Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987.
31
Sandkom
Albert Guömundsson.
Hver lak?
Margir hafa velt því fyrir
sér, í framhaldi af hvassviðr-
inu í kringum Albert Guð-
mundsson, hver hafi lekið
f upplýsingum af þingflokks-
fundi sjálfstæðismanna í
Helgarpóstinn. Eru allir grun-
aðir en enginn krossfestur
eins og einhvers staðar stend-
ur skrifað.
Og líklega verður erfitt að
fá staðfestingu á að einhver
einn einstaklingur eigi sök á
lekanum. Þær raddir heyrast
nefnilega að það hafi ekki ver-
ið nein tilviljun að fréttin um
Albertsmálið birtist í HP á
þessum tiltekna degi. Þá stóð
ári vel á, þinglausnir fóru fram
og Albert var í útlöndum.
Þorsteinn Pálsson.
Sjálfstæðisflokknum var því
try ggður friður við þingstörf
meðan þau stóðu yfir. Því full-
yrða margir að þama hafi
verið um samantekin ráð að
ræða og þingflokkurinn þvi
verið eins og gatasigti þegar
græna ljósið kom.
Vafalaust er eitthvað til í
þessu. Það vekur alla vega
undrun að formaður Sjálf-
stæðisflokksins, Þorsteinn
Pálsson, skuli ekki hafa for-
dæmt opinberlega það trúnað-
arbrot sem þama hefði verið
á ferðinni hefði allt verið með
felldu. Annað eins hefur nú
gerst.
Hann á
nafnið
Þjóðarflokkurinn svonefndi
býður nú fram í fyrsta sinn. í
upphafi vom uppi nokkrar
vangaveltur meðal flokks-
manna með nafn á þennan
nýja flokk. Var sú hugmynd
lengi vel ofan á að hann yrði
látinn heita Lýðræðisflokkur-
inn.
En þá kom sr. Árni Sigurðs-
son á Blönduósi fram með þá
uppástungu að flokkurinn
yrði látinn heita Þjóðarflokk-
urinn. Sr. Árni skipar heiðurs-
sæti á lista flokksins í
Norðurlandi vestra.
Vísað af
landsfundi
Það átti sér stað á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins að
áheymarfulltrúa Arndísi
Tómasdóttur var vísað út af
fundinum. Að sögn Víkur-
frétta gerðist þetta rétt fyrir
fundarlok.
Arndís hefur setið lands-
fundi flokksins að undanförnu
sem kjörinn fulltrúi. Þegar
slíkt var ekki lengur fyrir
hendi óskaði hún eftir að fá
að sitja fundinn sem áheym-
arfulltrúi. Fékk hún boðskort
sem slíkur.
Á sunnudagsmorguninn var
svo komið aðmáli við Amdísi
og hún beðin að víkja af fund-
inum. Að sögn var þetta gert
vegna óska ónefndra kjörinna
fulltrúa. Er fullyrt að þar hafi
verið um að ræða einstaklinga
úrfulltrúahópi Njarðvíkinga
og Keflvíkinga. Undarlegt at-
hæfi það.
Bara kápan
Við sögðum frá því um dag-
inn að margir hefðu fyllst
vandlætingu þegar ræðumað-
ur einn í mælskukeppni
framhaldsskólanna lét stjórn-
arskrána falla í gólfið í hita
leiksins. Þarna var á ferðinni
einn úr liði Garðbæinga sem
kappræddu við Menntaskól-
ann í Reykjavík um ágæti
einræðis og lýðræðis. Var
keppninni sjónvarpað þannig
að margir urðu vitni að falli
stjómarskrárinnar og
hneyksluðust á framferði
ræðumannsins unga.
Við getum nú upplýst þá
hina sömu um það að það var
aðeins kápa stjórnarskrárinn-
ar sem var látin falla. Hafði
verið tekið innan úr henni
áður en hinn leikræni at-
burður átti sér stað en einhver
pappír settur inn í kápuna í
staðinn. Vanvirðingin var því
ekki eins mikil og margir
héldu.
Úskagjöfin
þetta árið
Nú nálgast sá árstími óð-
fluga sem steypir svitanum út
Óskagjölfermingarbarnsins i
ár.
á mörgum foreldrum. Ferm-
ingarnar eru sumsé á næsta
leiti.
Margir hugsa stórt og hella
sér út í matarveislur til heið-
urs afleggjumnum. Aðrir láta
sér nægja að bjóða upp á kaffi
og „meððí.“ Þannig er sá þátt-
ur fyrirtækisins mismunandi
milli heimila.
En það er annað sem gengur
eins og rauður þráður í gegn-
um ferminguna. Það eru
óskagjafir fermingarbarn-
anna. Að þessu sinni mun vera
mikið um að þau krefjist lit-
sjónvarps í herbergin sín.
Þetta er komið í tísku og und-
an því verður ekki vikist. Þá
mun óskadraumur nr. tvö vera
sá að fá nægilega mikla pen-
inga í fermingargjöftil að geta
keypt sér afruglara sé hann
ekki þegar til staðar á heimil-
inu. Það er annars mikil guðs
blessun að þessir rollingar
skuli ekki vera komnir á bíl-
prófsaldurinn þegar þeir
fermast.
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttlr.
