Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987. Menning Sköpunarsagan er ekki náttúrufræði Þórir Kr. Þórðarson Sköpunarsagan (fyrstu Mósebók NÝ VIÐHORF 61 bls. Námsgagnastofnun, 1986. , „Sköpunarsagan er ekki náttúru- fræði. En hún birtir að vísu foma heimsmynd. Samt em náttúmvið- horf fomaldar fremur notuð sem ljóðræn umgerð boðskapar sögunn- ar um hina lífrænu náttúm. Það verður því vart of sterkt til orða tek- ið um það að myno'.i. mn sköpunar- sagan bregður upp, getur ekki rekist á nein náttúmvísindi nútímans." Þannig segir meðal annars í loka- orðum þess rits sem hér skal kynnt í örstuttu máli. Um fáa kafla Gamla testamentis- ins hefur verið fjallað eins mikið í biblíurannsóknunum og einmitt upphafskaflann. í rannsóknunum. gætir mjög ólíkra viðhorfa og erfitt er orðið að koma með eitthvað nýtt ^ ■* inn í þá umræðu. Engu að síður tal- ar Þórir hér um „ný viðhorf‘. Sennilega er þá einkum átt við ný viðhorf á íslandi þó vissulega sé það óvenjulegt að tengja upphafskafla Biblíunnar spekibókmenntunum eins og Þórir gerir. Ekki er það þó alveg óþekkt í fræðunum. Enuma elish Lengi vel var litið á upphafskafla Biblíunnar sem sanna „náttúru- fræði“ um tilurð heimsins. Sú 1» skoðun á sér nú formælendur fáa. Upp úr miðri síðustu öld fór ýmis- legt það að gerast sem gerði slíkan skilning illmögulegan. Má þar nefna kenningar Darwins um uppruna teg- undanna (1859), babyloníska sköp- unarljóðið Enuma elish, sem fannst um miðja öldina og komst í hendur biblíufræðinga 1876, og loks má nefha að nýjar kenningar um heim- ildarit Mósebókanna fengu aukinn byr með rannsóknum Þjóðverjans Wellhausen (1878). Þessa sögu rekur Þórir ekki, þó e.t.v. hefði verið ástæða til að stikla þar á stóru eða a.m.k. að vísa til útlendra rita er hafa að gevma einhverjar slíkar upp- lýsingar. Það er galli á þessu riti að í engu skuli getið heimilda og þeim er meira vildu lesa ekki veitt nein aðstoð. Ekki væri ástæða til að fjöl- yrða um þetta nema fyrir þá sök að fyrir þessu er löng og ónauðsynleg hefð í íslenskri guðfræði og raunar í fjölmörgum öðrum greinum ís- lenskrar fræðimennsku. Nú er það hins vegar augljóst hverjum þeim sem eitthvað þekkir til rannsókna Gamla testamentisins, að því fer víðs fjarri að Þórir styðjist nákvæmlega við einhver ákveðin erlend rit sem honum af þeim sökum bæri fræði- mannsleg skylda til að vísa til. Þvert á móti er umfjöllun hans sérstaklega sjálfstæð auk þess sem hann virðist vel heima í því sem merkilegast hef- ur verið skrifað um efriið á alþjóða- vettvangi. Helgisiðir f upphafi ritsins gerir Þórir að umtalsefhi þann vanda sem kennar- ar grunnskóla eiga oft við að etja þegar kemur að kennslu sköpunar- sögunnar í 1. Mósebók 1. kap. þar sem nemendunum virðist einatt sem hvað stangist á annars hom, hin vísindalegu viðhorf og sjónarmið kristnu fræðanna. Það er þessi vandi. grunnskólakennaranna, sem Þórir hefur að leiðarljósi við samningu þessa rits og ber það vissulega merki þess. Aftur og aftur er endurtekið að sköpunarsagan sé ekki náttúru- fræði. „Til þess að unnt sé að greina í sundur ræðu náttúruvísindanna um sköpun og tal Biblíunnar um til- gang alls lífs, er rétt að benda á, að tal náttúruvísindanna um sköpun beinist að fortiðinni. En þegar Bibl- ían ræðir um það sem við köllum þessu sama nafni, „sköpun", talar hún um nútímann, um þann heim, Bókmemtir Gunnlaugur A. Jónsson það umhverfi sem að manninum snýr í nútíð og um siðferðilegar spuming- ar er varða samlíf manns og nátt- úru,“ skrifar Þórir. Þá nefnir Þórir að sköpunarsög- umar (átt við sköpunarsögur almennt til foma) vom einatt liður í helgisiðum og í sköpunarsögu Bibl- íunnar telur hann viðlög og endur- tekin fastmótuð orðasambönd benda til þess að textinn hafi í öndverðu verið partur af helgisiðum heilagrar trúarathafhar. Hann nefhir líka að aðalheimildin um sköpunartrú Bibl- íunnar sé ekki 1. Móseb. 