Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987. 3 Þorsteinn Pálsson á skrifstofu sinni i Valhöll eftir þingflokksfundinn í gær. DV-mynd KAE Þorsteinn Pálsson: Ekki hægt að bregðast við á annan hátt en þennan „Ég harma það að þetta skuli hafa komið upp og leyni því ekki að þetta gerist á óheppilegum tíma fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. En það var ekki hægt að bregðast við á annan hátt en þenn- an,“ sagði Þorsteinn Pálsson, foimað- ur Sjálfstæðisflokksins, í samtali við DV eftir fund þingflokksins þar sem Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra baðst lausnar frá ráðherradómi. „Albert hefur sjálfur stigið þetta skref og beðist lausnar og tekur þann- ig pólitíska ábyrgð á því sem gerst hefur,“ sagði Þorsteinn. „Þetta breytir engu varðandi mál- efnalega stöðu flokksins í kosninga- baráttunni, hún er jafnsterk eftir sem áður og sýnir það að ef svona at- burðir gerast þá taka menn pólitískum afleiðingum þeirra. Það er mitt mat að þessi hörmulegi atburður eigi ekki eftir að hafa nein eftirmál hvað varðar fylgi Sjálfstæðisflokksins eða pólitíska stöðu hans,“ sagði Þorsteinn. Spumingu um það hvort það geri ekki pólitíska stöðu flokksins erfíðari í kosningabaráttunni að maður, sem ekki er treyst til ráðherradóms, skuli sitja í fyrsta sæti framboðslistans í Reykjavík, svaraði Þorsteinn þannig: „Framboðslistinn í Reykjavík var ákveðinn í prófkjöri. Á herðum form- anns og þingflokks hvíla þær skyldur að skipa menn til setu í ríkisstjóm en þeir hafa ekki með skipan einstakra framboðslista að gera.“ -ój Helena komin til landsins Hópur manna, sem kallar sig Borgaraflokkinn, sóttí i gær um liatabókstafinn S fyrir næstu kosn- ingar og lagði Hreggviður Jónsson framkværadastjóri þennan lista fram í dómsmálaráðuneytínu. Á listanura eru nöfh 62ja raanna og er þar að finna, samkvæmt upp- lýsingura DV, nöfit ýmissa stuðn- ingsmanna Alberts Guðmttndsaon- ar en nafn Alberts er ekki að finna á listanum. Snemma i morgun kom Helena Albertsdóttir, dóttir Alberts Guð- mundssonar, til landains. Hún hefúr verið í forsvari fyrir huldu- herinn svonefiida. -ój Stjómmál Albert kvaddi starfsfólk iðnaðarráðuneytísins í gæn „Stend á krossgöhim“ Albert Guðmundsson kvaddi starfsfólk iðnaðarráðuneytisins um miðjan dag í gær áður en hann hélt á fund þingflokksins þar sem hann lagði fram afsagnarbeiðni sína. Starfsmennirnir kvöddu Al- bert í kaffisamsæti og fluttu þeir Páll Flygenring ráðuneytisstjóri og Jónas Elíasson, aðstoðarmaður ráðherra, stutt ávörp og síðan sagði Albert nokkur orð. Þakkaði Albert samstarfsmönn- um hlý orð í sinn garð og kvaðst hann telja sig eiga vin í þeim öll- um. „Ég met það mikils og vona að þið lítið á mig sem vin ykkar því það vil ég vera,“ sagði Albert. Sagðist Albert vera á leið á þing- flokksfund Sjálfstæðisflokksins til þess að biðjast þar lausnar en sagði óráðið hvað hann gerði síðan. „Ég stend nú á krossgötum og það er ekki auðvelt að greiða úr þessu,“ sagði hann. „Ég stend frammi fyrir tveimur valkostum, eins og svo oft í lífinu: að reyna að lægja öldurnar og halda áfram starfinu innan Sjálfstæðisflokksins eða að fara í framboð á sérlista," sagði Albert. „Þetta togast á í mér í báðar átt- ir, það má segja að það séu tveir púkar að togast á í mér núna,“ sagði Albert. -ój Kaka í kveöjuskyni. Guðrún Skúladóttir færir Albert kökusneið á disk i stuttu kaffisamsæti sem starfsmennirnir héldu Albert siðasta dag hans í iðnaðarráðuneytinu. Ekki var annað að sjá en að starfsfólk ráðuneytisins sæi eftir Albert - og hann eftir því. DV-mynd GVA NISSAN SUNNY 54ra manna dómnefnd bílagagnrýnenda í Japan kaus einróma NISSAN SUNNY BÍL ÁRSINS 1987 BÍLASÝNENG laugardag og sunnudag kl. 14-17 báða dagana Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni M 1957-1987 N/ % 30 £ ára^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.