Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987. Bára Magnúsdóttir, skólastjóri JSB: Fréttir eiga að vera hlutlausar Andlát Tilkyrmingar Málstofa heimspekideildar Næsta erindi verður fimmtudag 26. mars kl. 16.15 í stofu 301 í Árnagarði. Þá flytur Jónas Gíslason dósent erindi sem nefnist „Andsvar kirkjunnar við nýrri öld“. Að loknu erindi verða umræður. Öllum er heimill aðgangur. í gærkvöldi Tónleikar Tónleikar í Gerðubergi Sunnudaginn 29. mars kl. 15 verða tónleik- ar í Gerðubergi á vegum Menningarmið- stöðvarinnar þar. Agústa Ágústsdóttir sópransöngkona, Gunnar Bjömsson, sellóleikari og Vilhelmína Ólafsdóttir, píanóleikari flytja eftirtalin verk: Svítu fyrir einleiksselló nr. 4 í Es-dúr eftir Jó- hann Sebastian Bach, Fimm söngva við ljóð Mathilde Wesendonk eftir Richard Wagner og Tvo söngva fyrir altrödd og lágfiðlu (selló) eftir Jóhannes Brahms. Maraþondans í Seljaskóla Síðastliðið föstudagskvöld hófu nemendur úr 8. bekk í Seljaskóla í Breiðholti mara- þondans. Upphaflega var takmarkið að dansa a.m.k. í 40 tíma og slá gildandi ís- landsmet en eftir að hafa dansað í 45 tíma fannst þeim rétt að gera þetta myndarlega og bættu íslandsmet 48 tíma. 1 upphafi byrjuðu 35 en eftir 48 tíma stóðu eftir 9. Ný auglýsingastofa Magnúsar Olafssonar Nýlega hóf starfsemi sína Auglýsingastofa Magnúsar Ólafssonar að Austurströnd 10, Seltjarnarnesi, í húsnæði prentsmiðju Ól- afs Karlssonar. Auglýsingastofa þessi er frábrugðin öðrum slíkum stofum að því leyti að öll þjónusta er á sama stað, þ.e. alhliða auglýsingagerð, útlitshönnun blaða og tímarita, setning, umbrot, filmu- gerð og prentun á alls konar verkefnum. Einnig er ráðgjöf í sambandi við auglýs- ingagerðina. Ef viðskiptavinur vill t.d. auglýsa í útvarpi eða sjónvarpi fær hann ráðgjöf í því sambandi og sér Magnús al- veg um þá hlið mála og alla gerð á þeim auglýsingum. Svo hefur Magnús hugsað sér að bjóða upp á nýjung í auglýsinga- gerð en þ.e. „skyndiauglýsingaþjónustu" sem felst í því að auglýsingar eru gerðar með stuttum eða engum fyrirvara þannig að viðskiptavinurinn getur jafnvel hringt inn textann á auglýsingunni og gefið upp stærð hennar, sótt hana svo nokkru seinna. Einnig komið með hana og beðið eða unnið hana í samvinnu við Magnús. Þessi þjónusta á örugglega eftir að mæl- ast vel fyrir. Auglýsingastofa Magnúsar verður opin frá kl. 9 á morgnana alla daga og símarnir eru 611533 og 51332. Ýmislegt Aðalmálið í gær var að sjálfsögðu Albertsmálið og eins og Reykvíkinga flesta þá setur mann hljóðan að það skuli vera farið svona með þennan Reykjavíkurmann. Það skyggir á allar aðrar fréttir þessa dagana hvemig þessu reiðir af og þó svo að á ýmsu gangi í pólitíkinni þá heyr- ast mér viðbrögðin í þessu máli vera sjokkerandi hér í höfuðborginni. Á heildina litið er ég ánægð með fjölmiðlana okkar, samkeppnin er til góðs. í augnablikinu hlusta ég mest á Bylgjuna, að vísu með afturhvarfi á gömlu stöðina, þessa fastmótuðu Bára Magnúsdóttir. dagskrárliði sem maður er vanur. Það verður að segjast að þetta er gott hvað með öðm. Um sjónvarpið er það að segja að samkeppnin er góð, gamla stöðin hefur lifnað við og efiiið er fjöl- breyttara. Mér finnst betra að hafa stutta þætti í stað langloku