Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987. 21 Iþróttir jur og Guðni Guðnason, KR, berjast af hörku undir körfunni i Hagaskola í gærkvöldi. með 23 stig en Helgi skoraði 14 stig fyrir UMFN. Njarðvikingar sigruðu í leiknum, 71-89, úrslitaleik islandsmótsins gegn annaðhvort Keflavík eða Val en síðari leikur þeirra liða DV-mynd Brynjar Gauti íf mesta trú á ÍBK í úrslitum" larson eftir sigur UMFN gegn KR. UMFN í úrslítin til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu sex stigin. KR-ingar voru öllu lengur að komast í gang en með harð- fylgi tókst þeim að minnka muninn niður í þrjú stig, 56-59, um miðjan hálf- leikinn. Eftir það sigu Njarðvíkingar jafnt og þétt fram úr og tryggðu sér öruggan sigur KR-ingar voru mjög daufir í þessum leik og kom það verulega á óvart miðað við það hvað leikurinn var þeim þýðing- armikill. Þeir voru máttlausir í fráköst- um og einnig virtist úthald vera af skomum skammti þegar líða tók á leik- inn. Guðni Guðnason, Garðar Jóhanns- son og Ólafur Guðmundsson báru af í liði KR. . Njarðvíkingar fóm ekki almennilega í gang fyrr en í seinni hálfleik og þá sýndu þeir sínar sterkustu hliðar. Tóku öll fráköst og uppskáru samkvæmt því. Valur Ingimundarson og Teitur Örlygs- son voru bestir þeirra. Annars var það liðsheildin sem skóp þennan sigur. Sigurður Valur Halldórsson og Bergur Steingrímsson dæmdu leikinn. Sigurður sýndi mikið öryggi í dómum sínum en Bergi urðu hins vegar á nokkur mistök en það bitnaði jafnt á liðunum. • Stigin, KR: Guðni 23, Garðar 16, Ólafur 15, Guðmundur 8, Matthías 5, Þorsteinn 4. • Stigin, UMFN: Valur 28, Teitur 20, Helgi 14, Jóhannes 10, ísak 7, Hreiðar 4, Kristinn 4, Ámi 2. -JKS ■ Valur og ÍBK leika á ný í kvöld ■ Valsmenn fá í kvöld tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitaleik Is- landsmótsins í körfuknattleik. Þá leika þeir síðari leik sinn við Kefl- víkinga í Seljaskóla kl. 20.00. Valur vann fyrri leik liðanna í Keflavík en ef ÍBK sigrar í kvöld þarf þriðja leikinn til og fer hann þá fram í Keflavík. -SK Ásgeir fær grænt Ijós - leikur með Ljóst þykir að íslendingar mæta með sitt sterkasta lið í landsleikinn við Frakka í Parísarborg þann 29. apríl. Atvinnumenn okkar em allir heilir og flestir ef ekki allir sem KSÍ hefur sótt til hafa fengið heimild til að glíma í þessum mikilvæga leik. „Eg hef fengið grænt ljós hvað leik- inn í París varðar og spila því svo framarlega sem meiðsl setja ekki strik í reikninginn," sagði Ásgeir Sigurvins- son í samtali við DV í gærkvöldi. „Við mætum að öllum líkindum með okkar skæðasta lið en það gera Frakk- amir sjálfsagt líka. Því tel ég enga ástæðu til óþarfa bjartsýni. Við gegn Frökkum göngum þó vitanlega til leiks með það í huga að gera okkar besta en það er órökvíst að ætla sér sigurinn. Við leik- um jú á heimavelli andstæðinganna." En þótt íslenska liðið hvorki sigri né haldi jöfhu í Parísarborg er fullvíst að okkar menn leggja sig alla fram við að ná hagstæðum úrslitum. Staða íslenska liðsins er ekki óvæn- leg í sínum riðli enda hefur það borið tvö stig úr býtum í þremur viðureign- um. Ógleymanlegir vom jafnteflisleik- imir gegn Frökkum og Sovétmönnum hér heima síðastliðið haust og er það von manna að framhald verði á slíkum afrekum. -JÖG Paul Wilkinson til Forest „Ég hef haft áhuga á Wilkinson um nokkurt skeið og er mjög ánægður með þessi kaup,“ sagði Brian Clough, framkvæmdastjóri enska knatt- spymuliðsins Nottingham Forest, í gærkvöld. Þá var gengið frá kaupum á Paul Wilkinson til Nottingham For- est frá Everton og kaupverðið var 275 þúsund pund. -SK Sprenging á 60 metmm - Ben Johnson í sérflokki Nú á síðustu 14 mánuðum hefur ríkjunum en til skamms tíma hafa Kanadamaðurinn Ben Johnson verið Ameríkumenn verið að hlaupa 50, 55. yfirburðamaður meðal spretthlaupara. 