Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Qupperneq 40
40 MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. Dægradvöl Texti: Borghildur Anna Hárprúðar og hressar valkyrjur þrjár á Laugaveginum - Berglind Freymóðsdóttir, Úlla Harðardóttir og Harpa Óskarsdóttir. DV-myndir: Kristján Ari Með gervihár á höfði Eitt af því sem vakti athygli manna í kosningasjónvarpinu var sú gamal- kunna Hljómasöngkona. Shady Owens. Hún mætti til leiks hárprúð mjög og er reyndar ekki ein um slíkt útlit því hártoppar úr gervihári eru nýjasta tískubólan. I öllum hornum spretta upp valkyrjur með hárið í tagli og nær faxið oftar en ekki lang- leiðina niður í mitti. „Þetta er yfírleitt gert þannig að eigið hár er tekið í hnút og fest með teygju," segir Jón Stefnir Hilmars- son á hárgreiðslustofunni Saloon Ritz. „Síðan er toppurinn festur við með teygju líka en einn lokkur vafinn í hring til þess að festa teygjuna. Þetta er mjög vinsælt núna en mest notað þegar menn fara út að skemmta sér.“ Það er hægt að hafa fleiri en einn topp í einu á höfðinu en stykkið kost- ar 1.250 af sléttu gerðinni en 1.350 þeir liðuðu. Efnið er gerviefni sem skola má úr volgu vatni og mildri sápu en gæta her þess að greiða þá hvorki né nudda meðan þeir eru blautir. Með þessu er hægt að fá slaufur úr gervihári eða stutta brúska klippta í blómkrónu. „Þetta er fyrir allan aldur,“ er sam- dóma álit starfsmanna á Saloon Ritz þegar þeir eru spurðir um hverjir það séu helst sem kaupa toppana eða biðja um slíkar viðbætur í samkvæm- isgreiðsluna. „Sá sem þorir og þær eru alveg upp í fertugt og kannski aðeins yfir það.“ „Topparnir byrjuðu í haust en það hefur verið mikið um þetta alveg frá jólum,“ segir Jón Stefnir. „Núna er þetta orðið mjög algengt - hálfgert æði.“ Ekki óþægilegt Átta ára gömul dóttir Jóns Stefnis - Jóhanna Ella - er með síða gervi- fléttu og segist ekkert finna fyrir því að hafa hana. „Ég hef meira að segja farið með svona hár í skólann og það er ekkert óþægilegt," fullyrðir Jóhanna Ella og skoppar um allt þannig að fléttan stendur beint upp í loftið. Og ekki er annað að sjá en sterturinn haldist sæmilega fastur þar sem honum hef- ur einu sinni verið komið fyrir - ef átta ára fjörkálfur hristir slíka auka- hluti ekki auðveldlega af sér ættu fullorðnir að geta haldið greiðslunni líka. „Tískan í gervihári er mun léttari en áður var,“ segir Vilborg Ársæls- dóttir hárgreiðslumeistari. „Rétt um og upp úr sextíu og átta og sjötíu voru það nælonkollurnar og stuttir lausir lokkar. Þá komu konurnar bara einu sinni í viku á stofuna til þess að fá greiðslu. Topp- urinn var losaður úr, hárið þvegið og lokkarnir settir upp aftur þannig að allt tylldi vikuna á enda. Lokka- greiðslurnar voru viðamiklar og sama aðferðin við hárgreiðsluna not- uð allt árið um kring. En núna eru greiðslurnar frjálslegri og gervitopp- ar aðallega notaðir við hátíðlegri tækifæri.“ Stuttklipptir þrælar Allmargar kollsteypur hafa orðið í sögunni hvað viðkemur hártískunni. Strax meðal Assyríumanna til forna höfðu menn komist að því að þægi- legra myndi að skera hárið fremur en halda því í fullri sídd og með hár- skurðinum voru fyrstu skrefin tekin í átt til hönnunar hártísku. Miklir liðir voru látnir falla niður á axlir í hentuga sídd miðað við lífsvenjur þess tíma. Á dögum Rómaveldis var stutt hár tákn þrælsins og af svipuð- um rótum virðist sú siðvenja kvenna af hinum ýmsu þjóðernum og á öllum tímum að hylja hár sitt að meira eða minna leyti. Loðvík fjórtándi Frakkakonungur sást hins vegar aldrei hárkollulaus á almannafæri heldur gekk með mikinn ljónsmakka og flestir Evrópumenn, sem vildu teljast til siðaðra manna, fóru að dæmi sólkonungsins. Undir átján hundruð fór hár kvenna að verða meira áberandi og vísir að hármenningu nútímans fór að láta á sér kræla. Hippar síðari tíma höfðu svo hárið sem villtast í samræmi við nýjar hugmyndir um frelsi einstaklingsins og friðarhug- myndir. Einn góðan veðurdag mætti Svava Ingólfsdóttir, starfsmað- ur á skrifstofu DV, til vinnu með myndarlegt tagl i hnakkan- um. Það hafði ekki vaxið um nóttina. DV-mynd GVA „Ég hef meira að segja farið með fléttuna í skólann,“ sagði Jóhanna Ella Jónsdóttir. Alls kyns lausir toppar og slaufur úr gervihári eru á boð- stólum þessa dagana. Stuttir brúskar klipptir i blómkrónu eru mjög vinsælir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.