu mörgum atkvæðum í kassana og þar með lýst kosninguna ógilda. Sigurður greyið E. hefur auðvitað ekki haft vit á að gera slíkt og á því erfiðara með öll sönnunargöng heldur en Marcos forseti. Hvernig kæm Sigurðar reiðir af er því undir hælinn lagt meðan Marcos hefur allt sitt á hreinu. Þetta eiga frambjóðendur að hafa i huga í framtíðinni. Þegar ein- hveijir labbakútar eru að abbast upp á virðulega forseta eða borgar- fulltrúa og vilja fella þá í leynileg- um kosningum er langömggast að svindla svólítið sjálfur til að geta sannað að kosningin hafi verið ólögleg. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að taka þátt i pólitík. Sér- staklega þegar sífellt er verið að kjósa. Og það er déskoti hart þegar frambjóðendur þurfa að kæra sín eigin kosningasvik til að ná fram réttum úrslitum. Munurinn á kröt- unum í Reykjavík og forsetakosn- ingunum á Filippseyjum er sá að Marcos getur sett herlög á landið og komið i veg fyrir að aðrir taki völdin. Sigurður E. verður aftur á móti að sætta sig við að fara í fýlu og skamma fótboltafélög fyrir af- skiptasemi. Þeim er misskipt gæðunum í lýð- ræðinu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.