Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 21
DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986 r Steinn ! áfram íFram Eins og greint var frá í DV fyrir nokkru hafði Steinn Guðjóns- son, sem lék með Fram í 1. deild- inni í knattspyrnu síðasta keppn- istimabil, ákveðið að leika með Vestmannaeyingum í sumar en nú mun hann hafa hætt við það. Hann hefur ákveðið að leika áfram með Fram og mun nýtt atvinnutilboð um vinnu hjá Flug- leiðum hafa ráðið mestu þar um. Steinn er snjall leikmaður og mun örugglega standa sig i stykkinu hjá Fram í sumar. ___________________*KJ C. Hellgren setti í lás — sýndi snilldarmarkvörslu þegar Svíar sigruðu Austur-Þjóðverja, 24-20 Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manni DV í Svíþjóð: Svíar léku nýverið tvo landsleiki í handknattleik gegn Austur-Þjóð- verjum. Sviar töpuðu fyrri leiknum en unnu þann síðari. Fyrri leiknum lauk með sigri Austur- Þjóðverja sem skoruðu 27 mörk en Svíar 24. I síðari leiknum sýndi sænski landsliðsmarkvörðurinn Claus Hellgren snilldarmarkvörslu og Svíar komu fram hefndum. Leikn- um lauk, 24-20, eftir að staðan í leik- hléi hafði verið 12-11 Svíum í vil. Þegar langt var liðið á síðari hálf- leikinn var staðan 18-18 en það sem eftir var lokaði Hellgren markinu og Svíar skoruðu sex síðustu mörkin úr hraðaupphlaupum. Hellgren varði vel yfir 20 skot í leiknum og fjölmörg frá linumanninum Ingoilf Wiegert en hann skoraði aðeins eitt mark í leiknum. Þeir Borchardt og Wahl voru markahæstir með 5 mörk. Hjá Svíum var Sten Sjögren markahæst- ur með 6 mörk, Bjöm Jilsén skoraði 5og Erik Hajas4. • Danir voru heldur betur teknir í bakaríið þegar þeir léku gegn Vest- ur-Þjóðverjum í Þýskalandi. Leikn- um lauk með sigri Vestur-Þjóðverja, 32-18. Og líklega hafa Danir komist niður á jörðina eftir þessa útreið en vanalega rignir upp í nasirnar á þeim þegar rætt er um landslið þeirra í handknattleik. Þessi útreið gegn Þjóðverjum er með stærri töpum sem danska liðið hefur afrekað á síðustu árum. -SK. formsatriðum í sambandi við samn- inginn. Gauti mun halda utan í maí en norska deildarkeppninn hefst í ágúst. Auk Gauta er líklegt að tveir íslenskir leikmenn muni fylgja hon- um. Félagið hefur lýst yfir áhuga á að fá tvær útiskyttur en félagið ætlar augsjáanlega að leggja allt í sölurnar til að hreppa Noregsmeistaratitilinn en liðið hafnaði í fjórða sæti í fyrra. Gauti skoðaði aðstæður hjá öðru félagi í Noregi, liði Skogen, en hon- um leist mun betur á aðstæður hjá Kristiansand. Liðið hefur yfir að ráða þremur æfmgavöllum og að- staðan hjá félaginu er öll fyrsta flokks. Gauti verður þriðji þjálfarinn til að þjálfa í Noregi. Gunnar Einarsson og Helgi Ragnarsson hafa báðir þjálfað þar, lið Fredensborg Ski og StavangQr með góðum árangri. -fros Bogdanrak Jakobíbað Það er ekkert gefið eftir á æfingun- um hjá landsliðinu í handknattleik þessa dagana. Bogdan er mjög harð- ur við leikmenn sína og þeir eru nú þegar orðnir mjög þreyttir eftir strangar þrekæfingar undanfarið. Og ef einhver leikmaður fer ekki eftir því sem Bogdan segir á hinn sami ekki von á góðu. Það fékk Valsmað- urinn Jakob Sigurðsson að reyna um daginn. Hann hafði misnotað gott færi á æfingu og Bogdan skipaði honum að taka 20 armbeygjur. Það gerði Jakob en það fór hins vegar fram hjá Bogdan. Og orðaskiptum þeirra lauk með því að Bogdan sendi Jakob í sturtu. Jakob er hins vegar maður sem ekkert gefur eftir og hann mætti á næstu æfingu eins og ekkert hefði í skorist. -SK Þaðer aldrei friður Það er greinilegt að Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, nýtir hverja mínútu fram að heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik í Sviss. Og það er aldrei friður hjá landsliðsmönnunum. Ekki nóg með að æft sé tvisvar á dag og þeir piskaðir út af hinum snjalla Bogdan heldur eiga þeir líka skilyrð- islaust að taka 40 armbeygjur þegar þeirvaknaámorgnana. -SK. „Ég er mjög ánægður með þennan samning. Áðstaðan er öll