Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987. Andleg vanþekking á alkóhólisma Töluverð umræða heíur nú farið fram varðandi stefriumótun vfir- valda í áfengisvamarmálum fram til aldamóta. Einn er þó sá hópur sem lent hefúr utangarðs við þessa um- ræðu nú sem áður, þótt síst skyldi, en það eru fangar og það fólk sem leiðst hefur út í afbrot undir áhrifum áfengis eða lyfja. Við sem störfum að meðhöndlun áfengissjúklinga vitum það að skjúklingur kemur aldrei til með- ferðar við áfengissýki íyrr en fokið er í flest skjól. Oft er þetta kallað að komast á botninn. Ýmislegt virðist geta orðið til þess að flýta fyrir þeirri ákvörðun að fara í meðferð. Algengust er líklega hræðslan við dauðann en fleira getur hjálpað til. Eitt af því sem hjálpar og ég vil nefha til að færa inn í þessa umræðu er afbrot, oft alvarlegs eðl- is, sem virðast alloft flýta fyrir þeirri ákvörðun að sjúklingurinn leiti sér meðferðar. Flestir sem til meðferðar koma ná bata og í samræmi við aukna sjálfsvirðingu fer þetta fólk einnig að virða landslög og verður í mörgum tilfellum fyrirmyndar þjóðfélagsþegnar. En það sleppa ekki allir svona vel þó vitað sé að glæpur er næg refsing í sjálfu sér því margir eru teknir og settir inn í fangelsi, fársjúkir af alkóhólisma, eftir að hafa framið einhvem glæp undir áhrifúm áfengis eða lvfja, jafn- vel þó Ijóst sé að viðkomandi sé KjaHaiinn Ingjaldur Arnþórs- son, ráðgjafi hjá sjúkrastöðinni Von alkóhólisti og á allan hátt andlega heilbrigður þegar áhrifa efnanna nýtur ekki við og myndi aldrei fremja neinn glæp algáður. Breyting á siðferðisvitund sjúkdómseinkenni Við stærum okkur svo af því í ræðu og riti, bæði innanlands en þó sérlega utanlands, hve langt við sé- um komin í meðhöndlun alkóhól- isma, hve vel við skiljum greiningu sjúkdómsins, að öll breyting á sið- ferðisvitund alkóhólistans, þegar hann drekkur, séu sjúkdómsein- „Fyrir mér er þetta álíka gáfulegt og að standa fyrir utan brennandi hús og deila um það af hverju húsið brennur í stað þess að kalla til slökkviliðið.“ kenni og við refsum ekki sjúklingrun ■fyrir að leita sér ekki hjálpar. Við refsum hefdur ekki alkóhólista fyrir að vilja ekki hætta að drekka frekar en blindum manni fyrir að neita að nota hvíta stafinn. Þrátt fyrir alla þessa vitneskju um sjúkdóminn, eðli hans og hegðun sýktra einstaklinga, lokum við þá inni í fangelsum sem hefur aldrei leitt til neins annars en að viðkomandi sjúklingur viðheldur sínu ömurlega framkomumunstri og fer alltof oft (eðlilega) út í afbrot aftur að síðustu afplánun lokinni. Hverjum er greiði gerður? Þannig erum við að eyða tíma, peningum, vinnu og mannslífum í að viðhalda alúreltu refsingakerfi. Fyrir mér er þetta álíka gáfulegt og að standa fyrir utan brennandi hús og deila um það af hveiju húsið brennur í stað þess að kalla til slökkviliðið. Ef rið Htum á einfalt mál, eins og ölvunaraksiur, þá sjáum við það strax að þegar siðferðisvit- und einstaklingsins gefur honum grænt ljós á að keyra þegar hann er ölvaður þá er viðkomandi farinn að stofria sjálfum sér og öðrum í stór- hættu í hvert sinn sem hann drekkur og það má öllum ljóst vera að fæstir eða engir hætta að drekka vegna ökuleyfissviptingar. Hverjum er þá greiði gerður