Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Page 17
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. 17 DV Draumaríkisstjómin Lesendur Hver er eigin- lega tilgangur skoðanakannana? Hjón á Suðurlandi skrifa: Nú að loknum kosningunum taka við stjómarmyndunarviðræður. Nú er spumingin hvort hægt sé að mynda trausta stjóm úr smáflokkakerfi. Kosningaúrslitin gefa okkur allar for- sendur sem þarf, Alþýðubandalagið er orðið að steingervingi sem tilheyrir liðinni tíð og Sjálfstæðisflokkurinn má fara að endurbyggja úr rústunum. Með þessa forsendur í huga er draumaríkisstjómin okkar eftirfar- andi: 'Guðrún Agnarsdóttir myndi sóma sér vel sem heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra, Kristín Halldórsdóttir myndi standa sig sem dóms-, land- búnaðar- og kirkjumálaráðherra. Við myndum vilja halda Steingrími Her- mannsyni sem forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni sem sjávarút- vegsráðherra, þessir menn verðskulda „Við myndum vilja halda Steingrími Hermannssyni sem forsætisráðherra hann verðskuldar mikið lof fyrir vel unnin störf í síðustu ríkisstjórn." mikið lof fyrir vel unnin störf í síðustu ríkisstjóm. Það er náttúrlega engin spuming að enginn er hæfari til að gegna emb- ætti fj ármálaráðherra en Jón Sigurðs- son, réttur maður á réttum stað. Jón Baldvin myndum við vilja hafa sem samgönguráðherra. Enginn væri hæf- ari til að gegna starfi félagsmálaráð- herra en sjálf Jóhanna Sigurðardóttir, en hún er góður málsvari lítilmagn- ans. Eftir allt erfiðið verðskuldar Albert Guðmundsson að halda áfram þar sem frá var horfið, iðnaðarráð- herra. Að ógleymdum Júlíusi Sólnes sem utanríkisráðherra. Slíkri 4 flokka stjóm (Framsókn, kratar, Kvennalisti og Borgaraflokk- ur) myndum við treysta vel fyrir þjóðarbúinu, og hananú.. Kjósandi skrifar: Það er eins og skoðanakannanir þjóni nánast einum tilgangi hér á landi, að kanna hvaða flokk fólkið ætlar að kjósa og eitthvað i þeim dúr hvað varðar kosningamar sjál- far. Það verður að greina kjamann frá hisminu en ég heföi ætlað að kjami skoðanakannana væri að koma á framfæri vilja fólksins i hin- um ýmsu þjóðmálum svo að þing- mennimir geti haft skoðanir meirihluta landsmanna til hliðsjón- ar. Væri ekki gagnlegra að kanna vilja fólks til álitamála sem bjórsins eða fjölgunar þingmanna. Ég held að það sé engin spuming að meiri- hluti landsmanna vilji bjórinn og vilji fækka þingmönnum i staðinn fyrir að fjöiga þeim. Skoðanakannanir þjóna mun meiri tilgangi i þágu landsmanna ef kannað er hvað þingmenn eigi að gera, hver sé vilji meirihluta lands- manna. Nú er aftur á móti stöðugt verið að auka þennan meting milli stjómmálaflokkanna um hvaða menn komast inn. Skoðanakannanir geta nefnilega veitt ráðamönnum þjóðarinnar visst aðhald og allavega gefið þeim til kynna hvað þjóðin vifl sé rétt á þess- um málum haldið. Ovænt kosningaúrslK Katrín hrrngdi: flokkurinn beið mikið afhroð í Mikið komu kosningaúrsiitin kosningum þessum en það sýnir að manni á óvart. Þótt skoðanakann- flokksapparatið verður að endur- anir væru nærri lagi þá fannst mér meta og styrkja eftir föngum. þær of óraunhæfar til að vera mark- í lokin vil ég fagna þvi hve sterkur tækar. Það er enginn vafi hverjir em Kvennalistinn kemur út úr kosning- sigm-vegarar þessara kosninga, unum. Kosningaúrslitin bera þess Borgaraflokkurinn og Kvennalist- glögg merki að góður jarðvegur er inn standa með pálmann i höndun- fyrir þessa stjómmálahreyfingu. Góð um. málefnitryggjasterkanhljómgnmn. Ég harma það hve Sjálfstæðis- AS E A Cylinda þvottavélar ★ sænskar og sérstakar Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun, vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis- gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! 3ft£. Jr onix HATUNI 6A SÍMI (91)24420 MONZA er framhjóladrifinn og rúmgóður fjölskyIdubflI, hannaður af vesturþýsku hugviti og tækni, með mýkt og snerpu Chevroletsins. Auk þess er hann sérlega styrktur, með hlífðarpönnu, stærri hjólbarða og fjölmargt annað er hentar sérstaklega íslenskum akstursaðstæðum. Chevrolet Monza er ríkulega búinn aukahlutum, en verðið er þó broslega lágt. Verð frá kr. 453.000. Góðir greiðsluskilmálar. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.