Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Side 26
26
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986.
íþróttir
„Spútnikar“ Coventry
lögðu Forest að velli
- Liverpool skaust upp á toppinn með sigri á Loftus Road
• lan Rush sést hér í leik gegn KR á Laugardalsvellinum.
Sigur Liverpool á QPR þýðir að lið-
ið er enn einu sinni komið á toppinn
og virðist erfitt fyrir liðin í næstu
sætum, Nottjngham Forest, Arsenal
og Norwich, að ógna meisturunum.
Slíkur er mannskapurinn hjá Liver-
pool. Nottingham Forest tapaði fyrir
„spútnikliðinu" Coventry og Manc-
hester United tapaði sínum sjöunda
leik.
Lundúnaliðin taka stig
hvertaf öðru
Alls eru níu lið i og við London.
Viðureignir þessara liða eru alltaf
harðar og barist til síðasta blóðdropa.
Ólíklegt er talið að meistaratitillinn
hafni í London meðal annars vegna
þessa mikla fjölda Lundúnaderby-
leikja en síðast vann Arsenal titilinn
fyrir London árið 1971. Arsenal hefði
með sigri yfir West Ham skotist á
toppinn én leikurinn endaði í jaín-
tefli, 0-0, þar sem markverðimir léku
stórt hlutverk. Markvörður Arsenal,
John Lukic, bjargaði tvisvar sinnum
sérlega glæsilega frá skoska fram-
herjanum Frank Mc Avennie. Verður
talað um þessa markvörslu í Norður-
London næstu árin. Phil Parkes,
markvörður West Ham, þurfti að taka
á honum stóra sínum undir lokin.
Leikurinn endaði 0-0 og Arsenal er
því í 3ja sæti.
Nýir vendir sópa best
Hinn nýi framkvæmdastjóri Manc-
hester United, Alex Ferguson, hefur
greinilega tekið að sér erfitt starf. 48
klukkustundum eftir að hann tók við
starfinu af Ron Atkinson sá Ferguson
Manchester United tapa sínum sjö-
unda deildarleik í haust. Liðið var án
fjögurra landsliðsmanna: Robson,
Strachan, Whiteside og Sivebæk og
virkaði hikandi og ráðalaust. Oxford
réð lögum og lofúm í þessum leik og
Úrslit
1. deild:
Arsenal-WestHam.............0-0
Coventry - Nottingham Forest.... 1-0
Everton-Chelsea.............2-2
Leicester-Newcastle.........1-1
Manch. City-Aston Villa.....3-1
Norwich-Tottenham ..........2-1
Oxford-Manch. Utd...........2-0
QPR-Liverpool...............1-3
Sheff. Wed. - Southampton...3-1
Watford- Charlton...........4-1
Wimbledon-Luton.............0-1
2. deild:
Birmingham - Oldham.........1-3
Blackbum - Sheff. Utd.......0-2
Crystal Palace- Grimsby.....0-3
Derby - Ipswich.............2-1
Huddersfield - Brighton.....2-1
Hull-Stoke..................0-4
Millwall - Leeds............1-0
Portsmouth - Bradford.......2-1
Reading-Barnsley............0-0
Shrewsbury-Plymouth.........1-1
Sunderland-WBA..............0-3
3. deild:
Blackpool - Rotherham ......1-0
Bolton-Newport..............0-1
Boumemouth - Carlisle.......2-1
Bristol Rov. - Bury.........1-1
Chester-Brentford...........1-1
Darlington-Middlesbrough....0-1
Doncaster-Gillingham........2-0
Fulham - Bristol City.......0-3
Mansfield-Swindon...........0-0
NottsCounty-Walsall.........2-1
Port Vale-Wigan.............0-1
York- Chesterfield..........1-1
4. deild:
Cambridge - Bumley..........3-1
Cardiff-Southend............0-2
Colchester- Orient..........0-0
Crewe-Wrexham...............1-1
Exeter-Peterborough.........1-1
Hereford-Lincoln............0-0
Northampton - Preston.......3-1
Rochdale-Hartlepool.........0-2
Tranmere - Swansea..........1-1
skoraði fyrsta markið á 16. mínútu.
Var þar að verki John Aldridge. Hann
skoraði mark úr vítaspymu eftir að
Kevin Moran hafði fellt hann í víta-
teignum. Örstuttu síðar var Aldridge
nærri því að skora annað mark, en
Mike/Duxbury tókst að krækja knett-
inum frá Aldridge sem var kominn
einn á fulla ferð upp að marki United.