1. kap. heldur Davíðssaltari. Erindi við nútímann Sá hluti sköpunarsögunnar sem dregið hefur til sín mesta athygli í sögu guðfræðinnar §allar um að maðurinn er skapaður í mynd Guðs. í samræmi við niðurstöðu nýjustu rannsókna telur Þórir að rætur þess- arar hugmyndar sé að finna í egypskum textum um konunginn og hlutverk hans. í Biblíunni er þessi hugmynd heimfærð upp á manninn og „embætti mannsins, hlutverk hans í lífríkinu". Þórir segir enn- fremur að náttúmvemd og vist- fræðileg ábyrgð fái hér trúarlega baktryggingu í ritningunni sjálfri. Eins og ég gat um í ritdómi um annað stutt rit Þóris (í DV 11. ágúst 1986) þá er það einkennandi bseði fyrir kennslu hans og fræðimennsku alla, að hann vill leitast við að gæða hina fomu texta lífi og sýna fram á að þeir eigi erindi við nútímann. Spumingin er bara sú, að hve miklu leyti sú viðleitni getur samrýmst vís- indalegri ritskýringu er vill hafa hlutleysi að markmiði. Býður það ekki upp á, að verið sé að þröngva gömlum textum til að veita svör við spumingum samtímans, spumingum sem höfúndar textans gátu ekki haft neina möguleika að vita um, og því síður að taka afstöðu til. Þessum vanda gerir Þórir sér auðvitað grein fyrir og segir meira að segja á einum stað að textunum „má ekki nauðga, ekki þröngva þeim til þess að segja eitthvað um það sem þeir ræða ekki um.“ En jafhramt er ljóst að Þórir vill ekki meðhöndla textana eins og lík er eigi að kryfja. Hætt er því við að ýmsir telji hann einmitt gera sig sekan um að þröngva textunum til að t.d. blanda sér í vistfræðiumræðu samtímans, að vísindalegri ritskýr- ingu og predikun sé blandað saman. Boðskapur um líf okkar Ljóst er að Þórir telur ekki að rit- skýrandinn hafi lokið hlutverki sínu er hann hefur fundið elstu hefð að baki textanum, eins og ýmsir starfs- bræður hans í Evrópu. Hann vill skoða textann frá tvenns konar sjón- armiði. Frá sjónarmiði sagnfræðivís- inda er um að ræða verk höfundar innan prestslegrar spekihefðar en frá sjónarmiði „guðfræðilegrar" ritskýr- ingar flytur kaflinn okkur boðskap um líf okkar. Þórir skrifar fyrir kennara í kristnum fræðum og þá er í hæsta máta eðlilegt, og nauðsynlegt raun- ar, að gera trúarboðskap textans að umtalsefrii. Framsetning hans er líka mun læsilegri og skemmtilegri en margt af því sem maður sér skrifað á sviði GT-fræðanna. Gústaf Win- gren, kunnasti guðfræðingur Svía, sagði nýlega í skemmtilegri blaða- grein að það væri eins og margir guðfræðingar héldu að það að skrifa leiðinlegan texta væri það sama og að vera vísindalegur. Um slíka „vís- indamennsku" verður Þórir Kr. Þórðarson hins vegar ekki sakaður. Enginn vafi er á því að kennarar grunnskólans hafa fengið í hendur ómetanlegt hjálpartæki við kennsl- una. Óskandi væri að framhald yrði á skrifum Þóris fyrir grunnskóla- kennara. Engum er betur treystandi til slíks verkefnis en honum. Gunnlaugur A. Jónsson íslensk hHómsveitarverk íslensk hljómsveitarverk, hljómplata i útgáfu íslenskrar tónverkamiðstöðvar. ITM 5-05. Flytjendun Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjóm Paui Zukofsky. Upptökustjóri: Joanna Nickrenz. