Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987. Spurningin Hvað fannst þér um úr- slit söngvakeppninnar? María Jóhannsdóttir ritari: Mér fannst lagið í fyrsta sæti alveg á- gætt, stúlkan sem söng það var líka svo elskuleg og sæt. Ég vona bara að þau eigi eftir að ná langt þó ég búist ekki við miklu. Kjartan Jónsson lögreglumaður: Ég hef bara ekkert hlustað á lögin svo ég er ekki dómbær um úrslitin. Nanna Leifsdóttir hárgreiðslumeist- ari: Mér fannst lagið sem vann mjög fallegt og eiga virkilega skilið að vinna. Nanna Guðmundsdóttir, hár- greiðslumeistari með meiru: Mér fannst lagið í fyrsta sætinu mjög fal- legt og gæti alveg trúað því að það kæmist langt í keppninni. var tvímælalaust besta lagið í keppn- inni en ég efast stórlega um að við vinnum eða komumst ofarlega á lista með þessu lagi. Þetta er allt of rólegt lag til þess, það vantar allt fjör eða drifkraft í það. Árni Jóhann Oddsson nemi: Mér leist alveg ágætlega á úrslitin en hefði ég fengið að ráða þá hefði ég frekar vilj- að að lag númer 2, þ.e. Lífið er lag, hefði unráð, njér.fan/vsí þaðflottíica- Lesendur Bamameðlög nógu há! Sigmundur H. Guðmundsson skrif- ar: Ég rak augun nú um daginn í fúnd- arboð Félags einstæðra foreldra þar sem boðað er til umræðu um bama- meðlög. Þar er tíundað að meðlag meðlagsgreiðanda er um 43.631,00 á ári en talið er hins vegar að þurfi 178.720,00 til að framfleyta 6 ára gömlu barni á ári. Ég ætla ekki að vefengja þá tölu en aftur á móti að benda á að útreikningur meðlaga er kolrangur og í engu samræmi við neitt. Ég sé fyrir mér hvemig það liti út frá mínum bæjardyrum ef meðlagið hækkaði enn meir, þar sem ég hef fjögur meðlög til að greiða á mánuði. Það verður ekki fram- kvæmanlegt fyrir margan manninn og mjög óraunhæft dæmi. Ef dæmi er tekið, segjum að meðlagsgreið- andi sé drvkkjusjúkur og afli engra tekna þá á hans bam að sjálfsögðu ekki að fá neitt meðlag því faðirinn hefur enga peninga aflögu, sé það aftur á móti hress og duglegur ráð- herra ætti hann að getað borgar með sínu barni ca 25% af launum sinum og eins fæm allir aðrir að. Meðlag bamanna velti sem sagt á tekjum feðranna, vissri prósentu af launun- um þeirra eftir því hversu há þau em. „Mér finnst að barnameðlögin eigi að velta á tekjum feðranna, vissri pró- sentu af launum þeirra eftir þvi hversu há þau eru. “ A þennan hátt væri komið í veg laga væri að borga meðlög fyrir fyrir að Innheimtustofnun sveitarfé- menn sem ættu enga peninga og koma aldrei til með að eignast þá. Einnig gæti hún ekki safnað skuld- um fyrir hina sem tímabundið em á lágum tekjum eða alla ævi. Rökin fyrir því að innheimt verði prósenta af launum manna til fram- færslu barna sinna er einfóld, hefði ekki komið til skilnaðar hefðu við- komandi lagt allt sitt til heimilis- reksturs, það sem þeir ættu og ekkert fram yfir það. Það er áreiðanlega oftar en sjaldn- ■ ar sem skilnaðurinn verður vegna fjárhagserfiðleika og í þeim tilfellum er ekki hægt að ætlast til að fjár- hagurinn batni við skilnaðinn. Annað mál er að eftir skilnaðinn er það foreldrið sem ekki fer með forræðið