Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 44
Í-V í 44 DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÍJAR1986 —......... .......................... —......... ■ ■ I .................................... Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Edda Björgvinsdóttir leikkona Ég hlakka tíl hverrar sýningar Við vorum að enda við að frumsýna Rauðhóla-Rannsý og hún er nú sýnd fjórum sinnum í viku. Það er mjög gaman að leika í því leikriti, ég hlakka til hverrar sýningar. Þetta er líka svolítið öðruvísi sýning. Áhorfendur eru teknir meira með en venjulega og það er því talsvert undir þeim komið hvernig sýningin verður í hvert skipti. Það eru engar tvær sýningar eins en það hefur gengið einstaklega vel að fá áhorfendur með, ég hélt að það væri erfiðara að fá Islendinga til að sýna svona skemmtileg viðbrögð. Svo er ég með Júlíusi Brjánssyni að vinna í Þórskaffi vegna fjörutiu ára afmælisins. Það verður glens og gaman næstu helgar, eins konar „stand up kómík“. Við erum einmitt að æfa núna þegar þú hringir, reyna að berja þetta saman. Þessa dagana er ekki fleira á dag- skrá hjá mér en þetta tvennt, Rauð- hóla-Rannsý og Þórskaffi. Þegar maður er „frílans" þá er yfirleitt lítið hægt að vita fram í tímann, það kemur kannski allt í einu eitthvað eða það líða nokkrar vikur á milli verkefna. -JSÞ Edda í eldhúsinu. Eldhússtörfin mæta afgangi þegar allt er á fullu i leikhúsinu. -JSÞ Einar Bragi rithöfundur: Eg vrki þegar andinn kemur Það er þá íyrst að nefna að ég er að lesa í útvarpið skáldsöguna Hom- in prýða manninn sem ég þýddi eftir Aksel Sandemose. Hann er mjög þekktur höfundur, fæddur í Dan- mörku en á norska móður og gerðist Norðmaður, hefúr skrifað sínar þekktustu bækur á norsku. Ég er vel á veg kominn með söguna, rúmlega hálfnaður held ég. Svo var ég að ljúka við að þýða bamabók eftir sænska sígaunann Katharina Taikon. Hún er líka vel þekkt í sínu heimalandi og einkum fyrir barnabækur. Hún segir fi-á því hvernig er að vera sígaunabam. Fyrir tveim árum las ég í Morgun- stund bamanna bókina Katrínu eftir sama höfund, þessi er í framhaldi af henni og heitir Katrín og Skvetta. Ég mun líka lesa hana í Morgun- stund bamanna. Ég vil stuðla að því að börn hafi aðgang að góðum bama- bókum og þess vegna hef ég þýtt talsvert af þeim. Nú, ég var rétt í þessu að lesa aðra próförk af hátíðarriti sem gefið er út vegna tvö hundruð ára afmælis Eskifjarðar. Ég hef tekið það saman og skrifað formála. Ég hef áður skrif- að 4 bækur um Eskifjörð þannig að efnið er mér nærtækt. Ég er með bók í smíðum en þar sem ég hef þá ófrávíkjanlegu reglu að ræða ekki um þær bækur sem ég er að skrifa þá get ég því miður ekkert sagtþér afhenni. Hvort ég yrki? Þú getur rétt ímyn- dað þér hvort ég yrki ekki þegar andinn kemur yfir mig. En ég ræð minnstu um hver afköstin em á því sviði, það fer bara eftir andagiftinni. Einar Bragi í anddyrinu, önnum kafinn listamaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.