Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987. Utlönd Vogel líklegasti eftirmaður Brandts Hans-Jochen Vogel, sem íram- kvæmdaráð v-þýska jafnaðar- mannaflokksins hefur stungið upp á sem eftirmanni Willys Brandts í for- mannssæti flokksins, hefur stýrt þingflokki jafhaðarmanna síðustu fimm árin sem flokkurinn hefur ver- ið í stjómarandstöðu. Þessi 61 árs gamli lögfræðingur þykir hafa haft forystu fyrir hófsam- ari öflum flokksins þótt hann sé frá Bæjaralandi þar sem menn eru flest- ir i íhaldssamari kantinum. Nær öruggur með formanns- kosningu Að framkvæmdaráð flokksins á aukafundi í gær skyldi stinga upp á Vogel sem eftirmanni Brandts er að flestra mati trygging þess að Vogel verði kjörinn á aukalandsþingi flokksins sem boðað hefur verið 16. júní. Vogel kemur mörgum fyrir sjónir eins og virðulegur yfirkennari. Hann hefur þótt í þinginu slyngur orða- skylmingamaður en hann hefur ekki þótt hafa lagni Brandts til þess að vinna hylli hins almenna kjósanda. Kanslaraefni 1983 Vogel var kanslaraefni jafnaðar- manna í kosningunum 1983 en 1982 hafði ríkisstjóm þeirra fallið þegar frjálslyndir hlupu út úr samsteypu- stjóm þeirra og tóku höndum saman við hægri flokkana til myndunar ríkisstjómar undir forsæti Helmuts Kohls sem síðan hefur verið kansl- ari. Jafnaðarmenn töpuðu kosning- unum en Vogel var áfram annar tveggja varaformanna flokksins og stýrði þingflokki jafhaðarmanna á sambandsþinginu í Bonn. Glímdi við Baader-Meinhof Vogel á orðið langan feril í sam- bandsstjómarmálum og fylkisstjóm- um. Hann gegndi í mörg ár dómsmálaráðherraembættinu í rík- isstjóm Helmuts Schmidts kanslara sem tekið hafði við af Brandt 1974. Þetta var á þeim árum sem hryðju- verkaflokkur Baader-Meinhof óð uppi í illverkum er keyrðu fram úr öllu þegar leiðtogi atvinnurekenda var myrtur. Stærsti sigur baráttunn- ar gegn hryðjuverkaöflunum var þegar flugræningjar frá Baader- Meinhof samtökunum vom yfirbug- aðir eftir að hafa rænt Lufthansa-vél og neytt áhöfriina til þess að fljúga til Sómalíu. Þótti Vogel sýna bæði staðfestu og æðruleysi í þessum viðfangsefn- um og fékk á sig álit sem sá er manna best leysti vandamál. Hreinsaði til í V-Berlín Því fól flokkurinn honum að hverfa frá Bonn í bili og halda til Vestur-Berlínar til þess að taka við sem forsætisráðherra 1981. Berlínar- deild sósíaldemókrata var í molum eftir hvert hneysklismálið á eftir öðm vegna spillingar í borgarstjóm. Vogel tókst að mynda stjóm og hreinsa til. Fimm mánuðum síðar fékk flokkurinn þó aðeins 38,3% at- kvæða í kosningum í borginni sem jafnan hafði verið eitt ömggasta vígi jafhaðarmanna. Kristilegir demó- kratar komust þá í stjómaraðstöðu en Vogel var þakkað að hafa komið lagi á Berlínarflokksdeildina aftur og stappað stálinu i flokksbræður sína þar. Fæddur í hægrimannahreiðr- inu í Bæjaralandi Vogel er sonur háskólaprófessors og hóf stjómmálaferil sinn í Bæjara- landi og varð borgarstjóri Miinchen aðeins 34 ára gamall, sá yngsti sem nokkum tíma hefúr tekið það sæti. Eitt af því, sem honum hafði þótt fara vel úr hendi í stjóm borgarinn- ar, var að koma því í kring að Miinchen fengi að halda sumar- ólympíuleikana 1972. Af flokksfélögum sínum í Múnchen var Vogel á stundum tal- inn allt að því hofmóðugur en hann var vinsæll meðal kjósenda sem 1966 endurkusu hann með 77,9% at- kvæða. Er það ofboðslegt fylgi eins fijálslynds jafhaðarmanns í sam- bandsfylki eins og Bæjaralandi þar sem íhaldssemi og hægristefha á sér öruggt vígi. Ráðherra í stjórn Brandts Hann hóf afekipti af sambands- stjómarpólitík i kanslaratíð Brandts, þegar hann varð húsnæðis- málaráðherra 1972, þótt hann sneri tveim árum síðar aftur skamma hríð til Bæjaralands til þess að stýra kosningabaráttu jafhaðarmanna í fylkisþingkosningum. Vogel er fæddur 3. febrúar 1926 í bænum Göttingen þar sem faðir hans kenndi við háskólann. Foreldrar hans vom Bæjarar. Hann er tví- kvæntur. Fyrri kona hans, Ilse, ól honum son og tvær dætur áður en þau skildu 1972. Árið eftir kvæntist hann Liselotte Sonnenholzner. Yngri bróðirinn flokksbroddur hægrimanna Yngri bróðir Vogels er Bemhard, hægrimaður sem er forsætisráðherra í fylkisstjóm kristilegra demókrata