60 og 70 yarda en nú er metrakerfið í Hið ótrúlega viðbragð þessa 25 ára mikilli sókn og heimsmetið í 60 m gamla svertingja hefur nánast komið hlaupi nýtur mestrar virðingar. honum í sérflokk meðal 60 m hlaup- Fvrsta heimsmetið, sem menn töluðu ara. Þegar Johnson setti heimsmet sitt um í 60 m hlaupi, var þegar Sovétmað- í 60 m hlaupi var viðbragstími hans urinn Fjodor Pankratov hljóp á 6,4 0,127 sekúnda. Þetta er sá tími sem sek., mælt með handtímatöku. Landi líður milli þess að skotið ríður af og hans Valeri Borzov var síðan allra Johnson spymir í startblokkina. manna skæðastur á þessari vegalengd En þó ótrúlegt sé þá hefúr einn en hann vann sér inn tvö 01. gull, fióra hlaupari sneggra viðbragð. Það er EM titla auk þess að verða oftsinnis hinn tvítugi Bandaríkjamaður Lee Evrópumeistari í 60 m hlaupi. McRae sem spymir svo snöggt. McRae Það var síðan Houston McTear sem verður hins vegar að láta undan fyrir átti lengst af heimsmetið í 60 m hlaupi Johnson eftir 10 m hlaup. en hann hljóp á 6,54 sek. 1978. Það Á heimsmeistaramótinu söknuðu er fróðlegt að skoða afrekslistann í 60 menn Pólveijans Marian Woronin m hlaupi en þá sést glögglega hversu sem nokkrum vikum áður hafði sett mikill vfirburðamaður Johnson er: tvö Evrópumet með stuttu milibili þegar hann hljóp á 6,52 og síðan 6,5J1 6,41 Ben Johnson.........7.3.87 sek. Woronin á einnig Evrópumetið 6,44 Ben Johnson........15.1.87 utanhúss i 100 m hlaupi, 10,00, sett 6,44 Ben Johnson........21.2.87 1984. Woronin neitaði að keppa á 6,49 Ben Johnson...........7.3.87 heimsmeistaramótinu í Indianapolis 6,50 Ben Johnson........15.1.86 vegna þess að honum var ekki leyft 6,50 Ben Johnson........22.2.86 að fara til Bandaríkjanna tíu dögum 6,50LeeMcRae.............7.3.87 fyrir keppnina til að venjast tíma- 6,51 Ben Johnson.......27.12.86 breytingunni en þarna er um sjö tíma 6,51 Marian Woronin.....21.2.87 mun að ræða. 6,52 Marian Woronin.....21.2.87 60 m hlaupið er að vinna á í Bandá- -SMJ •Ben Johnson til hægri er i algerum sérflokki í 60 metra hlaupi. • Ragnar Margeirsson. Ragnar næst- stigahæstur Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Ragnar Margeirsson gerir það gott þessa dagana með liði sínu Waterchei og Jwkást hann nú stöð- ugt nær toppnum i einkunnagjöf leikmanna í 2. deild. Ragnar fékk hæstu einkunn, eða 5, fyrir síðasta leik og er það þjálfari Tongeren sem gefúr honiun þá einkunn.. Ragnar er nú með 54 stig en Hoste er efstur með 55 stig. Það væri mjög góð auglýsing fyrir Ragnar ef honum tækist að ná einu af efstu sætunum því þar með aukast mjög líkumar á því að eitthvert 1. deild- ar lið geri við hann samning en heimildir eru fyrir því að nokkui- lið fylgist nú með Ragnari. -SMJ Enntapaði West Ham West Ham heldui- áfram að tapa í ensku knattspyrnunni. í gær- kvöldi tapaði liðið fyrir Sheffield Wednesday, 0-2. Úrslit í öðrum leikjum 1, deildar ui'óu þau að Charlton og Oxford gerðu jafntefli. 0-0, Southampton vann Luton, 3-0. og Wimbledon vann Coventry, 2-1.1 2. deild vann Blackbum Bradford, 2-1, og Shrewsbuiy og Crystal Palace gerðu markalaust jafntefli. { skosku úrvalsdeildinni vann Clvdebank lið St. Mirren, 2-1, og Motherwell sigraði Hibemian, 2-1. -SK Víkingssigur Vðdngur vann Leikni. 2-1. i fvrsla leik Reykjavikumiótsins í knatt- spymu í gærkvöld. Bjöm Bjartmarz skoraði fi,Tst f\TÍr Víking en Bttldur Örn Baldursson jafnaði fynr Leikni. Halldór Gíslason skoraði sigunnark Víkings. -SK ÓDÝRT FLJÓTLEGIR OG GÓÐIR FISKRÉTTIR FISKE4NG PANTANASÍMI 64 12 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.