Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Side 22
22
MÁNUDAGUR 4. MAl 1987.
- Alfreð gerði tvö mörk en Sljáni þijú hjá Jochen Fraatz
Atli Hilmaræan, DV, V-Þýskalandi;
Bundesligunni lauk nú um helgina
og fögnuðu Alfreð Gíslason og félagar
i Tusem Essen einna mest. Stóðu þeir
uppi sem sigurvegarar og landsmeist-
arar annað árið í röð. Þó vann liðið
ekki sigur um helgina, tapaði 17-19
fyrir Gummersbach. Lykilmenn Essen
eru margir hrjáðir af meiðslum og kom
það óneitanlega niður á leik liðsins í
þetta sinnið. Aðalmarkvörður Essen
heíúr verið úr leik um hríð en arftaki
hans varð óvænt fómarlamb hund-
ræksnis fyrir slœmmstu. Gat hann
ekki leikið af þeim sökum en tók þó
óhappinu sem hverju öðru hundsbiti.
Undir markslánni stóð því enginn
annar en Jochen Fratz, homamaður
v-þýska landsliðsins. Varði hann tíu
skot og skoraði eitt mark úr hraðaupp-
hlaupi. Segir sá gemingur ef til vill
einna mest um þennan leik sem var á
köflum nær farsanum en alvarlegri
rimmu.
Alfreð Gíslason gerði tvö mörk í
leiknum fyrir Essen en Kristján Ara-
son skoraði þrjú fyrir Gummersbach.
Siggi Sveins þriðji
Lið Sigga Sveins, Lemgo, vann ör-
uggan og frækilegan sigur á Dort-
mund, 25^17. Siggi átti einn sinn besta
leik í vetur og gerði sjö mörk.
Þessi mörk hans færðu honum þriðja
sætið í slagnum um markakóngstitil-
inn í Bundesligunni. Siggi gerði 176
mörk í vetur.
Önnur úrslit
H ande witt-Dússeldorf......20-21
Hofweier-Göppingen..........36-30
Grosswallstadt-Hameln.......21-16
Swabing-Milbertshofen.......22-22
Schútterwald-Kiel...........25-25
Gummersbach náði þriðja sæti
Essen varð meistari í V-Þýskalandi
eins og áður sagði með 42 stig. Gross-
wallstadt varð í öðm sæti með 39 stig.
I þriðja sæti varð síðan Gummersbach
en þeir náðu því sæti með sigrinum
um helgina. Þess má geta að öll þessi
lið keppa enn í bikamum v-þýska.
Hameln féll en Atli berst áfram
Þrjú lið féllu beint i aðra deild. Þau
eru Weiche Handewitt, Schútterwald
og Hameln. Liðin sem taka sæti þeirra
em Dormagen og Wallau Massen-
heim. Bayer Leverkusen, lið Atla
Hilmarssonar, og Tuspo Númberg
'þurfa síðan að eigast við sérstaklega
um þriðja lausa sætið í Bundesligunni.
Mætast liðin tvívegis, heima og
heiman.
Atli Hilmarsson taldi nokkra mögu-
leika á sigri Leverkusen í þessum
viðueignum.
„Ég tel okkur eiga jafna mögu-
leika,“ sagði Atli. „Markmiðið var að
forðast fallið og við mætum því til leiks
án allrar spennu og þrýstings. Við
höfúm fyrir löngu náð þeim markmið-
um sem við settum okkur í upphafi."
-JÖG
Björgvin þjálfar Fram
Nú hefúr verið gengið frá því að
Björgvin Björgvinsson þjálfi Fram-
ara næsta vetur. Tekur hann við af
Per Skárup sem nú er senn á förum
til Danmerkur þar sem hann kemur
til með að leika með Gladsaxe.
Björgvin er gamalreyndur í her-
búðum Framara enda lék hann með
þeim um langt skeið auk þess að
vera meðal okkar leikreyndustu
landsliðsmanna. Hann hefúr fengist
við þjálfun á undanfömum árum
með góðum árangri. Hann þálfaði
Stjömuna í Garðabæ áður en hann
hélt til Noregs en þai' hefúr hann
þjálfað hjá Kristiansand í vetur. Er
honum og Steinari Birgissyni þakk-
að að liðið náði nú Evrópusæti en á
undanfömum árum hefúr liðið barist
á botninum. Þar með hafa öll 1.
deildar liðin néma KR og Valur
gengið frá ráðningu þjálfara sinna.
Mikil ánægja er í herbúðum Fram-
ara með ráðningu Björgvins en eins
og kunnugt er þá er Atli Hilmarsson
genginn í raðir Framara.
-SMJ
• Björgvin Björgvinsson
þjálfa Fram næsta vetur.
mun
íþróttir
Standard
og
Seraing í
eina sæng
Kiistján Bemburg, DV, Belgíu;
Nú stendur fyrir dyrum samein-
ing tvcggja liða í belgísku fyrstu
deildinni. Þetta eru félögin Stand-
ard og Seraing, bæði frá borginni
Liege.
Þessi hð hafa átt í miklum fjár-
hagsvanda í vetur og því sótt á
brattann á fleiri sviðum en í knatt-
spymunni. Þótt þetta sé eina
sjáanlega lausnin á fjárhags-
kreppu liðanna er ekki víst að
áhangendur þeirra gangi að helm-
ingafélaginu þegjandi og hljóða-
laust. Margfr em tengdir liði sínu
nánum böndum. Verður vart
höggvið á þessi bönd án þess að
þeir hinir sömu rísi úr sætum með
hendur við borðbrúnir og mótmæli
síðan einum rómi.
-JÖG
Atli HBmarasan, DV, V-ÞýskaJandí:
Nú, þegar 7 umferðir em eftir í
v-þýsku knattspymunni, er Fritz
Walter hjá Mannheim markahæsb
ur með 20 mörk. Næstur honum
kemur Norbert Dickel hjá Dort-
mund með 18 mörk. Rudi Völler
hjá Bremen er þriðji með 17 mörk.
Uwe Rahn hjá Gladbach hefúr sfð-
an skorað 15 mörk.
-SMJ
Draumaliðið
hans Diego
Maradona
Aíh Hnmaissan, DV, V-þýskalandi:
í blaðaviðtali nýlegá gerði Diego
Maradona grein fyrir sínu uppá-
haldsliði í knattspymu og kennir
þar ýmissa grasa. í mark velur
hann Ubaldo Fioll frá Argentínu.
Aðrír leikmenn em: Krool, Holl-
andi, Cabrini, Ítalíu, Beckenbauer,
V-Þýskalandi, Platini, Frakklandi,
Passarella, Argentinu, Zico, Bras-
ilíu, Cmyff, Hollandi, Pele, Brasil-
íu, Rivehno, Brasilíu og sjálfúr
Maradona sem játaði eftir á að lík-
lega yrði vandkvæðum háð að fá
æssa leikmenn til að bakka.
-SMJ
» Rudi Völler hefur enn mögu-
leika á v-þýska markakóngstitlin-
um.
Fritz
Walter
marka-
hæstur
• Alfreð Gíslason fagnar nú sínum öðrum meistaratitli hjá Essen en Jóhann Ingi sínum fyrsta - svo sannarlega glæsilegur árangur hjá þeim félögum.
Essen varð undir
í íslendingaslag