f Rínarland-Falz-fylkinu. Þar tók Bemhard við af Kohl þegar hinn síðamefhdi fór til Bonn. Núna í maí verða einmitt fylkisþingskosningar í Falz (sem er vínræktarhérað) þar sem kristilegir demókratar hafa lengi átt ömggt vígi. Verður fróðlegt að sjá hvemig jafhaðarmönnum reiðir af í þeim kosningum í ljósi sambandsþingskosninganna í vetur þar sem sósíaldemókratar hlutu sinn versta ósigur í aldarfjórðung. Hans-Jochen Vogel umkringdur blaðaljósmyndurum eftir að kunnugt varð að tramvkæmdaráð jafnaðarmanna- flokksins stakk upp á honum sem eftirmanni Brandts i formannssæti flokksins. AIRt í óvissu með myndun ríkisstjómar í Finnlandi Guimlaugur A. Jónsson, DV, Lundi Kosningamar í Finnlandi á dög- unum kunna að hafa valdið þátta- skilum í finnskum stjómmálum þó svo að breytingamar frá síðustu kosningum hafi ekki verið stórkost- legar. Mestu máli skiptir fylgistap jafh- aðarmanna sem kann að leiða til þess að flokkurinn kjósi nú að fara í stjómarandstöðu og yrði það vissu- lega saga til næsta bæjar. Erkki Liikananen, framkvæmda- stjóri flokksins, sagði um helgina að hann teldi eðlilegast að flokkurinn færi nú í stjómarandstöðu þó svo að stjómarþáttaka væri ekki útilok- uð ef vel yrði boðið. Úrslitin rædd Borgaralegu flokkamir hafa nú samtals yfir 62 prósent fylgi eða meira en nægilegt fylgi til að mynda ríkisstjóm. Engu að síður virðist sem í þeirra röðum sé það ríkjandi skoð- un að jafhaðarmenn verði einnig með í næstu ríkisstjóm. Stjóm- málaflokkamir ræða nú úrslit þingkosninganna og fara sér að engu óðslega enda er talið að myndun rík- isstjómar geti dregist fram í maímánuð. Talsmenn miðflokksins, undir for- ystu Paavo Váyrynen utanríkisráð- herra, hafa þegar lýst þvi yfir að það verði krafa flokksins að fá forsætis- ráðherrastóhnn í sinn hlut og eðli- legast sé að auk miðflokksins eigi jafnaðarmenn og hægri menn aðild að næstu ríkisstjóm. En það sem fyrst og fremst mælir með svo öflugum meirihluta að baki ríkisstjóm er sú staðreynd að mikil- vægari frumvörp þurfa tvo þriðju hluta fylgis til að ná fram að ganga í þinginu. Stærsti flokkurinn heima Margir telja hins vegar að slíkar málamiðlunarstjómir með breiðri þáttöku séu í raun orðnar ógnun við þingræðisskipulagið í Finnlandi. Vaxandi fyöldi kjósenda álíti að það hafi enga þýðingu að mæta á kjör- stað, niðurstaðan verði alltaf sama málamiðlunin. Mjög lítil kosninga- þátttaka, eða aðeins rúm sjötíu prósent að þessu sinni, sýni þessa afetöðu. „Stærsti stjómmálaflokkur- inn í Finnlandi nú er flokkur þeirra sem völdu að liggja heima í sófanum í stað þess að mæta á kjörstað," var niðurstaða sænska sjónvarpsins um kosningamar. Tuttugu ár í stjórnarandstöðu Hægri menn, undir forystu Ilkka Souminen, sem hafa síðastliðin tutt- ugu ár orðið að gera sér stjómarand- stöðu að góðu unnu nú svo mikið á að ótrúlegt þykir að þeim verði leng- ur haldið utan við ríkisstjórn. Sænski þjóðarflokkurinn, sem einn- ig telst til borgaralegu flokkanna, vill að jafnaðarmenn eigi aðild að næstu ríkisstjórn en að forsætisráð- herrann komi úr röðum borgaralegu flokkanna. Dreifbýlisflokkurinn, sem tapaði mestu fylgi allra flokka í kosningun- um, vill að stærstu flokkamir myndi nú ríkisstjóm saman og flokkurinn býr sig undir stjómarandstöðu enda er seta hans í núverandi ríkisstjóm talin aðalástæðan til fylgishrunsins. Borgaralegasta landið í fréttaskýringum og leiðurum sænskra blaða að loknum kosning- unum í Finnlandi hefur ítrekað verið á það bent að Finnland sé í raun og vem borgaralegasta landið í Vest- ur-Evrópu og jafhaðarmannaflokk- urinn einn sá alminnsti í Vestur- Evrópu. í ljósi þess sé kominn tími til að rökrétt afleiðing verði dregin af þessu og mynduð borgaraleg stjóm. Að minnsta kosti kæmi ekki á óvart þótt næsti forsætisráðherra Finnlands yrði Paavo Váyrynen en stóra spumingin er nú hvort jafnað- armenn muni eiga aðild að stjóm- inni. Ótrúlegt þykir að llkka Suominen og hægri flokki hans verði lengur haldið utan við ríkisstjórn í Finnlandi. Hægri menn unnu mikið á i kosningunum þar fyrir skömmu en þeir hafa verið i stjórnarandstöðu i tuttugu ár. - Símamynd Reuter Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.