Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987. Stjómmál Albert fyrstur í sögu íslenska lýðveldisins - til að segja af sér ráðherradómi vegna meints misferlis I fyrsta sinn í 43 ára sögu íslenska lýðveldisins hefur ráðheiTa verið neyddur til að segja af sér vegna meints misferlis. Albert Guðmunds- son baðst í gær lausnar frá embætti iðnaðarráðherra í ííkisstjóm Stein- gríms Hermannsso^av. Árið 1932, þegar Ísland var enn tengt Danmörku, baðst Magnús Guðmundsson dómsmálaráðherra lausnar eftir undirréttardóm. Hann tók aftur við ráðherraembætti er Hæstiréttur sýknaði hann. „Á þessum fundi var aðeins eitt mál á dagskrá. Það var lausnar- beiðni Alberts Guðmundssonar," sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, eftir stuttan þingflokksfund í Alþingis- húsinu síðdegis í gær. „Á sínum tíma fékk Albert, sem aðrir ráðherrar, umboð þingflokks- ins til að gegna þessu starfi. Þing- flokkurinn hefur fallist á þessa lausnarbeiðni. Jafiiframt hefur þingflokkurinn falið formanni flokksins, Þorsteini Pálssyni, að gegna embætti iðnaðar- ráðherra meðan þessi ríkisstjóm situr, jafhframt því sem hann gegnir áfram embætti fjármálaráðherra," sagði Ólafur. Hann og Þorsteinn Pálsson sögðu á fundi með blaðamönnum að lausn- arbeiðnin hefði verið samþykkt samhljóða. Full samstaða hefði verið innan þingflokksins. Ekki hefði ver- ið rætt á þingflokksfundinum um fyrsta sæti framboðslistans í Reykja- vík. -KMU Albert gengur úr Stjórnarráðinu við Lækjartorg af síðasta ríkisstjómarfundi sínum, að minnsta kosti á þessu kjörtimabili. Þetta hefur kostað mig andvökunætur sagði Albert Guðmundsson eftir afsógnina „Þegar þú hefur ekki traust þeirra sem fólu þér umboð til að gegna störf- um þá er ekki hægt að gegna þeim störftim lengur," sagði Albert Guð- mundsson á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í gær eftir að hann baðst lausnar. „Við skulum vera raunsæir. Eins og staðan er orðin stend ég á vegamótum. Annars vegar blasir við möguleiki á að hafa frið og róa óánægjuöldur og hins vegar að fara út í stríð, hella olíu á eldinn. Það brennur eldur í æðum stuðn- ingsmanna minna um þessar mundir. Spumingin er: Verður hann til að skaða eða ekki? Við höfum engin efhi á því að hafa eld og óánægju geisandi í þjóðfélag- inu, sér í lagi ekki þegar loksins einhver ríkisstjóm náði verulegum árangri," sagði Albert. Ég er særður. Ég er þreyttur „Ég tók þessa ákvörðun eiginlega ekki fyrr en ég kom á þingflokks- fundinn. Ég hafði ekki gert upp minn huga fyrr en þá. Þetta var mjög erfið ákvörðun. En eftir mikla og erfiða umhugsun þá held ég að þetta sé vænlegast til þess að halda frið í Sjálfetæðisflokknum og ef mögulegt er utan hans líka.“ Albert sagði að sér fyndist atburða- rásin, sem leiddi til afeagnarinnar, hafa verið einkennileg. „Ég er ekki bitur en ég er særður. Ég er þreyttur. Þetta hefur kostað mig andvökunætur. Án þess að gera mér beint grein fyrir því er svona eins og kökkur í hálsinum. Ég get ekki neitað því.“ - Telurðu að hér hafi verið skipulögð aðför að þér? „Nei. Það er rangt að segja það. Ég vil ekki leggja neitt mat á það.“ - Þorsteinn Pálsson hefur lagt þetta upp sem spumingu um siðferði Sjálf- stæðisflokksins. Hvað telur þú að hann eigi við með því? „Ég veit hvað hann á við með því. En ég er ekki sammála honum þar.“ Sé eftir aö hafa ekki skráð fyrir- tækið á son minn „Það má segja að ég sjái eftir því að hafa ekki orðið við beiðni sonar míns fyrir löngu síðan að skrá fyrir- tækið á hans nafri. Það er bara af því að mér fannst það ekki skipta neinu máli og átti ekki von á því að neitt slíkt kæmi upp sem nú er orðið til þess að ég hef þurft að segja af mér ráðherrastarfi. Þorsteinn hefur ekki lagt að mér að segja lausu mínu ráðherraembætti. Við ræddum þetta á sunnudaginn og það kom fram hjá honum að það væri ósk hans og þingflokksins vegna þessa atviks, að afeláttarfærslur hafa ekki verið færðar í heildverslun minni, að hann taldi rétt, siðgæðis vegna, að ég yrði ekki áfram ráðherra." - Var ekkert minnst á fyrsta sætið í Reykjavík á fundi ykkar Þorsteins á sunnudag? „Ekkert annað en það að hann átti ekki von á að það yrði nein breyting þar á.“ Albert kvaðst ekki óttast dóm sög- unnar. „Það sem er nú talið siðleysi eru almennar viðskiptavenjur hér. En ég óttast ekki dóm sögunnar. Ég var fyrsti atvinnuknattspymumaður Norðurlanda.“ -KMU Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra segir fréttamönnum eftir ríkisstjómarfund í gærmorgun aö Albert hafi bara um tvennt aö velja. DV-mynd GVA. Steingrímur fyrstur til að staðfesta fréttimar Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra varð fyrstur til að staðfesta opinberlega að Albert Guðmundsson myndi hætta sem iðnaðarráðherra. Það gerði Steingrímur á fundi með blaðamönnum eftir ríkisstjómarfúnd í gærmorgun. Steingrímur sagði þá að Albert hefði um tvennt að velja: Að verða vikið úr ríkisstjóminni eða biðja sjálfur um að verða leystur frá störfum. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, hafði áður upplýst Steingrím um stöðu málsins. -KMU Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson vísar Ijósmyndara DV burt. DV-mynd KAE Fundur sljómar fulltrúaráðsins: Engin tillaga um breytingar „Enga blaða- eða fréttamenn hér,“ sagði Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, framkvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálfetæðisfélaganna í Reykjavík, fyrir fund stjómar fulltrúaráðsins í Valhöll gær. Á fundinum, sem stóð liðlega klukkustund, kom ekki fram nein til- laga um að fulltrúaráðið kæmi saman til að fjalla um framboðslista flokksins í Reykjavík. Á fundinum skýrðu stjómarmenn hins vegar sjónarmið sín og formaður Sjálfstæðisflokksins, Þor- steinn Pálsson, kom á fundinn og lýsti afgreiðslu máls Alberts á fundi þing- flokksins fyrr um daginn. Samkvæmt þessu verður framboðs- listmn í Reykjavík því óbreyttur hvað fulltrúaráðið varðar og einu breyting- amar, sem á honum kynnu að verða gerðar, yrðu að frumkvæði Alberts Guðmundssonar sjálfs. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.