Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987. V Dægradvöl er nokkurs konar lögmál orkunnar og þróaðist fyrir örófi alda austur í Asíu. Megininntak lögmálsins er listin að finna jafnvægi, hvort heldur er í samsetningu á mat eða eða öðr- um hliðum lífsins. Soffia sagði að engin fanatík væri ríkjandi viðvíkjandi hvað mætti og hvað mætti ekki en sagði að spurn- ingin væri í hve miklu magni maður borðaði fæðuna frekar en hvað mað- ur borðaði. Til frekari útskýringa má segja sem svo að jafnvel hollasta fæða getur orðið óholl sé hennar neytt í óhófi en að sama skapi er í lagi að fá sér þann mat í hófi sem maður veit að ekki er æskilegur til neyslu hversdags. Borði maður í töluverðu magni svokallaða stressfæðu, sem einkum felst m.a. í kaifi, sykri og rauðu kjöti, endar maður með því að verða stressaður, segir Soffia, og þess vegna er mikilvægt að neyta fæðu sem vegur upp á'móti þeim áhrifum - og auðvitað er best að minnka við sig stressfæðið. Grænmeti, koffín- lausir drykkir eins og til dæmis svokallað þriggja ára te, mu-te og ýmiss konar jurtate, ásamt öðrum mat sem er tiltölulega ómengaður og helst án aukaefha er fæða sem ekki hefúr þessi stressandi áhrif. Jurtaæta í bland Gunnhildur Emilsdóttir hefúr í fimmtán ár haft áhuga á jurtafæði og öðru er því viðvíkur og segist vera jurtaæta meira og minna. „Stundum hef ég haft fisk og kjöt í bland en núna er ég hrifnust af jurta- fæðinu ásamt fiski.“ Hún segir almennan áhuga fólks á jurtafæði hafa aukist mjög mikið í gegnum árin og aðalbreytinguna telur hún vera þá að áður hafi áhug- inn aðallega verið bundinn við unga fólkið en nú sé eldra fólkið hætt fussa og taki nú meiri þátt í að breyta mataræðinu og bæta það. Það er ekki neitt leyndarmál, sagði Gunnhildur, að margar tegundir af kjöti á íslandi eru sprautaðar með hormónum eða hormónar settir í fæði dýranna. Þetta er þekkt fyrir- bæri víða erlendis og hefur haft í för með sér breytt vaxtarlag fólks eins og alkunna er og í því sambandi er oft bent á Bandaríkjamenn. I Dan- mörku er svo mikið af kvenhormón- um í svínakjöti og kjúklingum að fólki er ráðlagt að neyta þess í hófi því það hefur ósjaldan komið fyrir að drengjum hafa byrjað að vaxa brjóst ásamt þvi að fita hefúr sest á fólk í óeðlilega miklum mæli. Gunnhildur sagði að lokum að hún hefði áhuga á að reka matstað sem byði upp á grænmetisrétti og heilsu- fæði en það verkefni bíður síns tíma. Söl til manneldis Eitt af því sem makróbíótikin bryddar upp á er notkun sölva i matargerð og er það ekki nýtt fyrir- bæri á íslandi því notkun sölva hefur verið þekkt um langan tíma hérlend- is og í bókinni íslenskir sjávarhættir er greint frá þvi að söl hafi verið töluvert mikið notuð til manneldis. Þau voru etin með harðfiski, brauði, kartöflum og rófum og höfð í grauta, kökur og brauð. Það tíðkaðist einnig að dýfa sölv- um í lýsi og eta þau þannig ef ekkert annað feitmeti var á borðum. Sölin höfðu einnig mikla þýðingu sem lækningajurt og Bjami Pálsson landlæknir sagði þau hafa lækn- ingamátt gegn gigt, niðurgangi, lystarleysi, ófrjósemi og kyndeyfð svo eitthvað sé nefrit. Það var álit manna að þau hefðu styrkjandi og hressandi áhrif yfirleitt og víða þótti heimilisfólki söl vera sælgæti. Fyrir stuttu var hér haldið nám- skeið í því hvemig matreiða á samkvæmt ákveðinni stefhu sem kallast makróbíótik. Einn af þremur kennurum á matreiðslunámskeiðinu var Dani að nafni Tue Gertsen en hann hefúr um langt skeið lagt stund á makróbíótik og aðferðir í því sam- bandi og rak hann um tíma miðstöð í þessum fræðum i Kaupmannahöfn. Tue Gertsen hefur haldið fyrir- lestra á vegum félagasamtaka hérlendis um markmið makróbíótik við góðan orðstír. Hann segir þessa stefnu hafa verið þekkta í meira en 20 ár í Danmörku og mun lengur í öðrum löndum. Til dæmis sagði hann að 5% þjóðarinn- ar í Belgíu hefðu matarvenjur sínar með þessum hætti. Ástæðu þess að hann væri staddur hér á landi sagði hann aðspurður vera þá að hann hefði í fyrstu verið beðinn um að koma hingað til lands til að halda fyrirlestra. Áhugi fólks var mjög mikill svo það var ákveðið að halda matreiðslunámskeið