Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987.
37
Sviðsljós
Liðið er í London
Fyrrum Bitill og nú kvikmyndaframleiðandi - George Harrison - sést hér
við verðlaunaafhendinguna British Academy of Film and Television Arts -
BAFTA - ásamt leikaranum Bob Hoskins. Sá síðamefndi hlaut verðlaunin
fyrir hlutverk sitt í bresku kvikmyndinni Mona Lisa.
Joan Collins lét sig ekki vanta i London heldur sveif strax af stað frá Parisar-
borg þar sem hún var í fertugsafmæli Diorhússins daginn áður. Nýjasti
kærasti kerlingar er breski fjármálaspekúlantinn Bill Wiggins og virðist sá
sænski Peter Holm löngu horfinn i gleymskunnar dá.
Þotuliðið er nú allt statt í Lundúnaborg þar sem verðlaunaafhending á Brit-
ish Academy of Film and Television Arts - BAFTA - fór fram i gærdag.
Nöfn eins og Georg Harrison og Joan Collins mættu á staðinn til þess að
sýna sig og sjá aðra og stilltu sér upp með verðlaunahöfum í lok húllum-
hæsins. Fina liðið á annrikt við að fljúga milli Lundúna og Parisar þvi helstu
atburðirnir gerast til skiptis á þeim vigstöðvum.
Símamyndir: Reuter.
Láttu þig hverfa, vinur!
Fyrir leikinn í kvikmyndinni M.y
Fair Lady á móti Audrey Hepbum fékk
Rex hinn eftirsótta óskar.
Það er ekki hægt að segja að leikar-
inn Rex Harrison hafi stigið sín fvrstu
skref á leiksviðinu með neinimi glæsi-
brag. Hann er þekktur fyrir óviðráðan-
lega sviðshræðslu sem var til staðar
strax frá upphafi. Alagið varð til þess
að í stað þess að stíga inn á sviðið -
augljóslega i miklum taugaæsingi - og
segja „það er bam á leiðinni, sækið
lækni!“ hrópaði hann ekki minna
spenntur. „Það er læknir á leiðinni,
sækið bamið! Rex var eftir sýninguna
veitt þriggja mánaða launalaust leyfi
■ frá störfuhi. ■ 1,1 ' ■' • ■
Þegar ekki tókst beuir til í næstu
hlutverkum reyndi leikhússtjórinn ár-
angui-slaust að fá Rex til þess að snúa
sér að öðmm viðfangsefnum. Það gekk
ekki upp og árum saman var Rex
Harrison atvinnulaus leikari sem neit-
aði að gefast upp.
Sviðsskrekkurinn minnkaði h'tið þeg-
ar árin liðu og hlutverkin fóru batn-
andi. Þegar fnmisýTia átti May Fair
Ladv með Harrison f aðalhlutverki á
Broadway lokaði hann sig inni í bún-
ingsherberginu á síðustu stundu og
neitaði að opna hvemig sem aðstand-
endur sýningarinnar létu fyrii- utan.
Það var ekki fyrr en umboðsmaður
' hans mætti -á staðinn og lofaði því að
aldrei oftar þyi-fti hann að stíga fæti
sfnimi á leiksvið að Rex opnaði dvrn-
ar. Sýningin varð hans stærsti leiksigur
fram til þess og síðar fékk liamr óskars-
verðlaunin eftirsóttu fyrir túlkunina á
Higgins í kvikmvndinni May Fair
Lady. Vai-la þarf að taka það fram að
sviðsliræðslan gerði það að verkiun að
leikarinn ætlaði varla að þora að mæta
til þess að taka á móti verðlaununum.
Hann varð þvf heimsfrægur f>TÍr störf
sín á sviðinu en ævinlega f stökustu
vandræðum með að komast í vinnuna.
Meðfylgjandi mvnd sýnir Rex Harrison
og Audrey Hepbum í hlut verkum sin-
um í My Fair Lady
Ólyginn
sagði...
Bill Collins
er að verða frægur mjög -
enda úr hárréttri fjölskyldu.
Stórasystir hans heitir Joan
og berst nú sem óð væri
fyrir rétti gegn fyrrum bónda
sínum, Peter Holm. Bókstaf-
lega allt er fréttnæmt sem
viðkemur stjörnunni skap-
miklu og hér er sumsé bróðir
hennar ásamt eiginkonunni
Hazel í dúndurhressu sam-
kvæmi í Los Angeles.
endaði jarðvistina með orð-
unum: „Ég kem bráðum til
þín, mamma!" Sonurinn
saknaði hennar sárt en hún
féll frá fyrir sjö árum. Li-
berace var alltat ákaflega
háður móður sinni og á
sjúkrasænginni kom fram
hjá honum að hún hafi verið
eina manneskjan sem hann
trúði fyrir kynvilluhneigð-
inni. Hann var jarðaður í
viðhafnarklæðum - skraut-
legum mjög - og með
sparihárkolluna en Liberace
var löngu orðinn gersamlega
sköllóttur.
Victoria
Principal
þolir engan veginn Joan
Rivers og segir hana reyndar
hafa stolið tíu milljónum
króna frá kunningja sínum.
Þetta vildi Joan helst ekki
fá framan í sig við hin ýmsu
tækifæri og hótar að lög-
sækja Victoriu biðjist hún
ekki afsökunar hið snarasta.
Áður höfðu þessar tvær leik-
konur verið hinir bestu vinir
og talast við í síma minnst
einu sinni á dag. Þegar Vict-
oria ásakaði Joan um
þjófnað tók sú síðarnefnda
sig til og lak símanúmeri
Victoriu til fjölmiðla. Það
hoppaði tækið heima hjá
stjörnunni sem skipti um
númer í skyndi og getur ekk-
ert nægilega hryllilegt
hugsað upp til þess að nota
sem hefnd á hina lausmálgu
Joan.
O