Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987.
15
K.O.N.A.N - félag til hvers?
Það hefur vart farið fram hjá þeim
sem á annað borð fylgjast með frétt-
um blaða, sjónvarps eða útvarps að
stofnað hefur verið félag sem ber
heitið K.O.N.A.N. - Sem ein þeirra
er stóðu að stofnun félagsins, langar
mig að leggja nokkuð af mörkum,
svo öllum almenningi megi vera ljóst
hvers konar félagsskapur hér er á
ferðinni. Markmið félagsins er að
stofna og reka heimili fyrir konur
er hafa þurft á meðferð að halda
vegna neyslu vímuefna. Með orðinu
vímuefni á ég ekki aðeins við það
sem til skamms tíma voru nefnd „eit-
urlyf ‘ - heldur á ég við öll efni, sem
geta skapað fíknmyndun hjá ein-
staklingunum sem þeirra neyta.
Áfengi, róandi lyf, hass... það skiptir
ekki máli hvaða flokk þessara efna
um er að ræða.
Það finnst ef til vill mörgum að
verið sé að bera í bakkafullan læk-
inn að stofna nú nýtt félag til að
vinna að velferð kvenna er hafa
þurft á meðferðinni að halda.
Skemmst er að minnast þess grettis-
taks sem S.Á.Á. lyfti á sviði með-
ferðar til handa vímuefhaneytend-
um, svo og þess starfs sem fjölmargir
einstaklingar, jafnt einir sem í sam-
starfí við aðra, hafa lagt af mörkum
á þessu sviði. Við eigum afvötnunar-
og meðferðarstofnanir sem við get-
um sannarlega verið stolt af. En
erum við þá ekki býsna vel á vegi
stödd? Jú, vissulega hvað varðar af-
vötnun og meðferð eftir hana. - En
eitt er það svið þessara mála, sem
einhverra orsaka vegna hefur verið
næsta lítill gaumur gefinn til þessa,
og kem ég að þvi fljótlega. En fyrst
skulum við líta, þó í litlu sé, á þau
áhrif sem neysla vímugjafa og fíkn-
myndun hefur í för með sér. Áhrifun-
um má í stystu máli líkja við
skipbrot. Tilfinningalegur og líkam-
legur styrkur þverr, sjálfstraust og
sjálfsvirðing lúta í lægra haldi fyrir
vanmetakennd og vamarháttum
hvers konar; tengsl við ástvini, ætt-
ingja og starfsfélaga brenglast og oft
lítur út fyrir að aldrei verði bót þar
á ráðin.
Enn eftir þrotlaust uppbygg-
ingarstarf
En það hefur sýnt sig, er að sýna
sig dag hvem, að einstaklingur, sem
ber gæfu til að takast á við fíknina,
KjáQarLnn
Helga Ágústsdóttir
rithöfundur og kennari
- flytur þau §öll sem enginn hélt að
rótað yrði - þegar hann/hún kemur
úr meðferð. Slíks þekkjum við öll
dæmi. - Og ekki hefur verið numið
staðar við meðferðarstofhanir einar,
því hér a.m.k. á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu em til nokkur heimili sem
fólk getur dvalið á að meðferð lok-
inni; meðan það er að fikra sig fyrstu
skrefin, vímuefnalaust, út í þjóð-
félagið á nýjan leik. Fólk, sem býr á
þessum heimilum, stundar þaðan
nám eða vinnu-en nýtur jafiiframt
þeirrar vemdunar og stuðnings sem
mörgum í þessum sporum er nauð-
syn. Að koma úr meðferð vegna
neyslu vímuefha er ekki bara að
ganga út og hefja störf að nýju; taka
aftur upp þráðinn. Eins og ég gat
um hér að framan hefur neyslan
allajafna skaðað svo tengsl, atvinnu-
möguleika, fjárhag og hjúskapar-
stöðu, tilfinningalíf einstaklingsins
og þeirra sem em honum nánastir,
að þó meðferð sé góðra gjalda verð
er enn eftir þrotlaust uppbyggingar-
starf svo hinn óvirki vímuefnaneyt-
andi geti nýst sér og sínum og
þjóðfélaginu sem heilsteyptur, sterk-
ur þjóðfélagsþegn.
En var ekki hér í síðustu línum
verið að fullyrða að heimili, sem
sinntu þessu hlutverki, væm til?
