Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987. 13 Neytendur RÆÐUR MIKLU UM LÍEWM ÞÍNAOG HEILSU Athugaðu málið: • Er ioftið hreint? © Og birtan hæfileg? # Er hávaði í lágmarki? • Er umgengni góð? • Er vinnuaðstaða hentug? » Og andinn góður? Hver er öryggistrúnaðarmaöur/öryggísvörður hér? f' 4' Vinnueftirlrt rikisins Þetta veggspjald er einn þáttur i forvarnar- og iræðslustarfi Vinnueftirlits rikisins. Á næstunni munum við kynna bæklinga um vinnuvernd. Islenskar skrifstofur í framhaldi af grein hér á síðunni um óhollustu vinnustaða höfðum við samband við Vinnueftirlit ríkisins og fengum ráðleggingar um hættur sem leynst geta á skrifstofum. Þar varð fyrir svörum Guðmundur Eiríksson. Hann taldi að ástandið hér væri ekki ósvipað því sem gerðist ann- ars staðar. Þó voru nokkur atriði sem hann benti okkur á í þessu sambandi. í fyrsta lagi að nota ekki teppi á skrifstofum. Teppi eru oft úr alls kyns gerviefnum og geta þau valdið þurru lofti. Ef þau eru á gúmbotni úr gervi- efni getur átt sér stað útgufun ýmissa leysiefna. Betra er að nota kork, dúk, eða parkett og þrífa það með vatni og sápu. 1 öðru lagi er nauðsynlegt að við- halda réttu rakastigi. Gott er talið að raki sé á bilinu 4CÞ-60% en í lagi þó hann fari niður í 30%. Varðandi rakatæki geta þau verið gróðrarstíur fyrir bakteríur. Rakatæki af ódýrari gerðum eru þess eðlis að á þau þarf að bæta vatni daglega. Ef þau eru ekki sótthreinsuð á hverjum degi er vatnsgjöfin aðeins til að auka gerla- gróður. Dýrari tækin eru búin ýmsum sótthreinsibúnaði, sum eima vatnið en önnur eyða gerlum með útfjólubláum geislum. Ymis skrifstofutæki geta verið skað- leg. Ljósritunartæki gefa frá sér óson og séu þau þeirrar gerðar sem notar „farva“ og „toner“ gufa upp úr þeim lífræn leysiefni. Hvað tölvur varðar sagði Guðmund- ur að um þær hefðu verið haldnar margar ráðstefnur án þess að nokkuð hefði verið sannað um skaðsemi þeirra. Þó væri ljóst að um einhveija geislun væri að ræða en ekkert væri hægt að segja um áhrif hennar, slíkt yrði tíminn að leiða í ljós. „Þó er það vitað að tölvuskjáir eru ekki jafn- greinilegir og pappír og því spuming hvort það ertir ekki augað að rýna mikið í þá.“ I þriðja lagi er mikilvægt að við- halda hreinlæti og góð loftræsting er nauðsynleg, svo og góð lýsing. -PLP Páskakerti í eggjaskum Nú, þegar líða tekur að páskum, væri ekki úr vegi að fara að huga að skreytingum. Hér á eftir fara ráð- leggingar til að steypa páskakerti Bræddu hvíta kertisstubba í heitu vatni og tíndu kveikina úr. Skerðu gult kerti í fjögurra sentímetra búta, og skafðu dálítið af öðrum enda þeirra til að kveikurinn standi upp úr. Helltu svolitlu af hvíta vaxinu í eggjaskum og láttu það storkna til hálfs og settu síðan gulan kertisbút í það og láttu hann festast. Bættu svo hvitu vaxi í smám saman og láttu það stirðna. Þegar eggið er alsteypt er skurnin tekin utan af því. Guli kertisbúturinn f miðjunni ljómar eins og heiðgul eggjarauða þegar kveikt er á kertinu. -PLP Birta og lundarfar Allir þekkja hin mannbætandi áhrif sólarljóssins enda er það ein af meginástæðum lífs á jörðinni. Fólk flykkist í sólarlandaferðir til að ligþja f sólbaði og ef himinninn er grár svo dögum skiptir