Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987. 23 Erlendir fréttaritarar Umfangsmikil fjársvik innan Volkswagen Ásgeir EggertsBan, DV, Miinchen; Umfangsmikil gjaldeyrissvik, sem enn hefur ekki tekist að komast til botns í, áttu sér stað í langan tíma hjá Volkswagen verksmiðjunum. Yfirmanni gjaldeyrisdeildar fyrir- tækisins hefur verið sagt upp og rannsóknarlögreglan kölluð til hjálpar. Seint á síðasta ári fengu ijármála- sérfræðingar í Frankfurt pata af því að Volkswagen hefði í hirslum sín- um milljóna upphæðir af dollurum keyptum dýrum dómum. Ef dollar- amir yrðu seldir myndu verksmiðj- umar tapa stórum upphæðum vegna verðminnkunar dollarans. Nú heíúr samsteypan viðurkennt að hafa tap- að um Ijögur hundruð og áttatíu milljónum á gjaldeyrisviðskiptun- um. Kærði fyrirtækið þessi fjársvik til yfirvalda og sagði að sökudólginn væri ef til vill að finna innan fyrir- tækisins. Volkswagen er eitt af blómlegustu fyrirtækjunum í Þýskalandi. Samt sem áður hefur dótturfyrirtækjum þess erlendis ekki gengið nógu vel. I Brasilíu tapaði Volkswagen tvö hundruð milljónum og spænsku verksmiðjumar Zeat töpuðu þrjú hundmð áttatíu og fimm milljónum. Þegar gjaldeyrishneykslið vitnað- ist tók verðbréfamarkaðurinn við'sér með þeim afleiðingum að verðgildi hlutabréfanna minnkaði um sautján mörk á nokkrum mínútum. Þann 18. febrúar komust verk- smiðjuyfirvöld að því að ekki væri allt með felldu innan fyrirtækisins. Þann dag átti að selja ungverska seðlabankanum dollara fyrir fleiri milljónir. Öllum að óvörum sögðu Ungverjamir að skjölin, sem komið hefðu frá verksmiðjunni, væm föls- uð og einskis nýt. Upplýsingamar um hver falsaði og fór með rangt mál em enn ekki komnar á daginn. Menn hallast helst að því að gjald- eyrissali einn sem var milliliður Volkswagen verksmiðjunnar hafi unnið að svikunum með einhverjum innan bílaverksmiðjunnar. Aðferðin var sú að keyptir vom dollarar er gengi dollarans var á uppleið og upphæðunum komið fyrir til bráða- birgða á bankareikningum Volks- wagen. I raun og vem bjuggu svikahrappamir svo um hnútana að þeir höfðu yfirráð yfir peningunum í vissan tíma. Þetta var hægt að leika svo lengi sem gengi dollarans var á uppleið. Þegar dollarinn var á hraðri niðurleið árið 1985 fór fram stórfellt skjalafals til að fela tapið sem orðið hafði. Þrefalt fleiri Bændurnir i Miesbach fyrir sunnan Miinchen höfðu ekki hugmynd um að engjar þeirra væru enn mengaðar mörgum vikum eftir að kjarnorkuslysið varð í Chernobyl. Hafa þrefalt fleiri kýr látið kálfum þar um slóðir en áður og er geislavirkni kennt um. Afleiðingar Chemobylslyssins: kýr láta kálfum Asgeir Eggertsson, DV, Munchen; Ellefú mánuðum eftir kjamorku- slysið í Chemobyl koma áhrif geisla- virkninnar á dýr í ljós. Þrefalt fleiri kýr hafa látið kálfum en áður, að því er rannsóknir í Þýskalandi sýna. Rannsóknirnar vom framkvæmd- ar á bóndabæjum suður af Múnchen, í héraðinu Miesbach sem er rétt við Alpafjöllin. Þar gekk meðal annars kýrin Dina um safarík engi og sam- kvæmt útreikningum sérfræðinga innbyrðir hún um fjömtíu kíló af grasi á dag. Sautjánda janúar síðast- liðinn bar Dina dauðum kálfi sem var mikið vanskapaður. Hafði hún aldrei borið dauðum kálfi áður en þessum lét hún átta vikum fyrir tím- ann. Bændumir í Miesbach höfðu ekki nokkra hugmynd um í hvaða ástandi engjar þeirra voru. Enginn hafði sagt þeim að mörgum vikum eftir kjamorkuslysið væm túnin enn menguð. Flestir fóm að ráðum yfir- valda og hleyptu ekki dýrum sínum út fyrstu vikurnar eftir slysið. En eftir að hey í hlöðum var á þrotum var ekki um annað að ræða en að opna fjósdymar. Þegar rannsókn- inni á kálfunum lauk kom í ljós að frá nóvember þar til í febrúar fædd- ust 118 vanskapaðir kálfar á 112 bóndabæjum en alls höfðu fæðst 1.286 kálfar á bæjunum. Til saman- burðar vom spurðir bændur sem fóðmðu kýr sínar með lítt menguðu heyi og héldu kúm sínum í fyósi. Hjá þeim vai- dauðatalan tvö prósent eða undir landsmeðaltali. Frumkvöðlar rannsóknarinnar sjá í þessum niðurstöðum hverjar afleið- ingamar urðu hjá þeim sem fóm að tilmælum yfirvalda sem gerðu lítið úr heilsuspillandi áhrifum geisla- virkninnar. Niðurstaða vísinda- mannanna er sú að geislavirkni getur haft