yfir bami sínu skattlagt eins og einstaklingur með enga framfærslu aðra en helming af bamameðlögum. Þetta gerir greiðslubyrði viðkomandi einstakl- inga nokkuð þunga og eins allar aðrar skuldbindingar, s.s. heimilis- hald, að taka bömin til sín, kaupa föt, kosta námskeið eða leggja nokk- uð frekar til handa bömum sínum. En í þessum málum er mjög erfitt að alhæfa vegna þess hversu aðstæð- ur manna em misjafnar. Það er mál að á þessum hlutum verði tekið af alvöru og reynt að finna lausn sem flestir geta sætt sig við. RÚV: Vantar þýskt efni Gunnlaugur Karlsson hringdi: Mig langaði að biðja sjónvarpið að hefja sýningar á Sjúkrahúsinu í Svartaskógi aftur. Mér finnst hálfgert tómarúm þegar sjúkrahúsþættimir em ekki. Það er mjög gott að viðhalda þýskunni með því að fá að heyra þýskt mál i myndum og það er mjög einhæf stefna að hafa bara amerískt væl! Það væri líka mjög vel þegið ef hin- ir frábæm þættir með Derrick væm sýndir. Mér finnast Derrick-þættimir þúsund sinnum betri en þessir leiðin- legu gervi-spæó Mike Hammer. Vonast ég til þess að bón minni verði sinnt! ■ v Derrick-þættirnir vom þúsund sinnum betri en þessir leiöinlegi gervispæó, Mike Hammer. Eurovisionsöngvakeppnin: Bubbi sigur- strang- legastur Freyja Ásgeirsdóttir skrifar: Ég er alveg sammála Ásgeiri Ágeirs- syni um að senda Bubba Morthens hinn frábæra söngvara út til Bmssel í Eurovision söngvakeppnina. Við gerðum okkur mjög miklar von- ir í fyrra með Icy og Gleðibankann en urðum fyrir miklum vonbrigðum. Sendið Bubba út og við vinnum þessa keppni! Ég er mikið hissa yfir öllum þeim fjölda lesenda sem vilja fá Björgvin Halldórsson í keppnina þó Björgvin syngi ágætlega þá passar hann alls ekki í þetta. Ég veit um fjölda fólks sem myndi vilja fá Bubba í keppnina, ef fólk vill eiga einhvem sigurmöguleika þá eig- um við að senda Bubba út. Það er ekki nóg að horfa bara á hana og sjá ísland lenda í einhverju af neðstu sætunum. Vil ég biðja forráðamenn keppninnar að athuga þetta mál vel. „Ef við viljum virkilega vinna þá sendum viö þann eina sem getur unnið en þaö er Bubbi." > . , jjMbert segi af sér“ Sigríður Stefánsdóttir skrifar: Mikið pólítískt fjaðrafok hefúr verið út af Albert Guðmundssyni iðnaðar- ráðherra út af afsláttargreiðslum, er fyrirtæki hans fékk frá Hafskipi, sem vom síðan ekki færðar í bókhaldið. Ég held að það hljóti að vera mál til komið að Álbert taki sér hvíld og þó fyrr hefði verið. Siðferðislega séð hljóta það að teljast mikil afglöp af íjármálaráðherra, yfirmanni skatt- rannsókna, að gleyma að bókfæra svona nokkuð. Eins og allir vita er Albert fyrir- greiðslupólitíkus og það á skattborg- aranna kostnað og þess vegna heldur hann eflaust þessum stuðningsmönn- um sínum. Þó Albert vilji meina að hann hafi ekki komið nálægt þessu fyrirtæki sínu í 13 ár og því sé ekki um að ræða hans mistök er fyrirtækið á hans nafhi og því á hans ábyrgð. Hvemig er hægt að ætlast til að hinn almenni borgari gangi rétt frá sínum skattamálum er yfirmaður skattrann- ^kna ^et^.þjað ekld, einUjSÍnpi'’

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.