Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987.
Utlönd
Hafa beyg af vígbún-
aði Sovétríkjanna
Teikning þessi sýnir SS-25 kjamaflaug Sovétmanna, en hún af iangdrægari gerðinni sem komast heimsálfanna
á milli. Hana settu Sovétmenn á flytjanlega skopalla 1985. - simamynd Reuter
1 nýjustu skýrslu bandaríska her-
málaróðuneytisins af hemaðarmætti
Sovétmanna og vígbúnaði segir að
Sovétmenn hafi tekið í gagnið nýjan
kjamorkukafhát af Delta4 gerðinni
og að síðar á þessu ári muni þeir
hafa tiltæka SSX-24 flaugina sem ber
tíu kjamorkuhleðslur.
Caspar Weinberger vamarmóla-
ráðherra kynnti skýrsluna á fundi
með blaðamönnum í Washington í
gær og sagði að Varsjárbandalags-
ríkin kepptust áfram við að vígbúast
og söfhuðu birgðum árásarvopna.
Þar væri bæði um að ræða nýrri
útgáfur af eldri gerð eldflauga, með-
aldrægra og langdrægra, og sömu-
leiðis hefðbundnari gerð vígvéla,
eins og herþotur, skriðdreka, þyrlur
og fleira.
Bandaríkjamenn halda því fram
að á flestum sviðum landhemaðar
og hergagna, sem honum fylgja,
standi Varsjárbandalagið öflugra og
allt upp í sexfalt öflugra.
TASS-fréttastofan sovéska ber
þetta til baka og segir skýrsluna
uppfulla af lygum sem miði að því
að eitra andrúmsloftið í Genfarvið-
ræðunum og spilla fyrir samningum.
Caspar Weinberger, vamarmálaráðherra Bandarikjanna, hampar á lofti
skýrslu hermálaráðuneytisins um mat á vígbúnaði Sovétmanna sem Was-
hingtonstjóminni stendur stuggur af. - simamynd Reuter
Disney-land
í Frakklandi
Forvígismenn Walt Disney-fyrírtækisins bandariska og frönsk yfirvöld hafa
undirritað samning sem felur i sér að sett veröi upp við Mame-la-Vallée
(um 45 km austur af Paris) leiksvæði i líkingu við hiö fræga Disney-land
í Bandaríkjunum. Á meðfylgjandi mynd sést Michael D. Eisner, stjómarfor-
maöur Disney-fyrirtækisins, gefa Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakk-
lands, málverk af sviðsmynd úr teiknimyndinni „Mjallhvít og dvergamir
sjö“ eftir undirskrift samninganna. - simamynd Reuter
Umsjón: Guömundur Pétursson og Ingibjörg B. Sveinsdóttir
Felldu 1200
Ljbýuheimenn
Yfirmaður hersins í Tsjad hefur til-
kynnt að her hans hafi fellt rúmlegá
tólf hundruð líbýska hermenn í árás
er gerð var á sunnudaginn til þess að
taka bækistöðvar Líbýuhers í norður-
hluta Tsjad. Rúmlega fjögur hundruð
líbýskir hermenn voru teknir til fanga.
í sömu tilkynningu var greint frá
því að rumlega fjögur hundruð her-
menn fró Tsjad hefðu fallið og sextíu
særst.
Her Tsjad tóks að komast yfir tals-
verðar vopnabirgðir, sprengjuflugvél-
ar frá Tékkóslóvakíu, sovéskar þyrlur
og fjölda skriðdreka.
Ábóti kærður
fyrir fjársvik
Fyrrverandi ábóti í Austumki
er nú fyrir rétti ákærður fyrir að
hafa svikið fé út úr klaustrinu sem
hann veitti forstöðu. Hefur ábót-
inn játað að hafa selt eignir
klaustursins fyrir rúmlega þrjár
milljónir skildinga í eigin nafni.
Segist hann hafa notað féð sem
fékkst fyrir eignimar til þess að
gera urabætur á klaustrinu sem
var illa við haldið þegar hann tók
við embætti 1971. Ábótinn lét af
störfum í febrúar í fyrra er hann
var handtekinn.
Þingsetning í Peking
Deng Yingchao, ekkja Chou Enlais, var í gær viðstödd setningu þingsins í Peking. Deng er oröin áttatíu og þríggja
ára gömul og nýtur hún hér aðstoðar til aö rísa upp er þjóðsöngurinn var leikinn. Tók Deng til orða á þinginu og hvatti
hún þingmenn til að berjast gegn borgaralegum öflum. _ simamynd Reutar