geigvænleg áhrif á þróun fósturs. Hver geisli getur komist í snertingu við óteljandi frumur og annaðhvort valdið fósturláti eða vanskapnaði. Fæðingarhjalp á villigötum Snoni Valssan, DV, Vín; Þau koma í heiminn í rökkvuðum, hlýjum herbergjum og strax eftir að þau líta dagsins ljós em þau lögð á kvið móður sinnar án þess að lífæðin á milli þeirra sé slitin. Þetta em böm sem fæðast á „franskan" máta án streitu stórra fæðingarstofnana og án sótthreinsaðrar hjálpar og mælitækja. En einstaka sinnum koma upp vandamál, öndunarerfiðleikar eða jafnvel heilablæðingar og bamið kemst í bráða lífshættu. Og það em einmitt þessi áhættutilfelli sem skipta máli. Eins og kom fram í erindi prófessors Alfred Rosenkranz. vfirlæknis á fæð- ingardeild Glanzing í Vínarborg, er dánartiðni bama fæddra á þennan hátt sjö sinnum hærri en bama sem fædd em á „venjulegan" hátt. Erindið hélt hann á læknaráðstefnu í Ober- gurgl hér í Austurríki en rannsóknin sem hér um ræðir var gerð á austur- rískum nýbumm. Það kom einnig fram í erindinu að hlutfall þetta virðist vera það sama hvort sem um er að ræða fyrirbura eða böm fædd á réttum tíma og einnig hvort sem um er að ræða böm undir eða yfir tíu mörkum. Á sfðustu árum hefúr þróunin orðið sú að hafa sem allra minnst umstang í kringum fæðinguna og gera hana sem þægilegasta fyrir foreldra og bam. Franska fæðingin er nokkurs konar mótvægi við færibandafæðingamar eins og þær tiðkuðust og tíðkast jafri- vel enn. Við franska fæðingu er lögð áherslu á mjúka birtu, róandi tónlist, fátt starfsfólk og eins lítinn tækjakost og mögulegt er. Það tvennt að faðirinn sé viðstaddur og að bamið sé lagt á * kvið móðurinnar strax að lokinni fæð- ingu er hluti aðferðarinnar og hefur í millitíðinni verið tekið upp á flestum fæðingarstofnunum. Önnur tegund fæðinga. sem tiðkast hér i Austurríki, er „sjúkrabílsfæð- ing" eða nokkurs konar hraðfæðing. Þar fer fæðingin sjálf fram á sjúkra- húsi en móðir og bam eru síðan send neim um það bil sex tímum eftir fæð- ingu. En þó að allt sé gert til þess að móður og bami heilsist sem best grein- ast ýmsir ungbamasjúkdómar ekki fyrr en síðar, til dæmis öndunarörðug- leikar ýmiss konar. lágur blóðþrýst- ingur og ungbamagula. Fæðingar í heimahúsum em tiltölu- lega algengar hér miðað við annars ^ staðar og hér er það sama uppi á ten- ingnum að neyðartilfellum er ekki hægt að veita nauðsvnlega aðstoð. Þvi rirðist fæðingarhjálp i sumum efnum hafa villst á leið, eða eins og prófessor Rosenkranz sagði í erindi sínu; „Það er ekki siðferðilega réttlætanlegt að beita aðferðum við fæðingar sem stofnað geta lífi bamsins í hættu." íbúðir til leigu fyrir eyðnisjúklinga Sgrim Haröordóttir, DV, Amstexdam; Eyðnisjúkhngar, sem ekki geta lengur búið i eigin húsnæði vegna einangrunar eða annarra ástæðna, hafa nú mörguleika á íbúð í einu af úthverfrun Amsterdam. Samtök, sem beita sér gegn útþenslu gistihús- næðis á kostnað íbúðarhúsnæðis, hafa tekið á leigu átta íbúðir til ráð- stöfunar fyrir eyðnisjúklinga. Sex íbúðir eru ætlaðar sjúklingum til lengri dvalar, ein íbúð sem bráða- birgðahúsnæði og ein íbúð til sameiginlegra afnota fyrir íbúana. Eyðnisjúklingar, sem áhuga hafe á að taka á leigu eina af þessum íbú- um, verða að vera samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir karlmenn, reiðu- búnir til þess að styðja hver annan og virða aðstæður og lífehætti hvers og eins. íbúar verða að vera hol- lenskumælandi og mega ekki vera neytendur sterkra fikniefna. 1 hverfinu, sem íbúðirnar eru. er eitt stærsta sjúkrahús Amsterdam og á því sjúkrahúsi er unnið að rann- sóknum á eyðniveirunni. Fyrir ári fór sjúkrahúsið fram á aukafjárveit- ingu úr ríkissjóði til þess að unnt yrði að starfrækja legudeild er ein- ungis væri ætluð eyðnisjúklingum, en ekki var orðið við þeirri beiðni. Samtök gegn útþenslu gistihúsa, í samvinnu við nýstofnuð samtök fólks með eyðni og eyðnismit, leitast við með þessu framtaki að leysa húsnæðis- og félagsleg vandamál eyðnisjúklinga sem verða undir eft- irliti lækna við sjúkrahúsið. Geta sjúklingar fengið umönnun i íbúð sinni á lokastigi sjúkdómsins ef þeir kjósa að leggjast ekki inn á sjúkra- hús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.