Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. Jóhann Axelsson er fimmtán ára strákur í vesturbænum í Reykjavík sem hefur haft dýr í kringum sig frá því hann man eftir sér. Hann byrjaði á því að safna kóngulóm á sumrin sem hann gerði svo ötullega að hann segir kóngulærnar hafa haldið tryggð við staðinn því þær séu hvergi fleiri en í námunda við heimili hans og næsta nágrenni. Ekki tímabundið áhugamál Kóngulærnar voru bara byrj- unin á þessu áhugamáli hans. Hann eignaðist einnig hamstra, páfagauk, hund, dúfur og skjald- bökur. Tvær læður voru heimilis- fastar á heimilinu og því fylgdi að sjálfsögðu hópur kettlinga öðru hvoru. Hjá Jóhanni var þetta ekki bara tímabundið áhugamál held- ur hefur hann aukið við sig og er nú með skrautfiska, froska og kött. Stærsta fiskabúrið tekur eina 360 lítra og er virkilegt !• augnayndi. Fiskarnir eru í öllum regnbogans litum, sumir líta út fyrir að vera sjálflýsandi, aðrir hafa óvenjulega lögun og enn aðrir eru sjaldgæfrar tegundar. Skrautfiskarnir númer eitt Mýsnar eru í uppáhaldi hjá Jóhanni og af þeim hefur hann I' töluverðan slatta en státar aðal- lega af einni sem er alveg kols- vört sem þykir vera mjög sjaldgæfur litur af mús að vera. Læðan Píla sýnir oft ótrúlega þolinmæði við að mæna á mýsnar í búrunum - ef vera kynni þó ekki væri nema ein þeirra álpað- istútúrbúrinu... Skrautfiskarnir eru þó áhuga- mál númer eitt hjá Jóhanni og kann hann öll latínunöfn fisk- anna og hefur j afnvel í hy ggju að leggja kjallarann undir rækt- un skrautfiska i þúsund til tvö þúsund h'tra búri. Jóhann er svo heppinn að eiga frændá í Noregi sem er með fi- skeldisstöð og hefur hann dvalið þar nokkur sumur. Draumurinn er að mennta sig í sérskóla er- lendis í skrautfiskaræktun. Áhugamálið tekur að vísu tíma frá náminu en vissulega veitir það mikla ánægju. Gæludýrin eru öll sérstæð á sinn hátt og setja lit í tilveruna og eru þeim mikla kosti gædd að geta leitt hjá sér stress og asa nútímaþjóðfélags- ins. Börn, unglingar og full- orðnir Guðbrandur Jónsson er eigandi einnar gæludýraverslunar í Reykjavík og sagði hann áhuga- hópinn, sem kæmi i verslunina, vera mjög blandaðan; börn, ungl-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.