Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987. 9 Utiönd Casey heilinn á bak við vopna- flutning til contra Ólafnr Amaisan, DV, New Yorlc Rannsóknaraðilar á vegum Bandaríkjaþings hafa komist yfir upplýsingar sem benda eindregið til þess að William Casey, fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjón- ustunnar, hafi verið heilinn á bak við áætlun Reaganstjómarinnar um að koma hergögnum til contra- skæruliðanna í Nicaragua. Að sögn þingmanna, sem vinna að rannsókn málsins, hefur rannsóknin í auknum mæli beinst að þætti Caseys sem nú liggur illa haldinn á sjúkrahúsi af völdum heilaæxlis. En þingmennimir vildu ekki gefa upp hvaða sannanir þeir hefðu undir höndum. Ekki er ljóst hvort Casey átti.aðild að tilfærslu hagnaðar til contraskæmliðanna vegna vopna- sölunnar til Irans. í síðasta mánuði sagði Robert Gat- es, forstjóri leyniþjónustunnar, að hvorki Casey né nokkrir aðrir innan leyniþjónustunnar hefðu átt þátt í ólöglegum aðgerðum. Talsmaður leyniþjónustunnar sagði í gær að það hefði verið brýnt fyrir starfs- mönnum hennar að eiga enga samvinnu við einkaaðila sem veita contraskæmliðunum stuðning og að fróðlegt væri að háttsettir menji inn- an leyniþjónustunnar hefðu brotið gegn þeirn stefnu. Rannsóknaraðilar halda þvi hins vegar fram að Casey hafi hvatt Oli- ver North, sem þá starfaði fyrir öryggisráð Bandaríkjaforseta, til að skipuleggja aðstoð við skæmliðana. Segja þeir að Casey hafi snúið sér til North vegna þess að þátttaka leyniþjónustunnar mátti ekki kom- ast upp því þá hefði þurft að skýra þinginu frá gangi mála. Þetta skýrir hvers vegna tiltölu- lega lágt settur foringi eins og Oliver North gat stjómað jafn umfangs- mikilli aðgerð. Þetta gæti einnig verið skýringin á því hvers vegna North taldi sig hafa leyfi til að nota hagnaðinn af vopnasölunni til írans til þess að aðstoða contraskæmlið- ana. „Fingraför Caseys em út um allt í þessu máli,“ sagði einn þeirra sem að rannsókninni standa. „Það er ljóst að North þurfti á sérfræði- þekkingu og aðstoð leyniþjón- ustunnar að halda til þess að framkvæma allt það sem hann gerði í Mið-Ameríku.“ William Casey, fyrrum forstjóri bandarisku leyniþjónustunnar, er talinn hafa staöiö á bak við vopnaflutning Bandarikjamanna til contraskæruliða í Nicaragua. - Símamyrtd Reuter Gagnrýna för Herzogs til Vestur-Þýskalands Leiðtogar Likud flokksins í Israel, ferðaáætlun sína og sagði forsetann sem er flokkur Yitzhak Shamirs for- vera að endurgjalda heimsókn forseta sætisráðherra, hvetja nú eindregið Vestur-Þýskalands, Richard von forseta landsins, Chaim Herzog, til Weizsaecker, frá því 1985. þess að aflýsa fyrirhugaðri för sinni í Flokksmenn em einnig óánægðir næsta mánuði til Vestur-Þýskalands. með að heimsóknin skuli fara fram á Hafa þeir gagmýnt forsetann opin- sama tíma og réttarhöldin yfir John berlega fyrir að þiggja boð svo fljótt Demjanjuk sem fullyrt er að hafi verið eftir útrýminguna á gyðingum í seinni fangavörður í útrýmingarbúðum nas- heimsstyrjöldinni. Talsmaður forset- ista og gengið undir auknefhinu ívan ans kvað hann mundu halda fast við grimmi. Gabi Veizman, sem komst lífs af úr útrýmingarbúðum nasista, mótmælti i gær fyrirhugaðri för Chaim Herzogs, forseta ísraels, til Vestur-Þýskalands i næsta mánuði. Mótmælin fóru fram fyrir utan réttarsalinn i Jerúsalem þar sem haldin eru réttarhöld yfir John Demjanjuk, meintum fangaverði í útrým- ingarbúðum. Likud flokkurinn í ísrael hefur einnig mótmælt för forsetans. i il I i • J'i t * i \ t L \ i 14 l ’í í ; ■- i í í í i t i i L * ; . - u } \ - Símamynd Reuter VAREFAKTA er vottorð dönsku neytendastofnunarinnar um eiginleika vara, sem framleiðendur og innffytjendur geta sent henni til prófunar, ef þeir vilja, með öJrum orJum, ef þeir þora! EKTA DÖNSK GÆDIMED ALLT Á HREINU - fyrir smekk og þarflr Norðurtandabua - gædi á góðu verði! þorir og þolir KALDAR STADREYNDIR um það sem máli skiptir, svo sem kælisvið, hystigetu, einangrun, styrk- leika, gangtima og rafmagnsnotkun. Hátúni 6a, sími (91) 24420 tiroiiynioyu ;iíoí«.'ií’

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.