Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Side 18
18 MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. Frjálst.óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Hver fær umboð? Forseti Islands mun nú taka að ræða við formenn flokkanna. í framhaldi af því mun einhver þeirra fá umboð til að reyna að mynda stjórn. Forseti hefur tek- ið þann kost að bíða í viku, meðan fram færu óformlegar þreifingar milli flokka og menn meltu kosningaúrslitin. Þær þreifingar hafa farið fram, en árangurinn óljós. Forseta er mikill vandi á höndum. Formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibals- son, hefur verið í sviðsljósinu. Hann hefur gengizt fyrir lauslegum athugunum á tveimur möguleikum, annars vegar samstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista, hins vegar stjórn Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags. Hin síðarnefnda ber heitið nýsköpunarstjórn frá fyrri tíð. Sjálfstæðismenn hafa ekki hafnað hugmyndum Jóns Baldvins en haldið öllum leiðum opnum. Beðið hefur verið eftir því, hver væri óskalisti Kvennalistans í slíkri stjórn eða öðrum. Konurnar hafa um helgina komið sér niður á það. Þær taka hugmyndum Jóns ekki útbreidd- um örmum. En þær hafna þeim ekki. Jón Baldvin hefur ekki beðið, heldur jafnframt látið þau boð út ganga, að hann vilji nýsköpunarstjórn, takist ekki samstarf við Kvennalistann. Samstarf viðreisnarflokkanna og Kvennalista kæmi til greina. Nýsköpunarstjórn væri líklega verri kostur. Nú skiptir mestu, að árangurinn í efnahagsmálum varðveitist. Færi aftur í mikla verð- bólgu, er ekki fyrirséð, hvenær eða hvort þjóðin næði sér aftur á strik. Hindra verður, að næsta ríkisstjórn hefji víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds, verðbólgu og gengisfellinga. Staðan er mjög viðkvæm, eins og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra áréttar réttilega. Nú er ekki tími til eyðslu. Rétt er, að bæta þarf kjör hinna tekjulægstu, einkum eftir að aðrir hóp- ar hafa tekið sprett nú nýlega. Þetta verður að gerast innan þess ramma, að það leiði ekki til hækkana gegn- um kerfið, sem kalla á verðbólgu. En spyrja má, hvort nýsköpunarstjórn gæti valdið verkefninu. í Alþýðu- bandalaginu eru vissulega menn, sem gætu tekið þátt í því. En þeir munu ekki ráða ferð. Líklegast er, að í þeim flokki muni fara fram uppgjör, sem standi lengi. Þetta er því að líkindum óæskilegur stjórnarflokkur í viðkvæmri stöðu. Viðræður formanna við forseta munu næstu daga sýna henni, hvernig staðan er. Jón Baldvin hefur ekki verið einn á ferð. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra virðist reiðubúinn að reyna. Framsóknar- flokkurinn vann varnarsigur í kosningunum. Stein- grímur vann mikinn persónulegan sigur. Fram hefur komið í skoðanakönnunum hjá DV og öðrum, að lands- menn telja beztan kost, að Steingrímur Hermannsson sé forsætisráðherra. Steingrímur mundi að líkindum leita samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og ekki halda áfram, nema hann telji slíkt samstarf sennilegt. Þá þarf einn flokk í við- bót. Líklegast er, að einnig Steingrímur muni einna fyrst leita til Kvennalistans. Takist það ekki, muni hann fara hringinn og ræða við hvern sem er af hinum flokkunum. Hahn vill þriggja flokka stjórn, ekki fjög- urra nema í neyð. Líta ber svo á, að hafi hugmyndir Jóns Baldvins Hannibalssonar um stjórnarbræðing ekki þróazt mjög jákvætt væri eðlilegast, að Steingrímur Hermannsson reyndi fyrstur. Haukur Helgason. Kjötfjallið í eyðimörkinni: Landið okkar í tötrum hrópar á vægð! Viðbrögð fólks við grein minni i Morgunblaðinu þann 7. mars sl. um landeyðinguna hafa verið ótrúlega KjaUarinn Herdís Þorvaldsdóttir formaður Lífs og Lands að fá það næstum gefins. Svo eru osta- og smjöríiöllin. og þó að þau kosti okkur skattborgarana stórfé er það ekki eins alvarlegt mál þar sem nautpeningur er að mestu leyti á ræktuðu landi. En