leggst slen og deyfð yfir allt mannlíf. Hér á landi eiga margir í hinum mestu erfiðleik- um að þola skammdegið og leggjast jafnvel í þunglyndi er dagur er sem stystur. Það er því greinilegt að ljós hefur mikil áhrif á fólk og er því ekki óeðli- legt að hugsa sem svo að lýsing hafi sitt að segja. Þar sem gervilýsing er allsráðandi myndast hin ákjósanlegustu vaxtar- skilyrði fyrir alls kyns gerlagróður, sem við sólarljós nær ekki að þrífast. Ekki er að fullu búið að rannsaka áhrif þessa gerlagróðurs en þó liggur í hlutarins eðli að hann er ekki hluti af náttúrlegu umhverfi mannsins. Þessi gerlagróður þolir ekki útfiólu- bláa geisla sólarljóss og deyr fljót- lega ef hann verður fyrir sólargeisl- um. Sólarljósið er því nauðsynlegt bæði líkama og sálu og má nefna að það eykur allan þrótt, örvar myndun fjörefna og hreinlega hress- ir. Hér á landi er ekki gefinn mikill gaurnm- að þessum málum. Reynt hefur verið að flytja inn „davlight" ljósaperur en innflytjandi virðist ekki hafa haft bolmagn til að kvnna þær sem skyldi og hafa þær því lítið sem ekkert hreyfst í þeim fáu versl- unum sem tóku þær í sölu. Er það hálfgerð synd þvi þessar perur gefa mun betri lýsingu en jafnvel hefð- bundnar flúrpípm. Þessi gerð lýsing- ar gefúr frá sér bláhvítt ljós sem er þeim eiginleikum gætt að spanna yfir mun víðara svið litrófsins heldm en hefðbundnar ljósaperm' og þvi líkara eðlilegu dagsljósi. Nú er komin á markað önnm gerð lýsingar, svokölluð ..true-light". Þykir þessi lýsing komast nær því markmiði að líkja eftir dagsbirtunni en nokkm önnm tegund lýsingar. og því góð gegn ýmsum þeim kvillum sem hrjá það fólk sem illa þolir lé- lega birtu. Er bandaríska geimvísindastofn unin, NASA, var að velta fyrir sér möguleikanum á því að senda menn út í geiminn, var frá upphafi ljóst að geimfarar þyrftu að lifa og starfa við allt aðrar aðstæður en dæmi voru um. Því var reynt eftir fremsta megni að fyrirbyggja nokkuð það sem gæti valdið þeim vanlíðan. Fljótlega varð ljóst að ef þeim ætti að geta liðið sæmilega vel hlvti lýs- ing að þurfa að vera sem líkust því sem þeir þekktu af jörðinni. Var þvi hafist handa um að hanna algerlega nýja gerð lýsingar er fyllt gæti út í meira svið litrófsins en áður. Afrakstm þessara rannsókna var svo „true light“. Áhrifamikið gegn ýmsum kvillum Þessi gerð lýsingar hefur nú verið sett á frjálsan markað enda hafa komið fram ýmsir kostir hennar. Áhrif hennar gegn skammdegis- þunglvndi em talin svo góð að 1983 veittu bandarísk heilbrigðisyfimöld henni viðurkenningu fyrir að vera áhrifamikið meðal gegn ýmsum streitusjúkdómum og öðrum sem standa í beinu eða óbeinu sambandi váð ónóga lýsingu. Hérlendis er tme light komið á markað fyrir skömmu. Það fæst í versluninni Natma casa á Nýbýla- vegi í Kópavogi. Eingöngu er um flúoi-pípm að ræða. og em þær til í fimm stærðum. frá 45-150 cm langar og em með ábyrgð til tveggja ára. Þær kosta frá kr. 1.151-1.390. -PLP Hin sívinsœla og myndarlega FERMINGAR- GJAFAHANDBÓK kemur út á morgun. ÞÚ getur verid viss um ad finna réttu gjöfina handa fermingarharninu í henni. SÖLUBÖRN! Vinnid gkkur inn vasapeninga AFGREIÐSLAN ER í ÞVERHOLT111 SÍMI27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.