Kvikmyndir
Stjömubíó/Peggy Sue giftist ★ ★ ★ —i
Tímaferðalangur
Peggy Sue Got Married. Tónlist John
Barry. Búningar Theadora Van Runkle.
Kvikmyndun: Jordan Croneweth. Klipping:
Barry Malkin. Handrit Jerry Leichtling og
Arlene Samer. Framleiöandi: Paul R. Gur-
ian. Leikstjóri: Francis Ford Coppola.
Aöalhlutverk: Kathleen Tumer, Nicolas
Cage, Barry Miller, Catherine Hicks, Joan
Allen, Kevin O’Connor, Jim Carrey og Lisa
Jane Persky. Bandarísk, 1986.
Tímaferðalög eru sálnaflakk nú-
tímans, um það ber myndin um hana
Peggy Sue vitni. Það er ekki hægt
annað en að dást að áræðni Coppola
sem með því að ráðast í gerð þessar-
ar myndar tekur mikla áhættu. Það
hlaut að vera öllum ljóst að hversu
vel sem til tækist með myndina yrði
hún alltaf borin saman við AFTUR
TIL FRAMTfÐARINNAR - og
vissulega eru myndimar líkar.
Peggy Sue ferðast rúm 20 ár aftur í
tímann en öfugt við aðalpersónuna
í AFTUR TIL FRAMTÍÐARINNAR
er hún ekki aðskotahlutur í þeim
raunvemleika sem hún er allt í einu
hluti af. Peggy Sue er í raun hún
sjálf fyrir 20 árum nema hvað nú
veit hún nákvæmleg hvað á eftir að
gerast og nú er bara að velja og
haíha. Hverju vill hún breyta í lífi
sínu sem hún var reyndar sannfærð
um að hefði líklega ekki tekist allt
of vel? En valið er erfiðara en hún
heldur. Það er ekki hægt að skilja
hið góða frá hinu illa, líf hvers og
eins byggist á gleði og sorg og það
er samspil þessara tveggja þátta sem
gefa lífinu lit. Það rennur upp fyrir
Peggy Sue áður en yfir lýkur. Mynd-
in verður í raun þroskasaga konu
sem fær óvenjulegt tækifæri til að
velta fyrir sér lífshlaupi sínu. f gegn-
um fúllorðinsaugu Peggy Sue sjáum
við unglingsár hins hefbundna
bandaríska unglings í nýju ljósi.
Maður hlýtur að undrast í hve fast-
mótuðu og vemduðu umhverfi
ríkasta þjóð heims elst upp. Peggy
Sue hefur auðvitað sitthvað við
þetta að athuga og flest það sem hún
lætur sér um munn fara hljómar sem
orðskviðir.
Þetta er þungamiðjan í skemmti-
legu og vel skrifuðu handriti þeirra
Leichtling og Samer. Sagan um
hana Peggy Sue er full af gáska og
mannlegri hlýju og myndin sleppur
blessunarlega við að verða einhver
léttúðarfullur vísindaskáldskapur
færður í þann tæknibúning sem nú
þvkir svo nauðsynlegur í henni
Hollvwood. Að þvi leyti stendur hún
framar en AFTUR TIL FRAMTÍÐ-
ARINNAR.
Aðdáendur Coppola hljóta að
gleðjst yfir þessu verki hans. Eftir
mörg hliðarspor og mikla tilrauna-
starfsemi er meistarinn kominn á
rétt spor aftur. Það er ekki hægt
annað en dást að því hve auðveld-
lega hann skýst 20 ár aftur í tímann
og bregður upp heillandi mynd af
smábæjarlífi í Ameríku. Og þegar
kemur að því að draga upp tálmvnd-
ir jafnast ekkert á við Ameríku.
Coppola hefur ekki látið sig muna
um að grafa upp nokkur hundruð
kadilakka til þess eins að geta látið
myndavélina ferðast frjálslega um
götur bæjarins. Búningamir, tónlist-
in og sviðsmyndin hjálpast síðan að
til að fullkomna myndina.
Að sögn var beðið með gerð mynd-
arinnar þar til Kathleen Turner
hefði tíma aflögðu fyrir aðalhlut-
verkið. Eftir á er ekki hægt að segja
annað en það hafi verið rétt ákvörð-
un. Kathleen er ákaflega heillandi í
hlutverki tímaferðalangsins Peggy
Sue og þar að auki á hún auðvelt
með að leika niður fyrir sig í aldri.
Þá er Nicolas Cage einnig mjög góð-
ur sem hinn ráðvillti töffari og
vonbiðill Charlie Bodell.
Unglingamynd fyrir fúllorðna hef-
ur verið sagt um þessa mynd
Coppola og er það líkleg réttnefni.
-Sigurður Már Jónsson
★★★★ Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit
Tökum uð ohhur Fiönnurt og uppsetnlngu:
Bré/sefnls BœWtnga
Egðublaða Bóha
Gognogrunna Töflurelfma
Grafíh. (Cínurlta) RttoínnsCu
Bregtum skrdm uf VC gerö i tiac gerö.
ÖCÍ utnna prentuö út u Lnzerprentoru.
"Sfcönnttm" mgnrtt r eðu uörumerki Utn t sftjöt.
nakkVvrk, S. 46228
VANTAR I EFTIRTALIN HVERFI
Vesturgata
Nýlendugata
AFGREIÐSLA
Þverholti 11 - Simi 27022
GELLIIR