sauðkindin veð- ur um hálendi og láglendi og eyði- leggur gróðurinn. I öllum umræðum um landbúnað- inn eru það hagsmunamálin sem reka á eftir kröfum um aðgerðir vegna markaðserfiðleika og kostn- aðar en aldrei er minnst á varðveislu landsins í þágu framtíðar. Þið hljótið og aldir geta liðið áður en örfoka land grær aftur. Til þess að endur- heimta gróður landsins verður að skipuleggja afgirt svæði fyrir búfén- aðinn. Engan lausagang á búfé lengur, það tilheyrir ekki siðmennt- uðum þjóðum í dag. Hægara í að rata en úr að komast Eins og ástandið er í dag er offram- leiðslan, vitahringur, sem ríkissjóð- ur og skattgreiðendur hafa ekki ráð á, og skerðir þjóðarauð. Sannarlega „Við viljum heldur ekki lengur borga miiljarða í landgræðslu á gróðri sem er étinn upp jafnóðum.“ í Mýrdal nær gróður hátt til fjalla, en er eins og götótt flik, allur i henglum. jákvæð. Ég hefði ekki trúað að óreyndu að svona margir hefðu gert sér grein fyrir hörmungarástandinu á landinu okkar og meginorsökinni, ofbeitinni. Ingvi Þorsteinsson nátt- úrufræðingur segir í riti landbúnað- arráðuneytisins að þau fáu svæði, sem ekki eru fullnýtt og niðurnöguð austan og norðaustanlands og á fá- einum stöðum þar sem byggð hefúr dregist saman eða lagst niður, séu samt ekki svo víðáttumikil að þau geti tekið við þeim búfénaði sem er umfram beitarþol á ofnýttu svæðun- um. Þess vegna er á landinu núna mun meiri fjöldi búfjár en úthagam- ir þola! Sjá ekki alhr viti bornir menn hvar þetta mun enda? Engan lausagang á búfé lengur! Ekki einu sinni hóflega nýtingu sem á að bjarga eyðileggingunni, því að þar sem beitt er á okkar viðvæma gróður hverfa blómplöntumar fyrst og allir nýgræðingar og vaxtar- broddar af birki og víði, svo að engin endumýjun getur átt sér stað. Sauð- kindin er mjög matvönd og velur úr það besta og viðkvæmasta af gróðr- inum. Sjá ekki allir sem hafa augun opin að það er verið að éta undan okkur landið að óþörfu? Allar þessar nagandi skepnur framleiða miklu meira kjöt en við þurfum og við erum neydd til þess að kaupa offramleiðsl- una fyrir milljarða. Nú er verið að fleygja eða brenna 500 tonnum af kjötframleiðslunni árið 1985 sem búin em að liggja í dýrum geymslu- byrgjum í eitt og hálft ár, og hvað varð um 1500 tonn af ærkjöti sem Rússar vildu ekki þó að þeir ættu þó að sjá hvað er að gerast! Sem betur fer tekst ekki að selja kjötið til útlanda, það nær engri átt að ala skepnur á okkar viðkvæma gróðri til þess að selja útlendingum langt undir framleiðsluverði og borga milljónir í útflutningsbætur. Þvílíkt ráðleysi! Við viljum heldur ekki lengur borga milljarða í landgræðslu á gróðri sem er étinn upp jafnóðum eða í eilífar girðingar utan um smá- reiti hér og þar sem em þó engin tiygging fyrir ágangi skepna. Þótt við eyðum milljörðum í að dreifa áburði fáum við að vísu gras á út- haga og hálendið. Það hverfúr þó á nokkrum árum ef hætt er að bera á en er þá búið að eyðileggja gróður- inn sem fyrir var. Er þetta sú náttúra sem við viljum hafa á landinu okk- ar? Áreiðanlega ekki. Landið okkar er ekki nema svipur hjá sjón frá því sem það áður var er þetta ástand þjóðfélagsmál. Við auglýsum landið okkar í ferðabækl- ingum sem land með óspillta nátt- úm. Þar ætti frekar að standa: Komið og sjáið hvernig við emm búin að fara með landið okkar. Það er í tötrum, aðeins þriðjungur af gróðurlendinu er eftir og er á hraðri leið með að eyðast vegna rányrkju. Jarðvegurinn er að fjúka út á sjó og landið hrópar á vægð! í guðs bænum, ráðamenn, þing- menn, lögfræðingar, vinnið saman og setjið viturleg lög til að bjarga því sem eftir er af gróðurlendinu. Það hlýtur að vera okkur öllum í hag. Þetta er mál málanna í dag og þolir enga bið. Annars mun framtíð- in kalla ykkur til ábyrgðar á andvaraleysinu og afkomendur okk- ar taka við eyddu landi. Herdis Þorvaldsdóttir, formaður Lífs og lands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.