Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987. Neytendur____________________________dv Innanhússmengun alvar- legasta umhverfisvanda- málið til aldamóta Krankleika starfsfólks má oft rekja til „sjúkra bygginga" Þaö er margt í nútíma skrifstofubyggingum sem brýtur niður mótstöðu starfs- mannanna. Einna verst er vélræn loftræsting i byggingum þar sem ekki er hægt að opna. Á myndinni er bent á fimm hættuleg atriði i „sjúkri byggingu": 1) Mengað loft úr loftræstikerfinu. 2) Óhollar lofttegundir frá flúrljósunum. 3) Gluggar sem ekki er hægt að opna. 4) Eitraðar lofttegundir frá Ijósprentunarvél- um. 5) Formaldehið er stundum að finna i gólfteppaliminu. 6) Mengað vatn er i vatnsleiðslunum. Það sem milljónir skrifstoíúmanna um heim allan hefur lengi grunað hef- ur nú verið staðfest. Rannsóknir sýna að nútíma skrifstofubyggingar geta verið skaðlegar heilsu manna. Þetta lásum við i virtu bresku dag- blaði á dögunum. I mestri hættu eru þeir sem vinna í skrifstofubyggingum sem ekki hafa opnanlega glugga. Um 90% af skrif- stofubyggingum í Bretlandi eru þannig og þvi með vélræna loftræst- ingu. Talið er að rekja megi alls kyns krankleika starfsfólksins beint til loft- ræstingarinnar. Þetta er höfuðverkur. þurr húð og almennur sljóleiki. Sjúkdómar, sem rekja má til bvgg- ingarefna. verða æ algengari og geta í sumum tilfellum orsakað mjög hættulega sjúkdóma eins og lungna- sjúkdóminn sem kallaður hefur verið hermannaveiki. Margir hönnuðir og læknar gera sér ekki grein fyrir hvað veldur ýmsum sjúkdómunum. Nú standa yfir rann- sóknir, sem kostaðar eru bæði af ríki og einkaaðilum, á því fyrirbæri sem algengt er í Bretlandi, lítil framleiðni og fjarvistir á vinnustað. Hringrás sama loftsins Flest vandamálin er að finna í bygg- ingum sem eru með loftræstingu og gluggum sem ekki er hægt að opna. Starfsfólkið andar þá að sér lofti sem er á hringrás um kerfið og fer að iíða illa. Almenningur fór fyrst að tengja alls konar krankleika við aðbúnað á Holl húsrád Fersktsalat Blaðsalat helst betur ferskt ef það er látið þoma á eldhúsþurrkublaði og síðan pakkað inn í blaðið og geymt þannig í kæliskápnum. Eldhúsþurrkublaðið þurrkar upp vökvann úr salatinu og heldur því lengur eins og nýju. Málningar- burstinn Þegar þú ert að mála skaltu aldrei dýfa málningarburstanum lengra ofan í málninguna en svo að helmingur háranna standi upp úr. Ef þú lætur hárin ofan í málninguna fer hún bók- staflega talað út um allt. Glugga- málning Þegar þú málar gluggakarma skaltu búa til strimla úr dagblaðapappír, væra þá í vatni og „líma“ á rúðumar við karminn. Blautu dagblöðin tolla á rúðunni á meðan þau em rök og er auðvelt að ná þeim af eftir að málað hefur verið. vinnustað á manntalsskrifstofunni í Kew í London árið 1984. Fjöldi fólks veiktist og sumir féllu í öngvit við vinnu sína. Ástæðan var rakin til loft- ræstikerfisins. Um 100 þúsund pund- um var varið til þess að ráða bót á því og byggingunni var lokað í tíu vikur. í fyrra fundust við rannsókn sýklar í loftræstikerfi stórbyggingar heil- brigðisráðuneytisins í London eflir að starfsmenn fóru að finna fyrir lasleika. Þar til nú hafa litlar rannsóknir far- ið fram og því jafhvel verið haldið fram að sjúkleiki starfsfólksins væri af and- legum toga. En nafntogaðir breskir læknar, eins og dr. Tony Pickering í Manchester, hafa fundið órækar sann- anir þess að sjúkleika fólks megi rekja beint til „sjúkra bygginga“. í athugun Pickerings er getið um tíða og mikla höfuðverki sem fólk þjá- ist af á vinnustað. Einnig sljóleika og bólgnar