Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. Fréttir Nýtt skip bætist í ftotann: Fyrsta sérsmíðaða kúfiskveiðiskipið Um síðustu helgi kom til Suður- eyrar við Súgandafjörð nýtt sérsmíðað kúfiskveiðiskip sem hlaut nafiiið Villi Magg. Það er Erling Auðunsson sem er aðaleigandi og skipstjóri á skipinu. Hann sagði í samtali við DV að þetta væri fyrsta sérsmíðaða kúfiskveiði- skipið í Evrópu. Það var smíðað í Hollandi fyrir Erling og kostaði með öllum búnaði 52 milljónir króna en það er 147 lestir að stærð. Erling hefur stofiiað hlutfélagið Bylgjuna sem mun annast vinnslu á kúfiskinum í landi og er nú unnið að því að setja þar til gerðar vélar upp á Suðureyri. Þegar verksmiðjan verður komin í gang mun hún afkasta 5 tonn- um á klukkustund og munu 10 til 12 manns starfa við hana. Erling sagði að hann hefði markað fyrir kúfiskinn í Bandaríkjunum þar sem súpugerðar- verksmiðja kaupir af honum kúfisk- inn. Þá sagðist Erling hafa sent sýnishom til Frakklands, Italíu og Spánar og hefðu þau líkað vel og sagð- ist hann vonast til að geta selt þangað líka og jafhvel meira magn þegar framrní sækir til Bandaríkjanna. Þess má geta að mjög auðug kúfisk- mið em víða umhverfis landið og alveg sérstaklega út af Vestfjörðum. Þessi fiskistofh hefur aldrei verið nýttur nema hvað kúfiskur hefur verið veidd- ur dálítið í beitu. Erling Auðunsson sagðist hafa það eftir fiskiffæðingum að kúfiskur væri 3ji stærsti fiskistofh í N-Atlantshafi á eftir kolmunna og loðnu. Kúfiskur grefur sig í sandinn á hafs- botni gagnstætt hörpuskel sem liggur ofan á sandinum. Þess vegna þarf al- veg sérstök tæki, plóg og dælu til að veiða fiskinn og em tækin í Villa Magg bandarísk að uppruna. -S.dór Fjölmenni var í kröfugöngu verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1. maí þrátt fyrir heldur leiðinlegt veður. Lagf var af stað frá Hlemmi klukkan 14 og gengið niður Laugaveginn að Lækjartorgi þar sem haldinn var útifundur. Aðalræðu- maður á fundinum var Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar. Auk hans fluttu ræður Hildur Kristins- dóttir, varaformaður Iðju, og Haraldur Hannesson frá BSRB. Fundarstjóri var Pálmar Halldórsson frá Iðnnemasam- bandinu. Samtök kvenna á vinnumarkaði héldu útifund á Hallærisplani á sama tíma og fundurinn var á Lækjartorgi. Ávörp fluttu Guðlaug Teitsdóttir kennari, Bergljót Guðmundsdóttir fóstra og Sigríður Kristinsdóttir sjúkraliði. DV-mynd Brynjar Gauti Bankastjómin óbreytt - en Stefán fer í orlof „Við erum ekkert að leita að nýj- um bankastjóra, það er af og ffá, en það er rétt að Stefán Gunnarsson bankastjóri hefur óskað eftfi því að fá þriggja mánaða frí frá þessum mánaðamótum. Aðstoðarbanka- stjóramir tveir gegna auðvitað störfum hans á meðan eins og áður þegar Stefán heíur farið í fri,“ segir Ásmundur Stefánsson, fonnaður bankaráðs Alþýðubankans. Þrálátur orðrómur hefiir gengið um að nýtt bankaráð hafi þegar ákveðið að segja Stefáni Gunnars- upp störíum. Þessu neitar smundur alfarið og segir það ekki heldur vera á dofinni. Kveilcjan að þessum orðrómi er vafalaust í og með 11 milljóna króna tap bankans á síðasta ári. Þá var hann meðal annars að kaupa sér mestu innláns- aukningu sem nokkur banki náði og fjárfesti mikið. „Fyrrverandi bankar-áð var búið að ákveða vaxtahækkun á óverð- tryggðiun lánum sem tók gildi 11. apríl. Við ætlum síðan að stuðla að verulegii tilfærslu útlána til verð- tryggingai'. Þetta á að bæta hag bankans, sem hefur anntus þjónað víðskiptavinum sínmn framúrskar- andi vel og efalaust skapað fordæmi í bankakerfínu þannig að fólk getur nú gengið út frá bankastjóra með fullri roisn og án þess að finnast það hafa verið niðurlægtsegir mttndur. Ás- -HERB Eldeyjarsvæðiö: Rækjuveiðar ekki leyfðar Rækjuveiðar verða ekki leyfðar á Eldeyjarsvæðinu að svo komnu máli. Sú er niðurstaðan eftir að rannsóknar- skipið Dröfn kannaði rækjumiðin við Eldey nýlega. Rækjuaflinn var mjög tregur en því meira fékkst af smáýsu eða um 120 þúsund stykki miðað við hvert rækjutonn. Þetta er langt yfir viðmiðunarmörkum. Miðin verða könnuð í síðari hluta þessa mánaðar ef vera kynni að smáýs- an hafi þá gengið af svæðinu. -JH 1. maí á Tálknafirði: Helmingur þorpsbúa fór í kröfugönguna Verkalýðsfélagið á Tálknafirði efndi til kröfugöngu 1. maí og þá brá svo við að um helmingur þorpsbúa mætti í gönguna. Um 160 tók þátt í henni en íbúar Tálknaftarðar eru innan við fjögur hundruð. Gengið var frá aðaltorgi þorpsins að húsinu Þinghóli en verkalýðsfélaginu var gefið það hús í fyrra á 50 ára