Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987.
7
Fréttir
Helgi Valdimarsson, formaður læknaráðs Landsprtalans:
Oþörf sjúkrarúm?
Yfirlýsingum borgarlæknis svarað
Borgarlæknir varpaði þeirri
spumingu íram í DV sl. laugardag
hvort nokkur raunveruleg þörf væri
fyrir þau sjúkrarúm sem hafa verið
lýmd á Landspítalanum undanfama
daga vegna verkfalls hjúkmna-
ríræðinga. Þessi spuming virðist
hafa vaknað vegna þess að þetta
hefur tekist án þess að neyðarástand
hafi skapast. Enn fremur lætur borg-
arlæknir að því liggja að íjölgun
sjúkrarúma stuðli að því að læknar
freistist til að leggja sjúklinga að
óþöríú inn á spítala.
Staðreyndir málsins
Vegna þessara yfirlýsinga er nauð-
synlegt að upplýsa eftirfarandi.
1. Vegna yfirvofandi verkfalls var
fyrir nokkm hætt að kalla sjúkl-
inga inn af biðlistum. Þar með
hefur mikilvægum rannsóknum og
aðgerðum einfaldlega verið slegið
á frest þótt þess sé auðvitað vand-
lega gætt að stofiia engu mannslífi
í voða. Hins vegarer ljóst að marg-
ir sjúklingar og aðstandendur
þeirra hafa orðið fyrir vemlegum
óþægindum vegna ótímabærra út-
skrifta eða frestunar innlagna.
2. Efundanemskildirgeðsjúkling-
ar hefur sjúkrarúmum fyrir
skammvistunarsjúklinga í reynd
nánast ekkert fjölgað í Reykjavík
sl. 17 ár. Á þessu tímabili hefur
hins vegar orðið veruleg fólksfjölg-
un á höfuðborgarsvæðinu og þessi
aukning er mest í elstu aldurs-
hópunum sem þurfa helst á bráðri
sjúkrahúsvist að halda.
3. Þrátt fyrir óbreyttan fjölda
sjúkrarúma er nú veitt þjónusta
hérlendis fyrir mikinn fjölda sjúkl-
inga sem fyrir 17 árum var
annaðhvort ekki unnt að lækna
eða vom sendir á sjúkrahús er-
lendis. Nægir í þessu sambandi að
benda á lagfæringar og endumýj-
un á liðamótum og æðakerfi,
heilaskurðlækningar, miklar fram-
farir á sviði þvagfæralækninga,
aukna möguleika til að lækna eða
lengja líf krabbameinssjúklinga,
hjartaþræðingar og nú síðast
hjartaskurðlækningar. Þessi og
margvísleg önnur þjónusta gerir
kröfúr um vemlega aukið rými
fyrir skammtíma vistun á sér-
hæfðum sjúkrahúsum höfuðborg-
arsvæðisins.
4. Skynsamlegt hefði verið að spyrja
hvemig hægt hafi verið að i'eka
þessa auknu þjónustu án þess að
fjölga sjúkrarúmum. Þar kemur
ýmislegt til.
í fyrsta lagi hefur verið unnt að
stytta legutíma margra sjúklinga
með bættum rannsóknaraðgerðum
og aukinni hagræðingu. Þannig hef-
ur t.d. meðallegutími sjúklinga á
lyfjadeild Landspítalans styst síðan
1970 úr u.þ.b. 20 dögum niður í 7 'A
dag.
I öðm lagi hefúr vemlega fækkað
innlögnum í því skyni að sjúkdóms-
greina fólk.
í þriðja lagi er í ríkara mæli farið
að framkvæma margvíslegar smærri
skurðaðgerðir án þess að leggja
sjúklinga inn á sjúkrahús. Síðast en
ekki síst hefur þjónusta heimilis- og
heilsugæslulækna eflst vemlega
undanfarin ár. Gagnstætt þvi sem
borgarlæknir virðist vera að gefa í
skyn held ég að langflestir heilsu-
gæslulæknar kappkosti að stunda
sjúklinga sína sjálfir og forða þeim
i lengstu lög frá innlögnum á spit-
ala. Enda em sérfræðingar sjúkra-
húsanna í vaxandi mæli kallaðir til
ráðgjafar á heilsugæslustöðvar.
Ábyrgð embættismanna
Ekki er til þess vitað að borgar-
læknir hafi kynnt sér sérstaklega
verkfallsviðbúnað á Landspítalan-
um eða ástand þeirra sjúklinga sem
hafa verið útskrifaðir þaðan að und-
anfornu.
Honum ætti þó að vera vel kunn-
ugt um þær auknu þjónustukröfur
sem gerðar hafa verið á sjúkrahús-
inu undanfarin ár án þess að á móti
hafi komið teljandi fjölgun sjúkra-
rúma til skammtímavistunar. Miklu
varðar að mark sé takandi á upplýs-
ingum háttsettra embættismanna til
fjölmiðla. Ég vona því að fyrrgreind-
ar yfirlýsingar hafi verið rangt eftir
borgarlækni hafðar.
Skúll Johnsen bmgartæknlr um útskriftir sjúkflnga^^
„Má spyija hvort þessi
nim séu ekki óþörf?“
- Mktalalaknamlr endanlega ábyrglf fyrfr sjúkHnguinim
Athugasemd fra borgarlækni
Vegna ónákvæmni, sem gætir í frá-
sögn af viðtali blaðamannsins HERB
við undirritaðan og birtist í DV laug-
ardaginn 21. mars sl., vil ég taka fram
eftirfarandi:
Það er rangt, sem eftir mér er haft,
að ég telji að það hversu marga sjúkl-
inga er unnt að útskrifa vegna verk-
falls hjúkrunarfræðinga þýði að ekki
sé þörf fyrir öll sjúkrarúmin. Það er
að sjálfsögðu þörf fyrir öll rúmin, ann-
ars væru þau ekki notuð. Biðlistar
benda auk þess til þess, að þörf sé fyr-
ir enn fleiri rúm en nú eru.
