Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987. 11 Uflönd Israelar telja sig hafa efhi sem hrffi gegn eyðni Prófessorarnir Meir Shinitzky (t.v.) og David Samuel hjá Weizmann-stofnuninni í ísrael sem sagðir eru hafa unnið efnið AL721 úr eggjarauðum en það þykir hafa gefið nokkurn árangur gegn eyðniveirunni i tilraunum. Símamynd Reuter ísraelskir vísindamenn telja sig hafa undir höndum efhi sem gefið hefur nokkum árangur í tilraunum þeirra með eyðnisjúklinga. Segjast þeir ætla að kynna efnið á ráðstefnu krabba- meinssérfræðinga í Nice i Frakklandi í næstu viku. Efni þetta kalla þeir AL721 og var það unnið fyrir sex árum af Meir Shin- itsky, prófessor við Weizmann-stofn- unina, úr eggjarauðum, í leit að nýjum krabbameinslyfjum. - Er efhi þetta mjög ódýrt í framleiðslu. Tilraunir með efnið eru skammt á veg komnar en þær hafa þó skilað árangri í meðferð 14 eyðnisjúklinga (10 bandarískra og 4 ísraelskra) við Rokach-sjúkrahúsið í Tel Aviv. Aðferðin felur einnig í sér að kólest- eróli sé eytt utan af eyðnismituðum frumum til þess að hindra þær í að ráðast á heilbrigðar frumur, þannig að líkamanum veitist frestur til að mynda vöm gegn sjúkdómum. - Að vísu er ekki gengið með þessari aðferð Yehuda Skomik, læknir vió Rokach-sjúkrahúsið í Tel Aviv, heldur að blaða- mönnum sýnishomi af efninu AL721. Læknirinn sagði að fjórtán eyðnisjúklingar, sem hefði verið gefið þetta efni inn, hefðu fengið áberandi bata. Simamynd Reuter af eyðniveirunni dauðri. Maðurinn verður honum meinlaus, samkvæmt hefur hana áfram í blóði sínu, en hún vonum ísraelsmannanna. Brennisteinssur slapp út i andrúmsloftið er eldur braust út í málmvinnslufyr- irtæki í þorpinu Nanticoke í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum. Allir íbúar þorpsins, átján þúsund talsins, voru fluttir á brott. - Símamynd Reuter Þorp výnvt vegna brennisteinssúvs Átján þúsund íbúar í Nanticoke í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum flúðu þorp sitt er brennandi verksmiðja spúði brennisteinssúr út í andrúms- loftið í fyrrinótt. Engan þorpsbúa sakaði og á hádegi hafði slökkviliðs- mönnum tekist að ráða niðurlögum eldsins. Kom eldurinn upp á miðnætti og hálftvö um nóttina var tekin ákvörðun um að rýma þorpið. I dögun voru allir þorpsbúar á brott og gistu þeir í kirkj- um eða hjá vinum og ættingjum í nærliggjandi þorpum. Reglubundnum æfingum var þakkað hversu allt gekk fljótt og vel fyrir sig en þær hafa verið haldnar á hveiju ári frá 1980. Dæmdir í fangelsi vegna mengunar Yfirvöld i Tékkóslóvakíu hafa dæmt tvo starfemenn sementsverk- smiðju í íangelsi vegna olíumeng- unar frá verksmiðjunni. Þrír aðrir starfsmenn voru dæmdir til að greiða sektár. AUt að hundrað og níutíu tonn af upphitunarolíu Iáku í ána Oder í Póllandi í nóvember siðastliðnum og leiddi það til viss ágreinings milli landanna tveggja. Yfirvöld í Póllandi sökuðu Tékka um að hafa ekki greint frá að olía hefði runnið út né heldur í hversu miklum mæli. Oder rennur um bæði Tékkóslóvakíu og Pólland yfir í Austur-Þýskaland. Munu Pólverj- ar æöa að fara fram á skaðabætur. Starfemennimir, sem dæmdir voru, hlutu eins og eins og hálfe áre fangelsisvist. Þeim sera dæmdir voru til að greiða sektir verður gert að borga tuttugu prósent af laumun sínum í átta mánuði. Indíánar Amazon í mót- mælaaðgerð Indíánar í Brasih'u hindruðu umferð á jámbraut á Amazon svæðinu í gær til þess að leggja áherslu á kröfu sína um brottför hvítra innflytjenda af svæðinu. Ekki kom til átaka og stóðu mót- raæiin aðeins yfir i tvær klukku- stundir. Voru indiánamir að mótmæla veru tvö hundruð hvítra fjöl- skyldna á jörðum þeirra. Saka þeir innflytjendur um að smita þá af mislingum, inflúensu og öðrum kvillum. Talsmenn baráttusamtaka indí- ána segja vaxandi straum gullgraf- ara ógna tilvem þeirra. Þegar portúgalski landkönnuðurinn Pedro Alvares Cabral kom til Brasillu árið 1500 voru indíánar þar taldir vera um fimm milljónir talsins. Nú em þeir tvö hundruð og tuttugu þúsund Hundrað kílóa sprengju var komið fyrir í þessari Toyotu fyrir utan höfuö- bækistöðvar breska hersins í Vestur-Þýskalandi. írski lýðveldisherinn (IRA) hefur lýst yfir ábyrgð á verknaöinum. - Simamynd Reuter IRA lýsir yfir ábyrgð á sprengjutilræðinu Það var írski lýðveldisherinn sem stóð á bak við sprengjutilræðið við höfuðstöðvar breska hersins í Vestur- Þýsklandi á mánudagskvöldið. Einnig hafa samtök, er berjast fyrir frelsun Vestur-Þýskalands, lýst yfir ábyrgð á sprengingunni sem var mjög öflug. Hundrað kílóa sprengju hafði verið komið fyrir í bíl fyrir utan matskála yfirmanna hereins. Alls særðist 31 maður og liggur 21 á sjúkrahúsi. Sprengingin varð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, fór frá Bonn eftir viðræður við Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.