til fyrir- myndar og ég hlakka til að hefja starf hjá félaginu,“ sagði Gauti Grétars- son, þjálfari Gróttu, í handboltanum en hann samdi í gær við norska liðið Kristiansand um þjálfun þess næsta vetur. Aðeins á eftir að ganga frá • íslendingar og Skotar háðu í gær landskeppni í fimleikum og í lokin stóðu Skotar uppi sem sigurvegarar. Þeir hlutu 237,35 stig í karlaflokki en Islending- ar 223,35 stig. í kvennaflokki hlaut Skotland 166,45 stig en islensku stúlkurnar 160,25 stig. Bestum árangri íslensku keppendanna náði Ingibjörg Sigfúsdóttir er hún hlaut 8,85 í einkunn fyrir stökk og sigraði hún í því. Myndina hér að ofan tók Bjarnleifur af einni íslensku stúlkunni í keppninni. Fer úr f remstu víglfnu í öftustu stöðuna hjá Öster Frá Gunnlaugi A. Jpnssyni, frétta- manni DV í Svíþjóð: „Það kom mér mjög á óvart hvað þetta gekk vel og ég er bjartsýnn á að ég eigi eftir að standa mig í þessari nýju stöðu," sagði knattspyrnumað- urinn Teitur Þórðarson í samtali við DV í gær. Teitur lék um helgina með Öster í innanhússmóti í knattspyrnu þar sem leikið var á velli af fullri stærð. Teitur var ekki í fremstu víglínu í sókninni eins.og venjulega heldur lét þjálfari Öster hann leika í vörninni sem aftasti maður, sweeper. Öster hafði reynt töluvert að kaupa nýjan mann í vörnina en án árangurs. Teitur var settur í stöðuna á síðustu stundu og stóð sig mjög vel. Hann mun því varla skora mörg mörk fyrir Öster á næsta keppnistímabili en samningur hans rennur út á næsta ári. Öster lék um helgina gegn Trælleborg, sem leikur í 2. deild, og tapaði,0-l. Kennir við lýðháskóla Teitur kom til Svíþjóðar árið 1977 og lék með Öster til 1981. Næstu fjögur árin lék hann í Frakklandi og Sviss en er nú aftur kominn til Öster, 34 ára gamall. Hann kennir knatt- spyrnufræði við lýðháskólann í Markarlyd og líkar það mjög vel. Svíar hafa alltaf litið á Teit sem Svía og hann hefur notið gífurlegra vin- sælda í Svíþjóð. Þegar hann lék í Frakklandi og Sviss voru sænskir blaðamenn í stöðugu sambandi við hann og mikið var skrifað um Skaga- manninn í blöðum í Svíþjóð. Eins og áður segir er Teitur 34 ára. En hyggst hann enda ferilinn á íslandi ? „Ég á eftir tvö ár af samningi mínum hjá Öster og verð auðvitað hér þann tima. Að honum loknum er alveg óráðið hvað ég geri. Það getur alveg eins verið að ég endi feril- inn heima á íslandi. Ég er annars ekki búinn að gera það upp við mig hvort ég held áfram í knattspyrn- unni. Þetta er bara spurning um vilja,“ sagði Teitur Þórðarson. -SK. • Teitur Þórðarson fer úr sókninni í vornma. Siggi Gunn frá í viku Þorgils Óttar að ná sér Mikið um meiðsli hjá landsliðsmönnum f handknattleik „Ég á ekki von á þvi að þetta sé brotið eða slitið. Og læknarnir eru helst á því að um sé að ræða togn- un,“ sagði handknattleiksmaður- inn Sigurður Gunnarsson í samtali við DV í gærkvöldi. Sigurður meiddist í Keflavík í gærkvöldi þegar a- og b-landsliðin léku þar. Sigurður verður frá æfingum í um vikutíma og auðvitað er það bagalegt. Nóg er af meiðslum fyrir hjá landsliðsmönnunum. Þorgils Óttar Mathiesen er þó á góðum batavegi. Hann sagði í gærkvöldi: „Ég finn ekkert til í fætinum og er að vona að þetta muni ekki há mér. Ég fór á æfingu á föstudaginn og þetta hefur ekkert bólgnað upp. Ég er bjartsýnn maður og vona það besta,“ sagði Þorgils Óttar sem á það sameiginlegt með graðhestin- um Snældu-Blesa að geta státað af því að bera einn frægasta fót lands- ins um þessar mundir. Og Þorgils Óttar er í spelkum eins og Snældu- Blesi. • Þorbjörn Jensson, fyrirliði landsliðsins, meiddist í leiknum í Keflavík í gærkvöldi á ökla og verður líklega frá æfingum í einn til tvo daga. Það virðist ekkert lát vera á meiðslum landsliðsmanna og þegar einn er nýbúinn að losa sig við hækjurnar tekur næsti við, samanber Sigga Gunn. og Þorgils Óttar. Vonandi stenst máltækið góða að fall er fararheill. -SK Gauti þjálfar Kristiansand Teitur í vömina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.