Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 36
* 36
V
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Glenn Ford
er að verða sjötugur og hefur
haldist með afbrigðum illa á
kvenfólki á liðnum árum. Nú
hefur karli tekist að krækja í
nýjan kvenmannsbúk, sem
er tuttugu og fimm ára gam-
all og gegnir nafninu Valerie
Ojala. Þetta er myndarljóska
og segja fróðir að henni
muni ætlað að verða fjórða
frú Ford og það alveg á
næstunni. Þessa dagana er
parið með afbrigðum ást-
fangið og sést hreint úti um
allar hæðir í glitborginni
rómuðu-glampandi af gleði
og ánægju hvort með ann-
að.
Anna prinsessa
var með pottlok eitt ægifag-
urt við opnun á City of
London School í síðustu
viku . Höfuófatii '<a!la henn-
ar bresku þegnar pillubox-
hatt en niður úr apparatinu
lafði einhvers konar flugna-
net af grófu gerðinni.
Einhverjir voru að agnúast
út í höfuðbúnaðinn en Anna
lét það lítið á sig fá enda
getur konan varla dragnast
um með prinsessukórónuna
allan ársins hring.
Cyndi Lauper
kom fram á hljómleikum í
New York íklædd hreint al-
veg ógleymanlegum bún-
ingi. Yfir sig hrifnir
aðdáendurnir líkja henni við
ýmsar dýrðardísir sögunnar
en að sjálfsögðu hlýtur sjón
að vera sögu ríkari þarna
sem annars staðar. Til fróð-
leiks skal þess getið að
búningurinn er eldrauður -
líka nælonsokkarnir - legg-
ingarnar gylltar eins og
hárlokkar ungfrúarinnar og
sokkaböndin himinblá.
Augnskuggarnirvoru í lit við
fyrrnefnd sokkabönd og
yndisfögur röddin hefði get-
að klofið alimáf á flugi
hraðar en hönd á festi. Al-
vöruhljómleikar í eplaborg-
inni ógurlegu!
Líflegir
íslenskir
Lúxarar
íslendingafélagið í Lúxemborg hélt
þorrablót nýlega og var þar marg-
menni að venju. Til skemmtunar var
leikklúbburinn Spuni með frum-
samda þætti sem fluttir voru undir
stjórn Sögu Jónsdóttur. Spuni er orð-
inn tólf ára og því litlu yngri en
nýlendan sjálf og hefur klúbburinn
séð um margar skemmtanir og sett
upp ótaldar ieiksýningar í gegnum
árin. Meðfylgjandi myndir af húll-
umhæinu tók leikstjórinn - Saga
Jónsdóttir - á þorrablótinu.
Ingvar, Dista, Sigrún, Ella Stina, Dís, Bjargey og Inda höfðu saumaklúbbinn frá gamla landinu alveg á hreinu.
Farkosturinn er frá bílaleigunni Lux Viking.
íslenskar húsmæður i Lúx hafa verið að hverfa i flugið. Ingvar og Óttar
mættu með afkvæmin og frumsaminn texta í farteskinu.
Hvar er allur fini fiskurinn? Eftirhreytur af fiskiballi þar sem allt var til reiðu
nema sá guli. Dista, Sigrún, Ella Stina, Ingvar, Dís, Inda og Bjargey.
Hljómsveitin Nátthrafnar kom frá íslandi til að leika fyrir dansi. Hún nýtur hér aðstoða Ómars og Ralphs en þeir eru íslenskir Lúxarar á staðnum.
Joan í París
Joan Collins var einn gestanna í kvöldverðarboði Diorhússins i Parísar-
borg þegar fagnað var fertugsafmæli tiskuhússins. Aðalhönnuður Diors
í gegnum árin - Marc Bohan - sést hér bjóða nýjasta fylgdarmann
Joan Collins hjartanlega velkominn á staðinn. Símamynd Reuter.
Aftur sætisbflstj ór ar
Eldgamall filabrandari fjallar um það hvernig koma megi fjórum filum
í Fólksvagn. Keimlíkt hlýtur aö vera aö koma fjölskyldunni, farangri og tveim-
ur hundum fyrir i Ford Kaprí. Hann leysti það giftusamlega, bílstjórinn á
meðfylgjandi mynd, töskurnar á toppinn, fjölskyldan inn í bílinn og hundarn-
ir i skottið - hringur sagaður úr skottlokinu fyrir höfuðið á hvuttunum. Þarna
er svo komin endanleg lausn fyrir alla hina bráðduglegu aftursætisbílstjóra
- mamman og tengdamamman - eða jafnvel makinn siþrasandi - hefðu til
að mynda mun betra útsýni með þessu móti.