Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986. Sviðsljós ■k Ólyginn sagði... Michael Jackson reyndist óvenjuseinn aö taka svæfingu á sjúkrahúsi í Santa Monica. Astæðan var hræðsla popparans við að það sem fjarlægja átti af hans ómetanlega skrokki yrði hreinlega horfið þegar hann vaknaði aftur. Læknir- inn varð að margsverja að halda í fjarlægðu stykkin - sem reyndar voru vísdóms- tennur, fjórar talsins. Tenn- urnar fékk Mikki svo bronshúðaðar í fyllingu tímans. George Hamilton rústaði annars ágætt líf margra aðdáenda sinna þegar í Ijós kom að goðið iitar hárið reglulega til þess að hylja öll gráu hárin. Þetta þótti ekki nógu gott því flestir höfðu trúað að kar- langinn væri með leyndar- dóminn um eilífa æsku á hreinu. Hann heldur sinn einkaspekúlant í háralagi og sá mætir á staðinn einu sinni í viku og smellir réttum lit yfir Hamilton. Gráu hárin í vöngunum eru víst einungis brotabrot af því sem misst hefur dökka litinn - og það fyrir allmörgum árum. Rod Stewart var ekki beinlínis orðhepp- inn í samskiptum við einn aðdáenda sínna nýverið. Sá síðarnefndi er prinsessa frá Mónakó - stundum auk- nefnd Stebba manna á milli - og hún mætti í búnings- herbergi stjörnunnar eftir hljómleika. „Ég hélt þú værir bæði falleg og fremur há- vaxin," sagði goðið og um leið stormaði prinsessan á dyr með miklum hurðaskell- um. Leiðin lá beint heim í höllina og þar voru allar plötur popparans teknar og bræddar við arineld. Stew- arttímabili Stefaníu er lokið. Friður, ást og mannréttindi voru á dagskránni alia daga. Um það sungu meðal annarra Joan Baez... Leynivopn Rússanna var Raisa Gorbatsjova og átti hún sinn þátt í því að nú er staðan eitt- núll fyrir Sovét í áróðursstríði stórveldanna. Þegar ísland fór á annan endann Þá er þessu leiðtogaralli lokið í bili og daglegt líf óðum að falla aftur í sínar venjulegu skorður. Helgin, sem allt var á öðrum endanum, gleymist seint og víst er að ýmsir upplifðu eitthvað annað en gráan hversdagsleikann meðan mesta æðið gekk yfír. Vonbrigði yfir misheppnuðum samningum í Höfða eru smám saman að breytast í sigurgleði og virðast þar gilda sömu reglur og á hefð- bundnum boltaleikjum á heimsmæli- kvarða. Sjaldnast hafa íslendingar tapað svo landsleik að ekki hafi með tímanum fundist hin ýmsu atvik sem túlka má sem sigur - að ógleymdum öllum óviðráðanlegu aðstæðunum sem öllu breyttu. Hvað um það - helgin er þegar orðin stórskemmtileg í minningunni. Á þessari Sviðsljóssopnu má sjá nokkur þeirra atvika sem ljósmynd- arar DV festu á filmu í hita leiksins. DV-myndir: GVA, KAE, EB, Bj. Bj., EJ og SÞ. Rússarnir komu sama dag og friöarkyndill Barnahjáipar Sameinuðu þjóðanna. Hérna er hann rétt við áfangastað í Hljórnskálagarðinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.