í síðari hálfleik var leikur Manchester
United skárri og var greinilegt að
Ferguson hafði lesið leikmönnum pist-
ilinn. Stapleton, Davenport og Black-
more áttu allir tækifæri en ekki náðu
þeir að skora. Tækifæri Clayton
Blackmore var sérlega hættulegt en
hann átti skalla að marki Oxford á
67. mínútu sem Tony Parks markvörð-
ur varði glæsilega. Það var svo
vamarmaðurinn Neil Slatter sem tók
af allan vafa um úrslit leiksins er hann
skoraði annað mark Oxford tíu mínút-
um fyrir leikslok eftir sendingu frá
Kevin Brock. Leikmenn United
drúptu höfði og litu í átt til Fergusons
sem átti að koma upp með töfraform-
úlu á síðustu stundu til að bjarga
leiknum. Sú töfraformúla fannst ekki,
þrátt fyrir að Manchester United spil-
aði best er þeir vom undir, 2-0. Fyrsta
tap Manchester United í sex deilda-
leikjum, en heimavallarárangur
Oxford er óskertur. Ferguson sagði
eftir leikinn. „Ég er feginn að leikur-
inn er búinn. Það var hálfgerð martröð
að einbeita sér meó alla þessa ljós-
myndara í kringum sig. Oxford er ekki
lélegt lið og það var slæmt að byrja
sinn fyrsta leik hér.“ Jesper Olsen kom
inn á á 77. mínútu fyrir Paul Mc
Grath. Ferguson sagði: „Ég verð að
fá að vita hvort Olsen er reiðubúinn
að spila fyrir Manchester United og
ef svo er þá verður hann að sanna
getu sína.“
Manchester City sigrar
framkvæmdastjórann gamla
Manchester City vann sinn fyrsta leik
síðan í ágúst. City sigraði í fyrsta leik
sínum í mótinu. Þá var Billy Mc
Neill, núverandi framkvæmdastjóri
Aston Villa, framkvæmdastjóri Manc-
hester City. Þetta var jafriframt fyrsti
sigur City undir stjóm Jimmy Friz-
zell. Síðasta vika verður hinum 18 ára
táningi Paul Moulden minnisstæð.
Hann komst í lið Manchester City og
skoraði tvö mörk í miðri viku í leik í
Full Members Cup og hann endurtók
afrekið gegn Aston Villa. Moulden
skoraðí fyrsta mark leiksins á 27. mín-
útu eftir að Spinks, markvörður Aston
Villa, hafði slegið knöttirin út í víta-
teiginn eftir skot frá Imre Varadi.
Varadi skoraði svo annað mark City
á 39. mínútu en hinn snjalli ungi
knattspymumaður, Daley hjá Aston
Villa, tók til sinna ráða og skoraði
glæsilegt mark eftir að hafa leikið á
hvem leikmann Manchester City á
fætur öðrum. Moulden skoraði þriðja
mark City á 78. mínútu og þar við sat.
•Luton tókst að bera sigurorð af
Wimbledon eftir mikinn baming.
Mark Stein skoraði eina mark leiks-
ins.
• Norwich leikur ávallt skemmtilega
knattspymu. Nú sigraði liðið Totten-
ham sem tapaði sínum þriðja leik í
röð. Fyrrum Tottenhamleikmaður Ian
Crook afgreiddi sitt gamla félag. Hann
skoraði fyrra markið sjálfur á 48. mín-
utu og gaf boltann á vamarmanninn
Shaun Elliott sem skoraði síðara mark
Norwieh. Nico Claessen skoraði eina
mark Tottenham í síðari hálfleik og
var það jafhframt hans fyrsta mark
fyrir Tottenham. Leikurinn var ákaf-
lega skemmtilegur að sögn frétta-
manna BBC. Hraður og opinn leikur.
Clemence, markvörðor Tottenham,
sýndi í þessum leik að lengi lifir í göml-
um glæðum og varði eins og hers-
höfðingi.
Meistararnir komnir á
sinn gamla stað
Það var búist við því fyrir leik QPR
og Liverpool að Liverpool myndi spila
rólega í byrjun og reyna að ná völdum
i leiknum smátt og smátt. En nú var
breyting þar á. Liverpool byrjaði af
miklum krafti og notaði nýtt skipulag,
beitti löngum spymum fram völlinn.
Það tók Liverpool ekki nema 15 min-
útur að ganga frá QPR. Ian Rush
skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mín-
útu. Paul Walsh gaf knöttinn í átt að
marki QPR og vamarmaður QPR,
Gary Chivers, náði knettinum. Rúsh
náði boltanum af Chivers og vippaði
honum yfir David Seaman og skoraði
þar sitt 19. mark fyrir Liverpool í
haust. Jim Smith, framkvæmdastjóri
QPR, var ekki ánægður með markið.
„Gary Chivers var of góður við Ian
Rush.“ Skoski landsliðsmaðurinn
Steve Nicol skoraði annað mark Li-
verpool sex mínútum síðar eftir
homspymu frá Craig Johnston sem
er kominn í liðið á ný eftir meiðsli.