fram- hafdsþátta. Mér finnst að fréttaflutningur al- mennt ætti að vera svolítið gætnari, að hrópa ekki úlfur, úlfur þegar ekk- ert er að gerast. Fréttir eiga að vera hfutlausar en það á ekki að setja þær upp sem spennumyndasögu. Skúli Þórðarson lést 16. mars sl. Hann fæddist 10. september 1917, sonur hjónanna Hansínu Linnet og Þórðar Bjarnasonar. Hann nam ung- ur úrsmíðaiðn og vann við þá atvinnugrein um árabil. Árið 1965 tók hann við starfi forstöðumanns við Vistheimilið í Gunnarsholti og þar var hans starfsvettvangur í 16 ár. Eftir það vann hann að ráðgjafar- störfum við göngudeild áfengissjúkl- inga í Reykjavík. Skúli var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni eignaðist hann tvo syni. Seinni kona hans er Erla Valdimarsdóttir og eignuðust þau þrjú börn. Útför Skúla verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13.30. Sigurður Betúelsson lést í Landa- kotsspítala þriðjudaginn 24. mars. Ólafur S. Kristjánsson frá Nesi í Grunnavík, til heimilis í Hvassaleiti 155, Reykjavík, lést í hjartaaeild Landspítalans mánudaginn 23. mars. Gréta Rasmussen Kristjánsdótt- ir, Suðurvangi 4, Hafnarfirði, lést á heimili sínu aðfaranótt 24. mars. Einar Bogi Gíslason lést 14. mars sl. Hann fæddist á Króki í Selárdal þann 3. september 1906. Foreldrar hans vom hjónin Gísli Árnason og Ragnhildur Jensdóttir. Einar út- skrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri árið 1926. Hann giftist Vigdísi Andrésdóttur, hún lést árið 1985. Þau hjónin eignuðust einn son. Síðar á ævinni tóku þau til uppeldis fósturdætur. Útför Einars var gerð frá Fossvogskapellu í morgun. Einar Birkir Guðbergsson lést af slysförum síðla dags, þann 23. mars. Gísli Oddsson, Ljósheimum 20, Reykjavík, andaðist í Landspítalan- um 23. mars. Sigurður Sveinsson, Sleggjulæk, lést í sjúkrahúsi Akraness mánudag- inn 23. mars sl. Rósa Lárusdóttir, Dalbraut 25, verður jarðsungin frá kirkju Hvíta- sunnusafnaðarins, Hátúni 2, fimmtu- daginn 26. mars kl. 13.30. Sveina Sveinsdóttir, sem lést 21. mars, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 26. mars kl. 13.30. Jarðarför Páls Stefánssonar, Iðu- felli 12, er lést 16. þessa mánaðar, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 26. mars kl. 13.30. Málfríður Huld Gísladóttir, Há- teigsvegi 20, verður jarðsungin frá Háteigskirkju á morgun, fimmtudag 26. mars, kl. 15. Fimdir Aðalfundur Verktakasambands íslands Á aðalfundi Verktakasambands Islands, sem haldinn var á Akureyri dagana 14.-15. mars 1987, voru nýgerðir kjarasamningar við TrésmiðafélagReykjaVíkur samþykkt- ir einróma. Fundurinn var fjölsóttur og voru mættir yfir 30 aðildarfélaga. Á fund- inum var eftirfarandi ályktun samþykkt: Verktakasamband Islands fagnar því að framkvæmdir á vegum opinberra aðila eru í sífellt vaxandi mæli unnar á grundvelli útboða eftir forval eða samninga við óháð verktakafyrirtæki. Á því er ekki vafi að þessi háttur leiðir til batnandi afkomu og betri lífskjara starfsmanna og á það við um þjóðfélagið í heild, en er engan veginn bundið við einstakar starfsstéttir. Þess vegna vill sambandið eindregið hvetja til þess að áfram sé haldið á þeirri braut að verk séu unnin af sérhæfðum fyrirtækjum, sem taka þátt í frjálsri samkeppni um þau