af- mæli þess. Húsið hefúr nú verið lagfært og þar var boðið upp á kaffi og meðlæti og svaladrykki fyrir börn- Að sögn Ásthildar Michelsen á Tálknafirði var aðeins eitt kröfuspjald í göngunni og á því var sú krafa að næst myndu Tálknfirðingar semja heima í héraði. Þá var borinn nýr fáni verkalýðsfélagsins og íslenski faninn. Ásta sagði að þetta hefði allt verið mjög hátíðlegt og skemmtilegt, en þetta er í annað sinn sem verkalýðs- félagið á Tálknafirði gengst fyrir kröfugöngu og kaffiveitingum 1. maí. -S.dór í dag mælir Dagfari_________________ Allaballar í sárum Það er mikið rifist í Alþýðu- bandalaginu þessa dagana. Sem von er. Leifamar af allaböllunum vita ekki sitt rjúkandi ráð eftir kosn- ingaósigurinn og kennir hver öðrum um. Svavar er sökudólgurinn eða Ásmundur og Alþýðusambandið, allt eftir því hver talar hverju sinni. Guðrún Helgadótir hefur tekið mest upp í sig og segir að flokkurinn verði algjörlega að stokka upp, bæði stefnu, forystu og vinnubrögð. Hún heimtar blóð og það strax. Svavar sjálfúr hefur hins vegar fundið snjöllustu lausnina. Hún er sú að leggja flokkinn niður, sameina hann og Alþýðuflokkinn og jafnvel Kvennalistann líka. Þetta er auðvit- að hið mesta þjóðráð og eðlileg lausn í sjálfu sér. Þegar kjósendur eru hættir að kjósa flokk og enginn er hæfur til að stjóma honum, þegar flokkur er búinn að .glata stefnu sinni og týna jarðsambandinu, þá er vitaskuld ekkert annað að gera en leggja þennan sama flokk niður. í rauninni veit enginn til hvers Alþýðubandalagið lifir enn. Alla- ballar em búnir að missa frá sér konumar yfir til Kvennalistans. Allaballar em búnir að missa verka- mennina og litlu mennina yfir til Borgaraflokksins. Allaballar em búnir að missa opinbera starfsmenn, heilbrigðisstéttimar, sjómennina og unga fólkið yfir til annarra flokka, eftir því sem þeir segja sjálfir. Hverj- ir em þá eftir? Flokkseigendafélag, leikarar sem troða upp á kosninga- fundum til að syngja intemationa- linn og þingmennimir sjálfir, sem nú em bara átta talsins. í stuttu máli má segja að Alþýðu- bandalagið, sem á að vera bandalag alþýðunnar, sé bandalag nokkurra eftirlegukinda frá því í gamla daga, sem ekki hafa áttað sig á því að al- þýðan er fyrir löngu farin. Hún er farin í aðra flokka. Sumir kunna að segja að Alþýðu- bandalagið sé vinstri flokkur en Kvennalistinn er líka vinstri flokkur og meira nýmóðins og þar sem þjóð- in er upp á kvenhöndina er miklu vænlegri kostur að kjósa kvenfólkið heldur en gamlan og úreltan vinstri flokk sem hvort sem er ætlar að leggja sjálfan sig niður. Álþýðubandalagið hefur unnið markvisst að þessum árangri. Flokk- urinn komst í ríkisstjóm og jók verðbólguna upp í eitt hundrað og þrjátíu prósent. Flokkurmn beitti sér fyrir því innan verkalýðshreyfingar- innar að kjarsamningum yrði haldið niðri. Flokkurinn rak Guðmund jaka af ffamboðslista sínum til að fæla verkamennina frá. Flokkurinn setti Ólaf Ragnar í framboð á Reykjanesi þegar allir sáu að sá maður ætti miklu betur heima i útl- öndum. Flokkurinn hafði Svavar í formannssæti löngu eftir að allir vissu að Svavar var útbrunninn. Flokkurinn hefur á stefnuskrá sinni utanríkisstefnu sem sárafáir Islend- ingar aðhyllast. Flokkurinn hefur skipulega unnið að því að vera eins leiðinlegur í málflutningi og kostur er. Flokkurinn var á móti frjálsum útvarps- og sjónvarpsrekstri. Þessi stefha getur ekki verið tilvilj- un. Allaballar hljóta að hafa haft markvissa áætlun um að legga flokkinn niður. Og nú er komið að því. Nú er stóra stundin runnin upp. Nú er búið að rýja hann öllu fylgi, ýta góðum mönnum til hliðar og skapa jarðveg fyrir þau endalok sem allaballa hefur alltaf dreymt um - að deyja drottni sínum. Hvort einhver vill taka við hinum jarðnesku leifum Alþýðubandalags- ins verður að koma í ljós. Það verður hins vegar að segja Svavari og öðr- um forystumönnum Alþýðubanda- lagsins til hróss að þeir hafa unnið þarft verk og gengið rösklegar til þess heldur en hægt var að búast við. Það er ekki öllum gefið að rústa heilan flokk og gera hann að engu á svo stuttum tíma sem Svavar hefur verið formaður. Sem sýnir fágæta kosti hans sem formanns í deyjandi flokki. Þorsteinn Pálsson hefur einn- ig staðið sig vel með Sjálfstæðis- flokkinn, en hann hefur þó ennþá ekki lýst yfir því að Sjálfstæðisflokk- inn beri að leggja niður. Það hefur Svavar haft kjark til að gera og er til fyrirmyndar fyrir aðra formenn sem hafa það á stefriuskrá sinni að drepa flokka sína. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.