Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987.
Fréttir
Varð að afþakka
Kenýaferðina
- ættunln var að semja fyrir hátfan milljarð sbax
Eins og að líkum lætur verður
ekkert af Kenýaferð Alberts Guð-
mundssonar sem orkumálaráðherra.
Starfebróðir hans haföi boðið honum
með sendinefhd embættismanna og
fulltrúa fyrirtækja í heimsókn um
na?stu helgL Þar átti jafnvel að
ganga frá fyrstu samningum um
orkuverkefrii Islendinga í Kenýa fyr*
ir hálfan milljarð króna.
Á dögunum kom Kenýaráðherr*
ann, Biwott, hingað í boði Alberts.
Þeir skrifuðu undir viljayfírlýsingu
um verkefrii í Kenýa fyrir 64 milljón-
ir dollara, rúmlega 2,5 milljarða
króna. Þegar hefúr fengist loforð frá
Norræna fjárfestingarlánasjóðnum
um 25 milljóna dollara fyrirgreiðslu,
þar af 7 milljónir til nota strax. Á
þeim grundvelli átti að leita eftir 12
milljóna dollara samningum nú þeg-
ar.
Ekki er vitað hver framvinda þess-
ara mála verður. Iiklegt er þó að
Kenýaráðherrann sendi aftur boð,
þá til arftaka Alberts. Eins getur
verið að málið verði saltað fram yfír
kosningar þar sem þær nálgast óðum
og ólíklegt er að nýr ráðherra fari
undirbúningslaust í ferð af þessu
tagi mitt í kosningaslagnum.
-HERB
Kvenna-
listinn á
VestQörðum
Kvennalistinn á Vestfjörðum hefur
ákveðið framboðslista sinn við kom-
andi alþingiskosningar. Fimm efstu
sætin skipa:
1. Sigríður Björnsdóttir kennari,
Isafirði.
2. Arna Skúladóttir hjúkrunarfræð-
ingur, Suðureyri.
3. Guðbjörg Þorvarðardóttir dýra-
læknir, Hólmavík.
4. Sigríður Steinunn Axelsdóttir
kennari, ísafirði.
5. Þórunn Játvarðardóttir starfs-
stúlka, Reykhólum.
Kvennalistinn hefur opnað kosn-
ingaskrifstofu að Hrannargötu 4 á
ísafirði. Fyrirhugaðir eru kynning-
arfundir um allt kjördæmið.
-KMU
Refir leika lausum
hala í Landeyjum
- liggja í hloðum um nætur
„Fólki þykir þetta nýlunda hér niðri
á sléttlendi. Það er hugur í mönnum
að reyna að vinna á skepnunum,“
sagði Eiríkur Ágústsson, hreppstjóri í
Álfhólahjáleigu í V-Landeyjum, um
blárefi sem skotið hafa bændum skelk
í bringu þar um slóðir."
Ekki ber mönnum saman um hversu
margir refimir séu en slóð eftir þá
hefur sést viða í Landeyjum og á
Rangárvöllum. Hafa bændur gert út
leiðangra á íjórhjólum og snjósleðum
með byssur um öxl, en refimir sloppið.
„Þeir virðast fara hér um allar sveit-
ir, em á einum stað í dag og öðrum á
morgun," sagði Sigurður Ásgeirsson
refaskytta í Gunnarsholti. „Refimir
hafa sést heima við bæi um nætur og
liggja í hlöðum.“
Ef ekki tekst á vinna á skepnunum
í tæka tíð gera bændur sér vonir um
að refimir hverfi upp á hálendið og
samlagist villirefrium. Hins vegar ótt-
ast menn að hér geti verið refapar á
ferðinni sem síðar íjölgi sér niður við
sjó eða í sveitunum.
„Það gæti orðið slæmt í sauðburðin-
um,“ sagði Sigurður refaskytta.
-EIR
í reyklausa
daginn.
Þannig hagar til hér í Vestmannaeyjum að í norðaustan veðrum eru eyjarnar í skjóli af Eyjafjallajökli og
nutum við eyjarskeggjarnir góðs af því. DV-mynd Ómar
Snjór i Eyjum
Ómar Garöaissan, DV, Vestmarmaeyjuin:
Mikill snjór heíúr verið hér í Eyjum
síðan á þriðjudag. Er það óvenjulegt
að snjórinn staldri svo lengi við.
Venjan er að hann taki upp sólar-
hring eftir að hann fellur.
Þrátt fyrir fréttir af slæmu veðri á
landinu fyrir og um helgina hefúr
veðrið hér verið einstaklega fallegt,
sól og bjart veður. Frostið hefur
reyndar verið um 5 til 7 stig nema á
sunnudaginn, þá var 1 stigs frost.
