Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987. Viðskipti Fiskmarkaðurinn í Hull: Danir kaupa íslenskan fisk í saltfiskverkun kvartað undan gæðum íslenska netafisksins Það vakti athygli tíðindamanns DV á fiskmarkaðnum í Hull í síðustu viku að danskir aðilar keyptu allan þor- skinn frá íslandi og fluttu hann til Danmerkur með kælibílum og ferjum. Það er mjög algengt að Danir kaupi íslenskan fisk á þessum markaði. Að sögn umboðsmanns dönsku aðilanna í Hull fer þessi fiskur í saltfiskverkun í Danmörku og er síðan seldur til S- Evrópu. Ástæðan íyrir því að Danir kaupa íslenska fiskinn er stærð hans sem er ákjósanleg til saltfiskverkunar. Verðið sem Danir greiddu fyrir fiskinn í Hull á fimmtudaginn í síðustu \dku var á bilinu 60 til 65 krónur íslenskar fyrir kílóið. Þá er eftir að greiða flutn- ingskostnaðinn til Danmerkur. Um leið og Danir kaupa stóran fisk frá íslandi eru þeir sjálfir að selja smáþorsk á markaðnum í Hull. Svo smár var þorskurinn frá Danmörku að hann var á stærð við væna síld. En þessi smáþorskur var mjög ferskur en óhugnanlega smár. Á markaðnum þennan dag var þorskur frá írlandi og Skotlandi og var þar um áberandi fallegan fisk að ræða. Aftur á móti var ástand íslenska netafisksins allt annað en gott. Hann var mjög laus í sér og útlit hans ekki fyrir augað. Fiskkaupendur höfðu orð á því að þetta væri of algengt með íslenska fiskinn og sögðu meðferð hans um borð í fiskiskipum ekki nógu góða og sömuleiðis væri oft illa ísað í gámana. Stundum rangt ísað og stundum væri of lítið ísað. Alveg sömu sögu er að segja frá Þýskalandi. Þar er kvartað yfir gæð- um íslenska fisksins. Að sögn Ara Halldórssonar, sem er umboðsmaður fyrir íslenskan fisk í Bremerhaven, er kvartað undan gæðunum og þá alveg sérstaklega þeim fiski sem togaramir koma með sem oft er orðinn 21 til 23ja daga gamall. Þótt ástandið sé betra hvað gámafiskinn varðar er það hvergi nærri nógu gott og aldrei verra en þegar netafiskiríið stendur sem hæst. í harðnandi samkeppni hljóta þessar kvartanir að vera okkur íslendingum mikið umhugsunarefhi og ekkert er hættulegra en að íslenski fiskurinn fái það orð á sig yfirleitt að vera vont hráefrii. -S.dór Hann var ekki beint fallegur útlits þorskurinn frá íslandi á markaðnum í Hull i siðustu viku. Þetta var netafiskur og kvörtuðu menn yfir netafiskinum frá íslandi. Danir kaupa mikið af stærri þorskinum frá ísiandi á markaðnum í Hull og fiytja hann til Danmerkur í saltfiskvinnslu. DV-mynd S.dór Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggö Sparisjóösbækur 10-11 Lb óbund. Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsögn 1119 Vb 12 mán. uppsögn 13-22 Sp.vél. 18mán. uppsögn 20.5-22 Sp Ávísanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikningar 4-7 Sp Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb, Lb.Úb, Vb 6 mán. uppsögn Innlán meö sérkjörum 2.5-4 Ab.Úb 10-22 Innlán gengistryggö Bandaríkjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 8,5-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskar krónur 9-10.25 Úb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 19-20 Lb.Úb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 22 eða kge Almenn skuldabréf(2) 20-21.5 Ab.Úb Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(vfirdr.) 20-21.5 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5árum 6-7 Lb Til lengri tíma 6.5-7 Ab.Bb. Lb.Sb. Úb.Vb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 16,25-21 Ib SDR 7.5-8.25 Lb Bandarikjadalir 7.5-8 Sb.Sp Sterlingspund 11.25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 55-6,5 Bb.