Mikið rétt - en þó pláss sé fyrir tugi,
fast að hundrað manns á þessum
heimilum, er einungis eitt þeirra
ætlað konum. Eitt, sem er beinlínis
ætlað konum, sem hafa þurft á með-
ferð að halda og þar em plássin -
sex. - „Er þá hið opinbera að mis-
muna körlum og konum að þessu
leyti?“ spyr sig einhver og hniklar
brúnir. Nei, þetta er ekki alveg
svona einfalt, heimilin, sem ég gat
um, hafa orðið til fyrir framtak ein-
staklinga sem hafa haft brennandi
áhuga og skilning á málinu.
Þörfin er mikil
En hver er þörfin? Hvað standa
margar konur árlega í þessum spor-
um, vilja menn vita. Eg skal ekki
þreyta lesendur á tölfræði heldur
einungis upplýsa, til að taka dæmi.
að árið 1984 komu til S.Á.Á. á milli
350 og 360 konur í meðferð. 120
þeirra í fyrsta sinn, 100 höfðu farið
áður í tvær meðferðir eftir afvötnun.
- eða fleiri, og afgangurinn í eina
eftirmeðferð eða eingöngu í afvötn-
un. Árið 1985 komu 106 konur til
slíkrar meðferðar hjá Ríkisspítulun-
um. - Við gætum einfaldað málið
og sagt: „Það er kona á dag.“ Raun-
ar allt árið, hvert ár, árum: áratugum
saman. Og annað er vitað. við það
verða þeir er á meðferðarstofnunum
starfa varir, daglega. Fjöldi manns,
sem í meðferð kemur, veit ekkert
hvert á að snúa sér, hvar á að fá
húsaskjól, vinnu, hvemig viðbrögð
umhverfisins verða þegar út kemur.
Ekki alls fyrir löngu var almennt
talið að konur, sem koma úr með-
ferð, ættu í meiri erfiðleikum en
karlar við að fara eftir þeim leið-
beiningum sem þær fengu og not-
færa sér stuðning samtaka er starfa
á þessum vettvangi. En þetta virð-
ist, að sögn fróðra manna, vera að
breytast til batnaðar nú hin alsíð-
ustu ár. En án þess að vilja á
nokkum hátt gera lítið úr erfiðleik-
um karla, er þurfa á meðferð að
halda, vil ég benda á að yfirleitt er
hlutverk kvenna fjölþættara í þjóð-
félaginu og á ég þar við hin ýmsu
svið er snúa að tilfinningalegum
tengslum, félagslegum - svo og
bamauppeldi. Það miðar vissulega í
jafhréttisátt á margan hátt í íslensku
þjóðfélagi. En enn sitjum við konur,
samt sem áður, uppi með stærstan
hluta ábyrgðarinnar þegar komið er
að mannlegu hliðinni, tengslum, til-
finningum, umönnun o.s.frv. Og
fjölmargar konur reka sig á að þær
verða sýnu harðar fyrir barðinu á
þeim fordómum, er enn eimir eftir
af á íslandi, gagnvart því að hafa
þurft að leita sér meðferðar vegna
neyslu vímugjafa. - Fjöldi kvenna.
sem kemur úr meðferð, sér ekkert
nema svartnættið framundan vegna
margvíslegra, samverkandi félags-
legra og tilfinningalegra þátta, sem
þær eru, ekkert frekar en margir
aðrir f stakk búnar að takast á við
án stuðnings og áframhaldandi upp-
byggingar.
Heimili, ekki stofnun
Það heimili, sem félagið K.O.N.A.
N. vill hleypa af stokkunum. er
hugsað sem heimili. ekki stofiiun.
Heimili þar sem þær geta búið.
stundað nám/vinnu. notið stuðnings
og leiðsagnár fagfólks á þessu sviði
og ráðgjafar - og ekki síst hins mikil-
væga stuðnings. sem einstaklingar í
þessum sporum geta veitt hver öðr-
um sé rétt á málum haldið. Þetta
verður ekki áningarstaður án mark-
miðs. heldur heimili þar sem lagt
verður allt kapp á að hver einstakl-
ingur leggi sitt af mörkum til að
koma sem heilbrigðastur út í þjóð-
félagið. Hver og ein, sem óskar eftir
dvöl á áningarstaðnum Dyngjimni,
en það nafn hefur staðnum þegar
verið valið, mun þurfa að skuldbinda
sig til lágmarksdvalar og einnig til
að hlíta húsreglum, greiða fæði sitt
og húsnæði; færa heim sanninn um
að hingað sé hún komin af vilja til
að takast á við lífið á ný. Við slík
heimili þurfa að sjálfsögðu að starfa
margvíslegir starfemenn, jafnt fag-
lærðir á sviði vímuefiiameðferðar,
sem og ófaglærðir; jafnt óvirkir sem
ósýktir af fíknmyndun.