að undangengnu forvali. I þessu skyni tel- ur sambandið höfuðnauðsyn að undirbún- ingur framkvæmda sé vandaður í hvívetna. I því felst að skilgreina þarf starfssvið og ábyrgð hönnuða, eftirlits- manna og annarra þeirra aðila sem starfa að mannvirkjagerð. Þá vill sambandið benda á að hagkvæmni verður best tryggð, þegar sá háttur er á hafður að verktökum er gert unnt að skila fullgerðum bygging- um og öðrum þeim mannvirkjum sem þeir reisa. Spilakvöld Húnvetningafélagið í Reykjavík Félagsvist laugardaginn 28. mars kl. 14 í Félagsheimilinu, Skeifunni 17. Allir vel- komnir. Tímarit Húsfreyjan Út er komið 1. tölublað 1987 af Húsfreyj- unni. Að þessu sinni eru málefni húsfreyj- unnar ásamt umfjöllum um tómstundir efst á baugi á síðum Húsfreyjunnar. Spurt Hallgrímskirkja - starf aldraðra Á morgun, fimmtudag, verður opið hús í safnaðarsal kirkjunnar og hefst kl. 14.30. Leikhúsið í kirkjunni sér um dagskrá. Kynntar verða ferðir sumarsins. Kaffiveit- ingar. Þeir sem þurfa á bíl að halda eru vinsamlegast beðnir að hringja um morg- uninn í síma 10745. er hvernig afla megi heimavinnandi fólki í íslensku þjóðfélagi tryggari réttarstöðu og aukinnar viðurkenningar. Hlutverk tímaritsins er nú sem áður einkum það að fjalla um ýmis þau mál í íslensku þjóð- félagi sem snerta konur og störf þeirra, jafnt innan heimilanna sem utan. Þá er í blaðinu matreiðsluþáttur, handavinnu- þáttur og ýmislegt fleira. Útgefnadi blaðsins er Kvenfélagasamband íslands. Vera Út er komið 1. tölublað Veru 1987. Meðal efnis í blaðinu eru lesendabréf, ljóð, viðtal við Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, rætt er einnig við Önnu Karin Hammer. Þá er að fmna bókadóma, íjallað um þingmál og borgarmál og ýmislegt fleira. Útgefend- ur Veru eru Kvennaframboðið í Reykjavík og Samtök um kvennalista. frÍisÍ’með ÁBYRGÐ ER STÉTTIN AD DEYJA Gunnar Jónsson lést 17. mars sl. Hann fæddist í Reykjavík 19. maí 1918. Foreldrar hans voru Jón Björnsson og Jakobína Guðmunds- dóttir. Strax á unga aldri byrjaði Gunnar að vinna við verslun föður síns, Verslun Björns Kristjánssonar, VBK, Vesturgötu 4. Síarfaði hann þar allt til ársins 1973, er verslunin var seld. Síðustu 10 árin vann hann ýmis störf hjá Reykjavíkurborg. Eft- irlifandi eiginkona hans er Guðrún Ragna Valdimarsdóttir. Varð þeim þriggja barna auðið. Útför Gunnars verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Hallgrímskirkja Föstumessa kl. 20.30. Sameiginleg með Nessöfnuði. Sr. Frank M. Halldórsson predikar. Kirkjukór Neskirkju syngur. Organisti Reynir Jónasson. Kvöldbænir með lestri passíusálma alla virka daga nema laugardaga kl. 18. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Rósa Lárusdóttir, Dalbraut 25, verður jarðsungin frá kirkju Hvítasunnusafnaðarins að Hátúni 2 fimmtudaginn 26. mars nk. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á trúðboðssjóð Hvítasunnumanna. Þórarinn Árnason frá Stóra Hrauni Kríttin Þórarinsdóttir Einar Nikulátson Lára Þórarinsdóttir Eliaabet Þórarlnsdóttir Elin Þórarinsdóttir Inga Þórarinsdóttir Gyöa Þórarínsdóttlr Halldór Beck Stefán Gislason Hans Gústafsson Ólafur G. Eyjólfsson Hafliöi Guðjónsson bamaböm og barnabarnabðrn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.