Ég reyndi einungis að útskýra að
sjúkrarúmaþörf og sjúkrarúmanotkun
væri mismunandi frá einum stað til
annars.
Einnig sýna rannsóknir að unnt
væri að sinna hluta af þeirri þörf, sem
fram kemur í sjúkrarúmanotkun, með
ýmsum öðrum ráðstöfunum. Til þess
að ekkert færi á milli mála um þessi
atriði las ég fyrir blaðamanninn niður-
stöður greinar minnar, sem birtist í
Læknablaðinu 71. árg. 1985, „Áhrif
heilsugæslu á sjúkrahúsinnlagnir og
aðsókn að göngudeildum":
1. Til að saman fari gæði og hag-
kvæmni í heilbrigðisþjónustunni
þurfa hinir ýmsu þjónustuhættir að
hafa rétt vægi.
2. Sjálfkrafa tilhneiging er til eftir-
spumar eftir sérhæfðri og tækni-
veeddri þjónustu. Góð utanspítala-
þjónusta dregur úr þessari
tilhneigingu.
3. Sjúkrarúmaþörf er ekki fost út-
reiknanleg stærð heldur er hún að
nokkrum hluta afleidd af þjónustu
á öðrum sviðum og háð skipulagi
heilbrigðisþjónustunnar.
4. Ymsir þættir aðrir en sjúkdómar
og skipulag heilbrigðisþjónustu
hafa áhrif á eftirspum eftir sjúkra-
rúmum. Þar má nefria rúmafram-
boð, aldursdreifingu, félagsaðstæð-
ur og byggðarhætti.
Það sem blaðamaðurinn HERB hefur
eftir mér í viðtali er því ranglega eftir
haft og leiðréttist hér með.
Skúli G. Johnsen
borgarlæknir
SAFNIÐ KRÖFTUM FYRIR SUMARIÐ
Orkulind býður upp á breytta og bætta aðstöðu í EROBIKK og
LlKAMSRÆKT fyrir fólk á öllum aldri. Nýr 90 m2 eróbikksalur. Þjálf-
arar á staðnum. Tökum fólk í einkaþjálfun. Einnig Ijós, gufa og
heilsubar.
ORKULIND - Brautarholti 22. Simi 15888
Atari 1040 STF
Örtölva: Motorola 68000
1040K minni (RAM).
Innbyggt 720K diskdrif.
' Skjár s/h 640x400 punktar.
Ásamt:
mús, ritvinnslu,
Basic, Logo og
teikniforriti.
Verð kr. 44.000 stgr.
Atari 520 STM
Örtölva: Motorola 68000
512K minni (RAM).
Diskdrif 720 eða 360K.
Sjónvarpstengi.
Ásamt:
mús, ritvinnslu,
Basic, Logo og
teikniforriti.
Verð kr. 34.600 stgr.
Ögn
Borgarlæknir, Skúli Johnsen, er
ósáttur við það sem eftir honum var
haft í frétt um spítalaverkfall og spít-
alamál. Annars vegar byijar hann á
að segja að gætt hafi ónákvæmni af
minni hálfu. Hins vegar endar hann á
að segja að það sem ég hafði eftir
honum hafi verið ranglega eftir haft.
Það er auðvitað verulegur munur á
ónákvæmni og rangri frásögn og hefði
verið betra að fá ótvíræðari athuga-
semd.
Hitt er svo mergurinn málsins að
það kemur hvergi fram í tilvitnunum
mínum í Skúla Johnsen að hann telji
sjúkrarúmin, sem losuð eru núna,
óþörf. Hann svaraði einfaldlega spum-
ingu minni í þá veru með annarri
spumingu: „Og það má alveg spyrja
hvort þessi rúm á Landspítalanum,
Athugasemd blaðamanns:
um ónákvæmni
HUGTAK HF.,
Vestmannabraut 25, Vestmannaeyjum. S. 2963.
DNG,
Oseyri 4, Akureyrl. S. 26842.
sem hafa verið rýmd, séu ekki óþörf.“
Ég breytti ekki öðm en því að færa
„á Landspítalanum“ úr spumingu
minni í svar hans, eingöngu sam-
hengisins vegna.
Um þessi merkilegu rúm, sem nú
standa auð og yfirgefin, var ekkert
annað eftir Skúla haft. Það er því
ekki um aðra ónákvæmni að ræða
varðandi þetta mál en ég hef þegar
skýrt og ekkert ranglega haft eftir
Skúla um það. Mér er það hulin ráð-
gáta hvemig borgarlæknir les það sem
skoðun sína eða fullyrðingu sem haft
er eftir honum sem spuming í frétt-
inni, meira að segja kirfilega merktri
í fyrirsögn með spumingarmerki sem
átti þó alls ekki að vera þar.
Ég skil það hins vegar að borgar-
læknir er sammála sjálfum sér í
athugasemdinni að því er varðar
óþarflega mikla sjúkrarúmanotkun.
Er það ekki mergurinn málsins, burt-
séð frá því á hvaða spítala þessi rúm
em nú niðurkomin?
Herbert Guðmundsson.
MARCO HF.,
umboðs- og helldverslun, Langholtsvegi 111 - 104 Reykjavik. Símar 687970 & 687971.
Hjólatjakkar
Eigum fyrirliggjandi
1,5tonn kr. 5.500,-
2tonn kr. 5.995,-