Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 45
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Frá hirini nviu símadeild Posts og sima a Akureyri. Meistarar í músík Jón G. Haukssan, DV, Akureyri: Hljómsveitin Stuðkompaníið frá Akureyri sigraði í hljómsveitakeppni svæðisútvarpsins á Akureyri og Menningarsamtaka Norðlendinga á dögunum. Fjórar hljómsveitir kepptu. Auk Stuðkompanísins voru það hljómsveitirnar Drykkir inn- byrðis, Þrumugosarnir og hljóm- sveitin Bilun. Þetta er í fyrsta skipti sem keppnin er haldin. Dæmt var með Eurovision-stíl og dómnefndir skipaðar á fjórum stöðum á Norður- landi, á Húsavík, Siglufirði, Dalvík og Ólafsfirði. Stuðkompaníið er frá Akureyri en Þrumugosarnir eru skólahljómsveit á Laugum og hljóm- sveitin Bilun er frá Reykjadal í Þingeyjarsýslu. En Stuðkompaníið lét sér ekki aðeins duga að vinna keppnina norðanlands, skömmu eftir að þessi mynd var af þeim tekin héldu þeir suður til Reykjavíkur til að taka þátt í músíktilraunum. Þar sigruðu þeir líka, vanir menn. Fyrst þú heyrnar- tólið tekur Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Póstur og sími á Akureyri opnaði á dögunum söludeild fyrir síma. Boð- ið er upp á allra nýjustu símana og er deildin á annarri hæð pósthúss- ins. Þeir sem hafa komið inn í deildina að undanförnu hafa látið sér detta í hug gamla góða lagið með Halla og Ladda: „Fyrst þú heyrnar- tólið tekur.“ Auðvitað er svo síma- skráin við hliðina til þess að fylgja textanum eftir. Di hin breska hneykslaði sómakæra landa sína leikhúsfúsa upp úr skón- um þegar hún mætti á staðinn I eldrauðum leðurbuxum. Tal- ið er óumflýjanlegt að fara í betri fötin og þótti hin verð- andi drottning ganga skrefi of langt í frjálslyndinu. Leður- kvendið klæddist svörtum vattjakka hið efra og erfða- prinsinn var hvergi sjáanlegur. Slæmt mál þarna á ferðinni og yfirvofandi hraðnámskeið í hlýðni fyrir eiginkonuna rauðklæddu. Standa vonir til að kvenmaðurinn mæti í svörtum jakkakjól á næstu leiksýningu. /GESTGJAFANUM innihalda jafnvel auglýsingarnar niataruppskriftir. Rúmlega 60 uppskriftir að þessu sinni. Pottréttir, matarmiklar súpur, kjötkæfur og stórkostlegar tertur. Það er gagn að GESTGJAFANUM, tímariti um mat - tímariti sem aldrei verður úrelt - tímariti sem flett er aftur og aftur, ár eftir ár, í leit að skemmtilegum hugmyndum um mat sem gleður bæði fjölskylduna og vinina. Gesla'iafinn TÍMARIT UM MAT Áskriftarsími 50299 alla virka daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.