Nicol fékk knöttinn við fjærstöngina,
tók knöttinn á brjóstkassann og
þrykkti honum í stöngina og inn. Gary
Bannister setti nokkra spennu í leik-
inn er hann skoraði fyrir QPR á 27.
mínútu. Hann skallaði knöttinn í
markið eftir sendingu frá Clive Wal-
ker. Walker hafði þá þegar átt þrjú
ágæt marktækifæri án þess að nýta
þau. Craig Johnston gerði út um leik-
inn á 80. minútu með ágætu marki.
Fyrsti leikurinn sem hann byrjar inn
á í haust. Meistaramir em komnir á
toppinn og verður erfitt að hrekja þá
þaðan. Fréttamemr BBC sögðu um
leik Liverpool að leiknum mætti líkja
við spakmæli Groucho Marx en hann
sagði um kynlíf: „Þegar það er í lagi
er það mjög gott en þegar það er ekki
í lagi þá er það gott samt.“ Jim Smith,
framkvæmdastjóri QPR, sagði eftir
leikinn: „Liverpool lék eins og meist-
ari í dag. Liðið skipti um stíl og gaf
langar sendingar. Slíkt sést ekki oft
til Liverpool. Við vorum of mjúkir.
Þegar Liverpool fær tíma til að spila
knettinum þá em þeir bestir á Eng-
landi. Dalglish, framkvæmdastjóri
Liverpool, sagði: „Ég stend við það
sem ég hef sagt að ég er ekki hrifinn
af að spila knattspymu á gervigrasi.
Ég er vissulega ánægður að vera á
toppnum nú en ánægðari yrði ég að
vera á toppnum í maí á næsta ári.“
Aðdáendur Liverpool vom mjög án-
ægðir með leik sinna manna og
hrópuðu að leikslokum: „Meistarar,
meistarar."
Shilton frá vegna meiðsla
Sheffield Wednesday sigraði Sout-
hampton sannfærandi, 3-1. Lee
Chapman, sem hefur skoraði tvö mörk
í hveijum af síðustu þremur leikjum
Sheffield Wednesday, hélt uppteknum
hætti og skoraði mörk sín í síðari
hálfleik. Brian Marwood skoraði
þriðja mark Sheffield Wednesday úr
vítaspymu en ungur leikmaður Sout-
hampton, Matthew le Tissier, skoraði
eina mark Dýrlinganna. Hann hefur
verið iðinn við að skora þessa vikuna,
því hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri
Southampton á Manchester United í
Littlewoodbikarkeppninni í miðri
viku.
Hinn snjalli og trausti markvörður
Southampton, Peter Shilton, meiddist
í samstuði við Paul Hart, miðvörðinn
harðskeytta, og vom sjúkraþjálfarar
Southampton í þrjár mínútur að lappa
upp á Shilton sem spilaði allan leik-
inn. Ólíklegt þykir að hann muni spila
landsleik Énglands gegn Júgóslavíu
þsrnn 12. nóvember næstkomandi.
•Watford sigrar oft stórt. Mikið
stemmningslið. Nú lá Charlton. Peter
Shipley skoraði reyndar fyrsta mark
leiksins fyrir Charlton, en eftir það var
allt púður úr leikmönnum Charlton.
Mark Falco jafiiaði fyrir Watford rétt
fyrir lok fyrri hálfleiks og bætti við
öðm í seinni hálfleik. VamarmaðUr-
inn David Bardsley bætti við þriðja
markinu og gamla kempan, Luther
Blissett, skoraði fjórða og síðasta
mark Watford.
Coventry þremur stigum
frá toppnum
Coventry er það lið sem mest hefur
komið á óvart í haust. Nú sigraði liðið
toppliðið Nottingham Forest. Nick
Pickering skoraði eina mark leiksins
á 54. mínútu með glæsilegu skoti.
Naumur sigur því Neil Webb, marka-
skorarinn mikli hjá Nottingham
Forest, fékk ágætt tækifæri í fyrri
hálfleik. Coventry hefúr nú einungis
tapað þremur leikjum í haust eða ein-
um færri en Nottingham Forest.
•Það gekk mikið á í leik Everton og
Chelsea. Trevor Stevens skoraði fyrsta
mark leiksins úr vítaspymu á 27. mín-
útu eftir að vamarmaður Chelsea
hafði handleikið knöttinn í vítateign-
um. Keath Jones svaraði fyrir Chelsea
nokkrum sekúndum fyrir lok fyrri
hálfleiks, á meðan John Hollins, fram-
kvæmdastjóri Chelsea, var að koma
sér ínn í búningsherbergi. Hann sá því
ekki markið. Kevin Sheedy kom Ever-
ton yfir á ný í seinni hálfleik og allt
virtist búið hjá Chelsea er MC Alister
var rekinn af velli. En Colin Pates,
fyrirliða Chelsea, tókst að jafria fyrir
Chelsea á ný skömmu fyrir leikslok.