Karlar og konur, leggið okkur
lið
Við sem stóðum að undirbúningi
að stofnun félagsins og sitjum nú í
stjóm þess hvetjum alla sem nokk-
um skilning hafa á þessum brenn-
andi málstað, karla og konur, til að
leggja okkur lið. Það gerið þið með
því að gerast félagar. árgjald hvers
styrktarmeðlims er 500 krónur en
frjáls framlög að sjálfsögðu i hendi
hvers og eins. - Við höfum opnað
gíróreikning í Verslunarbanka Is-
lands, Breiðholtsútibúi, nr. 2626 og
póst til félagsins skal senda í póst-
hólf 791; 121 Reykjavík. - Við
munum nú og á næstunni birta aug-
lýsingar í blöðum og þar á eyðublað
f\TÍr þá sem vilja liðsinna félaginu
K.O.N.A.N. og gerast stofnfélagar.
en frestur til þess er til 6. 4. ‘87.
Auðvitað er flölmörgum spuming-
um enn ósvarað og okkur er ljóst
að marga þætti rekstrarins verður
að vinna hægt og varlega: fikra sig
áffarn. Hér duga engin gönuhlaup.
Við förum af stað með það að frum-
markmiði að finna húsnæði á leigu
er gæti tekið 15-20 konur i heimili.
Þá þurfum við að afla húsbúnaðar.
ráða fært starfsfólk o.s.frv. o.s.frv.
Verður seint séð fyTÍr endann á þeim
viðfangsefnum sem fylgja rekstri
slíks heimils. ef vel á að vera. En
einhvers staðar þarf upphafið að
vera.
Það er trú okkar. sem að þessu
félagi stöndum - og nú em stofhfé-
lagar 200 - að stofnun og rekstur
slíks áningarstaðar. sem Dvngjunni
er ætlað að vera. sé veigamikið skref
í rétta átt - öllum til heilla.
Helga Ágústsdóttir
„Fjöldi kvenna, sem kemur úr meðferð,
sér ekkert nema svartnættið framundan
vegna margvíslegra, samverkandi félags-
legra og tilfinningalegra þátta, sem þær
eru, ekkert frekar en margir aðrir í stakk
búnar að takast á við án stuðnings og
áframhaldandi uppbyggingar.“
Það er Irtið sem hunds-
tungan finnur ekki
Hvað er að ske innan Sjálfstæð-
isflokksins? Þorsteinn Pálsson,
formaður flokksins, boðar til blaða-
mannafundar með forgangshraði um
leið og Albert Guðmundsson iðnað-
arráðherra er farinn til Danmerkur
í embættiserindum. Ég bara spyr?
Hefði ekki verið drengilegra að bíða
með blaðamannafundinn og hafa
hann að Albert viðstöddum, úr því
að Þorsteinn hefur Albért gmnaðan
um skattsvik.
Eins og alþjóð veit vom stutt-
buxnadrengimir í Heimdalli óánæg-
ir yfir því hvað Albert vann
glæsilegan kosningasigur í síðasta
prófkjöri og var fyrsti maður á lista
hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir al-
þingiskosningar 25. apríl nk. Þrátt
fyrir það að ráðandi menn og ljót öfl
í Sjálfstæðisflokknum unnu gegn
Albert á ódrengilegan hátt. Ég vor-
kenni aumingja Þorsteini Pálssyni
formanni að láta stuttbuxnaflokks-
bræður sína fara svona með sig. Ég
álykta að Þorsteinn formaður þuríi
á lækningu að halda og henni með
hraði.
Það var átakanlegt að sjá Þorstein
í sjónvarpsumræðunum nú fyrir
nokkrum kvöldum, að sjá þennan
litla mann með kreppta hnefa fram-
an í sjónvarpsáhorfendur og með
sitt óviðeigandi glott bæði í tíma og
ótíma. Ég vil ráðleggja Þorsteini að
ef hann fær ekki bata á sínu frurn-
hlaupi gagnvart Albert ráðherra að
láta einnig rannsaka alla skatta
sjálfstæðisalþingismannanna og
halda blaðamannafund að þvi loknu
og vita hvað hreint er á skattafram-
tali á þeim bæjum.