til að kynna fólki undirstöðuatriðin í að matreiða í anda makróbíótik. Vaxandi áhugi fólks á hollum gæðamat Tue Gertsen sagði áhuga fólks vera ört vaxandi á hollri fæðu sem umfram allt væri fyrsta flokks gæða- vara, þ.e.a.s. vara sem er án ónauð- synlegra eiturefna eins og skordýraeiturs, plöntueiturs og skaðlegra litar- og gerviefna, svo eitthvað sé nefnt. „Þú ert það sem þú borðar" Undirstöðuna í makróbíótik sagði Tue Gertsen vera eftirfarandi þijú atriði. í fyrsta lagi er mikilvægt að fæðan sé sem allra best, að hún sé eins ómenguð og mögulegt er en einmitt þetta atriði er mikið vandamál, ekki síður hér á landi en annars staðar. Tue Gertsen sagði að sér fyndist ekki vera gert nógu mikið af hálfu hins opinbera í því að upplýsa fólk um gildi þess að borða ómengaða og næringarríka fæðu. í Danmörku sagði hann yfirvöld sýna þessu máli mun meiri áhuga og til dæmis hefðu yftrvöld þar staðið fyrir áróðurs- 'nerferð undir slagorðinu „Þú ert það sem þú borðar" ásamt því að inn- leiða góð mötuneyti í alla skóla fyrir nemendur. Tue var alveg gáttaður á því sjoppufæði sem viðgengst í skólum hér því hann sagði það mjög mikil- vægt að böm nærðust á sem hollastri fæðu til að byggja sig upp, ekki síst til seinni tíma litið, því lengi býr að fyrstu gerð. í öðru lagi á fæðan að koma frá nærliggjandi slóðum viðkomandi eintaklings. Maður á norðurslóðum á samkvæmt því að neyta þeirrar fæðu sem sprettur í jarðvegi í svip- uðu loftslagi og hann sjálfur býr við og álíka gildir um dýr sem hann leggur sér til matar. I því sambandi nefndi Tue Gertsen að fólk ætti ekki að neyta fæðu frá suðlægum löndum nema í hófi. Syk- urinn er einmitt dæmi um fæðu sem ekki á rætur sínar að rekja til heima- slóða okkar enda hafa margar rannsóknir sýnt fram á samhengi sykuráts og sjúkdóma. í þriðja lagi er lögð áhersla á að innbyrða ekki meira en líkaminn ræður við og þess vegna er mikil- vægt að hreyfa sig til að koma hreyfingu á blóðrásina sem hjálpar til við að losa líkamann við úrgangs- efni. Að borða í takt við árstíma Ein meginreglan í makróbíótik er sú að velja sér fæðutegundir í sam- Texti: Dröfn Hreiðarsdóttir DV-myndir: Gunnar V. Andrésson Gunnhildur Emilsdóttir og Tue Gertsen leiðbeindu á matreiðslunámskeiðinu og kenndu fólki að matreiða á makróbíótíska vísu. ræmi við árstíma. Að vetri til á að leggja áherslu á fisk, steinefnaríkan mat, salt og aðra fæðu sem hefur hitandi áhrif á líkamann. Á sumrin aftur á móti er talið ráðlegt að neyta fæðu sem hefur kælandi áhrif eins og ávextir, grænmeti og mjólkurvör- ur. Mælt er með eftirfarandi sjö fæðu- flokkum: komvöru, grænmeti, þangi, baunum, fræi og hnetum, Að fyrirbyggja sjúkdóma Tue Gertsen talaði um það að matarvenjur hér á landi væru ein- hveijar þær verstu sem hann hefði kynnst, miðað við Norðurlöndin og víðar, og taldi að yfirvöld ættu mik- ið verk fyrir höndum við að upplýsa fólk um mikilvægi góðrar fæðu, ekki síst sem lið í því að fyrirbyggja ýmsa kvilla og sjúkdóma. Að lokum hafði hann orð á því að þessi mikli áhugi íslendinga á fyrir- lestrum og námskeiðum hans stafaði ef til vill af því að ekki væri nóg gert til að veita fólki upplýsingar um þessi málefrii. Ekki hvað - heldur í hve mikl- um mæli Soffia Karlsdóttir er ein af þeim sem stúderað hafa mataræði og ýms- ávöxtum frá nálægum slóðum og loks fiski. Tue talaði um að væri sykur, ávextir, rautt kjöt og venjulegt salt notað í mörg ár hefði það stressandi áhrif á líkamann og þess vegna bæri að forðast ofneyslu þessarar fæðu. íslendingar hefðu í eðli sínu sterka líkamsgerð - enn sem komið væri - og að þeir hefðu þess vegna gott tækifæri til að halda því, svo framar- lega sem þeir hugsuðu sinn gang í matarvenjum. Að lokum minntist Tue á það að ar kenningar í því sambandi í skólum erlendis og leiðbeindi hún á matreiðslunámskeiðinu. Samkvæmt kenningum makróbí- ótik lagði hún mikla áherslu á að setja matinn saman á réttan hátt samkvæmt lögmáli Yin og Yang sem Nemendur fylgdust með hvernig Soffía Lára matreiddi en námskeiðið stóð yfir eina helgi. önnur leið í fæðuvali Makróbíótik -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.