í dag mælir Dagfari
frambjóðendur
Nú em línur famar að skýrast í
Albertsmálinu. Albert mun áfram
skipa efsta sæti lista Sjálfstæðis-
flokksins hér í Reykjavík en láta af
ráðherrastörfum fram yfir kosning-
ar. Sjálfstæðismenn varpa öndinni
léttar yfir því að Albert samþykkti
tilboð flokksformannsins um að
hann færi ekki af listanum og með
því tókst formanninum að forða frá
sérframboði og klofningi af hálfu
Alberts Guðmundssonar. Þetta em
mikil fagnaðartíðindi fyrir alla þá
kjósendur sem vilja Sjálfstæðis-
flokknum vel og halda í heiðri lög
og reglur og góða mannasiði. Þeir
máttu ekki til þess hugsa að missa
Aibert út af listanum og spilla þann-
ig fyrir þeirri kjölfestu sem Sjálf-
stæðisflokkurinn er og hefur verið í
löghlýðnu og réttlátu þjóðfélagi.
Nú var það þannig að Þorsteinn
Pálsson og skattrannsóknarstjóri og
sjálfsagt fleiri lögfróðir aðilar í
landinu vom búnir að finna það út
að Albert heföi ekki talið rétt fram
til skatts. Þeir grófu upp ávísanir
sem út höfðu verið gefhar af Haf-
skipi á sínum tíma og stílaðar á
Albert. Albert lagði þessar ávísanir
inn á einkareikning sinn og taldi
þær aldrei fram til skatts. Þetta hef-
ur Albert viðurkennt sjálfúr og segir
Sterkir
að þetta hafi verið gleymska og mis-
tök vegna þess að fylgiskjöl fylgdu
ekki með.
Það hefur og komið í ljós að for-
maður Sjálfstæðisflokksins, sem er
núverandi fjármálaráðherra og
væntanlegur forsætisráðherra, telur
að þessi mistök Alberts komi í veg
fyrir að hann geti setið í ríkisstjóm
áfram. Sjálfur hefur Þorsteinn orðað
þetta svo að pólitísk siðsemi leyfi
ekki að svo háttsettur maður sé upp-
vís að röngu skattframtali og gerði
þess vegna þá kröfu til Alberts að
hann segði sig úr stjóminni. Við
þessum tilmælum hefur Albert orðið
enda ríkisstjómin að syngja sitt síð-
asta hvort sem er.
Hitt er annað að bæði formaðurinn
og Albert skilja að önnur lögmál
gilda fyrir Sjálfstæðisflokkinn held-
ur en ríkisstjómina. Þetta tvöfalda
siðgæði kemur Sjálfstæðisflokknum
afar vel þvi maðurinn sem ekki er
af siðferðislegum ástæðum boðlegur
í rfkisstjóm er fullkomlega gjald-
gengur í efsta sætið í Reykjavík. Það
hefði verið bagalegt, svo ekki sé
kveðið fastar að orði, ef siðsemin
heföi gengið út yfir flokkinn líka því
þá heföi Albert neyðst til að bjóða
fram sér og sópa þannig öllu fylginu
til sín sem Sjálfstæðisflokkurinn
heföi fengið ella. Þetta veit formað-
urinn og vill hafa Albert í fyrsta
sæti til að draga að kjósendur þótt
hann sé útskúfaður úr ríkisstjóm-
inni fyrir sakir sem formaðurinn
telur óverjandi. Af þessu máli sann-
ast svo ekki verður um villst að
ávirðingar í garð stjómmálamanna
um vafasöm fjármál em þeim frekar
til framdráttar ef eitthvað er. Þannig
kemur það í ljós að það hafa verið
mikil mistök hjá Alþýðubandalaginu
að bola Guðmundi J. Guðmundssyni
út af sínum lista fyrir það að hafa
þegið fé hjá Albert með nokkuð sér-
stæðum hætti. Og það hafa líka verið
mistök hjá Alþýðuflokknum að
koma í veg fyrir áframhaldandi
framboð Stefáns Benediktssonar
þótt hann hafi verið borinn þeim
sökum að hafa misfarið með flokks-
sjóðinn hjá Bandalagi jafhaðar-
manna. Þessir menn báðir hefðu
augljóslega styrkt flokka sína tölu-
vert ef þeir hefðu fengið sæti á þeim
í ljósi síðustu atburða. Best heföi
verið ef þeir hefðu fengið efstu sætin
eins og Albert því þá hefði það ekki
farið framhjá nokkrum manni að
þeir vom einmitt í efstu sætunum
vegna afskipta sinna af fjárreiðum
og fjármálum. Jafhvel þótt ekki heföi
verið hægt að sanna á þá skattsvik
þá var þó alténd hægt að gefa ýmis-
legt í skyn um fjársýslu þeirra og
þannig mundi Albert ekki vera einn
um hituna.
Framsóknarflokkurinn er til að
mynda afar heppinn með það að
hafa Guðmund Þórarinsson i efsta
sæti hjá sér en hann hefúr einmitt
verið bendlaður við að vera bróðir
bróður síns sem lenti í fyrra i ein-
hverju klandri með peninga. Fram-
sóknarmenn og Guðmundur vom að
reyna að hreinsa sig af þessu slúðri
en nú ættu þeir endilega að snúa
við blaðinu og sanna á Guðmund
einhver tengsl við bróðurinn ef vera
kynni að flokkurinn næði þannig í
nokkur atkvæði. Dagfari