slímhimnur sem eru algengir kvillar í húsum sem loftræst em á vélrænán hátt. í byggingu með vél- rænum rakagjöfum líða starfsmenn- imir af sárindum í augum, þyngslum fyrir brjósti og þurri húð. í einni byggingu í Manchester, sem Pickering rannsakaði, unnu tveir þriðju hlutar starfsfólksins við vél- ræna loftræstingu en einn þriðji hlutinn gat opnað glugga. Helmingi fleiri þeirra sem unnu við vélrænu loftræstinguna áttu við heilsufarsleg vandamál að stríða en hinna sem gátu fengið ferskt loft inn um glugga. Annar aðili, dr. David Harper, hefur verið fenginn til að rannsaka tíu sjúk- ar skrifstofubyggingar á sl. ári. Hann segir að e.t.v. verði hægt að koma með vísindalegar skýringar á hinni út- breiddu „mánudagsveiki" og hana megi að einhveiju leyti rekja til „sjúkra bygginga". Sjúkdómseinkennin koma fram þeg- ar starfsmennimir koma til vinnu sinnar á ný á mánudagsmorgni í byij- un vinnuvikunnar, eftir að hafa verið í heilbrigðara umhveifi heima hjá sér um helgina. Loftræstikerfin em sett í samband á ný og staðnað loftið fer á hreyf'mgu og „síðdegis em starfsmennimir orðn- ir sljóir, með sáran háls og höfuðverk". Harper áætlar að í níu af hverjum tíu skrifstofubyggingum sé þetta vanda- mál til staðar. Fleira hættulegt en loftræsting- in En það em fleiri ástæður en loft- ræstikerfin fyrir krankleika starfs- fólks í „sjúkum byggingum". Límið, sem notað er til þess að líma gólftepp- in á gólfið í nútíma skristfofubygging- um, inniheldur stundum formaldehíð sem getur orsakað bæði höfuðverk og flökurleika. Eiturefni geta borist frá ljósprentun- arvélum. Augnsjúkdómar geta orsak- ast af ýmsum kemiskum efnum, sem er að finna á skrifstofunni, þegar þau komast í samband við útfjólubláa geisla flúrpípulýsingarinnar. Nú í aprílmánuði fer í gang á vegum umhverfiseftirlitsins í Bretlandi um- fangsmikil könnun á „sjúkum bygg- ingum“. Þessi rannsókn fer fram í rannsóknarstöðvum byggingariðnað- arins þar í Iandi. Hundruð skrifstofubygginga í Bandaríkjunum eru nú rannsakaðar með tilliti til þessa „sjúkleika". Laur- ence Kirsch, sérfræðingur í innan- hússmengun, heldur því fram að innanhússmengun eigi eftir að verða eitt af erfiðustu umhverfismálunum það sem eftir lifir af þessari öld. Þýtt.-A.BJ. LHraipoUur einu íviku Lifur ætti að vera á matseðlinum hjá okkur að minnsta kosti einu sinni í viku. Hún er mjög holl og í henni lífsnauðsynleg efni eins og járn.' Snöggsteikt lifur með ýmsu góðgæti er líka herramannsmatur. Lifrarpottur Reiknið með ca 150 g af lifur á mann. Skerið lifrina í ca 2ja cm þykkar sneiðar. Hreinsið mestu æðarnar í burtu. Takið himnuna af ef ykkur sýnist svo. Veltið lifr- inni upp úr hveiti og steikið síðan í heitri feiti á pönnu og látið stykk- in svo í pott. Steikið nokkrar sneiðar af beikoni og látið í pott- inn. Einnig er gott að hafa ríkulega af lauk - hann fer einnig út í pott- inn. Síðan er mjög gott að steikja niðurskorna gulrót og láta hana út í pottinn. Látið síðan sjóða í 10-15 mín. Þykkið sósuna með örlitlu hveiti, bragðbætið með salti, pipar, soja- sósu og rjóma (ef vill). Berið fram með soðnum kartöflum eða kart- öflustöppu og sýrðum gúrkum. Rabarbarasulta passar alveg sér- staklega vel með svona steiktri lifur. Þá er einnig hægt að breyta til með það sem haft er með lifrinni. Hægt er að nota rauða eða græna papriku, skera hana þá niður og steikja með og sjóða síðan með í pottinum. Ferskir sveppir passa líka vel með lifur. Lambalifur er bæði holl, góð, ódýr og ekki alltof fitandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.