með því að taka öku- prófið af einstaklingi sem ekur undir áhrifum? Jú, sama alúrelta refsinga- kerfinu sem vill loka síbrotamenn inni, sem virðist halda að einangrun sé betri en fræðsla. Væri ekki nær að snúa sér að því sem skiptir máli sem hlýtur að vera að færa fræðsl- una og þekkinguna, sem við erum alltaf að monta okkur af, til þeirra sem gerst hafa brotlegir og þurfa á henni að halda. Það má ekki skilja orð mín svo að ég álíti alla þá er aka eða hafa ekið undir áhrifum alkóhól- ista, alls ekki, en væri ekki fræðsla um sjúkdóminn æskilegri en öku- leyfissvipting? Væri ekki einmitt þekkingin líklegri til breytinga en þekkingarleysið? Til að gera breyt- ingu þarf þor, við verðum að koma okkur upp úr þeim forarpytti and- legrar vanþekkingar og að álíta alkólisma aumingjaskap, til kominn vegna skorts á vilja. Við verðum að ráðast á einkennin á byrjunarstigi með markvissri fræðslu, byggðri á þeirri miklu þekkingu sem við þegar höfúm aflað okkur um sjúkdóminn. Það á að skikka fólk, sem þvælst hefúr út í afbrot undir áhrifum, hvort heldur sem um er að ræða ölvunar- akstur, kynferðisafbrot eða líkams- árásir, til að sitja undir og meðtaka fræðslu um alkóhólisma og hvernig bregðast megi við svo hlutimir end- urtaki sig ekki í sífellu, í stað einangrunar, ökuleyfissviptingar og annarrar niðurlægingar. Ingjaldur Arnþórsson „...þrátt fyrir alla þessa vitneskju um sjúkdóminn, eðli hans og hegðun sýktra einstaklinga lokum við þá inni í fangelsum." Skoðanakannanir Á næstu vikum verður efalaust mikið um skoðanakannanir vegna alþingiskosninganna 25. apríl. Nið- urstöður einnar slíkrar birtust raunar í DV 9. mars sl. Eftir kosning- ar hefst síðan hefðbundin rökræða fjölmiðla um hver hafi gert bestar kannanir og þá gefa menn sér gjam- an þær forsendur um ágæti kannana sem henta viðkomandi í það skiptið. Oftar en ekki fer þessi samanburður fram á röngum forsendum. Gmnn- hugsun á bak við skoðanakannanir er sú að sérhvert úrtak þjóðar, valið af handahófi, beri keim af heildinni. Samkvæmt lögmálum líkindareikn- ings eru mestar líkur til að handa- hófsúrtak gefi rétta mynd af þjóðinni. En hvað em líkumar mikl- ar? Skoöanakönnun - Líkindareikningur Heildarúrtak n = 353 Nákvæmni á líkindum % = .01 Nákvæmni á mörkum % = .01 Allt rétt - líkindi þess %: ,0000134 Fleirir kannanir? (J/N): Undirritaður hefur samið reiknilík- an til að reyna að meta nákvæmni niðurstaðna úr skoðanakönnunum. Meðfylgjandi tafla sýnir niðurstöður þessa reiknilíkans ef þvi er beitt á síðústu skoðanakönnun DV. Fyrsta línan. sýnir fylgi Alþýðuflokksins. Af 353 sem afstöðu tóku ætluðu 69 að kjósa þann flokk. Samkvæmt því er líklegasta kjörfylgi flokksins 19,5% eða sama tala og birtist í DV. Næsta tala segir hins vegar að líkur þess að fá þessa niðurstöðu í skoð- anakönnun, þ.e. 69 kjósendur Alþýðuflokks í úrtaki 353ja kjó- senda, ef raunvemlegt kjörfylgi Alþýðuflokksins er 19,5%, er aðeins 5,35%. 94,65% líkur em þannig fyrir því að kjörfylgið sé ekki 19,5%. Engu að síður er 19,5% líklegasta kjörfylg- ið og verulegar líkur til þess að það liggi í nánd þessarar tölu. Ef næsta nágrenni er skoðað og reiknaðar lík- ur þess að fá niðurstöðu könnunar- Jákvæð Líklegasta Líkur 50% líkur 90% líkur svör hlutf.