Úb, Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-6,75 Dráttarvextir 30 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala mars 1614 stig Byggingavísitala 293 stig Húsaleiguvísitala Hækkaói 7.5% 1 jan. HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 113 kr. Eimskip 300 kr. Flugleiðir 450 kr. Hampiöjan 140kr. Iðnaðarbankinn 135kr. Verslunarbankinn 125 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21 % ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil- alána er 2% baeði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum. Bobbingur úr áli sem ÍSAL er að gera tilraunir með. Tilraunir með bobbinga úr áli - einnig er farið að smíða handfærarúliur úr áli Á vegum íslenska álfélagsins standa nú yfir tilraunir með að smíða bobb- inga fyrir fiskiskip úr áli. Til þessa hafa bobbingar verið gerðir úr stáli eða gúmmíi en þetta er í fyrsta sinn sem alvarleg tilraun er gerð til að smíða þá úr áli. „Véltak byrjaði þessar tilraunir en hætti við og við tókum upp þráðinn aftur og síðan um jól hafa bobbingar úr áli verið um borð í einu fiskiskipi og er verið að kanna hvað þeir enci- ast. Einnig er verið að kanna ýmis melmi til að komast að því hvert þeirra endist hest,“ sagði Pálmi Stefánsson, tæknifræðingur hjá ÍSAL. Pálmi sagði enga leið að spá fyrir um hver ending álbobbinganna gæti orðið en án ábyrgðar sagðist hann trúa að styrkleiki þeirra myndi liggja á milli stáls og gúmmíbobbinganna. Hann sagðist vera viss um að hægt væri að steypa góða bobbinga úr áli, spumingin væri aðeins hvað þeir ent- ust. Þá má einnig geta þess að á Akur- eyri eru nú smíðaðar handfæravindur og er húsið utan um þær steypt úr áli. Hafa þessar vindur líkað mjög vel. -S.dór Svonefndur háifbobbingur úr áli Yfíimaður framkvæmdadeildar NATO: Kvartar undan háum framkvæmdakostnaði - sagður alft að 75% hæiri hér en annars staðar I boðsferð, sem sex sveitarstjómar- menn fóm á vegum NATO til höfuð- stöðva bandalagsins í Brussel, kvartaði einn af yfirmönnum fram- kvæmdadeildar NATO yfir háum framkvæmdakostnaði hérlendis og sagði hann allt að 75% hærri en ann- ars staðar. „Það er rétt að þessi aðili kvartaði undan kostnaðinum, hann sagðist geta skilið að sum byggingarefhi, eins og til dæmis stál, væm dýrari hér vegna flutningskostnaðar en átti bágt með að trúa að slíkt næði yfir innlend byggingarefni eins og sement," sagði Unnar Stefánsson, ritstjóri Sveitar- stjómarmála, í samtali við DV en hann var einn sexmenninganna. „Hann lét svo að því liggja að þeir hjá NATO gætu allt eins tekið með sér sementið næst er þeir legðu í fram- kvæmdir hér.“ Unnar sagði að ferðin hefði verið almennt til að kynna þeim starfsemi bandalagsins og hefði ýmislegt fróð- legt komið fram í henni, m.a. að NATO hefur byggt upp flesta flugvelli, vegi og fjarskiptakerfi í Norður-Noregi og liti á það sem eðlilegan þátt í vamar- starfinu. Islendingamir höfðu margs að spyrja og þá helst um hvort NATO hefði áhuga á byggingu varaflugvallar hér á íslandi. Því var svarað til að nauðsynlegt þætti að hafa slíkan flug- völl á norðurslóðum, sérstaklega ef samningar tækjust um frystingu kjamorkuvopnakerfa í Mið-Evrópu. I framhaldi af slíku mætti búast við aukinni spennu á norðurslóðum. At- hugað hefði verið með staðsetningu varaflugvallar á Grænlandi, í Færeyj- um og á íslandi og ljóst að Færeyjar væm út úr myndinni. Fulltrúamir vom, auk Unnars, frá ísafirði, Keflavík, Seyðisfirði og tveir frá Sauðárkróki. -FRI Stokkseyri: Leikskóli boðinn út Söhri Ólafeaon, DV, Slokkseyii Nýlega vom send út útboðsgögn vegna byggingar nýs leikskóla á Stokkseyri. Þetta er lokað útboð og var óskað eftir að 5 eftirtaldir aðilar sendu inn tilboð: byggingameistaram- ir Hinrik Ámason, Stokkseyri, Eggert Guðmundsson og Agnar Pétursson, Selfossi, og fyrirtækin Samtak hf. og GS einingahús. Tilboðunum þarf að skila fyrir 20. mars nk. Áætlað er að ljúka byggingunni í lok ágúst og opna þá nýja skólann. Fram að þessu hefur leikskólinn verið í leiguhúsnæði við Eyrarbraut. Hún Ingibjörg Guðmundsdóttir verður ánægð að komast i nýja leikskólann. ■ í v I s i!) s j DV-mynd Sölvi lauoebsfcniítfu-ií r. <nbi hzsi rííc*vr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.