Gott jafhtefli hjá Chelsea.
•Leicester átti í brösum með New-
castle. Neil Mc Donald skoraði fyrst
fyrir Newcastle á 23. mínútu en Allen
Smith jafriaði fyrir Leicester í síðari
hálfleik, eins og svo oft áður fyrir
Leicester.
Portsmouth og Oldham
auka forystuna
Nú em Portsmouth og Oldham með
fjögurra og fimm stiga forystu á næstu
lið í 2.! deildinni. Portsmouth sigraði
Bradford á heimavelli, 2-1. Kevin Dill-
on og Mike Quinn skomðu fyrir
Portsmouth en Stuart Mc Call fyrir
Bradford.
•Oldham sigraði Birmingham glæsi-
lega, 3-1, á útivelli. Sigurinn var aldrei
í hættu. Tony Henry skeraði fyrsta
markið eftir einungis 28 sekúndur og
Gaiy Williams bætti við öðm í fyrri
hálfleik. Roger Palmer skoraði þriðja
markið en Wayne Clarke skoraði eina
mark Birmingham.
•Sheffield United vann Blackbum á
útivelli og er staða Blackbum orðin
slæm. Liðið er neðst í 2. deildinni og
hefur ekki unnið leik síðan 6. septemb-
er en þá vannst 6-1 sigur gegn
Sunderland. Tony Daws skoraði bæði
mörk Shefifield United.
•Ciystal Palace er komið í 11. sæti
eftir að hafa verið við toppinn í haust.
Ciystal Palace hefur ekki unnið í síð-
ustu fimm leikjum. Nú tapaði liðið á
heimavelli gegn Grimsby, 0-3. Ian
Walsh, Gordon Hobson og O’Riordan
skomðu mörk Grimsby.
•Derby sigraði Ipswich, 2-1. Gary
Micklewhite skoraði fyrra markið,
Mike Stockwell jafriaði fyrir Ipswich
en Bobby Davison skoraði sigurmark
Derby.
•Huddersfield vann Brighton. Dunc-
an Shearer og Banks skomðu fyrir
Huddersfield en Jasper skoraði fyrir
Brighton.
•Stoke vann sinn fyrsta útisigur í
haust eftir að hafa tapað öllum sex
fyrri leikjunum. Sigurinn var sann-
færandi, 4-0. Ford skoraði fyrsta
markið en svo komu tvö sjálfsmörk.
Stan Mc Ewan skoraði sjálfsmark og
einnig Peter Skipper. Berchin skoraði
fjórða mark Stoke.
•Millwall sigraði Leeds, 1-0, i morg-
unleik. Teddy Sheringham skoraði
eina mark leiksins úr vítaspymu.
• Shrewsbury og Plymouth gerðu
jafntefli, 1-1. John Matthews tók for-
ystuna fyrir Plymouth í fyrri hálfleik
en Bemard Mc Nally jafriaði fyrir
Shrewsbury í síðari hálfleik.
•WBA vann athyglisverðan 3-0 sigur
gegn Sunderland á útivelli. Gamli
harðjaxlinn Ron Saunders, sem er
framkvæmdastjóri WBA, er greinilega
að rétta skútuna af eftir slæmt gengi
í fyrravetur er liðið féll í 2. deild.
Martin Dickenson, Bobby Williamson
og Garth Crooks skomðu mörkin.
-E.J. og Rafn Rafrisson
Ajax og PSV
að stinga af
Allt útlit er fyrir að hreint einvígi
verði á milli Ajax frá Amsterdam og
PSV Eindhoven í hollensku 1. deildar
keppninni í knattspymu. Nú þegar 15
umferðum er lokið í deildinni em Ajax
og PSV eins og sér í efstu sætunum
og 7 stigum á undan næstu liðum sem
em Feyenooid og Den Bosch.
Ajax sigraði Den Bosch í gær, 3-1,
í Amsterdam og á sama tíma sigraði
PSV Haarlen, 5 -0, á sínum heimavelli
í Eindhoven. Feyenoord, gamla félagið
hans Péturs Péturssonar, tapaði í gær
á útivelli fyrir AZ Alkmaar, 2-0. Er
ástandið ekki sem best hjá þessu fræga
Rotterdamfélagi þessa stundina og
búast menn við að þar verði einhver
stórskellur á næstunni.
Bæði Ajax og PSV skora mikið í
leikjum sínum - bæði búin að skora
yfir 40 mörk í þeim 15 leikjum sem
búnir em í deildinni. Þau hafa heldur
ekki fengið á sig mörg mörk það sem
af er. Ajax búið að fá á sig 14 mörk
og PSV 9.