Það er leitt til þess að vita hvað
Sjálfstæðisflokkurinn er alltaf að
sökkva dýpra og dýpra í einræðinu,
áhorfendur sjónvarps og útvarps
gætu ályktað að súkkulaðidrengjun-
um, sem hafa eingöngu lært sinn
stjómmálaferil í Heimdalli, sé kennt
bara einræði og þeir megi buslast
um og traðka á heiðarlegu og fram-
sýnu fólki sem vill og hugsar um að
við getum verið sem lengst sjálfstæð
lýðræðisþjóð.
Það er oft átakanlegt að sjá Þor-
steinn Pálsson í sjóvarpinu segja:
Ef ég mynda ríkisstjóm næst þá ræð
ég og er búinn að ákveða hverjir
verða ráðherrar í minni ríkisstjóm.
Ég spyr? Hver er kominn til að segja
að Þorsteinn myndi næstu ríkis-
stjóm, það er annað gæfa eða
gjörvileiki. Mikilmennskubrjálæðið
er að yfirbuga þig, Þorsteinn, þú
ætlar að koma Albert Guðmunds-
syni iðnaðarráðherra frá á þeim
forsendum að hann sé skattsvikari.
Já, Þorsteinn Pálsson, það er lítið
sem hundstungan finnur ekki. Mér
finnst þú vera skyldugur að láta rík-
isskattstjóra afhenda allar skatta-
skýrslur alþingsmanna með alla þá
bitlinga sem þeir hafa frá árinu 1984
og til þessa dags og gleymdu ekki
að láta fara yfir skattaskýrslu ykkar
hjónanna.
Ég álykta að Albert hefði átt að
setja heildverslun sína á nafn Inga
Bjöms sonar síns um leið og hann
var kosinn á alþingi og ekki síst eft-
ir að hann var orðinn ráðherra og
falin mörg önnur trúnaðarstörf. Allir
treysta Albert í allt en þetta sýnir
hvað Albert er hrekklaus og bama-
legur í sér að afeala sér ekki heild-
verslun og nafhnúmeri sínu um leið
og hann tók við þessum stóm og
ábyrgðarmiklu embættum í þjóð-
félaginu. Enginn hefur heyrt það um
hinn trausta og hrekklausa mann.
Albert Guðmundsson, að hann hafi
aflað sér peninga á óheiðarlegan
hátt en mannleg mistök geta alltaf
átt sér stað og ekki sist hjá mönnum
sem eru yfirhlaðnir störfum.
Ég tel að Sjálfetæðisflokkurinn sé
margsplundraður og verður ennþá
meira splundraður eftir þetta brjál-
æðiskast sem greip formanninn í
kosningaslagnum. Sjálfetæðisflokk-
urinn ræðst hvað eftir annað á sína
elstu og framsýnustu og bestu
flokksmenn, hvemig var með Gunn-
ar heitinn Thoroddsen, þann mikil-
hæfa og prúða stjómmálamann sem
var ábyrgur og hugsaði um heill og
hag íslensku þjóðarinnar. Það er
ekki gleymt hvemig flokkssystkini
hans komu fram við hann þegar
hann stjómaði landinu og nú er ráð-
ist á Albert Guðmundsson af því að
hann hefur sínar skoðanir og réttir
KjaUariim
Regína Thorarensen
fréttaritari á Selfossi
ekki upp höndina þegar formaður
flokksins óskar þess. Einnig Sigur-
laug Bjamadóttir og Jón Sólnes
vom flæmd frá þingsetu á átakan-
legan hátt, þegar verkin tala segja
þau alltaf sannleikann. Með hverj-
um landsfundi eykst það að kjósa
sportfólk sem hefur enga eða litla
skoðun á heill og hag þjóðarinnar
enda tala verkin best og lýsa því hve
mikið tangarhald formaður Sjálf-
stæðisflokksins hefur á fólkinu á
landsfundunum sem kýs formanninn
með 97% atkvæða. Að lokum þetta,
Þorsteinn Pálsson, hafðu eftirtalinn
málshátt að leiðarljósi þínu ef þú
þarft að losna við framsýna menn
úr flokknum þínum: „Sér grefur gröf
þótt grafi.“ Þorsteinn, lifðu heill og
komdu fram við aðra eins og þú vilt
að komið sé fram við þig.
Skrifað laugardaginn 22. mars 1987.
Regína Thorarensen
„Sjálfstæðisflokkurinn ræðst hvað eftir
annað á sína elstu og framsýnustu og bestu
flokksmenn,...“