% þess % bil % . bil % 69 19,5 5,35 18,2-21,0 16,2-23,2 56 15,9 5,80 14,6-17,2 12,8-19,2 135 38,2 4,37 36,5-40,0 34,1-12,5 56 15,9 5,80 14,6-17,2 '12,8-19,2 25 7,1 8,25 6,2- 8,0 5,1- 9,5 4 U 19,65 ,8- 1,6 ,4- 2,3 5 1,4 17,67 1,0- 1,9 ,6- 2,7 3 ,8 22,50 ,6- 1,2 ,3- 2,0 Kjallariiin Sigurbjörn Guðmundsson verkfræðingur innar fyrir Alþýðuflokkinn ef kjörfylgi er 19,4%, 19,3% o.s.frv. kemur í ljós að 50% líkur em fyrir því að kjörfylgi á bilinu 18,2-21,0% gefi þessa niðurstöðu og þar með að 50% líkur em á því að kjörfylgi sé utan þessara marka. Með sama hætti má finna að 90% líkur em fyrir því að kjörfylgið sé á bilinu 16,2-23,2% og þar með 10% líkur enn að það liggi utan þessara marka. Líkanið gefur betri mynd Fyrir þá sem kunna nokkuð fyrir sér í líkindareikningi er rétt að taka fram að reiknilíkanið gerir ráð fyrir að lögmál um tvíliðadreifingu (binomial-) gildi og hver lína er reiknuð fyrir sig án tillits til áhrifa hinna. Ef taka ætti tillit til samspils- ins færðust mörkin líklega eitthvað út, þ.e. ég tel líkanið gefa heldur betri mynd af ástandinu en það er í raun. Neðsta talan gefur nokkra hugmynd um þetta en þar em reikn- uð út frá margliðudreifingu líkindi þess að 353 manna úrtak gefi niður- stöðu samkvæmt könnuninni ef kjörfylgið er í raun það sem líkleg- asta hlutfall sýnir. Líkindi þess em aðeins 0,0000134%. Einnig er vert að benda á að reiknilíkanið reiknar flatarmál undir líkindaferli í stað þess að skoða einstakar tölur eins og gefið er í skyn hér að ofan. Reikn- að er með ítmn og sett semskilyrði að mismunur líkinda í endapunktum verði að liggja innan tiltekinna marka og að flatarmál verði sömu- leiðis að liggja innan ákveðinna marka frá því sem að er stefnt. Hér var krafan í báðum tilvikum 0,01%. En aftur að könnunum DV. Ef niðurstöður síðustu 10 kannana em skoðaðar í ljósi framantalinna talna um líkleg mörk fyrir kjörfylgi Al- þýðuflokksins kemur í ljós að ástæðulaust er að tala um vemlegar sveiflur á því. Fimm af tíu hundraðs- tölum liggja innan 50% markanna fyrir síðustu könnun. Hins vegar gefa þær í heild vísbendingu um vemlega fylgisaukingu flokksins nú frá því sem var á ámnum 1983-4. Svipaða sögu er að segja um fylgi annarra flokka. Það er erfitt að benda á einn flokk öðrum fremur sem hefur tapað fylgi, nema þá helst Bandalag jafnaðarmanna, en um það sjást engin líkindamörk þar sem líkanið reiknar slíkt ekki ef hlut- deild í úrtakinu er engin. Margt fleira mætti segja um skoð- anakannanir en hér verður látið staðar numið. Þó get ég ekki stillt. mig um að bæta við einni athuga- semd um kannanir DV. Því hefiir verið haldið fram, og það með réttu, að mikið skorti á vísindalega ná- kvæmni við val á úrtaki við kannan- ir DV. Hins vegar hefur Í)V sýnt fram á með ótvíræðum hætti að aðferð blaðsins við val úrtaksins gefur engu síðri niðurstöður um hugsanlegt kjörfylgi en þær kannanir þar sem beitt er vísindalegri aðferðum. Reykjavík 11. mars 1987, Sigurbjörn Guðmundsson. „Hins vegar hefur DV sýnt fram á það með ótvíræðum hætti að aðferð blaðsins við val úrtaksins gefur engu síðri niður- stöður um hugsanlegt kjörfylgi en þær kannanir þar sem beitt er vísindalegri aðferðum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.