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjamason. Tæknimaður: Þorsteinn Þorsteinsson. Kápa og bæklingur: Erlingur Páll Ingvarsson. Skurður og pressun: Teldec, Hamburg. Þegar fyrsti hluti hljómplötuútgáfu íslenskrar tónverkamiðstöðvar, sem ber flokksnúmerið 5, kom út fyrir rúmu ári vakti hann óskipta athygli. 'Nægir þar til að nefha að þrjár af fjór- um plötum hans fengu verðlaun franska hljómplöturáðsins fyrir árið 1985. Vefur að hætti navajokvenna Með útgáfu þess flokks var brotið blað í hljómplötuútgáfu á íslandi. Án 10 ARA ABYRGÐ ALSTIGAR ALLAR GERÐIR SÉRSMÍÐUM BRUNASTIGA O.FL. pHppur • \ ■'V i ▼ i •!/ I *JI X i '1 f W T T ? TWfck. Kaplahrauni7, S 651960 þess áð ætla mér að kasta rýrð á neinn þeirra manna sem á sínum tíma létu vinna útgáfur sínar í bestu tækjum erlendis þá ber útgáfuflokkur þessi af sakir þess hversu allir þættir hans eru vel unnir. Það er nánast eins og hjá navajokonum, sem hafa það fyrir sið að vefa smágalla, viljandi, í hvem vef, Tórdist Eyjólfur Melsted að á einni plötunni skuli hafa orðið smá mistök í prentun á umslagi sem aftur á móti verða eflaust leiðrétt. En til þess eins vefa navajokonur gallann viljandi í vefinn að þær geti örugglega gert betur næst. Lögmál aprílgabbsins Fyrsta platan í öðrum hluta útgáf- unnar ber nafriið íslensk hljómsveitar- verk. þar stjómar Paul Zukofsky verki Atla Heimis Sveinssonar, Hreinn: SÚM Gallerí: 74; verki Þorkels Sigur- bjömssonar, Mistri; Sinfóniettu Karólínu Eiríksdóttur og Orgíu Jón- asar Tómassonar. Allt em það verk sem athygli vöktu þegar þau komu fram og í vissu tilliti má telja þau verk sem hafa markað ákveðin tímabil á tónskáldaferli viðkomandi. En það áttu til dæmis sumir erfitt með að kyngja þeim „óskipulega hávaða,“ sem „Hreinn: SÚM: 74“ innihélt, sem góðri og gildri músík. En tíminn lagar allt og kannski er það í fúllu gildi lögmál- ið hans Stefáns Jónssonar sem eitt sinn bjó til aprílgabb handa þjóðinni í útvarp en tæknin gerði að fúlustu alvöru tíu árum síðar. Hin harðskipaða formgerð þráttfyrir allt Samt er það nú svo að þótt grónir harðlínumenn klassisismans hafi kall- að þetta allt saman „óskipulegan hávaða" þá bera öll verkin á plötunni með sér harðskipaða formgerð sem menn í daglegu slettumáli kalla strúktúr. Meira að segja hið mjög svo frjálsa Hreinn: SÚM Gallerí: 74. Ann- ars er hreint ekki svo miklum frels- ingjahætti handa spilurunum fyrir að fara í þeim verkum sem á plötunni eru. Það rétt örlar á því í Orgíu Jónas- ar en er hreint ekki til í Mistri og Sinfóniettu. Framvarðarsveit eða sparifata- útgáfa? Það sem hvað mest gleður við að hlusta á þessa plötu er hversu vel hún er í alla staði gerð. Á tæknihlið platn- anna allra í útgáfunni, bæði þessa hluta og hins fyrsta, hefur áður verið minnst. En svo frábær leikur, sem á þessari plötu er, verðskuldar líka bestu tæknivinnu sem völ er á. Þama hafa allir lagt sitt besta af mörkum og náð að sýna hárbeittan og nákvæman leik. Hafi hljómsveitin okkar einhvem tíma fengið áfellisdóm fyrir að hafa spilað ný íslensk verk með hangandi hendi þá tryði því ekki nokkur maður sem aðeins þekkti hana af leik sínum á þessari plötu. Þvert á móti, hann teldi þar fara eina af framvarðarsveitum nútímaleiks. Við það verður hún líka héðan í frá að standa eigi þessi frá- bæra plata ekki að standa uppi sem einstök sparifataútgáfa. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.