Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987.
5
Fréttir
Könnun Félagsvísindastofnunar:
DV stærra en Moigun
blaðið á Norðuriandi
DV er útbreiddara en Morgun-
blaðið bæði í Norðurlandskjördæmi
eystra og Norðurlandskjördæmi
vestra.
t
Þetta sést í niðurstöðum könnun-
ar, sem Félagsvisindastofnun helúr
gert fyrir Dag á Akureyri, þegar
teknir eru samtals þeir, sem sjá dag-
blöðin daglega og nokkrum sinnum
í viku.
Á Norðurlandi eystra sjá 33,2 pró-
sent DV daglega og 30,6 prósent
nokkrum sinnum í viku eða samtals
63.8 prósent.
39,9 prósent sjá Morgunblaðið
daglega og 22,3 prósent nokkrum
sinnum í viku, samtals 62,2 prósent.
Dag sjá 60,5 prósent daglega og
22.3 prósent nokkrum sinnum í viku,
samtals 82,8 prósent. Tímann sjá
12.9 prósent daglega og 13,4 prósent
nokkrum sinnum í viku, samtals
26.3 prósent. Þjóðviljann sjá 8,2 pró-
sent daglega og 8,2 prósent nokkrum
sinnum í viku, samtals 16,4 prósent.
Lestur dagblaða í Norðurlandi vestra
58,1%
60
50
40
30
20
10
>. ■
"
>'
'
to-jiVtÆYiw.iJr,
55,9%
58%
- '
'
' " ' í'
mmwm
'', ''
s'-s^?-: h;
'■
J 1
kj c
30,4%
7 18,6%
.
/ /
>
SÍSÍffiSSi
: 1 iE SÍSlÍSÍSiSS k
3,8%
>
a
1
!
I
I
i
j
h-
>
S
a.
£
<
Albert Guðmundsson þingmaður:
„Skil ekki
þetta nýja
sprengjukast“
„Á sama tíma og ég reyni að lægja
öldumar í Sjálfstæðisflokknum og
segi af mér ráðherraembætti til þess
að allt springi ekki í loft upp heldur
formaðurinn áfram að stinga í bakið
á mér. Þetta tvöfalda siðgæði sem
nú er búið að taka upp í flokknum
er óskiljanlegt og ég skil ekki heldur
þetta nýja sprengjukast," sagði Al-
bert Guðmundsson alþingismaður í
morgun.
Tilefni þessara orða Alberts er sú
yfirlýsing Þorsteins Pálssonar á Stöð
2 í gærkvöldi að Albert komi ekki
til greina á ráðherralista formanns-
ins, verði Sjálfstæðisflokkurinn í
næstu ríkisstjóm. „Það segir sig
sjálft eftir það sem gerðist í dag,“
sagði Þorsteinn. Áður í viðtalinu
kallaði hann viðburði dagsins harm-
leik og sagði málinu lokið, menn
virtu niðurstöðu Alberts.
„Ég sé ekki hvemig á að koma því
heim og saman að ég sé talinn óhæf-
ur ráðherra en hæfur til þess að
veita framboðslista flokksins í
stærsta kjördæmi landsins forystu.
Enn síður skil ég að formaður
flokksins geti lýst því yfir núna að
ég verði ekki aftur ráðherra. Hann
ræður því ekki einn og ætlar hann
að ganga í berhögg við vilja kjó-
senda, ef við næðum sigurstöðu í
kosningunum undir minni forystu?
Mér hefur verið og er hlýtt til
Þorsteins Pálssonar. Ég átti þátt í
því að koma honum á þing í sam-
vinnu við Ingólf Jónsson og ekki
síður í því að hann var valinn form-
aður flokksins, í samvinnu við Geir
Hallgrímsson. Ég skil ekki með
neinu móti hvað honum gengur til
með þessu sífelldu árásum á mig og
hélt að það væri Sjálfstæðisflokkn-
um betra veganesti að slökkva þar
elda persónulegra átaka heldur en
að kveikja nýjan um leið og annar
slokknar," sagði Albert.
En er hann búinn að taka endan-
lega ákvörðun um að sitja á lista
flokksins eða hvort hann fari í sér-
framboð á Borgaralistanum? „Ég
mun rasða við mitt fólk í dag og á
morgun. Það er slíkur þrýstingur frá
fólki um allt land að ég get ekki
annað en tekið hann til greina og
hugleitt málið. Mér þykir vænt um
Sjálfetæðisflokkinn og þykir það
mjög leiðinlegt ef mér verður gert
ókleift að starfa í honum. En það
er ekki endalaust hægt að sætta sig
við þann leik sem þar er leikinn.
Þessi mál skýrast væntanlega á
morgun, annað veit ég ekki núna.“
-HERB
Loks sjá 2,6 prósent Alþýðublaðið
daglega og 1,7 prósent nokkrum
sinnum í viku eða samtals 4,3 pró-
sent
Á Norðurlandi vestra sjá 33,3 pró-
sent DV daglega og 24,8 prósent
nokkrum sinnum i viku eða samtals
58.1 prósent. Morgunblaðið sjá 34,8
prósent daglega og 21,1 prósent
nokkrum sinnum í viku, samtals
55,9 prósent. Dag sjá 27,1 prósent
daglega og 30,9 prósent nokkrum
sinnum í viku, samtals 58 prósent.
Tímann sjá 15,2 prósent daglega og
15.2 prósent nokkrum sinnum í viku,
samtals 30,4 prósent 6,7 prósent sjá
Þjóðviljann daglega og 11,9 prósent
nokkrum sinnum í viku eða alls 18,6
prósent. Loks sjá 1,9 prósent Al-
þýðublaðið daglega og 1,9 prósent
nokkrum sinnum í viku, samtals 3,8
prósent.
Úrtakið í könnuninni voru 650
manns á aldrinum 18-75 ára. -HH
Auglýsing um innlausn
happdrættísskuldabréfa
rfldssjóðs
J flokkur 1977
Hinn 1. apríl nk. hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs
í J flokki 1977, (litur: grænn).
Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði gkr. 2.500,00, nú kr. 25,00,
verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á
framfærsluvísitölu frá útgáfudegi á árinu 1977 til gjalddaga í ár.
Innlausnarverð hvers skuldabréfs í greindum flokki er kr. 886,00
Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda á,
að bréfin eru eingöngu innlevst í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Hafnarstræti 10. Revkiavík.
Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu
Seðlabankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða
hvar sem er á landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans.
Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar framfærsluvísitölu
Skuldabréfin fyrnast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 1. apríl 1987.
Reykjavík, mars 1987
SEÐLABANKI ÍSLANDS